Morgunblaðið - 01.12.1990, Side 22
m
ofioi aaawagaa .1 suoaqíiaouaj ciiaAjaMuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAOUR 1. DESEMBER 1990- -
EGGERT STEFÁNSSON
Á ALDARAFMÆLI
EGGERTS
Matthías Johannessen skrifaði
samtal við Eggert Stefánsson og
birtist það hér í blaðinu 1957, en
síðar endurbætt í Samtölum —
M, I, 1977, Nú er ég kominn til
að gera ísland hamingjusamt. Auk
þess hefur Matthías skrifað minn-
ingar dr. Páls ísólfssonar um Egg-
ert Stefánsson í Hundaþúfunni og
hafinu, 1961, og fer sá kafli hér
á eftir.
Margar skemmtilegar stundir
hef ég átt með öðrum listamönn-
um, ekki sízt Eggert Stefánssyni.
Við héldum marga hljómleika
saman í Reykjavík og úti á landi.
Eitt sumarið fórum við austur á
Eyrarbakka og Stokkseyri og
héldum tónleika þar. Það var á
kvennadaginn 19. júní. Tónleik-
amir áttu að hefjast klukkan tvö
á Eyrarbakka, en þremur tímum
síðar á Stokkseyri. Við komum
austur daginn áður og gistum á
hótelinu á Eyrarbakka. Við bjugg-
um saman í herbergi og ég fór
snemma að hátta, en Eggert gekk
út og sagðist ætla að spássera um
plássið og líta á públikum. Auglýs-
ingamiðar höfðu verið festir upp
víðsvegar í þorpinu, og á einum
stað heyrði Eggert gamlan sjó-
mann segja stundarhátt, um leið
og hann spýtti um tönn: „Þeir
opna ekki á sér kjaftinn fyrir ekki
neitt, þessir herrar, halda víst þeir
séu eitthvað og reigja sig eins og
prunkinn hani. Hver er hann ann-
ars þessi Eggert?“ „Það er sonur
hans Stefáns múrara,“ sagði ann-
ar. „Ja, grunaði mig ekki, eins og
hver annar almúgi, en opnar samt
ekki á sér kjaftinn fyrir ekki neitt.“
Þegar Eggert kemur inn nokkru
síðar, er hann mjög dapur í bragði
og segir sínar farir ekki sléttar.
Hann er bæði sár og gramur, svo
ég segi honum að þetta sé ósköp
alvanalegur talsmáti hjá körlunum
hér í plássunum og hann þurfí
ekki að kippa sér upp við það.
„Þeir taka þér áreiðanlega vel,
þegar þú ferð að syngja. Karla-
greyin búa við sífellt brim og verða
að tala hátt og tæpitungulaust til
að heyra hver til annars. Og svo
eru þeir alvanir hávaða," bætti ég
við stríðnislega. „En hvað á það
að þýða að vera alltaf að tala um
Stefán múrara?" spurði Eggert
hneykslaður. „Er ekki nóg að
þekkja mig?“
Ég man fyrst eftir Eggert, þar
sem hann stóð fyrir utan Duus-
verzlun í Reyjavík. Það hefur
líklega verið 1909 eða ’IO. Mér
fannst hann mikill á velli og glæsi-
legur og ekki kom að sök, að orð
fór af söng hans. Ég þóttist sjá
að hann væri veraldarvanur, djarf-
ur í framgöngu, og hressilegur og
sífijór var hann og hvergi smeyk-
ur að slá um sig. Orðheppinn með
afbrigðum. Þegar ég kynntist hon-
um betur síðar, fann ég að hann
var einnig mjög skemmtilegur og
bráðfyndinn og gat séð sjálfan sig
í kómísku ljósi. Aldrei gleymi ég,
þegar hann sagði mér frá ferð
þeirra Halldórs Hansens norður í
land:
„Við fórum með Skildi upp í
Borgames í norðanroki og urðum
sjóveikir. Hér er aldrei annað að
hafa en andskotans rok, enda er
öll þjóðin orðin eins og karfí í fram-
an af eintómri seltu. Ef Dante
hefði þekkt Skjöld, hefði það verið
ein af kvölunum í helvíti að fara
á honum upp í Borgames. En loks
gátum við skriðið í land og náðum
okkur fljótlega og fólk sá, að það
voru komnir gentilmenn í plássið,
en þó tók ekki betra við. Okkur
var ýtt inn í opinn blæjubíl eins
og hveijum öðrum nautpeningi og
ferðinni heitið í Norðtungu, en
sama rokið og sami kuldinn, þegar
við vorum komnir upp í bílinn. Og
nú kynntumst við þessari íslenzku
siðmenningu fyrir alvöru, það er
annars merkilegt hvað fólk sem
étur mikið af sviðahausum getur
orðið líkt sauðkindinni: Fyrir fram-
an okkur sat karl og tuggði skro.
