Morgunblaðið - 01.12.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 01.12.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1990 FLUGUVEIÐAR Bókmenntir Sigurjón Björnsson Kristján Gíslason: Af fiskum og flugum. Veiðisaga og vangaveltur. Forlagið. Reykjavík, 1990. 199 bls. Um alllangt árabil hef ég haft smálegt gaman af því að dýfa stöng í vatn .og renna fyrir fisk. Lítið hef ég'þó sótt heim hinar frægari veiðiár enda ekki líklegur til að gera þar stóra lukku. Svo er nefnilega mál vaxið að ég hef hingað til haldið mig við blessaðan maðkinn og það þykir ekki par fínt. Einu sinni var ég að reyna við fluguna. Fór meira að segja á kastnámskeið marga sunnudags- morgna og keypti mér stöng og til- heyrandi. En það var eins og þess háttar passaði mér ekki. Flugan átti það til að lenda í kjarrbrúskum eða blómaskrúði langt að baki mér eða jafnvel á enn verri stöðum. Lífsins ómögulegt var mér að muna nöfnin á öllum þessum fínu flugum og enn þá verra var að sortera þær eftir stærðum og gerðum og halda þeim réttilega til haga. Þá fóru þessar sífelldu klippingar og skiptingar al- veg óskaplega í taugarnar á mér. Framangreind játning segir varla annað en það að ég er ekki rétti maðurinn til að skrifa um fluguveiði- bók. Og ég veit ekki hvers vegna í fjáranum ég tók það að mér. Líkleg- ast af forvitni. Mig langaði til að lesa bókina. Og forvitnileg reyndist hún. Höfundur tekur sér fyrir hendur að ljúka upp fyrir frænda sínum leyndardómum veiðilistarinnar. Þessi frændi er bersýnilega ungur og fá- kunnandi, en höfundur margreyndur veiðijaxl. Ekki hafði ég lengi lesið þegar ég fór að óska þess að ég hefði fengið þessa bók í hendur fyrir svo sem þijátíu árum. Kannski hefði þá farið öðru vísi! Höfundur hefur marga góða kosti til þess að vera góður leiðbeinandi. Hann er með ágætum pennafær. Skrifar iéttan og lipran stíl. Gamansamur er hann og frásögn hans fjörleg. Þá er ekki minna um vert að hann er ekki ein- ungis mikill veiðimaður heldur einnig mikill náttúruunnandi. Náttúrulýs- ingar hans sumar eru með ágætum. Nú vita allir að veiðimenn eru ákaf- lega mismunandi. Þó að þessi sé vafalaust metnaðarfullur og kapp- samur er hann jafnframt mjög kurt- eis veiðimaður. Hann ber virðingu fyrir laxinum. Honum fer líkt og drenglyndum glímukappa, sem kepp- ir fast, en beitir aldrei bolabrögðum og lætur sig ekki muna um að taka í hendina á andstæðingnum þó að hann hafi tapað. Sem sagt: frændinn fær hér góða leiðsögn. Höfundur lætur hann fylgja sér frá fyrstu fálm- andi tilraunum (og maðkveiðum!) uns hann er orðinn „fullnuma" flugu- meistari og snjall flugugerðarmaður. Allt er þetta kryddað veiðisögum frá ýmsum tímum og fræðilegum hug- leiðingum um eðli og hætti laxins, smekk hans fyrir agn, áhrif vatnsins og dýrð náttúrunnar. Áður en ég vissi af var ég kominn út í miðja á og farinn að þreifa mig áfram. Mér fannst einhvern veginn að nú hlyti þetta að ganga betur! Frændinn fékk þarna mikla lexíu. Raunar skal ég viðurkenna að þegar leið á bókina þótti mér skólinn þyngj- ast ískyggilega og sérfræðin verða mér ofviða. Hvenær átti að nota flotlínu, hálfsökkvandi