Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 50
1<1 50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 félk í fréttum VESTMANNAEYJAR Dúndur stemmning á Lundaballinu Vestmannaeyjum. Bjargveiðimenn í Vestmanna- eyjum héldu fyrir skömmu árs hátíð sína. Árshátíðin, sem venjulega gengur undir nafninu Lundaballið, var að þessu sinni í umsjá Álseyinga, en veiðifélögin í úteyjunum skiptast á um að sjá um framkvæmd hátíðarinnar. Lundaballið hefur verið árviss atburður í skemmtanalífi Eyja- manna um áratuga skeið. Þykir skemmtun þessi eitt af betri böll- um ársins og bíða bjargveiðimenn ballsins yfirleitt með eftirvænt- ingu. Undanfarin ár hefur mat- seðill hátíðarinnnar orðið fjöl- breyttari með ári hveiju. Að þessu sinni var gestum boðið upp á for- drykk við innganginn og með honum voru borin fram söl og harðfiskbitar. Blandaður sjávar- réttadiskur með rækjum, humri, smokkfiski og hörpuskel var í for- rétt en aðalréttir voru á hlað- borði. Þar mátti finna reyktan og steiktan lunda, lundabringur í villikryddsósu og piparsósu, hangikjöt og blandaða sjávarrétti ásamt öllu hugsanlegu meðlæti. Mátulegur rígur, sem ávallt er þó á léttu nótunum, er milli útey- inganna og ganga skotin á víxl milli manna. Álsey er ein af suðu- reyjunum og til að minna á það skreyttu Álseyingar salinn í suð- rænum stíl. Pálmatré og sólir voru á víð og dreif um salinn til að minna á sólina og suðræna veður- farið hjá þeim. Til að minna enn frekar á suðrænu stemmninguna báru Álseyingar forréttinn fram á stuttbuxum með stráhatta og sólgleraugu. Að borðhaldi loknu var telpð til við skemmtidagskrá og þá flugpi allföst skot á milli manna og veiðifélaga. Álséyingar færðu Bjarnareyjaijarlinum, Árna Johnsen, uppstoppaðan „lunda“, sem var um það bil helmingi minni en venjulegur lundi. Fylgdu gjöf- inni þau orð að þessi litli fugl væri Bjarnareyjarlundi \ fullri stærð, en lundarnir þar væru mun rýrari en í öðrum úteyjum. Þannig leið skemmtidagskráin með gálgahúmor, myndasýningu, söng og fleira sprelli. Dans var síðan stiginn við undirleik hljóm- sveitarinnar 7-undar en laust eftir miðnætti var borin fram kraftmik- il humarsúpa sem gestir gerðu góð skil. Lundakarlar og gestir þeirra dönsuðu síðan fram á morgun og höfðu fæstir fengið nóg þegar dansleiknum iauk í morgunsárið. Grímur Kalli Birgis og Jón Þór skenkja veislugestum miðnætursúpu. Bjarnareyjarjarlinn með smálundann sem honum var færður. Álseyingar bera forréttinn inn klæddir á suðræna vísu. SIEMENS Litlu roftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! kaffivélar ^ hrærivélar 1 brauðristar vöfflujárn gj strokjárn handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvarnir ,yaclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduö tœki. Munið umboðsmenn okkar víös vegar um landið! ■ K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.