Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBKAÐIÐ FÖSTUÐAGUR' 73 DESEMBER 1’990 James Baker um málefni Mið-Austurlanda: Bandaríkjastjóm styður ekki ályktun um friðarráðstefnu Washington, Túnisborg. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bng fréttum um að Bandaríkjastjórn hygðist styðja ályktunartillögu hjá Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að efnt yrði til alþjóðlegrar friðarráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda. „Við mælum ekki með því nú að efnt verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um deilur araba og Israela og við styðjum ekki heldur ályktun um slíkt hjá öryggisráðinu," sagði Bak- er er hann ávarpaði útanríkismála- nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja- þings. Hann sagði að slík ályktun væri í ósamræmi við þá afstöðu Bandaríkjastjórnar að ekki mætti tengja Persaflóamálið við deilu araba og ísraela. „Það er því vita- skuld ekki tímabært að efna til slíkrar ráðstefnu,“ bætti hann við. Bandarískir fjölmiðlar höfðu haft eftir stjómarerindrekum að Banda- ríkjastjórn hefði lagt fram tillögu hjá öryggisráðinu um að efnt yrði til alþjóðlegrar friðarráðstefnu „á viðeigandi tíma“ og „með tilhlýði- legu fýrirkomulagi" til að greiða fyrir friðarsamningi milli ísraela og araba. Stjórnarerindrekarnir sögðu að þetta væri í fyrsta sinn sem Bandaríkjastjórn styddi slíka tillögu í slóð Leifs heppna til Ameríku Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKI ævintýramaðurinn Ragnar Thorseth hefur nú gert allt klárt fyrir næsta siglingaleið- angur sinn en að þessu sinni hyggst hann feta í fótspor Leifs Eiríkssonar og sigla á víkingaskipi til Ameríku. í leiðangri Thorseths verða þijú víkingaskip og verður lagt upp á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, frá Bergen. Tilgangurinn með ferðalaginu er m.a. sá að minnást Vínlandsfarar Leifs Eiríkssonar. Að baki leiðangursins standa ríkisstjóm- ir Noregs og íslands, norska sjón- varpið og dótturfyrirtæki Kloster- samsteypunnar, World City Disco- very. Aætlaður kostnaður við leið- angurinn er 20 milljónir norskra króna, jafnvirði 190 milljóna ISK, og er fjármögnun lokið. Einnig hefur verið gengið frá fyrirhugaðri ferðaá- ætlun. Um borð í skipunum verða 26 menn, þar af fjögurra manna sveit breskra kvikmyndatökumanna. Víkingaskipin eru Gauksstaðaskipið, sem er í eigu Kloster, Ósebergsskip- ið sem er í eigu Bergesen útgerðar- innar og Sigiar Saga sem er eign fylkissafnsins á Sunnmæri. Verður þeim reynslusiglt 1. mars nk. frá Bergen til Þrándheims. Fyrsti viðkomustaður leiðangurs- ins verður í gamla víkingabænum Kirkwall á Orkneyjum. Þaðan verður haldið til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum en þar telja menn sig það tengda Noregi að norski þjóðhátíðardagur- inn- er þar haldinn hátíðlegur. Frá Leirvík liggur leiðin út á Atlantshaf og stefna tekin á Færeyjar. Hleypt verður á land bæði í Þórshöfn og Kirkjubæ en síðan siglt til íslands og áætlað er að þangað verði skipin komin um Jónsmessu. Þaðan verður haldið til Grænlands, síðan til Ný- fundnalands en leiðangrinum á að ljúka í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna um haustið. Norska ríkissjónvarpið mun í sam- vinnu við nokkrar sjónvarpsstöðvar gera þætti um leiðangurinn og er talið að þeir verði góð auglýsing fyr- ir íslendinga og Norðmenn. Nortre og Norges Eksportrúd munu i tengsl- um við siglinguna efna