Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1990, Blaðsíða 32
a2 MORGUNBLAÐIÐ VEDSKIPn/XlVlNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1990 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson VERSLUNARREKSTUR — Þorsteinn Ragnarsson ásamt nokkrum starfsstúlkum í versluninni Þríhyrningi á Hellu. Frá vinstri: Inga Jóna, Sigríður, Jóna, Þorsteinn, Guðný, Steinunn og Inga Kolbrún. Hella Verslun eykst í heimabyggð Söluaukning 49% hjá Þríhymingi fyrstu sex mánuði ársins Hellu. FYRSTIJ sex mánuði þessa árs hefur söluaukning í verslun Þríhyrnings hf. á Hellu numið 49% og greinilegt að fólk í sýsl- unni verslar mun meira á heima- slóðum en áður. „Ég held það hafi orðið hugar- farsbreyting hjá fólkinu hérna gagnvart verslunarferðum til Reykjavíkur. Það má segja að menn séu hættir að fara yfír lækinn að sækja það sem hægt er að fá hér heima,“ sagði Þorsteinn Ragnars- son, verslunarstjóri hjá Þríhymingi. Boðið er upp á 5% staðgreiðsluaf- slátt á öllum vörum í verslun- inni.„Við erum með fjölbreytt vöru- úrval og höldum verðinu niðri eins og við getum. Það er fyrst og fremst tiltrú fólksins sem gildir í þessu efni og leiðir til þeirrar aukningar sem hér er,“ sagði Þorsteinn. í versluninni starfa 10 manns auk þess sem bætt er við tveimur unglingum á föstudögum þegar mest er að gera. Til að forvitnast um álit heima- fólks hitti fréttaritari að máli tvo viðskiptavini verslunarinnar. „Ég kaupi hér eins mikið og hægt er að fá og það er nánast allt. Ég kaupi langmest hérna,“ sagði Kol- brún Valdimarsdóttir í Nýjabæ sem var stödd í Þríhyrningi. Ragna Björnsdóttir á Lambalæk tók undir orð Kolbrúnar og sagði: „Ég kaupi alltaf hérna. Ég nenni ekki að þjóta til Reykjavíkur og hendast á milli stórmarkaða. Svo er hér mjög indælt starfsfólk og það hefur mikið að segja.“ — Sig. Jóns. Aðalfundur Ný sljórn Landsnefndar alþjóða verslunarráðsins LANDSNEFND alþjóða versl- unarráðsins hélt aðalfund sinn síðastliðinn fimmtudag. Á fund- inum hélt Jaakko Iloniemi, framkvæmdasljóri Efnahags- stofnunar atvinnulífsins í Finn- landi, erindi um breytingarnar í Evrópu og afstöðu Finna til þeirra. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, var endur- kjörinn formaður Landsnefnd- arinnar en einnig voru kosnir í stjórn til fjögurra ára Ágúst Einarsson, (Lýsi hf.), Guðjón B. Ólafsson, Ólafur B. Thors, Ólaf- ur Tómasson og Páll Sigurjóns- son. í stjórn Landsnefndarinnar sitja þegar þeir Friðrik Pálsson, Gunnar J. Friðriksson, Ingimundur Sigfús- son, Ragnar Halldórsson, Sigurður Helgason (stjórnarformaður) og Tryggvi Pálsson. Landsnefndin var stofnuð fyrir rúmum sjö árum að tilstuðlan helstu hagmunasamtaka atvinnu- lífsins, fyrirtækja og stofnana, að því er segir í frétt frá nefndinni. I starfi hennar hefur verið lögð áhersla á að fylgjast með breyting- um á alþjóðasviðinu og_ efla um- ræður um þau mál sem íslendinga varðar sérstaklega. Alþjóða versl- unarráðið er helsti talsmaður at- vinnulífsins á alþjóðavettvangi og beitir sér fyrir fijálsum viðskipta- háttum og atvinnufrelsi. Rúmlega 7.500 fyrirtæki og samtök í 110 löndum eiga aðild að ráðinu og landsnefndir eru starfandi í 59 löndum. Formaður Alþjóða versl- Ferðaþjónusta Hótel Saga býður viðskiptamannakort HÓTEL Saga hefur ákveðið bjóða viðskiptavinum sínum sér- stök viðskiptamannakort sem hvort tveggja eru fríðinda- og greiðslukort. Viðskiptamanna- kortið er gefið út til tveggja ára í senn og þarf að sækja um það til hótelsins. Unnt er að greiða fyrir alla gistingu, veitingar