Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 60
Lánasjóður íslenzkra námsmanna: Námslán til stúd- enta erlendis tefjast Beðið eftir samþykkt aukalánsfjár- laga í stjórnarþingflokkum HUNDRUÐ íslenzkra námsmanna erlendis fá námslán sín ekki grcidd út nú í vikunni eins og þeir áttu von á. Astæðan er að Lánasjóður íslenzkra námsmanna getur ekki borgað fyrr en fyrir liggur í þingflokkum stjórnarflokkanna samþykki við frumvarj)i til aukalánsfjárlaga fyrir 1990. Þar er gert ráð fyrir heimild LIN til að taka 450 milljónir króna að láni umfram það, sem ætlað var á árinu. „Við höfum ekki fengið heimild fjármálaráðherra til að taka þetta lán fyrr en hún er samþykkt í stjórnarþingflokkunum," sagði __ÁíTii Þór Sigurðsson, stjórnarfor- maður LÍN, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagðist eiga von á að þingflokkar stjómarliða myndu samþykkja frumvarpið á mánudag, og þá yrði kleift að greiða út námslánin. Árni sagðist ekki eiga von á að í þingflokkunum yrði andstaða við lántökuheimild til LÍN, þar sem ríkisstjórnin hefði samþykkt hana í þessari viku. Ámi sagði að enn sem komið væri hefðu aðeins gi’eiðslur til •—námsmanna erlendis dregizt, stúd- entar innanlands ættu ekki að fá greidd lán sín fyrr en upp úr miðj- um mánuðinum. Árni hafði ekki á takteinum hversu margir náms- Egilsstaðir: Rjúpnaskytta fannst eftir menn yrðu að bíða eftir greiðslu, en sagði að alltént væri um tugi milljóna króna að ræða. Hann við- urkenndi að það kæmi sér illa fyr- ir stúdenta, sem ættu til dæmis að standa skil á húsaleigu, að fá ekki peningana sem þeir ættu von á. Ekkert benti þó til annars en málið leystist upp úr helginni. „Það er allt tilbúið hjá okkur, það eina sem þarf er grænt ljós frá íjármálaráðuneytinu og það fáum við þegar þingflokkar stjóm- arliðsins hafa samþykkt þetta formlega,“ sagði hann. „Við höfð- um átt von á að fá heimild frá ijár- málaráðuneytinu til að greiða út þótt hin formlega samþykkt væri ekki komin, svo framarlega sem ríkisstjórnin samþykkti þetta fyrir sitt leyti. Yfirleitt fá menn heimild- ir þótt aukalánsfjárlögin séu ekki formlega samþykkt á Alþingi. Þetta er frekar nýr stíll, að þurfa að bíða eftir þingflokkunum, en má segja að það sé eðlilegur fram- gangsmáti og ekkert við því að segja.“ Morgunblaðið/KGA Tjörninni hleyptað Ráðhúsinu Vatni úr Tjörninni hefur verið hleypt að Ráðhúsinu til að kanna hvort veggir bílageymslunnar þoli þann þrýsting sem ráð var fyrir gert. Vatnsborðið er nú hærra en það kemur til með að verða í fram- tíðinn og þegar gengið var um bílageymsluna síðdegis í gær var ekki annað að sjá en hún væri vatnsheld. Sjávarútvegsráðu- neytið: Síldarbátar mega fram- selja kvóta til loðnuskipa Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur ákveðið að síldarbátar megi framselja síldveiðileyfi sín til loðnuskipa en þau hafa gert hlé á loðnuveiðum, samkvæmt til- mælum sjávarútvegsráðherra. Leyfðar hafa verið veiðar á 98 þúsund tonnum af síld á þessari vertíð, sem er svipað magn og á síðustu vertíð. Islensk skip mega veiða 475 þúsund tonn af - loðnu á þessari vertíð en þau hafa einungis veitt um 80 þús- und tonn af loðnu í haust. Þá hefur sjávarútvegsráðuneyt- ið ákveðið að stunda megi síldveið- ar til janúarloka á næsta ári. Á síðustu vertíð lauk síldveiðum al- mennt í desember en nokkur skip fengu að veiða síld til fi'ystingar í janúar. Samkvæmt mælingum rann- sóknaskipsins Bjarna Sæmunds- sonar er veiðanlegi loðnustofninn nú ekki nema 370 þúsund tonn. Hins vegar er talið að 400 þúsund tonn af hrygningarloðnu þurfi til að viðhalda um milljón tonna loðnuveiðistofni en íslensk, norsk og færeysk skip hafa veitt hér 0,8-1,3 milljónir tonna af loðnu undanfarin ár. Flugleiðir: Hagnaður um 747 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Fjármögnun þriðju Boeing 757-vélarinnar tryggð HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Flugleiða nam alls um 746,9 milijónum króna fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt endurskoðuðu uppgjöri sem lagt var fram á stjórnarfundi félagsins í gær. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður 323,4 milljónum á verðlagi þessa árs og hefur því aukist um 130,9% að raungildi milli ára. Endanleg af- koma félagsins á árinu í heild verður hins vegar nokkru lakari þar sem ta.p er jafnan á félaginu á síðasta ársfjórðungi. Samningar standa nú yfir um fjármögnun tveggja nýrra flugvéla sem féiagið fær afhent- ar í vor. Það liefur þegar tryggt fjármögnun Boeing 757-fiugvélar að fjárhæð 43,5 milljónir dollara hjá þremur erlendum bönkum og vonir standa til að á næstunni verði gengið frá lánssamningi vegna Boeing 737-flugvélarinnar að fjárhæð 30 milijónir dollara. leit á Mjóa- fjarðarheiði BJÖRGUNARSVEITIN á Egils- stöðum var kölluð út síðdegis í gær í leit að ijúpnaskyttu, er var saknað. Maðurinn sem var einn á ferð, lét ekkert uppi um ferðir sínar áður en hann fór né hvenær hans væri von. Hann fannst um hálf átta leytið í gærkvöldi á Mjóaijarð- arheiði heill á húfi. Hafði hann misst bílinn út af veginum en vitlaust veður var á heiðinni, að sögn björgunarsveit- armanna. DAGAR TIL JÓLA Rekstrarhagnaður Flugleiða, þ.e. án fjármunatekna og fjármuna- gjalda, var alls 786,6 milljónir fyrstu níu mánuði ársins og er það ríflega tvöfait meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar tekið hefur verið tillit til verðlagsbreytinga. Nettó fjármagnsgjöld námu tæplega 40 milljónum og söluhagnaður eigna 327,1 milljón. Þannig var hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt 1.074 milljónir. Heildarhagnaður l'élagsins nam 667,2 milljónum eftir að tekið hafði verið tillit til tekju- og eignar- skatta sem er um 115% meiri hagn- aður en á sama tíma í fyrra. Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða, seg- ir að gert sé ráð fyrir hagnaði hjá félaginu umfram söluhagnað á þessu ári. Þá megi búast við að félagið nái betri árangri á næsta ári þegar nýju vélarnar verði í notkun allt árið. Bókanir séu 46% fleiri í desember en í fyrra, 45% í janúar og 42% í febrúar. „Við erum mjög ánægðir með umskiptin í rekstrinum vegna nýju vélanna og góðra bókana næstu þrjá mánuði. Áætlanir okkar varð- andi endurnýjun og hagkvæmni vél- anna hafa fyllilega staðist," sagði Sigurður. Rekstrartekjur félagsins hafa aukist um 1,1% að raungildi miiii ára þrátt fyrir 4,3% fjölgun farþega og hefui’ því meðalfargjald lækkað. Farþegum fækkaði um 3,7% í Norður-Atlantshafsfluginu fyrstu níu mánuðina en 10,3% aukning varð í Evrópufluginu. I innanlands- flugi varð einnig nokkur fjölgun. Rekstrarkostnaður hefur lækkað milli ára um 3,4% vegna nýja flug- flotans. Þannig lækkaði beinn kostn- aður við flugrekstur um tæp 15% að raungildi milli ára vegna minni eldsneytiskostnaðar. Lækkun dollars gagnvart íslenskri krónu hefur orðið félaginu hagstæð á þessu ári þar sem lán félagsins eru að verulegu leyti í dollurum. Samkvæmt reikningsskilum Flug- leiða fyrstu níu mánuðina var geng- ishagnaður um 864,6 milljónir vegna Þorsteinn Sæmundsson, stjörnu- fræðingur, sagði í samtali við Morg- unblaðið að lýsingar sjónarvotta bentu til að um gervitungl hefði verið að ræða miðað við hraða ljóss- ins. „Þetta hefur sennilega ekki ver- ið loftsteinn því ijósið fór yfir nokk- uð lárétt og splundrast að lokum í nokkrum blossum sem sáust mjög langt að því birtan var geysilega mikil," sagði hann. Þorsteinn sagði að blossarnir 7,43% gengislækkunar dollars á tímabilinu A móti kemur að flugvél- arnar eru endurmetnar í dollurum að teknu tilliti til verðbólgu í Banda- ríkjunum og er gjaldfærsla vegna viðmiðunar við dollar 1.019,5 millj- ónir. Eigið fé Flugleiða var í lok sept- ember 3.643 milljónir eða 575,5 milljónum hærra en í ársbyijun mið- að við verðlag í september. Eiginfjár- hlutfall var 19% samanborið við 31% í fyrra. hefðu sést best á Austurlandi en bjarmar hefðu einnig sést á lofti bæði norðanlands og sunnan. Hann sagðist m.a. ætla afla upplýsinga erlendis frá um hvort ljósið gæti átt við einhvern hlut sem hefði verið að falla inn í gufuhvolfið. Sagði hann að mörg gervitungl væru á braut yfir Islandi, einkum frá skotstöðum í Sovétríkjunum, án þess að hægt væri að fullyrða að um það hefði verið að ræða. Skært ljós á himni TORKENNILEGT, skært ljós sást á himni klukkan sex í gærkvöldi og barst það hratt frá vestri til austurs og blossaði síðan upp og hvarf. Sást ljósið víða á landinu og var sýnilegt í tæpa mínútu þar sem það var skærast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.