Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 21 ■ SKJALDBORG hefur gefið út fjórar bækur í flokknum um Skó- fólkið. Bækurnar eru eftir James Driscoll og heita Dáti, Þrammi, Kalli og Margot. Vilborg Dag- bjartsdóttir þýddi bækurnar. ■ SKJALDBORG hefur gefið út þijár bækur um Fríðu framhleypnu eftir Lykke Nielsen. í Fríðu fram- hleypnu segir frá Fríðu sem er 9 ára og er í þriðja bekk. Hún er freknótt og framhleypin. í bókinni Fríða framhleypna í fríi er Fríða á ferðalagi um Evrópu í bíl ásamt Osk, bestu vinkonu sinni. Úr því verður ekkert venjulegt ferðalag. Fríða er nefnilega alveg viss um að þær muni upplýsa glæpamál. Þriðja bókin heitir Svei ... Fríða framhleypna og í þessari bók kem- ur Fríða, ásamt bekkjarsystrum sínum, upp um smyglara. Upplyfting í kvöld? MUNDU EFT1R OSHNUM Hann eykur stemninguna. Skoppað upp eftir vinsældalistanum eftir Guðrúnu Egilson Samfélag okkar gerist stöðugt undarlegra, og leikreglurnar mót- sagnakenndari. Við skulum skoða tvö dæmi. í fyrsta lagi vilja allir foreldrar, að börn þeirra hljóti sómasamlega menntun. Eigi að síður er litið á menntamenn sem hálfgerða varga í véum. í öðru lagi höfum við lengi haft óvinsæla ríkisstjórn. Þá fyrst öðlast hún vinsældir, sem um nemur, þegar hún ætlar að knýja ólög í gegn á Alþingi. Ekki er hlaupið að því að fá botn í þessar mótsagnir. Hins veg- ar er ljóst, að ríkisstjórnin hefur fundið blóraböggul í áróðursstríði sínu, sem hefur þann tilgang ein- an að lengja þrásetu hennar. Mér finnst ég ekki geta setið .undir þessu lengur, sem einn hinna óal- andi og ófeijandi í samfélaginu — menntamannanna. Ég ætla ekki að ijalla um laun mín, beija mér á bijóst og bera mig saman við aðra, sem hafa minni menntun. í huga mínum er menntun annað og meira en fjár- festing og kennslustarfið annað og meira en brauðstrit. En hvernig get ég horft framan í nemendur mína og miðlað þeim þekkingu, ásamt ýmsu öðru, sem ég met mest í mannlegum sam- skiptum, ef yfirboðarar mínir taka ekki meira mark á mér en svo, að þeir bijóta á mér lög? Hvernig geta foreldrar ætlast til þess, að við kennarar veitum börnum þeirra veganesti út í lífið, ef þeir líta á okkur sem úrhrök, sem óvinsæl ríkisstjórn þurfi ekki annað en troða fótum til að skoppa upp eftir vinsældalistanum? Höfundur kenniríslenzku við Verziunarskólalslands. Guðrún Egilson ■ IÐUNN hefur gefið út skáld- söguna Ég vildi gjarnan ganga í buxuni eftir Lara Cardella. Bók þessi kom út á Ítalíu í fyrra og varð þar tilefni heitra deilna en Lara Cardella var aðeins 19 ára gömul er hún vann til fyrstu verð- launa í bókmenntasamkeppni með þessari sögu af baráttu ungrar stúlku við misrétti og undirokun. í kynningu útgefanda 'segir: „Hér er á ferðinni nærfærin og einlæg lýs- ing á uppvexti og þroska Annettu, stúlkunnar sem vill. afneita hefð- bundnu hlutverki konunnar og ganga í buxum. En það gera engir í samfélagi sveitaþorpsins nema karlmenn og dræsur, og fálmkennd uppreisn Annettu verður skammlíf og afleiðingarnar átakanlegar." Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi bókina. ■ ALMENNA Bókafélagið hefur •gefið út bókina Sérstæð sakamál, íslensk og norræn, og gefur for- lagið hana út í samvinnu við íþróttasamband lögreglumanna. Jóhanna S. Sigþórsdóttir valdi og skráði sakamálin í bókina. í kynn- ingu útgefanda segir m.a.: „Hin tuttugu mál sem bókin segir frá eiga það öll sameiginlegt að vera sérstæð og spennandi en eru að öðru leyti mjög ijölbreytileg. Sum segja frá furðufuglum sem leika á náungann með ótrúlegum klækja- brögðum og komast oft æðilangt í því efni, önnur eru ískyggilegri þar sem teflt er um líf og dauða, nokk- ur hreinn harmleikur. Sjö þessara mála eru íslensk unnin upp úr opin- berum gögnum, viðtölum og blöð- um, þrettán eru frá hinum Norður- löndunum. Af heitum úr íslenska hlutanum mætti nefna Þýskur bankaræningi í Breiðholti, Kókaín- salarnir í Hveragerði, Gullránin í miðbænum og úr þeim erlenda Svikapresturinn, Bankaræningi tekur gísl og Nótt þjáninganna. Bókin Sérstæð sakamál er 187 bls. að stærð í stóru broti og skreytt ljósmyndum. Hönnun kápu var í höndum Grafít. Setningu og um- brot annaðist Ritsmiðjan sf. Prent- un og bókband: Prentsmiðja Arna Valdemarssonar. LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER SOMÆEgpe^ GOLFEFNI LITAVER • LITAVER • LlfAVER • LITAVER AUK/SlA k9d2-500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.