og alla þjónustu hótelsins með kort- inu og er hvorki tekið aukagjald við útgáfu þess né við útektir eða reikningsyfirlit. Þau fríðindi sem standa korthöf- um til boða felast meðal annars í forgangsþjónustu varðandi her- bergjabókanir og heimild til að rýma ekki herbergi fyrr en kl. 18.00 á brottfarardegi, að því er segir í frétt frá Hótel Sögu. Þá gefst kort- höfum kostur á ókeypis afnotum af gufubaði, nuddpotti og æfínga- tækjum í heilsuræktarsal svo og fullbúinni skrifstofu, ætlaða við- skiptavinum hótelsins. Þeir fá enn- fremur afslátt hjá nokkrum bílaleig- um og frekari fríðindi kunna að bætast við. >1 VÁkORTALISTI DagS. 27.11.1990 Nr. 19 Kort nr 5414 5414 5414 5414 5414 5414 5414 8300 8300 8300 8300 8300 8301 8301 1024 2104 1486 2105 1564 8107 2283 0110 2460 7102 0314 8218 0342 5103 Erlend kort (öll kort) 5411 07** **** **** 5420 65** **** **** 5217 0010 2561 2660 5217 9840 0206 0377 5217 9500 0114 5865 Ofangreind korl eru vákort sem laka ber úr umfcrð. VERÐLAUN KR. 5.000,- fyrir þann sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. Ottektarleyflssími Eurocards er 687899. Þjónusta allan sólarhringinn. Klippið auglýsinguna út og geymið. KREDITKORTHF. Ármúla 28,108 Reykjavík, sími 685499 unarráðsins er Svíinn Dr. Peter Wallenberg. Ráðstefna Spáð í þjóð- arsáttáspá- stefnu SFÍ HIN árlega spástefna Stjórnun- arfélags Islands verður haldin á Hótel Loftleiðum mánudaginn 3. desember. Dr. Curt Nicolin, sljórnarformaður ABB og SAS í Svíþjóð og fyrrverandi formaður sænska vinnuveitendasambands- ins verður meðal ræðumanna og þá mun Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra leiða pall- borðsumræður um verkefni næstu ríkisstjórnar. Curt Nicolin mun flytja erindi sem nefnist „Capital rationalization and comparative advantage for Ice- landic industries in the future“. Að loknu erindi Nicolins verður spáð í þjóðarsáttina svonefndu. Guðmund- ur Magnússon prófessor, mun svara spumingunni hvort allt sé sem sýn- ist í þjóðarsátt og Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, fjallar um hvort framhald sé líklegt á þjóðarsátt. Á spástefnunni verður lögð fram spá forsvarsmanna 40 fyrirtækja og stofnana sem sérstaklega er unnin í þessum sambandi. í verk- efninu sem Finnur Sveinbjörnsson hagfræðingur í Seðlabankanum annaðist, er leitast við að spá um ýmsar hagstærðir á næsta ári, svo sem verðbólgu, launaþróun, gengis- þróun, hagvöxt, vaxtaþróun og at- vinnuleysi. Seinni hluti spástefnunnar teng- ist nýrri ríkisstjórn á næsta ári. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, mun leiða pallborðsum- ræður sem ætlað er að leita svara við því hver þurfi að verða fyrstu verkefni nýrrar ríkisstjórnar á næsta ári. Við umræðurnar verða ofangreindar spár hafðar til hlið- sjónar. Þátttakendur í pallborðsum- ræðunum verða auk forsætisráð- herra, Geir H. Harde alþingismað- ur, Björn Björnsson bankastjóri, Guðmundur Magnússon prófessor og Ari Skúlason hagfræðingur. Umræðustjóri verður Bogi Ágústs- son fréttastjóri, en Jón Asbergsson framkvæmdastjóri verður spá- stefnustjóri. SIEMENS 1 ■;: ii Vi: Litlu raftœkin fró SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafirl kaffivélar hrærivélar brauðristar |f vöfflujárn strokjárn ' handþeytarar | eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvamir )Vraclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. cn Lítiö inn til okkar og skoöið vönduö tœki. Munið umboðsmenn okkar víös vegar um landið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.