Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 34

Morgunblaðið - 07.12.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Páll Pétursson um bráðabirgðalög: Ríkislögmaðiir hafnar því að bráða- birgðalög brjóti gegn stjórnarskrá Sjálfstæðismenn styðja þjóðarsátt, en hafna ólöglegum aðgerðum, sagði Friðrik Sophusson FRUMVARP til laga um staðfest- ingu á bráðabirgðalögum þeim sem oftlega eru kennd við BHMR, voru til 2. umræðu í sam- einuðu þingi í gær. Um það hafði verið samið að fulltrúar meiri- hluta og minnihlutans mæltu fyr- ir áliti sínu en frekari umræða biði fram til næstkomandi þriðju- dags. Páll Pétursson (F-Nv) mælti fyrir áliti meirihluta fjár- hags- og viðskiptanefndar. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) mælti fyrjr áliti 1. minnihluta en Friðrik Sophusson (R-Rv) fyrir áliti 2. minnihluta. Friðrik Iauk þó ekki sinni ræðu því hann ósk- aði þess að fjármálaráðherra yrði viðstaddur lesturinn. Meirihlutinn Páll Pétursson (F-Nv) gerði ' grein fyrir áliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar, þ.e.a.s. stjórnarliða. Það kom sterkt fram í ræðu Páls að brýn nauðsyn hefði verið talin á því að setja bráða- birgðalög í ágúst síðastliðnum; ann- ars hefðu skollið á ófyrirséðar launahækkanir, sem leitt hefðu til víxlhækkana verðlags og launa. í kjölfarið hefði fylgt óðaverðbólga og óáran. Sú þjóðarsátt sem gerð var í febrúar var í hættu. Ræðumaður sagði m.a. að kjara- samningum hefði fyrr verið breytt me'ð bráðabirgðalögum sem Alþingi hefði- samþykkt og hefðu flestir stjórnmálaflokkar staðið að slíku. Páll vildi vekja athygli á þeim út- breidda misskilningi að bráða- birgðalögin hefðu numið úr gildi niðurstöður Félagsdóms. Þeim hefði í engu verið raskað. — Eftir að nið- urstöður Félagsdóms lágu fyrir var hins vegar hluta samnings BHMR og fjármálaráðherra breytt með lögum þannig að greiðslur féllu nið- ur frá 1. september 1990. Það þýddi hins vegar ekki að niðurstöðum Félagsdóms hefði verið breytt, held- urþeirri réttarheimild sem greiðslu- skylda styddist við. Páll Pétursson vitnaði til reikni- dæma sem Þjóðhagsstofnun hefði unnið að beiðni forsætisráðherra og þar kæmi fram að verðbólga ykist verulega ef bráðabirgðalögin féllu úr gildi, í einu dæminu reikn- Páll Pétursson aðist verðbólgan 22% í júní 1991, í öðru 27% og tæplega 40% í því þriðja. Ræðumaður svaraði nokkru þeim ákærum að setning þessara bráða- birgðalaga væri stjómarskrárbrot og ias nokkra kafla úr greinargerð Gunnlaugs Claessens ríkislögmanns sem lögð hefur verið fram í bæjar- þingi Reykavíkur. í greinargerðinni er því hafnað að setning bráða- birgðalaganna brjótí stjórnar- skrána. 1. minnihluti Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) mælti fyrir áliti 1. minnihluta, þ.e.a.s. Samtaka um' kvennalista. Fulltrúi samtakanna í fjárhags- og viðskiptanefnd er Þórhildur Þor- leifsdóttir en hún var fjarverandi erlendis á vegum Alþingis. Ræðumaður taldi m.a. forsendur útreikninga Þjóðhagsstofnunar furðulegar og vísaði tii þess að nið- urstöður hagfræðideildar Seðla- banka íslands væru nokkuð á annan veg. Það kom m.a. sterklega fram í áliti 1. minnihluta að hann teldi ákvæði stjórnarskrárinnar bæði of- notað og misnotað og hefði Kvenna- listinn lagt fram frumvarp á þinginu um að það yrði lagt niður. Ræðu- maður rakti nokkuð sögu málsins Kristín Einarsdóttir og sagði m.a. ríkisstjórnina einhliða hafa tilkynnt að ríkið hygðist ekki standa við samninga með bréfi þann 12 júní. En félagsdómur hefði úr- skurðað ríkisstjórninni í óhag. Ríkisstjórnin hefði kosið að setja á bráðabirgðalög. Ræðumaður taldi tilraunir ríkisstjórnar til að leita samninga við BHMR ekki hafa ver- ið gerðar af heilum