Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 19 Mál er að linni eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur Herferðin gegn lyfj'afræðinga- stéttinni virðist vera orðin að þrá- hyggju. Fyrir nokkru birtist í tíma- ritinu Fijálsri verslun grein eftir Valþór Hlöðversson um lyijamál. Var greinin uppfull af rangfærslum, misskilningi og vitleysum. Nokkrir lyíjafræðingar, apótekarar sem aðr- ir, hafa fundið sig knúna til að leið- rétta verstu rangfærslurnar, en samt hafði Valþór Hlöðversson geð í sér til að „leiðrétta" leiðréttingarnar í grein hér í blaðinu fyrir nokkru. Nú hefur honum borist liðsauki, því Sveinn Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði grein undir fyrirsögninni „Okur“ í Mbl. 20. nóv- ember sl. Það er óvanalegt að sjá svo ógeðfellda grein á síðum Morg- unblaðsins, og miður að einn af blaðamönnum þess skuli standa þar að baki. Allt orðalag í greininni minnti á erlend sorprit. Þar leggur Sveinn til, að grein Valþórs úr Frjálsri verslun verði sérprentuð og dreift á öll heimili í landinu, sem skyldulesning! Sveinn slær að vísu nokkra varnagla, svo sem . .. ef marka má........ef satt er ... og tekur fram að „einstaka lyíjafræð- ingar hafi reynt að . .. bera af sér okurorðið", en ákveður síðan að taka ekkert mark á þeim, enda skipti það ekki máli, hvort „álagningin sé einu prósentustiginu hærri eða lægri“. Sveinn talar í greininni um „fá- menna klíku lyfsala, sem í skjóli úrelts einokunarkerfis hefur um ára- tuga skeið teygt gráðugar klærnar í vasa sjúkra og aldraðra . . .“. Nú er það svo, að hversu „gráðug“ sem hin fámenna lyfsalaklíka gæti orðið (hún telur raunar 43 menn), þá ræður hún engu um það hvað lyfin kosta né hve há álagningin er. Ekki heldur hversu mikið hún selur. Jafn- vel þótt hún reyndi eftir megni að teygja „gráðugar klærnar“ ofan í vasa sjúkra og aldraðra, næðist ekk- ert upp, nema læknir sjúklingsins teldi hann þurfa á lyijum að halda. Læknirinn ákveðut- þá hvaða lyf sjúklingurinn skuli fá og lyfsalinn hefur engin áhrif þar á. Sama hversu mikið hann reyndi að teygja sig. Raunar hefst grein Sveins á um- ræðu um það, að allar vörur, stórar sem smáar, séu margfalt dýrari á Islandi en í öðrum löndum. Skyldu ekki sömu ástæður liggja til þess, að einnig lyf eru nokkru dýrari hér en erlendis, þ.e. smæð markaðarins og stærð landsins fyrst og fremst? Nú eru lyf ekki margfalt dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum, en vissulega eru þau heldur dýrari en í Svíþjóð. Heilbrigðisyfirvöld hafa á undanförnum misserum unnið mark- visst að því að lækka lyfjakostnað Islendinga. Þessar aðgerðir hafa skilað misjöfnum árangri, en sumar hafa tekist ágætlega. M.a. hefur lyfjaálagning verið lækkuð verulega og verður vart komist lengra á þeirri braut, þar eð mörg apótek beijast nú í bökkum, gagnstætt því sem haldið er fram. Núna stefna yfirvöld að því að breyta þessu „úrelta einok- unarkerfi" (sem u.þ.b. 50 fyrirtæki sinna) sem allra fyrst og fagnar Sveinn því mjög. Og hver eru úrræð- in: Jú, stofna á eitt einokunarfyrir- tæki, sem ráða skal öllum lyijamál- um í landinu, innflutningi og dreif- ingu! Var einhver að tala um að ein- okun væri úrelt kerfi? Lyíjafræðingar eru heilbrigðis- stétt, sem hefur menntað sig til að sjá um lyíjaþáttinn í heilbrigðiskerf- inu. Því hefur lítt verið haldið á lofti, en staðreyndin er sú, að við meðhöndlun sjúkdóma er lyfjameð- ferð oftast ódýrasti kosturinn og þægilegastur fyrir sjúklinginn. Líkt og aðrar heilbrigðisstéttir lifa lyfja- fræðingar á því að veita sjúklingum þjónustu. Alveg eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir „Það er atvinna heil- brigðisstéttanna að veita sjúklingum þjón- ustu, gera þeim lífið léttbærara og fyrir- byggja sjúkdóma. Þetta á við um lyfjafræðinga, þar með talda lyfsala, sem aðrar heilbrigðis- stéttir.“ margir fleiri. Engar raddir hafa heyrst um það að þessar stéttir lifðu á eyrhd annarra. Sem betur fer. Það er atvinna heilbrigðisstéttanna að veita sjúklingum þjónustu, gera þeim lífið léttbærara og fyrirbyggja sjúkdóma. Þetta á við um lyíjafræð- inga, þar með talda lyfsala, sem aðrar heilbrigðisstéttir. Er ekki mál til komið, að árásum á lyljafræðinga linni? Höfundur er formaður Lyfjafræðingafélags Islands. KVOLDKAFFI ...og þú sefur betur. sími 24000 Verö kr. l.TOI Pantiö borð tímanlega ísíma 17759. Tilvaldir staðir fyrir jólaglögg fyrirtaskjanna í desember. tiö borö tímanlega í síma 17759. \ . •. .. ■■■ gsy•<rv. \ ^V'' } •’ #/■■■ ■■fm: m m. am 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.