Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 / / Vegna breytinga seljum við sýningarinnréttingar ELDHUSHORNIÐ, Suðurlandsbraut 20, símí 84090. í TILBOÐ DESEMBER BARNABOX HAMBORGARI, FRANSKAR, KÓK, BLAÐRA, SÆLGÆTI O.FL. kr. 390.- NAUTAGRILLSTEIK MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI OG GRÆNMETI kr. 690.- SVÍNAGRILLSTEIK MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI OG GRÆNMETI kr. 650.- MARGT BER AÐ VARAST ________Frímerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Þegar ég var að alast upp í Reykjavík fyrir um 60 ár'um, hlaut ég eins og flestir unglingar að komast eitthvað í snertingu við frímerkjasöfnun. Síðan þá_ hefur sú söfnun breytzt mikið. Á þeim árum datt engum unglingi annað í hug en safna sem flestum frímerkjum og sem víðast að úr veröldinni. Ég býst við, að þannig hafi þetta einnig verið meðal ungl- inga annars staðar í heiminum. Vitaskuld voru, svo til einstaka „alvöru“ safnarar hér á landi, en þeir voru svo fjarlægir og langt ofan við okkur unglingana, að við vissum lítið til þeirra. Frímerkjasöfnun fólst að mestu í því að ná saman sem mestu af stökum frímerkjum, og gæðin skiptu ekki alltaf miklu máli. Skipzt var á merkjum, oft merki á móti merki, enda lítið um verð- lista í höndum okkar. Ýmsar leið- ir voru farnar til þess að eignast frímerki. Leitað var í hirzlum for- eldra og venzlamanna eftir um- slögum með frímerkjum á, og með leyfi þeirra voru frímerkin svo klippt af og síðan leyst upp af pappírnum í volgu vatni. Á eftir voru þau svo þurrkuð og sett í venjuleg umslög, því að inn- stungubækur og glær umslög voru lítt þekkt á þeim dögum. Einhverjir áttu samt frímerkja- albúm, sem náðu yfir allan heim- inn, en ekki þættu þau nú öll merkileg. Voru aðeins reitir fyrir örfá merki frá hveiju landi. En hvað um það. Við gerðum okkur þau að góðu, enda þekktum við ekki annað. Á þessum árum datt, held ég, fáum eða engum okkar í hug að varðveita heil umslög eða kort með frímerkjum á, en vel má vera, að fallegir stimplar hafi samt lokkað okkur til að klippa merkið þannig af, að stimpillinn væri heill á snyfsinu og geyma það síðan óuppleyst. Þetta átti svo eftir að breytast og það svo ræki- lega, að nú þykir helzt ekkert frímerkjasafn hæft til sýningar, nema því fylgi auk merkisins umslag með merkinu á eða þá a.m.k. snyfsi með því, þar sem sjá má stimpilinn. Af sjálfu sér leiðir, að því eldra sem frímerkið er, þeim mun örðugra er að ná í það á heilum umslögum eða á snyfsum. Hér á landi skiptir þetta einkum máli um elztu frímerkin, svonefnd aura- og skildinga- merki, en vissulega getur einnig verið erfitt að finna sum frímerki frá fyrri hluta aldarinnar á um- slögum. Stimpillinn Svein(s)staðir úr ei boðsskrá (2). Söfnun heilla umslaga og stimpla hefur sem sagt aukizt verulega meðal íslenzkra. sem erlendra frímerkjasafnara á síðustu áratugum. Þar sem fram- boð gamalla „klassískra" umslaga er oftast miklu minna en eftir- spurnin, hefur verð margra þeirra rokið upp úr öllu valdi. Þetta kannast lesendur við af fréttum af frímerkjauppboðum. Því miður hefur þetta svo leitt til þess, að svikahröppum hefur skotið upp meðal frímerkjasafnara. Mun þeirra einkum vera að leita í Þýzkalandi, að því er heimildir greina. Þeir hafa oft náð í gömul umslög og síðan útvegað sér stimpluð frímerki frá sama tíma og límt þau á umslögin og teiknað svo þann hluta stimpilsins, sem vantar, á sjálft umslagið. Þá mun það og þekkjast að nota hina