hug. Ríkis- stjórnin hefði kosið að svipta hluta launafólks samningsrétti og óvirt mannréttindi og dómstóla. Lokaorð 1. minnihluta eru því á þá leið að sú ríkisstjórn sem með svo hrokafullum hætti opinberi virð- ingarleysi sitt fyrir lýðræði og mannréttindum sé til alls vís og beri að stöðva hana í þessum óheillaverkum. Og til að stuðla að því og til að BHMR-félagar nái þeim rétti sem þeim bæri muni Kvennalistakonur greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi. 2. minnihluti Friðrik Sophusson (S- Rv) mælti fyrir áliti 2. minnihluta, þ.e.a.s. sjálfstæðismanna en það kemur fram í álitsgerð að hinn full- trúi Sjálfstæðisfiokksins, Matthías Bjarnason (S-Vf), var fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins vegna veikinda. Friðrik Sophusson Ræðumaður líkti ræðu Páls Pét- urssonar við réttarhald, lesin hefði verið lögfræðileg greinargerð. Mátti ráða að Páll væri verjandi en Frið- rik saknaði sakborninganna, þ.e.a.s. ráðherranna, forsætisráð- herra væri löglega forfallaður á spítala, en sumt sem sagt yrði ætti erindi til fjármálaráðherra. Ræða Friðriks bar nokkurn svip ákæru á hendur ríkisstjórninni og sérstaklega forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Friðrik reifaði eins og fyrri ræðumaður sögu þessa máls og taldi framgöngu ríkis- stjórnarinnar hafa einkennst af vanhæfni og tvöfeldni. Friðrik vildi benda þingheimi á að fleiri löglærðir menn en ríkislög- maður hefðu sagt sitt álit á bráða- birgðalögunum og var þeirra álit á annan veg og ríkisstjórninni óhag- stæðari. Hann taldi spádóma Þjóð- hagstofnunar ekki skothelda vörn í málflutningi Páls Péturssonar. Þar væru þær forsendur gefnar, að við völd sæti ríkisstjórn sem aðhefðist ekkert, því til viðbótar að aðilar vinnumarkaðarins létu sér vel líka að verðbólga ykist. A þetta væri rækilega minnt í áliti Seðlabank- ans. Með þeim rökum sem Þjóð- hagsstofnun notaði mætti reikna verðbólguna 200.000% einhvern tíma um aldamótum. Það kom m.a. fram í ræðu Frið- riks að dómur Félagsdóms í júní hefði verið skýr og undirstrikað þá staðreynd að áhrif kjarasamnings- ins hefðu verið þekkt frá upphafi og hefði hlotið að hafa sams konar áhrif hvort sem þjóðarsáttin hefði verið gerð eður ei. Bent væri á að leita yrði samkomulags áður en annar aðili taki einhliða ákvarðanir. Ræðumaður bað menn að gera sér grein fyrir því að sú vá sem allir töluðu um 'að fælust í kjarasamn- ingunum við BHMR, hefði þar ver- ið frá upphafi. Það hlaut að véra ljóst þá sem endranær að aðrir laun- þegahópar myndu aldrei þola BHMR fengi launahækkanir langt umfram aðra. Ræðumaður taldi samningaviðræður ríkisstjórnarinn- ar við BHMR hafa verið hreinar sýndarviðræður. Ræðumaður kom víðar við í frá- sögn sinni af málafylgju ríkisstjórn- arinnar og þótti enginn hlutur góð- ur, m.a. hefði verið vafámál að stað- festingarfrumvarpið hefði notið meirihlutafylgis í neðri deild. Og þrátt fyrir yfirlýsingu þingflokks sjálfstæðismanna um að greiða at- kvæði gegn frumvarpinu á grund- velli siðferðis- og lagaraka, hefði ríkisstjórnin kosið að ræða ekki við stjórnarandstöðuna um framhald málsins. En þessj' stað hótað þing- rofi, sem hefði fellt bráðabirgðalög- in úr gildi. í framhaldi af þessu hefðu lögin verið sett aftur á. Slíkt væri tilræði við þingræði og lýðræð- isvenjur sem ekki hefði náð fram að ganga sökum þess að Hjörleifur Guttormsspn hefði ákveðið að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna til að varna því að leikreglur lýðræðis yrðu fótum troðnar ofan í annað siðleysi og lögbrot sem áður hefðu verið framin í þessu máli. Ræðumaður átaldi mjög fjarveru Olafs Ragnars Grímssonar Ijár- málaráðherra og óskaði eftir fund- arhléi uns