Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 20

Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 20
ORAFlT 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 verölækktm ÁLAMBA- tlMM JJMMt I i'J til MÁNAÐA- ....... Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. Notaðu tækifærið -áður en það verður um sei.nan SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS Nokkur orð um tón- listargagnrýni eftir Steinunni B. Ragnarsdóttur Það ætti að fylgja því dálítil eftirvænting að lesa ritdóma um vandaðan tónlistarflutning á ís- landi og þá einkum ef í hlut á ungt og efnilegt listafólk sem hef- ur lagt sig fram við að fylgja kalli tónlistargyðjunnar. Sú eftirvænt- ing er þó löngu orðin að hefð- bundnum vonbrigðum. Það fylgir því mikil ábyrgð og um leið sérstaða að skrifa tónlistar- gagnrýni og sá sem það gerir ekki alltaf öfundsverður. Gagnrýnand- inn er sá eini sem tjáir sig um frammistöðu og hæfileika tónlist- artúlkenda opinberlega og er það því sjálfsögð krafa fiytjenda að það sé gert af því næmi og kunnáttu sem til þarf. Á þetta hefur mikið vantað og varla farið framhjá nein- um sem starfar að tónlist á Islandi. Undirrituð hefur um skeið lesið þessa umfjöllun með undrun og oft skelfingu en þó sjaldan eins og nú fyrir skömmu þegar tónleik- Steinunn B. Ragnarsdóttir „Undirrituð á þá ein- lægu von að tónlistar- fólk í landinu megi við betra búa í framtíðinni og að um starf þess verði fjallað af innsæi og natni. Er það ekki löngu tímabært?“ ar Sigrúnar Eðvaldsdóttur voru | gagnrýndir. Hér er á ferðinni vönd- uð listakona, búin sérstæðum list- rænum hæfileikum sem hún hefur lagt hart að sér við að þroska. Hún hefur þegar tekið þátt í virtum tónhstarhátíðum erlendis og er nú á leið til Finnlands til þátttöku í Sibeliusar-keppninni. Það geta varla talist viðeigandi kveðjur og hvatning að fá opinbera „predik- un“ í veganestið að heiman. Það var einnig eftirtektarvert að píanó- leikarans Selmu Guðmundsdóttur var ekki getið, nema að hún hefði „haldið í tempóið“ í einu verkanna, og var þá ekki ljóst hvort það var glæpur eða greiði. Slík umfjöllun verður að teljast fádæma níska og furðuleg, þegar höfð er í huga sú vinna og alúð sem flytjendur leggja j í verkefni sín. - Undirrituð á þá einlægu von að tónlistarfólk í landinu megi við betra búa í framtíðinni og að um starf þess verði fjallað af innsæi og natni. Er það ekki löngu tíma- bært? Höfundur er píanóleikari. ^ ERRÓ 1983 ERRO EINKASAFN SÖLUSÝNING í GALLERÍ 'BORG VIÐ AUSTURVÖLL, LAUGARDAGINN 1. DESEMBER OG SUNNUDAGINN 2. DESEMBER KL. 14.00-18.00. BOHG Pósthússtræti 9 Sími 9(1)-24211, 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.