Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 55

Morgunblaðið - 27.11.1990, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER 1990 55 Alþýðuflokkurinn á Vesturlandi: Ekkí óeðlilegt þó sumum þyki tími til að skipta um - segir Eiður Guðnason sem hlaut rúmlega þriðjung atkvæða í fyrsta sæti og bindandi kosningu Eiður Guðnason Gísli S. Einarsson EIÐUR Guðnason, alþingismaður, varð í fyrsta sæti í opnu próf- kjöri Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi um helgina. Gísli S. Einarsson, yfirverkstjóri á Akranesi og formaður bæjarráðs, lenti í öðru sæti og hlutu tveir efstu menn bindandi kosningu á lista flokks- ins fyrir kosningarnar til alþingis í Vor. „Ég er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Hún sýnir að það er mikill áhugi á flokknum í kjördæm- inu,“ sagði Eiður Guðnason er Morgunblaðið leitaði álits hans á útkomu atkvæðagreiðslunnar. Þátt- takendur í prófkjörinu nýliðna helgi voru 960 en 723 tóku þátt í próf- Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi: Steingrímur fékk 97% atkvæða í fyrsta sæti ÞRJÚ efstu sætin á lista Framsókn- arflokksins í Reykjaneskjör- dæmi fyrir kosn- ingar til alþingis í vor verða skipuð sömu mönnum og við síðustu kosn-_______ ingar. Steingrim- Steingrímur ur Hermannsson, Hermannsson forsætisráðherra, verður i fyrsta sæti, Jóhann Einvarðsson, alþing- ismaður, í öðru og í því þriðja Níels Ami Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Framhaldskjördæmisþing flokks- ins var haldið í Festi í Grindavík um helgina og að sögn Ágústs B. Karls- sonar formanns kjördæmasam- bandsins tóku 221 þar þátt í kosn- ingu í þrjú efstu sæti listans úr hópi 7 mánna sem fengu flest atkvæði í skoðanakönnum sem áður hafði far- ið fram. Var fyrst kosið í 1. sætið og fékk Steingrímur Hermannssson 97,7% atkvæða í fyrsta sæti. Að því loknu var kosið í 2. sætið og fékk Jóhann Einvarðsson 73,8% atkvæða. í kosn- ingu um 3. sætið fékk Níels Árni Lund 56,6%. Aðrir sem tóku þátt í kosningunni voru Elín Jóhannsdótt- ir, Guðrún Alda Harðardóttir, Guð- rún Hjörleifsdóttir og Sveinbjöm Eyjólfsson. Framboðsnefnd kemur saman á miðvikudag ásamt stjóm kjördæma- sambandsins til að ganga endanlega frá framboðsslistanum. Listinn verð- ur síðan lagður fyrir fulltrúaráð kjör- dæmisins til samþykktar. kjöri flokksins fyrir kosningamar 1987. Eiður sagðist „eftir atvikum“ ánægður með þann stuðning sem honum var sýndur: „Það var hart sótt að. Það er mikil stemmning fyrir því þegar staðarmenn bjóða sig fram, eins. og Gísli gerði nú. Ég hef verið þingmaður í kjördæm- inu í 12 ár og það er ekki óeðlilegt þó sumum þyki tími til að skipta um. En ég er þó ánægður," sagði Eiður Guðnason. Eiður fékk 344 atkvæði í fyrsta sætið; um þriðjung atkvæða í það sæti, 279 í annað sæti og því sam- tals 623 atkvæði. 