Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 21 verið tekin upp af rannsóknastof- um lyfjafyrirtækja sem vinna með það fyrir augum að hanna lyf sem hafi séi-virk áhrif á þetta frumu- kerfi, þótt alltof snemmt sé að segja hvort það leiðir til gagnlegs árangurs. Sú hlið vinnu okkar sjálfra sem, eins og er, er líklega beintengdust klínískum spurningum, snertir samskipti Schwann-fruma við ónæmiskerfið. Þetta er hluti af stærri og spennandi mynd sem hefur verið að skýrast á undan- förnum árum. Hún sýnir að mjög líklegt er að glia-frumur tauga- kerfisins, heila, mænu og úttauga, gegni mikilvægu hlutverki í varn- arviðbrögðum líkamans gegn sýk- ingu. Þetta gera þær með því að aðstoða og örva starf T-fruma en þær eru einn mikilvægasti frumu- hópur ónæmiskerfisins. Við höfum sýnt fram á að Schwann frumur, sem eins og ég nefndi áðan, eru algengasta gerð glia-fruma í út- taugakerfinu, hafa þá eiginleika sem til þarf til slíkrar T-frumu hjálpar eða ræsingar. Dæmi um sjúkdóm þar sem slík tengsl tauga- kerfis og ónæmiskerfis eru vafa- lítið mjög mikilvæg er holdsveiki, sem má rekja til bakteríusýkingar tauga og er enn afar algengur sjúkdómur í ýmsum heimshlutum. Aframhaldandi könnun á sam- skiptum Schwann-fruma, holds- veikibakteríunnar og ónæmiskerf- isins er eitt af framtíðarverkefnum okkar,“ segir Kristján R. Jessen að lokum. jt Hörður Filippusson formaður vísindanefndar. fólk til starfa og öll aðstaða til rann- sóknastarfa hefur farið mjög batn- andi. Mér finnst greinilegt að það er orðið deildarmönnum metnaðar- mál að taka þátt í ráðstefnunni og kynna þar rannsóknir sínar.“ jt Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild: Endurspeglar stóraukinn áhuga á rannsóknum í læknadeild — segir Hörður Filippusson formaður vísindanefndar RAÐSTEFNA um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands var hald- in I Reykjavík í byrjun nóvember. Haldin voru 75 erindi og efni kynnt á 67 veggspjöldum, en á fyrstu ráðstefnunni árið 1981 voru erindin 17 og 21 verkefni kynnt með útdrætti. Arið 1986 var vísinda- nefnd læknadeildar sett á stofn og henni falið að standa fyrir ráð- stefnum þessum annaðhvert ár. A fjórðu ráðstefnunni árið 1988 voru haldin 45 erindi og sýnd 36 veggspjöld. Þá var tekin upp sú nýbreytni að bjóða íslenskum vísindamanni er starfar erlendis að flytja aðalfyrirlestur ráðstefnunnar. Svo var einnig nú og segir Hörður Filippusson, formaður vísindanefndar, að þetta verði reynt áfram. Margir íslendingar stundi rannsókna- og kennslustörf erlend- is og hægt verði að leita til þeirra á næstu árum. En hverjir sitja ráðstefnu um rannsóknir í læknisfræði? Hörður segir að flestir séu sérfræðingar á einhveiju sviði læknisfræðinnar, læknar, líffræðingar, lífeðlisfræð- ingar og svo mætti lengi telja, kenn- arar og aðrir sem vinna við hvers kyns rannsóknir í læknadeild og stofnunum sem tengjast henni. Þeir komi til að forvitnast um hvað sé að gerast í öðrum deildum og stofn- unum og jafnvel til að heyra að hvaða rannsóknum sé unnið á sömu deild og þeir starfi á! „Menn eru svo oft niðursokknir í eigin verkefni að þeir fylgjast ekki svo gjannt með því sem er að gerast í kringum þá. Á ráðstefnu sem þessari er gott tækifæri til að kynna sér hvaða rannsóknir eru í gangi og þó að menn hafi kannski ekki alltaf gagn eða gaman af efn- inu sem slíku geta þeir ef til vill lært af aðferðafræði annarra og heimfært hana upp á rannsóknir sínar,“ segir Hörður. Er þessi aukning fyrirlestra svar við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið að háskólamenn sinni ekki rannsóknaskyldu sinni? „Ég veit ekki hvort hún er beint svar við þeirri gagnrýni, en menn hafa þó lengi vitað að það mætti kynna og ijalla meira um rannsókn- ir í læknisfræði á opinberum vett- vangi. Þessi aukni fyöldi endur- speglar eflaust stóraukinn áhuga á rannsóknum í læknadeild og stofn- unum hennar sem stafar bæði af því að við erum alltaf að fá hæfara Erlendir bankar mega starf rækja umboðsskrifstofur ERLENDIR bankar mega samkvæmt gildandi lögum um viðskipta- banka frá 1985 starfrækja umboðsskrifstofur sem hvorki mega stunda innlánastarfsemi, útlánastarfsemi né verðbréfaviðskipti held- ur eigungis miðla upplýsingum og veita ráðgjöf og þjónustu. Tryggvi Axelsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir að sér sé ekki kunnugt um að nokkur er- lend bankastofnun hafi sýnt áhuga á að starfrækja hér skrifstofu af þessu tagi enda hafi helstu hindrun- um í vegi viðskipta íslendinga við erlenda banka verið rutt úr vegi. Viðskiptabankalög útiloka eignaraðild útlendinga að banka- stofnunum og gera kröfu um að viðskiptabanka séu að öllu leyti „í íslenskri eigu“, eins og segir orð- rétt og um sparisjóði er kveðið á um að stofnfélagar skuli vera íslenskir ríkisborgarar, búsettir hér á landi. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á miðvikudag lét Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra þau orð falla við umræðu um láns- fjárlög í sameinuðu þingi að ráðher- ranefnd hefði til skoðunar hug- myndir um að leyfa erlendum bönk- um að opna útibú hér á landi. Tryggvi Áxelsson sagði að við- skiptaráðuneytið hefði ekki vitn- eskju um að erlendir bankar hefðu sýnt á huga á að hefja starfsemi hér þegar lög leyfðu. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! s ptoripwiMii&ifo Fyrirlest- ur á vegum Stofnunar Sig- urðar Nordals ROBERT Cook, prófessor í ensku • við Háskóla íslands, flytur opin- beran fyrirlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals, miðvikudaginn 28. nóvember 1990, kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Men and Women in Laxdæla saga“ og verður fluttur á ensku. (Fréttatilkynning) VATNSDÆLUR KEÐJUSAGIR RAFSTÖÐVAR PCJR” SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 > I > I JIBBIIIIII... TVÆR NYJAR TEGUNDIR AF SKOLAJOGURT! nmr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.