Hann spýtti út úr sér í allar áttir
og af því ég var svo lánsamur að
sitja fyrir aftan hann, lenti tuggan
á mér, svo ég hafði ekki við að
þurrka af mér með poka sem ég
náði í, en þegar ég var orðinn eins
og kolmórautt jökulfljót af tugg-
unni, hnippti ég í karlinn og spurði
kurteislega, hvort hann gæti ekki
Eggert Stefánsson
Eggert í hundrað ár
í dag eru hundrað ár liðin frá
því að stórsöngvarinn Eggert Stef-
ánsson fæddist við Suðurgötuna í
Reykjavík. Hann var þjóðsagnaper-
sóna í lifanda lífi og enn birtast af
og til greinar þar sem menn rekja
kynni sín af honum og segja merki-
legar sögur. Margir sjá brot af
Eggerti í Garðari Hólm í Brekku-
kotsannál Halldórs Laxness og víst
er að þar eru ýmsir ytri atburðir
notaðir — en Eggert var stórsöngv-
ari í alvöru og enginn hefur betur
lýst honum en Halldór Laxness í
Skáldatíma. í kaflanum í London-
París-Roma-lestinni stendur stend-
ur Eggert ljóslifandi fyrir hugskot-
sjónum lesandans hvort sem hann
þeysir kjólklæddur inná Hótel
Waldorf Astoria í New York þar
sem þjónamir snúast hver um ann-
an þveran til að sækja honum mola-
kaffí eða hann syngur fyrir móður
sína og Halldór í Gamla bíói af
þeirri innbomu snilld sem honum
var gefín.
Halldór segir frá því að þegar
Eggert birtist á brautarstöðvum á
Ítalíu hafi burðarkallamir slegist
um að fá að bera farangur hans
því svo hátignarlegur hafí hann
verið í útliti og framgöngu að menn
hafí þar séð Ágústus keisara endur-
borinn. Þessi frásögn minnti mig á
þegar ég sá Eggert fyrst. Ég var
nýfluttur til Reykjavíkur, tólf ára
peyi, og var niðrá Lækjartorgi með
henni mömmu minni. Þá sé ég allt
í einu mann sem gnæfir uppúr fjöld-
anum með hátignarlegasta nef sem
ég hef augum litið. „Mamma?“
spurði ég. „Hver er þessi maður?“
„Þetta er hann Eggert Stefánsson
söngvari," svaraði hún og síðan hef
ég aldrei gleymt honum. Það er
eitthvað sérstakt við mann sem tólf
ára strákpeyja verður svo starsýnt
á að hann fer að spyija mömmu
sína um hann. Seinna bjó hann í
nágrenni við mig um tíma og svo
átti hún móðursystir mín plötu með
honum sem ég fékk að spila á upp-
trekktan grammifón. Þetta var á
þeim árum þegar ég var að mestu
hættur að hlusta á Alfreð Clausen
og Hauk Morthens og djassinn hafði
opinberast mér og ég mætti með
Mulliganskífur í bekkjarpartý og
allir héldu að ég væri eitthvað bilað-
ur — tólf ára bekkurinn hans Svein-
bjarnar í Melaskólanum fékkst ekki
til að hlusta á flóknari djass en
Louis Armstrong synga Blueberry
Hill og það var enginn alvörudjass
einsog þegar Louis blés Poatho
head blues og Wild man blues.