307 greiddu Gísla S. Einarssyni atkvæði í fyrsta sæti en 189 í annað sæti og hlaut hann því samtals 496 atkvæði og hreppti annað sætið. Gísli sagði útkomuna úr prófkjörinu afskaplega jákvæða; sagðist „mjög ánægður með Jietta mikla traust frá kjósendum. Eg tel að þama komi fram, sem búist var við, að þegar sterkir heimamenn bjóða sig fram fá þeir mikið fylgi. Ég er formaður bæjarráðs hér á Akranesi og hef verið í fyrsta sæti á lista Alþýðuflokksins í bæjar- stjórnarkosningum. Stuðningur við Alþýðuflokkinn á Akranesi hefur farið stigvaxandi á milli kosninga og því gefur það rétta mynd af fylgi flokksins að einstaklingur hér í bænum komi sterkur út.“ Gísli sagðist hafa talið Eið myndu fá um eða yfir 50% greiddra atkvæða í fyrsta sæti. „Ég kynnti mig þannig að ég hefði gefið stuðningsyfirlýs- ingu við Eið — en tvö sæti væm í boði þannig ég hafnaði ekki fyrsta sætinu. Úrslitin em mikil trausts- yfirlýsing við mig og ég þakka öll- um sem tóku þátt í prófkjörinu; sérstakiega þeim sem studdu mig,“ sagði Gísli S. Einarsson. Þriðji varð Sveinn G. Hálfdánar- son, innheimtustjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgamesi. Hann fékk 159 atkvæði í fyrsta sæti og 236 í annað; samtals 395. Fjórði varð Sveinn Þ. Elínbergsson, yfir- kennari, Ólafsvík. Sveini greiddu 135 atkvæði í fyrsta sæti óg 241 í annað; hann fékk því samtals 376 atkvæði. Alþýðubandalagið á Suðurlandi: Margrét í fyrsta sæti ÁKVEÐIÐ var á aukakjördæmis- þingi Alþýðu- bandalagsins í Suðurlandskjör- dæmi um helgina að Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður, verður í efsta Margrét sæti lista flokks- Fnmannsdóttir ins í kjördæminu í komandi al- þingiskosningum. Forval fór fram í flokksfélögunum í kjördæminu á föstudag og laugar- dag, atkvæði vom síðan talin á sunnudag. Forvalið á að vera leið- beinandi, en kjördæmisráð ákvað í þessu tilviki að þeir sex sem fengu flest atkvæðin í forvalinu skipuðu efstu sæti listans, í sömu röð og atkvæði sögðu til um. Sex efstu sætin skipa því eftirtald- ir: Margrét Frímannsdóttir, Stokks- eyri, er í fyrsta sæti; Ragnar Óskars- son, Vestmannaeyjum, í öðru sæti; Anna Kristín Sigurðardóttir, Sel- fossi, í því þriðja; Margrét Guð- mundsdóttir, Vatnsskarðshólum, Mýrdal, ijórða; Elín B. Jónsdóttir, Þorlákshöfn, fimmta og sjötti er Arnór Karlsson, Biskupsstungum. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur að Borgarspítalanum með slasað- an manninn. Bóndi varð fyrir riffilskoti: Maður játar að hafa skotið ölvaður ór riffli frá næsta bæ TALIÐ er að um gáleysisverk hafi verið að ræða þegar bóndi á áttræð- isaldri varð fyrir riffilskoti við Þykkvabæ í Landbroti á laugardags- kvöld. Hann er á sjúkrahúsi í Reykjavík en ekki í lífshættu. Maður á þrítugsaldri hefur játað að hafa verið ölvaður að skjóta út í loftið með 22 kalibera riffli með kíki frá næsta bæ, um 250 metra frá þeim stað þar sem bóndinn var. Ekki þótti ástæða til að óska eftir gæslu- varðhaldi yfir honum. Bóndinn var í fjósi með syni sínum og var á leið heim að bæ. Hann stóð við upplýstar dyr fjóssins þegar hann fann að hann varð fyrir skoti. Kúlan gekk í gegnum upphandlegg manns-. ins og inn í síðu og aftur að^hrygg. Sonur mannsins kom honum heim á bæ. Maðurinn var með meðvitund þegar læknir og lögregla komu á staðinn. Kallað var á þyrlu Land- helgisgsælunnar, sem flutti