til kynning- ar-og markaðsátaks þar sem Noreg- ur verður kynntur sem ferðamanna- land og einnig norskar útflutnings- með fyrirvörum hjá öiyggisráðinu þótt hún hefði áður samþykkt álykt- un þar sem minnst er á siíka ráð- stefnu á varfærnislegan hátt. Þeir sögðu að Thomas Pickering, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, væri að ræða málið við Ismail Bazal, sendiherra Mala- ysíu, sem hefur ásamt þremur öðr- um óháðum ríkjum lagt fram álykt- unartillögu um hernumin svæði ísraela. Stjómarerindrekar sögðu að Bandaríkjastjórn væri að reyna að komast hjá því að beita neitunar- valdi gegn tillögu óháðu ríkjanna þar sem hún óttaðist að slíkt gæti orðið til að ijúfa samstöðu ríkjanna sem sameinast hafa gegn Saddam Hussein íraksforseta í Persaflóa- deilunni; Því hefði hún meðal ann- ars léð máls á því að minnst yrði á ráðstefnu „á viðeigandi tíma og með tilhlýðilegu fyrirkomulagi“. Baker sagði að Bandaríkjastjórn hefði margoft notað þetta orðalag í þessu sambandi og því hefði eng- in breyting orðið á stefnu hennar. ■ Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að senda fleiri hermenn og vopn til Persaflóa á tveggja daga fundi varnarmálaráðherra bandalagsins sem hófst í Brussel í gær. „Allir tóku vel í þetta en eng- inn hefur enn gefið loforð,“ sagði einn embættismanna NATO. James Baker Salman Rushdie birtist óvænt og fyrirvaralaust í bókaverslun í bók sína. « Reuter London í gær og áritaði nýútkomna Rushdie úr felum London. Daily Telegraph. RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie kom úr felum í gær og áritaði nýútkomna bók sína, Har- ún og sagnahafið (Haroun and- the Sea of Stories), í bókaverslun í London. Rushdie hefur verið í felum í tæp tvö ár eða frá því erkiklerkurinn Ayatollah Khomeini í íran lýsti hann réttdræpan fyrir bókina Söngvar Satans. Klerkurinn sagði að umfjöllun bókarinnar um trúar- siði múhameðstrúarmanna helgispjöll. Koma Rushdie vakti undrun fjölda fólks sem var statt í búðinni. Gaf hann sig á tal við viðstadda sem sögðu að hann hefði leikið á alls oddi og verið afslappaður í þær 20 mínútur sefn hann hafði viðdvöl í búðinni -en á þeim tíma áritaði hann um 100 bækur fyrir viðskiptavini verslunarinnar. væri Forsetaframbjóðandi veldur heilabrotum hjá pólskum kjósendum: Tyminski nærðist á ormum og lirfum í myrkviðum indíána Eiginkonan greinir líkamskvilla með því að rannsaka augu sjúklinganna Varsjá, London. Reuter, Daily Telegraph. BARÁTTAN fyrir síðari umferð forsetakosninganna í Póllandi á sunnudag hefur einkennst af gagnkvæmum svívirðingum frambjóð- endanna tveggja, þeirra Lech Walesa og Stanislaws Tyminskis. Walesa sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sakaði andstæð- ing sinn um að gera Pólverja að aðhlátursefni heimsbyggðarinnar með framboði sínu. Að sögn Walesa mætti Tyminski ekki á settum tíma í sjónvarpskappræðu á sunnudag og mun hinn fyrrnefndi því ekki semja um fleiri kappræður. Walesa nýtur mikilla yfirburða í skoðanakönnunum en stuðningsmenn hans óttast að vissa kjósenda um að úrslitin séu þegar ráðin geti valdið óvæntum atburðum; marg- ir muni ekki nenna á kjörstað. Tyminski segist vera harður fijálshyggjumaður, boðar skatta- lækkanir og heitir því að vera búinn að bæta lífskjörin eftir aðeins mán- aðar setu í embætti en forðast að öðru Ieyti að útskýra stefnu sína. Fólk, sem sagt er vera frá Kanada, þar sem Tyminski hefur að mestu búið undanfarna tvo