Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 12
12 Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœður Ferðaviðtœkl Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans! x ________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990_ Að láta sig falla - m.a. til fortíðar Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Pétur Gunnarsson: Hversdags- höllin (203 bls.). Mál og menn- ing 1990. Forvitnilegter að hafa nú í hönd- unum fyrstu skáldsögu Péturs Gunnarssonar eftir að bálkinum um Andra lauk. Forvitnilegt er að skoða þessa nýju sögu með hliðsjón af eldri verkum Péturs,- Annað mál hvort slíkt er sanngjarnt, en nógu forvitnilegt til að hunsa sanngim- iskröfur. Það skal strax fullyrt að þetta verk er hvort tveggja í senn ein- kennilega líkt og ólíkt Andrasögu. Byijum á líkindunum. Margt í stílnum er hér eins og svo oft áður hjá Pétri, yfírleitt dá- lítið knappur, efnisgreinar stuttar, kaflar sjaldnast langir. Viðfangsefnið ,í Hversdagshöll- inni er æska og uppvöxtur piltsins Munda. Við ferðumst með honum um furður tilverunnar þar sem ýmis fyrirbæri hversdagsins verða að undrum og stórmerkjum. A slef- aldrinum rennir hann t.d. á þríhjól- inu sínu alla leið fyrir næsta hom og töluvert lengra. Allt em þetta atriði sem stað- festa að höfundurinn hljóti að vera Pétur Gunnarsson. Þetta em hans vörumerki. Segjum þá samanburðarfræði lokið og snúum okkur frá fortíð að nútíð - að sjálfri Hversdagshöllinni. Hvers konar bók er Hversdags- höllin? Er hún sögulegt skáldverk? Er hún uppvaxtarsaga einstaklings eða brotakennd endursepglun á veröld sem var? Eða tregafull rafsódía? Eins konar paradísarbíó? Eflaust er ósanngjamt að þröngva þessari sögu í einhverja þessa bása, á hinn bóginn eru þetta hugmyndir sem kvikna við lestur- inn. Aðalsöguhetjan er Mundi, sonur Rúts og Guggu. Afi hafði byggt stærðar hús þar sem dijúgur hluti stórfjölskyldunnar býr. Þarna er því líf í tuskunum ekki síst vegna þess að krakkaskarinn er stór. Sagan hefst löngu fyrir minni Munda, á því skeiði Islandssögunn- ar sem er þekktast fyrir kröpp kjör og atvinnuleysi. Lýsingin er sveipuð rómantík þess sem ekki man þessa tíma, hefur eingöngu heyrt um þá rætt. Ivar afi var heppinn; Hann fékk af og til vinnu við uppskipun. Stundum var svo mikið að gera að hann vaknaði um miðjar nætur, öskrandi: HÍFA. Bókmenntir Sigurjón Björnsson Þorsteinn frá Hamri: Hallgrímur smali og húsfreyjan á Bjargi. Söguþáttur úr Borgarfirði. Iðunn, Reykjavik 1990. 136 bls. Á fyrsta hluta 19. aldar var uppi í Borgarfirði maður að nafni Hall- grímur sem var Högnason. Þjóðsag- an segir að þegar Hallgrímur þessi var rúmt tvítugur hafi hann orðið fyrir undarlegri reynslu af álfum og álögum sem skiptu sköpum um framvindu stuttrar ævi hans. Hall- grímur andaðist hálffertugur að aldri. Þijú börn átti hann, en ein- ungis eitt þeirra, Kristrún, komst til aldurs. í þessu litla kveri, sem er í þrem- ur þáttum, segir fyrst frá nokkrum forfeðrum Hallgríms. I öðrum þætti er hin einkenniiega álfasaga rakin, eftir bestu heimildum og skömmum Pabbi vann við glerskurð, stofn- aði um síðir sitt eigið fyrirtæki sem síðan gekk illa. Mamma og amma dálítið íjarlæg- ar. Síðan er Munda fylgt í tímaröð eins og í hverri annarri þroskasögu. Nema hér hleypur sagan dálítið meira milli .persóna en gengur og gerist. Hér gætir töluverðrar til- hneigingar til að segja sögu hóps frekar en einstaklings. (Hús: Á neðstu hæð sést efri hluti tannlækn- isins, neðri hlutinn falinn bak við sandblásið gler. Fyrir ofan fiðlarinn með einkatíma. Kona sjómannsins að beija stofuteppi úti’á snúru, kennarinn með vitleysur nemenda í skólatöskunni, eldsmiðurinn ... o.s.frv.) Sjónarhornið er stundum óljóst. í heildina er hér er um þriðju per- sónu frásögn að ræða en stundum er brugðið út af henni og setningar eins og þessar