manninn á sjúkrahús í Reykjavík. í gær var hann ekki talinn í lífshættu. Við rannsókn málsins fór lögregla á næsta bæ þaðan sem talið var að skotið hlyti að hafa komið. Ábúend- ur voru ekki heima en mjög ölvaður maður, aðkomumaður á bænum, sat í stól í húsinu og var 22 kalibera riffill með kíki á við hlið hans. Skot- hylki voru á víð og dreif. Maðurinn kvaðst hafa verið að skjóta í snjó- skafla og hafði hann tekið riffilinn í leyfisleysi. Hann var fluttur til Reykjavíkur þar sem hann svaf úr sér vímuna í fangageymslum lög- reglunnar áður en hann var færður til yfirheyrslu hjá RLR. Að sögn rannsóknarlögreglu þykir ljóst að um gáleysisverk hafi verið að ræða. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Heimsmeistaraeinvígið í Lyon: Mögnuð barátta í „miðaldaafbrigði“ Skák Karl Þorsteins Síðari hluti heimsmeistaraein- vígisins hófst í borginni Lyon í Frakklandi á laugardaginn eftir tveggja vikna hlé. Bæði heims- meistarinn Garrí Kasparov og Anatolíj Karpov virtust endur- nærðir eftir baráttuna í New York. Þrettánda skákin var raunar fremur tíðindasnauð. Karpov stýrði hvítu mönnunum gegn Grunfeld vörn og státaði af örlitlum stöðuyílrburðum sem fjöruðu út með nákvæmri vörn heimsmeistarans. Um jafntefli var samið án frekari tafl- mennsku eftir að skákin fór í bið. Fjórtánda einvígisskákin í gærkvöldi hafði ólíkt yfirbragð. Skákin var nefnilega hreint ótrúlega spennandi og einhver skemmtilegasta skák sem meist- ararnir tveir hafa teflt innbyrðis frá upphafi. Skákin fór í bið eftir fjörutíu leiki og er mjög jafnteflisleg. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 6,5-6,5 eftir 13 skákir. Það var ljóst við upphaf 14. ein- vígisskákarinnar að meistaramir báðir voru í vígahug. Kasparov kom öllum á óvart strax í þriðja leik þegar hann kaus að beita skoskum leik sem fáir skákmeistarar hafa kjark til þess að tefla nú á dögum. Byrjunin var auðsjánlega vel undir- búin í herbúðum heimsmeistarans. Karpov lagðist snemma í þunga þanka og eyddi miklum tíma á meðan Kasparov spígsporaði án- ægður um svip að baki. Kasparov fómaði peði í 12. leik og hóf í fram- haldinu sóknaraðgerðir gegn kóngsstöðu áskorandans á drottn- ingarvæng á meðan Karpov sótti á kóngsvæng. Kasparov lét ekki staðar numið heldur fómaði skipta- mun og sundraði með því skjóli svarta kóngsins. þegar við bættist gríaðrlegt tímahrak Karpovs var ekki furða að skáksérfræðingar áttu von á sigri heimsmeistarans. En mat þeirra reyndist rangt. Karpov náði að forða svarta kóngn- um í skjól og lét hjá líða að þvinga fram jafntefli undir lok setunnar. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Skoskur leikur 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4!? Peðsleikurinn er upphafið að skosk- um leik sem naut mikilla vinsælda skákmeistara á nítjándu öld! Fylg- ismönnunum hefur fækkað vem- lega í seinni tíð og í viðureignum sterkustu skákmeistara er byijunin næsta fátíð. 