Morgunblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 11
AUK k507-29
MORGUNBLAÐTÐ' LAUGARDAGUIM. DBSEMBER: 1990’
1)1
Hún situr við rúm deyjandi móður. Nína - glæsileg og sjálfs-
örugg. Sannkölluð nútímakona. Að maður skyldi halda. En á
meðan nóttin líður vakna spurningar og efasemdir um eigið
öryggi - um tilgang þess lífs sem hún lifir. Fortíðin sýnir sig í svipmynd-
um og öðlast mál. Að Nínu sækja gamlar myndir og sögur sem hún
reynir að bægja frá sér ...
Aldrei hefur innsæi og stílgáfa Fríðu Á. Sigurðardóttur risið hærra en
í þessari afburðasnjöllu sögu. Þetta er áleitinn og miskunnarlaus skáld-
skapur um fólk nútímans - harm þess og eftirsjá, vit þess og vonir.
T| etta eru ekki kraftaverka- eða kynjasögur. Hér ræðir Svanhildur
IPKonráðsdóttir við fólk sem gætt er dýrmætum hæfileikum. Þau eru
I Þórhallur Guðmundsson, Brynjólfur Snorrason, Erla Stefánsdóttir,
Gísli H. Wium og Jón Sigurgeirsson.
Þau eiga það sameiginlegt að hafa eitt sinn tekið ákvörðun um að
nýta hæfileikana sem þau fengu í vöggugjöf í þágu þeirra sem leita að
dýpri lífsfyllingu, tilgangi lífsins - sjálfu almættinu. Þau eru ólík hvert
öðru og skynjanir þeirra fjölbreyttar, en öll eru þau neistar frá sömu sól
og þau eiga gjöf að gefa. Það er gleði þeirra.
IVÓTTIN LÍÐIR
FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR
Píslarsaga úr Austurbæ
SÓL í NORÐURMÝRI
ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR - MEGAS
GESTUR GUÐMUNDSSON
Rokkdáns, brilljantíngreiðsla og heysátuhár. Bítilæði, friðar-
söngvar og blómabörn. Diskódans, pönktónlist og pógódans ...
Rokkið tekur sífellt á sig nýjar myndir þar sem æskan veitir tilfinn-
ingum sínum og viðhorfum útrás.
Efni bókarinnar er fjölbreytilegt. Hér er fjallað um stefnur og
strauma í íslenskri rokktónlist, hljómsveitir og tónlistcirmenn, textagerð,
skemmtanalíf og hljómplötugerð. Bókina prýða um 300 ljósmyndir sem
hafa ótvírætt sögulegt gildi og loks eru í bókinni ítarlegar skrár yfir
hljómsveitir og plötuútgáfu. Saga rokksins er fjörlega skrifuð og tví-
mælalaust besta handbæra heimild um sögu rokktónlistar og æsku-
menningar á íslandi.
eykjavíkurskáldið Megas og sagnfræðingurinn Þórunn Valdi-
marsdóttir hafa lagt bernskuminningar sínar, drauma og ímynd-
unarafl að veði í ævintýralega og töfrandi bók um litla písl sem ólst
upp í Norðurmýri í Reykjavík rétt upp úr síðari heimsstyrjöld.
í sögunni kannast margir við sjálfa sig, því hún er sannferðug úttekt
á lífi íslenskra barna á þessum árum. Hver man ekki sokkabandakotin
óþægilegu, skólahjúkkurnar skeleggu með lýsiskönnur á lofti, eða lysti-
reisur í Tívólí og Nauthólsvík? Þetta er ekki ævisaga, heldur fantasía eða
rabbsódía um Reykjavík - umhverfi og atvik - í lífi lítillar píslar.
Neistar frá sömn sól
SVANHILDUR KONRÁÐSDÓTTIR
Björn á Löngumfri segir frá:
ÉG HEF LIFAÐ MÉR TIL GAMANS
4>
FORLAGIÐ
LAUGAVEGI18, SÍMI91-25188,
GYLFI GRÖNDAL
Björn pálsson á Löngumýri metur engan eiginleika meira en gam-
ansemi og frelsi. Hér rekur hann uppruna sinn og ættir, nám ‘og
ferðalög yfir hnöttinn á unga aldri. Heimkominn hefur hann búskap
á ættaróðali sínu og stundar jafnframt umsvifamikla útgerð. Hann segir
frá sigursælli kosningaglímu sinni við kempuna Jón Pálmason á Akri
1959 og setu sinni á alþingi um 15 ára skeið, málaferlum og kynnum sín-
um af svipmiklum samtímamönnum.
Björn á Löngumýri lætur engan kúga sig eða kúska, hvorki banka-
stjóra, sýslumenn né ráðherra. Kímnin situr jafnan í fyrirrúmi og frá-
sagnargleðin er ósvikin. Gagnmerk heimild, tæpitungulaus saga.
Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna ,
ROKKSAGA1SLAN0S