koma fyrir: „Og þessi heimur sem þú hjólaðir kring- um Fyrir vikið verður frásagan eilítið ljóðrænni. Eftir því sem nær dregur nú- tíðinni hverfur rómantísk móðan jafnt og þétt, smærri hlutir veru- leikans skipta meira máli og sagan verður trúverðugri. Rokktímabilið gengur í garð með brillgæjum flaut- andi á eftir stelpum sem blása tyggjókúlur. Kókbílstjórinn sagði við búðardömuna: „Kvittaðu beib,“ á þann hátt að bæði vissu að þau myndu hittast í Röðli næsta laugar- dagskvöld: „Og svo geta menn bara fyllt í eyðurnar. Stelpan varð ófrísk og í fyllingu tímans hætti hún að vinna, orðin húsmóðir með barn og þá passaði ekki lengur fyrir strák- inn að vera á kókbíl og hann fór að vinna á lager og stílaði upp á Iðnskólann." Svo undir Iok sögunnar stendur Mundi í sporum föður síns forðum. Hann er staddur á Þjóðminjasafn- inu fyrir framan glottandi beina- grindina og spjótsoddinn, tilbúinn að fræða eigin afkvæmi. Þarna Iiggja leifar fortíðarinnar nákvæm- lega eins og í bernsku hans sjálfs. Ekkert hefur breyst nema Mundi. Og fyrst hann hefur breyst þá hef- ur auðvitað flest breyst um leið. Mundi lítur sér nær og spyr um eigin föður: Hver var Rútur? „Hann var bara maður sem vann við gler- skurð, reykti Chesterfield og átti eiginkonu og börn.“ Kannski dálítið líkur þessum sem glottir í glerbúr- inu? Eitthvað á þessa leið gæti ein útgáfan af efnisþræðinum í Hvers- dagshöllinni litið út. En bara „gæti“ æviferli Hallgríms er fylgt. Þriðji þátturinn, sem er langlengstur, er lífs- og baráttusaga Kristrúnar Hallgrímsdóttur. Hún varð sjó- mannskona á Akranesi og hét býli hennar Bjarg. Mann sinn, Tómas Erlendsson, missti hún innan við fimmtugt. Höfðu þau hjón þá eign- ast 17 börn og voru fímm þeirra dáin á undan föðurnum. Kristrún varð öldruð (d. 1912) og eru afkom- endur hennar nú á sjötta hundrað- inu samkvæmt niðjatali í bókarlok. Niðjatalið samdi Þorsteinn Jónsson ættfræðingur. Þessi litla bók er mörgum skyld- um ritum merkari. Því veldur ann- ars vegar efnið sjálft og hins vegar meðferð höfundar. Lífssaga Krist- rúnar Hallgrímsdóttur er mikil og merk og hún fær mann svo sannar- lega til að staldra við og hugsa. Kristrún missti föður sinn komung og var komið til vandalausra. Hún ólst upp á hrakningi. Hlaut að sjálf- sögðu alls enga menntun og lærði Pétur Gunnarsson vegna þess að þessi saga er marg- höggvin sundur af kyrramvndum, það er staldrað við og skoðað. Yfir Hversdagshöllinni svífur andi sterkrar fortíðarþrár og ýmsar tímapælingar skipta því töluverðu máli. T.d. skapar bilið milli óáþreif- anlegrar frásagnartíðar og nánast áþreifanlegs atburðatíma sérlega þokkafulla spennu. Miðillinn sem brúar bil þessara tveggja tíma er oft hlutlægur, t.d. bréf eða mynd. Gömul ástarbréf foreldranna sem Mundi slysast til að lesa þegar hann, heltekinn söfnunaráráttu, er að hnupla af þeim frímerkjunum - þessi gömlu ástarbréf miðla Munda heimi sem (ef hann hefur nokkurn tíma verið til) er gersamlega horf- inn: „Og ég gat borið vitni um að hamingjan var ekki það húsdýr sem samkvæmt bréfunum hún hefði átt að vera.“ 8 mm kvikmyndirnar hans Frímanns sýna undarlega mynd af íjölskyldunni forðum, beinlínis skakka mynd. Samt er sagt að myndavélaraugað ljúgi ekki. Fáir vilja sýna hveijir þeir eru, eða telja sig vera. Flestir hlaupa úr ramman- um, þeir djörfu og sýningarglöðu bregða á leik og þykjast ekki vera þeir sjálfir. Nema afi og amma. Þau vita ekki hvað bíó er. Tilveran er hált fyrirbrigði og rennur manni sífellt úr höndum. I Hversdagshöllinni er sviðsetningin með slíku móti að flest er með öðru sniði en það ætti að vera. í þessu samhengi skiptir tíminn miklu máli. Alveg frá fyrstu síðum .að þeim seinustu skín í gegn óskin um að stöðva þetta óvægna fyrirbrigði og Þorsteinn frá Hamri La.m. aldrei að skrifa. Ung giftist hún vænum og duglegum manni. Þau vinna