3..exd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rxc6 - bxc6 6. e5 - De7 7. De2 - Rd5 8. c4 - Ba6 9. b3 Hollenski stórmeistarinn Jan Timman hefur tvisvar leikið 9. De4 gegn Karpov í þessari stöðu. Þær skákir hafa örugglega ekki farið framhjá að- stoðarmönnum heimsmeistarans enda vann Karpov báðar skákinar örugglega. I London árið 1984 lék Karpov 9..Rb6 og áframhaldið varð 10. Rd2 0-0 11. c5?! Bxfl 12. cxb6 Ba6 13. bxa7 Kb7 14. Rb3 f6! og svartur stendur mun betur að vígi. 9.. 0-0-0 10. g3 10. Db2?! gafst illa í viðureign Ljubojevic og Seirawan í Wijk aan Zee árið 1986. Eftir 10.. Rb6 11. Be2 He8 12. Bf4 g5! hafði svartur þegar náð betri stöðu. Kasparov hlýtur að hafa rannsakað 10. g3 gaumgæfilega með aðstoð- armönnum sínum fyrir viðureign- ina. 10..He8 11. Bb2 - f6 12. Bg2 - fxe5 13. 0-0 - h5! Staðan á tafl- borðinu er ólík þeim sem Karpov hefur venjulega fyrir framan sig. Kóngsstaðan er veik og í stað þess að sitja aðgerðalaus hefur hann þegar í stað sóknaraðgerðir á kóngsvæng. Kasparov lætur sér fátt um finnast. 14. Dd2 - Rf6 15. Da5 - Bb7 16. Ba3! Uppskipti á svartreita biskupnum veitir hvíta riddaranum greiðan aðgang að c5 reitnum sðar. Innilokaður biskup- inn á b7 veldur svörtum miklum vandræðum en mótfærin liggja í sóknarfærum á kóngsvæng. 16.. De6 17. Bxf8 - Hhxf8 18. Dxa7 - Dg4 19. Ra3!- h4 20. Rc2 - h3 21. Bhl - Re4 22. a4!. að með 23. a5! Rf3+ 24. Bxf3 Dxf3 25. Rel! og næst 26. a6 og hvítur vinnur. Nú hótar svartur máti í næsta leik, nokkuð sem mjög sjaldan sést í skákum í heimsmeist- araeinvígum. Kasparov bregst hár- rétt við. Hann fórnar skiptamun og stefnir að því loknu í sókn með öllum liðsafla sinum . 23. Hael! - Re2+ 24. Hxe2 - Dxe2 25. Rb4! Hvítur hótar einfaldlega að leika 26. Ra6. Riddarann má svartur þá ekki drepa þ.e. 26..Bxa6 27. Da8 mát. Svar svarts er þvingað og nú upphefjast gríðarlegar flækjur. 25.. d5 26. cxd5 26. Ra6? var veik- ara. Eftir 26..Bxa6 27. Dxa6+ Kd7 kemst hvítur ekkert áleiðis. Sömu- leiðis eftir 26. a5? Dd2! bjargar svartur sér.26.. cxd5 27. Bxd5 - Bxd5 28. Rxd5 - Dc2 29. Da6+ - Kd7 30. Re3 - De4!Svarti kóng- urinn er ekki> í jafn mikilli hættu og ætla mætti. Möguleikar svarts eru líklega heldur betri núna en áframhaldið einkenndist af tíma- hraki beggja keppenda. 31. Hcl - Hb8 32. Dfl - Hxb3 33. Dxh3+ - Kd8 34. Dh5 - Kc8 35. Ddl - Hxe3?! 36. fxe3 - Dxe3+ 37. Khl - De4+ 38. Kgl - De3+ 39. Khl - De4+ 40. Kgl - Hd8 jsm. SS S:S ^' V' //i™/ /,yi Baráttan er mögnuð. Auðvitað fell- ur Kasparov ekki [ gildruna 22. f3? Rxg3! 23. fxg4 Re2 mátí. Nú hótar hann einfaldlega að leika a-peðinu til a6.22.. Rc3! 22..Rd2? væri svar- Hér fór skákin í bið og Kasparov lék biðleik. Jafntefli virðist blasa við eftir 41. Dc2. í herbúðum beggja keppenda er hljóðið gott eftir baráttuna í New York. Sjálfstraust Karpovs er talið gott núna þegar keppendur byija taflmennskuna í Frakklandi en Heimsmeistarinn Garrí Kasparov er samt kokhraustur. Við blaða- menn sagði hann að skákimar tólf í New York væru með þeim léleg- ustu sem hann hefði teflt í seinni tíð. Og fyrst Karpov væri ánægður með að halda jöfnu í einvíginu hálfu skyldi hann rétt bíða eftir að Kasparov kæmist í gang!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.