eða hraðsökk- vandi línu? Hvað átti nú að hnýta Krislján Gíslason á? Númer 2, 6 eða 8? Átti ég að nota hárflugu eða aðra gerð? Kannski pípuflugu? Og hvaða tegund hentaði nú best af öllum þeim aragrúa sem um var að ræða. Svo að ég tali nú ekki um þegar kom að hnýtingunum! En svo að ég endurtaki: Ef ég hefði verið 30 árum yngri hefði ég að líkindum byijað að veiða út frá því sem ég skildi í textanum. Síðan hefði ég lesið aftur og aftur og aft- ur. Ég gæti best trúað því að það hefði tekist. Hið sama ráðlegg ég „frændanum" ef honum hættir til að missa móðinn. Það verður enginn svikinn af leið- sögn Kristjáns Gíslasonar. Ungir veiðimenn ættu að laumast í þessa bók, lesa hana vandlega og hugleiða og bera reynslu sína eða reynsluleysi saman við það sem þar stendur. Ég hygg að þeir hefji þá veiðiskapinn næsta sumar með fleiri spurningum, meiri eftirvæntingu og kannski eilítið meiri þolinmæði, í þeirri trú að sjal’d- an fellur tré við fyrsta högg. „Þetta er falleg bók og uppörvandi og œtti að liggja í hverri skúffu á sjúkrahúsum...“ Súsanna Svavarsdóttir í ritdómi í Morgunblaðinu. «> FORLAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI91-25188 FRIDUR - KÆRLEIKUR - LÆMIIMG Eftir hijiiinil hrtkarinnar Kærleiknr - lækningar - kraHaverk BERNIE S. SIEGEL r Iþessari bók er fólginn dýrmætur lykill - sjálfur lykillinn að góðri heilsu og vellíðan. Hér er fjallað um sjálfslækningu - þann eiginleika að styrkja varnir líkamans gegn sjukdómum með jákvæðu hugarfari og ríku andlegu jafnvægi, því áhrif kærleikans á Iíkamann eru ótvíræð. Hér sést hvað læra má af því fólki sem þroskað hefur eiginleika sinn til sjálfslækningar. Sumir þjást af krabbameini, hjartasjúkdómum, sykur- sýki, alnæmi eða einhverju öðru. Aðrir eru hraustir en vilja styrkja heils- una frá degi til dags. En leiðin til sjálfslækningar er ætíð sú sama. Helga Guðmundsdóttir þýddi. isbn 9979-53-003-0 VATNAFRÆÐI Bókmenntir ErlendurJónsson Sigurjón Rist: VATNS ER ÞÖRF. 248 bls. Bókaútg. Menningar- sjóðs. Reykjavík, 1990. Siguijón Rist gerðist brautryðj- andi í vatnamælingum hérlendis. Þegar hann hóf það starf fyrir ára- tugum varð að fara yfir óbrúuð stórfljót til að komast að mælinga- stöðum á hálendi landsins. Getur hann þess að mælingarnar sjálfar hafi þá verið Iétt verk í hlutfalli við þess háttar leiðangra. Nú er öldin önnur og auðveldara að komast leiðar sinnar. Og nú er_ líka meira vitað um ár og vötn á íslandi, svo er Siguijóni fyrir að þakka. Náttúrufræðin hefur allt frá dög- um Eggerts Ólafssonar verið sam- ofin þjóðernistilfinningu íslendinga. Þó svo að rit þetta líti út eins og hver önnur »jólabók« hlýtur það að teljast fræðirit fyrst og fremst, náttúrufræði. En þar með er ekki sagt að það eigi ekki erindi til hvers sem er. Venjulegur ferðamaður veit heil- mikið um jarðfræði landsins, jafn- vel þótt hann hafi aldrei numið neitt þess háttar í skóla. Og leið- sögumaður þykir illa upplýstur ef hann getur ekki svarað einföldustu spurningum um þau efni. Hér eftir ætti að þykja sjálfsagt að muna meðalvatnsmagn ár ekki síður en hæð Ijalls. Þarna er því lýst hvernig