tækist að ná í ráðherr- ann. Gerði Árni Gunnarsson forseti neðri deildar ítrekaðar en árangurlausar tilraunir til að ná í fjármálaráðherra. Varð að lokum að ráði að fresta þingfundi svo ráð- herrann fengi að heyra málflutning talsmanns 2. minnihluta þótt síðar yrði. Friðrik Sophusson á því ólokið að gera grein fyrir síðasta hluta af áliti 2. minnihluta en þar kemur m.a. fram að þingmenn Sjálfstæðis- flokks hafi margoft lýst stuðningi sínum við meginmarkmið kjara- samninga þeirra sem nefndir eru þjóðarsátt. En ólögmætar aðgerðir, bráðabirgðalög á dómsniðurstöðu og siðlaus framkoma ríkisstjórnar- innar gagnvart viðsemjendum sínum geti aldrei orðið hluti þjóclar- sáttar. Á slíkum aðgerðum geti Sjálfstæðisflokkurinn- ekki tekið ábyrgð. „Það gildir einu þótt slík afstaða gegn lögleysu og óréttlæti kunni að kosta óvinsældir um stundarsakir. í þeirri stöðu sem kom á Alþingi þegar ljóst var að ríkis- stjórnin hafði misst meirihluta sinn jafngilti hjáseta Sjálfstæðisflokkis- ins því að. hann tryggði framgang frumvarpsins og bæri ábyrgð á bráðabirgðalögunum. Þess vegna hlaut þingflokkur sjálfstæðismanna að taka þá ákvörðun að greiða at- kvæði gegn frumvarpinu. 2. minnihl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði fellt.“ Þingsályktunartillaga: Grænar símalínur Félag ferðaþjónustubænda: Greið uppbygging og góð afkoma undanfarið Á AÐALFUNDI Félags ferðaþjónustubænda, sem haldinn var síðast- liðinn föstudag, kom fram að uppbygging hefur verið greið hjá ferða- þjónustubændum á undanförnum árum, og að rekstur síðasta árs hafi gengið vel. „ALÞINGI ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um að Stjórnarráð íslands og helstu ríkisstofnanir semji við Póst- og símamálastofnun um „græn- ar símalínur“ og tryggt verði fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði sem af þessum samningum leiðir.“ Jón Kristjánsson (F-Al), Val- gerður Sven’isdóttir (F-Ne), Guðni Ágústsson (F-Sl) hafa lagt fram fyrrgreinda tillögu um „grænar símalínur“. Flutningsmenn' benda á í greinargerð, að meðal þeirrar þjónustu sem Póst- og símamála- stofnunin bjóði upp á séu svo- nefndar „grænar símalínur". Og hafi Póst- og símamálastofnunin gefið út bækling þar sem þjónusta þessi sé auglýst. Ef hringt er í grænt símanúmer, greiðir sá sem hringir samkvæmt staðartaxta, en sá sem hringt er til greiðir eftir meðaltali langlínutaxta. í greinargerðinni segir m.a: „Hér hagar þannig til að opinberar stofnaðir eru að mestu leyti í Reykjavík. Þar er einnig öll æðsta stjórn ríkisins. Mikil kostnaður er því samfara fyrir almenning að nýta þjónustu og ráðgjöf sem hægt er að fá símleiðis frá hinu opinbera. Það er réttlætismál að kippa þessu í lag og tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu lengur.“ í skýrslu stjórnar kom fram að árangur ferðaþjónustubænda megi rekja til þess traust sem Ferðaþjón- usta bænda hefur áunnið sér meðal ferðamanna og söluaðila í ferða- þjónustu. Bent var á að þó afkoma ferðaþjónustubænda hafi verið góð þá þyrftu þeir að stuðla að betri nýtingu með því að lengja ferða- mannatímann, sem væri með stysta móti hér á landi. Þá þyrfti að leggja höfuðáherslu á að fjölga möguleik- um ferðamanna á ýmiss konar af- þreyingu, og sem ,dæmi var tekið að golf, jöklaferðir og bækur á er- lendum tungumálum um söguslóðir gætu stuðlað að mun betri nýtingu gistirýma. Stjórnarmenn í Félagi ferðaþjón- ustubænda voru allir endurkjörnir á aðalfundinum. Paul Richardson, sem verið hefur formaður og fram- kvæmdastjóri félagsins síðastliðin ljögur ár, gaf ekki kost á sér áfram sem formaður, og hefur Ingi Tryggvason nú tekið við sem form- aður stjórnar félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.