ára- tugi, hefur komið fram • í pólsku sjönvarpi og haldið því fram að frambjóðandinn beiji konuna sína og tími ekki að kaupa mat handa börnunum. Einnig er hann sagður bijóta húsgögnin í reiðiköstum og því hefur verið haldið á lofti að hann hafí ekki verið talinn hæfur til herþjónustu í Póllandi sakir geð- rærtna kvilla og flogaveiki. Jozef Glemp, kardínáli og æðsti maður kirkjunnar í Póllandi, segir að Tym- inski,sé „sögulegur brandari" og hefur ítrekað stuðning kirkjunnar við Walesa. Sjálfur segist Tyminski hafa í fórum sínum upplýsingar um Walesa sem geti skaðað mjög orðstír hans en hafnar beiðni Sam- stöðuleiðtogans um að birta þessar upplýsingar. Walesa segir ljóst að gamlir kommúnistar og fyrrverandi öryggislögreglumenn styðji við bak- ið á Tyminski í von um að auka glundroða í landinu en gífurlegir efnahagsörðugleikar hijá þjóðina vegna gjaldþrots kommúnismans. Athygli hefur vakið að Tyminski hefur að sögn stjórnvalda oftar en einu sinni komið við í Líbýu á ferð- um til Póllands en sjálfur segir hann þetta eintómar gróusögur. Meðal indíána í Perú Tyminski fór frá Póllandi 1969 til Kanada með viðkomu í Svíþjóð. Hann er 42 ára gamall, fæddur í smáborg í grennd við Varsjá. Hann lærði tölvufræði í Kanada, segist vera orðinn milljónamæringur í Bandaríkjadollurum og vitað er að hann rekur nú rafeindatækjafyrir- tækið Transduction í Toronto, hefur þar tíu manns í vinnu. Árið 1981 fór í hann í sumarleyfi til Perú en þar hafði hann um hríð veitt fjórum börnum fjárstuðning. í ferðinni kom hann til afskekkts smábæjar ind- íána, Iquitos, sem er við Amazon- fljótið. Af einhveijum ástæðum féll Tyminski fyrir staðnum og þar kynntist hann núverandi eiginkonu sinni, Gracielu sem sjaldan víkur frá honum enda telur frambjóðand- inn að hún búi yfir dularfullum mætti. Graciela stundar náttúru- lækningar og greinir sjúkdóma fólks með því að rannsaka ljósop augnanna. Opinberun í bókinni „Heilagir hundar“ sem Tyminski fékk kunningja sinn til að færa í letur kemur fram að foy- setaframbjóðandinn hafi orðið fyrir andlegri opinberun hjá indíánunum á frumskógasvæðinu en þeir hafa haft lítil kynni af siðmenningu hvítra manna. Þar lifði Tyminski undir handaijaðri þeirra og nærðist um' skeið á ormum og lirfum. Alls dvaldi hann í fjögur ár í Perú og kom á fót kapalsjónvarpi í Iquitos. Efnið fékk hann frá mex- íkóskum, bandarískum og sovésk- um stöðvum en var sakaður um að greiða ekkert fyrir það. Hann stundaði einnig viðskipti á fleiri sviðum í Perú, rekur veitingastað og selur m.a. farsíma, lét einnig smíða olíuskip en hélt 1985 aftur til Kanada. 1989 varð hann formað- ur smáflokks ákafra hægrisinna í Kanada. Tyminski virðist ekki hafa sýnt málefnum Póllands verulegan áhuga þar til allra síðustu árin og háðfuglar gera sér mat úr því að hann talar móðurmálið með sterk- um hreim. Athygli hefur vakið að hann segist ekki hafa heyrt um herlögin sem kommúnistar settu 1981 og neitar að fordæma þær aðgerðir. Snemma í október á þessu ári fór hann á heimaslóðir til að auglýsa bók sína en segir að vinir og aðdáendur hafi hvatt sig til að fara í forsetaframboð. Fáir tóku baráttu hans alvarlega í fyrstu og það var reiðarslag fyrir marga Sam- stöðuleiðtoga. að hann skyldi fá fleiri atkvæði en Tadeusz Mazowi- ecki forsætisráðherra sem varð þriðji í fyrri umferðinni. Stjórnmálaskýrendur segja að fylgið hafi Tyminski einkum sótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.