Svo liðu árin og einn daginn gaf
hún móðursystir mín mér plötuna
sem hún átti með Eggerti Stefáns-
syni. Sjötíu og átta snúninga His
Masters Voice skífa þar sem hann
söng Fögur er foldin og Alfaðir
ræður. Opinberun að nýju. Aldrei
hafði ég heyrt óperusöngvara taka
annað eins breik og Eggert gerði í
Alfaðir ræður þegar hann söng:
Báðar klukkurnar deyjandi hringja.
Þetta var eins og hjá fyrsta flokks
djassleikara. Það var varla haldið
svo partý um tíma að Eggert væri
ekki á fóninum og beljaði lagið
hans Sigvalda bróður síns við ljóð
Sigurðar Eggerz. Svo gerðist það
eina nóttina að Sigurður biskup sté
á plötuna þar sem hún lá á gólfinu
við hliðina á fóninum en sem betur
Ljósmynd/Friðrik Á. Brekkan
Gröf Eggerts Stefánssonar og konu hans, Leliu Cazzola Stefánsson-
ar, í kirkjugarðinum Agli Allori í Flórens. Eftir að þessi mynd var
tekin hafa verið settir stafir frú Leliu á grafsteininn.
fer brotnaði aðeins stykki úr henni
og með lagni var hægt að setja
nálina á rétt á undan meistarabreik-
inu: Báðar klukkurnar deyjandi
hringja.
Nú þarf maður ekki að hafa
áhyggjur af því að smella nálinni
rétt innan við brotið því í dag kem-
ur út geisladiskur með u.þ.b. helm-
ingi þess er Eggert hljóðritaði. Tutt-
ugu og fimm sönglög. Þau elstu
sungin í trekt í London árið 1920,
en þau yngstu hljóðrituð í Berlín
1930. Öll íslensk utan eitt og meir-
en helmingurinn eftir bróður söngv-
arans, Sigvalda S. Kaldalóns.
„Hann var ungur sendur utan
að læra saung á Norðurlöndum og
meginlandinu. Eftir það kom hann
ekki til Islands öðruvísi en gestur.
En það er hætt við að maður sem
ber slíka persónu fái lítinn frið til
að æfa skalann eða syngja upp ein-
falt lag mörghundruð sinnum, vik-
um, mánuðum og kanski árum sam-
an, þángaðtil hann nær því. Hvar
sem hann sýndi sig stóðu honum
allar dyr á gátt líkt og fyrir gald-
ur.“ Þetta skrifar Halldór Laxness
í Skáldatíma og hann bætir við:
„Það var sannarlega ekki útí loftið
þegar hann kvartaði yfir því í blöð-
unum að hann hefði ekki frið fyrir
saungleikjahúsum sem vildu ráða
hann til sín. Meira að segja Metro-
politan vildi binda hann með stór-
samning og bauðst til að leggja
honum til maestro að hafa með sér
seint og snemma. Dætur óperuséffa
vildu eiga hann og feður þeirra
gefa honum þær. En hann brosti ,
sínu fjarlæga upphafna brosi og
afþakkaði. Hann bast aldrei neinni
tónlistarstofnun. Hann sté uppí
lestina London—París—Róm og var
farinn. Saungskemmtanir sínar hélt
hann uppá eigin spýtur.“
Rödd Eggerts og söngstíll var
engu öðru líkur og annaðhvort fell-
ur maður fyrir töfrum hans eða