full- komnu ljósmynda- og ljósritunar- tækni okkar tíma til þess að flytja stimpla á ónotuð frímerki og koma svo öllu fyrir á gamla umslaginu. Hefur þetta oft verið svo listilega gert, að jafnvel hinir virtustu og reyndustu vottorðagjafar hafa lát- ið blekkjast. M.a. hafa þessir „framleiðendur" beint iðju sinni að gömlum sænskum umslögum og hafa fjölmörg þeirra verið „af- hjúpuð" á liðnum árum. Sérstök nefnd á vegum Alþjóðasambands frímerkjasafnara hefur um nokk- urt skeið verið starfandi við að uppræta þetta „illgresi í flóru frímerkjasöfnunarinnar" og það með verulegum árangri. Samt má lengi búast við, að óprúttnir kaupahéðnar freistist til þess að halda áfram að selja áköfum söfn- urum með góð fjárráð svikna vöru. Að því er ég bezt veit, hefur lítið verið gert að því að „fram- leiða“ gömul íslenzk bréf eða snyfsi á framangreindan hátt. En engu að síður er sjálfsagt fyrir ii (1) og svo aftur úr upp- ísl. safnara að vera vel á verði, ef falleg gömul ísl. umslög eru boðin til sölu. Hafa verður og í huga, að þeir eru margir erlendis, sem áhuga hafa á frímerkjum okkar og umslögum, ekki sízt á öðrum Norðurlöndum. Og aldrei er að vita, hvenær þessar falsanir skjóta upp kollinum. Á liðnu hausti rakst Magni R. Magnússon á kunnuglegan hlut í þýzkum uppboðslista, sem hann taldi sig hafa séð áður í safni þekkts erlends safnara. Þetta var 4 sk. almennt frímerki, fíntakkað, á „lúxus“ bréfsnyfsi, eins og seg- ir í listanum, stimplað á Sveins- stöðum í Þingi 14/11 ? Er tekið fram, að þetta sé óvenjufallegt eintak. Þessu fylgdi svo vottorð um, að það væri ekta. Áætlunar- verð var hér sett 1400 þýzk mörk eða rúmar 50 þús. ísl. krónur. Þegar mynd af þessu snyfsi var borin saman við ljósrit af frímerki því, sem setið hafði í áðurgreindu safni, kom í ljós, að hér var um sama frímerki að ræða. En nú hafði orðið á veruleg breyting, sem hlaut að hækka verð merkis- ins til muna. í safninu var það stakt, svo að nokkuð vantaði á stimpilinn, en nú var það komið á pappír, svo að stimpillinn sást allur. Enginn vafi leikur á því, að um eitt og sama frímerki er að ræða, enda ætti það að sjást sæmilega vel á þeim myndum, sem hér fylgja. Hér er því um hreina fölsun að ræða, og tilgangurinn auðvitað sá einn að ná með þessum hætti hærra verði fyrir þetta 4 sk. frímerki. Sem betur fer mun þetta ekki hafa tekizt að þessu sinni, því að Magni benti fyrirtækinu á, að hér væri um mjög svo vafa- saman hlut að ræða. Varð það til þess, að þetta frímerki var dregið til baka og ekki boðið upp. Þess vegna má segja, að margt megi varast og ekkert síður í frímerkja- heiminum en á öðrum vettvangi. Gærufóðraðir m/rennilós. Stáltá. Stærðir 41-46. VINNUSKÓR úr leðri Reimaðir m/stáltá. Lágir m/stáltá. Stærðir 41-46. Stærðir 41-46. Verð: 4.995,- Verð: 4.595,- Verð: 8.195,- 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs ’mÆ —"sköruin VELTUSUNDI1 21212 Plata með Bootlegs KOMIN er út plata og geisladisk- ur með hljómsveitinni Bootlegs en á henni eru 12 rokklög, flest þeirra frumsamin. Á geisladiskn- um eru tvö aukalög og þar á meðal Jólarokk. Það var ,Nick Cathcart-Jones sem stýrði hljóðritun plötunnar í Stúdíó Sýrlandi og Gijótnámunni. Þeir sem skipa Bootlegs eru: Kristján „Stjúni“ Ásvaldsson, trommur, Ingimundur „Elli“ Þorkelsson, bassagítar, Guðmundur Hannes „G.H.H.“ Hannesson, gítar, Jón Örn „Nonni“ Sigurðsson, gítar og Jón „Júníor" Símonarson, söngur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.