hörðum höndum og tekst að sjá fyrir sér og sínum. En á miðjum aldri stendur hún ein uppi með ellefu börn. Þá mætir hún hreint ótrúlegri harðýðgi af hrepp- ganga í kringum það. Óskandi væri að tíminn ynni með manni. Og það er einmitt í stílnum sem þessi ósk rætist. Þótt stíllinn beri höfundi sínum vitni þá er hann hér hægari en í fyrri verkum Péturs, stundum er eins og frásögninni sé nánast leyft að stöðvast. Þá rennur hún blessun- arlega út í sandinn, týnist, og gýs svo óvænt upp annars staðar. Óg við tekur táknrænt spjall um lífíð og tilveruna, eins konar heimspeki- leg diskússjón: „/.../ menn sem voru búnir með gleðina og áttu ekkert eftir nema beiskjuna og harminn. En af því að réttin var hringur gat það gerst hlið við hlið hvað innan um annað og börn og unglingar gengu hring eftir hring í mannlífsskoðun en innan í hringn- um var innihald lífsins: sauðkind- in.“ Og annað dæmi um leyndar- dóma hversdagsins: „Afi og amma - stækkunargler og segulstál - og alveg jafn óbrigðul og þessi tvö: stækkunarglerið stækkar í hvert skipti og það er borið að auga og segulstálið hleypir títupijónunum í kekki, alltaf. //Alveg sama hvaða dagur er, sama hvernig veður er, sama hvernig skapið er. Það er. // Alltaf." Slíkir útúrdúrar (sem eru engir útúrdúrar þegar grannt er gáð) eru aðlaðandi. Þeir gefa lesandanum kost á því að dvelja við og meta söguatburði sem fyrir vikið auka dálítið á vídd sína en ekki bara lengd. Eitt atriði vegur samt kannski þyngst í þeirri viðleitni höfundar að skapa vísvitaða fjarlægð milíi atburða og lesanda: Sí og æ er sögu- höfundur með aðfinnslur og framí- grip í eigin sögu. Fáein dæmi nægja. í samtali þegar búið er að panta vöruflutningabíl í óþökk Grímu gömlu svarar hún: „Það veit ég ekkert um, ég hef ekki pantað neinn bíl...“ og söguhöfundur bætir við: „(þarf nokkuð „sagði hún“, áttar fólk sig ekki á að þetta er tveggja manna tal?)“ Stundum er átroðsla söguhöfundar svo skemmtilega frekleg að honum nægir ekki minna rými fyrir útskýr- ingar en neðanmálsgrein. Stundum er þá talað í viðtengingarhætti þá- tíðar, það sagt sem hefði átt að gerast eða hefði getað gerst ef -: „Faðir þeirra vildi binda endi á líf sittT— en þar sem líf hans var líka í konunni og bömunum tók hann þau með sér í fallinu. Kannski ef hann hefði haft tök á því hefði hann tekið heiminn með sér líka. Því hvar endar maður sjálfur og heimurinn tekur við? Er ekki allt maður sjálfur, er maður sjálfur ekki í öllu?“ Með hliðsjón af þessum orðum skal viðurkennt að Hversdagshöllin er áhrifarík saga með sundruðu sjónarhorni, dreifðum söguþræði, brechtískri „Verfremdung“ og ágengum söguhöfundi. Með undar- legum hætti vinnur allt tvístrið sam- an við að koma á framfæri sefjandi frásögn. stjóra. Allar eigur hennar eru boðn- ar upp og flest bendir til að heimil- inu verði tvístrað. Henni ber þá nokkurt happ að hendi og-.með ein- stökum dugnaði tekst að halda heimilinu saman og koma barna- hópnum til manns. En valkvendinu Kristrúnu var fleira lagið en sjá um sína. í litla bænum hennar var ávallt nóg gistirúm fyrir alla sem vildu og sjúkrabeður fyrir þá sem annars staðar áttu ekki höfði að halla. Þrengra var um fyrir þurf- andi í húsum hins ríka Hallgríms hreppstjóra. Hann var þó frumkvöð- ull að byggingu barnaskóla á Akra- nesi og gaf lóð undir kirkju. Sál- arlíf sumra er stundum einkenni- lega hólfað sundur! Þorsteinn frá Hamri segir þessa sögu einstaklega vel. Stíll hans er hljóðlátur, yfírlætislaus og knappur. Hann nýtir sér heimildir vel, ofnot- ar þær hvorki né vannýtir. Á um 100 blaðsíðum segir hann mikla sögu. Sumum öðrum hefði varla dugað minna en þijú hundruð. Þessi litla bók verður að ég hygg lesendum sínum eftirminnileg. Hún er falleg perla hvort heldur er hug- að að innihaldi eða útliti. HETJUSAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.