rennsli og vatnsmagn er mælt. Ekki er það flókið í sjálfu sér, en kostar þó veru- lega nákvæmni. Og þá ekki síður aðgæslu. Stöku sinnum kjark og áræði. Því ekki eru öll stórfljót auð- veld viðureignar. Mælingar verður og að endurtaka á öllum árstímum þar eð rennsli er síbreytilegt, getur líka verið mismunandi mikið eftir árstíðum svo stórmiklu munar. Á Sigurjón Rist því hefur þjóðin reyndar fengið að kenna á liðnum öldum. Stöðuvötnin hafa líka verið mæld: mesta dýpi, meðaldýpi og vatnsmagn. Þau hafa og verið talin og flokkuð eftir ummáli. Er sá þátt- urinn ekki síður fróðlegur. Að sjálfsögðu hafa vötn verið mæld vegna orkunnar fyrst og fremst sem er eins og stendur næst- mesta auðlind íslendinga. Ritið ein- skorðast þó hvergi við þau sjónar- mið. Vatnsnot eru svo miklu fleiri. Lífsnauðsynlegast er auðvitað neysluvatnið. En einnig því eru gerð hér viðhlítandi skil. Myndefnið er bæði til fróðleiks og augnayndis. Og í myndatextum, sem eru flestir ýtarlegir, er víða bent á atriði sem manni kynni að sjást yfir ef ekki fylgdu skýringar. Siguijón Rist er réttilega skráður höfundur ritsins. Sumir kaflarnir eru þó samdir af öðrum. Allir sýn- ast höfundarnir hafa unnið verk sitt af alúð og nákvæmni. Sem sagt: vandað en eigi að síður alþýðlegt fræðirit. Griineburg Tno. Ib Hausmann, klarinettleikari. Verk eftír Brahms og Mess- iaen í Islensku óperunni TÓNLEIKAR íslensku óperunn- ar verða laugardaginn 1. des- ember á vegurn Tónlistarfélags- ins og hefjst þeir kl. 14.00. Fyrir tilstilli Goethe Institut koma til landsins Gruneburg Trío og Ib Hausmann, klarinettleikarí og munu flytja verk eftir Brahms og Messiaen. Griineburg Trio var stofnað árið 1980 og hefur síðan ferðast víða til tónleikahalds, unnið til verðlauna og gefið út hljómplötur. Tríóið skipa Karin Boerries, fiðla, Ulf Tischbir- ek, selló og Ulrich Koneffke, píanó. Klarinettleikarinn Ib Hausmann hefur, auk þess að starfa sem ein- leikari, unnið með ýmsum einleikur- um og kammerhópum og iagt sér- staklega stund á samtímatónlist. Harín hefur oftar en einu sinni unn- ið til 1. verðlauna í alþjóðlegri sam- keppni. A efnisskránni á laugardag eru tvö verk. Píanótríó í C-dúr, op. 87 eftir Brahms, en þetta mun vera eitt af fáum verkum sem Brahms lýsti sig ánægðan með. Seinna verkið er Kvartett um endalok tímans eftir franska tón- skáldið Olivier Messiaen, en hann er tvímælalaust meðal fremstu nú- lifandi tónskálda í heiminum. Tón- listarunnendum er í fersku minni flutningur Kammersveitar Reykjavíkur á verki hans, Frá gljúfrunum til stjarnanna, og í jan- úar nk. mun Sinfóníuhljómsveit æskunnar flytja verkið Turangálila. Kvartett um endalok tímans var skrifað þegar Messiaen var í fanga- búðum nasista og frumflutt þar. Tónskáldið vitnar í Opinberunarbók Jóhannesar þar sem engillinn sver við skaparann að „enginn frestur mundi lengur gefinn verða“ þegar lúðrar hljóma og leyndardómur Guðs opinberast. Tónleikarnir verða endurteknir í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi sunnudaginn 2. desember kl. 16.00. FrcttatHkyiiiiiiig

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.