Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 EBScholtes KYNNIN GARVERÐ Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart eöa hvítt glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar heliur, þar af tvær halogen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. - ÖO| i > . - • 1 • Uppþvottavél 12-manna, 4 kerfi, þar af eitt sparnaðarkerfi, efri körfu má hækka og lækka, lágvær (42 db), svört og hvít. Funahöfða 19 sími 685680 GATT-viðræðurnar: Skyggnst á bak við tjöldin eftirHelgu Guðrúnu Jónasdóttur Deilur um lindbúnaðarmál hefur borið hæst í GATT-viðræðunum á ráðherrafundi aðildarríkjanna í Brussel. Vert er að íhuga hvort tekist sé á um önnur og mikilvæg- ari mál en landbúnaðinn á bak við tjöldin og bendir margt til að svo sé. Aðeins 3% af allri landbúnaðar- framleiðslu heims fer á alþjóðlegan markað. Þótt þetta hlutfall kynni að aukast með nýju samkomulagi innan GATT þá eru gríðarlegir hagsmunir í húfi á öðrum sviðum þessara sögulegu viðræðna, sem hafa verið í undirbúningi síðastliðin fjögur ár. Markmið GATT-viðræðnanna Þær viðræður sem nú fara fram innan GATT hafa gjarnan verið nefndar Úrúgvæ-samningalotan. Nauðsynlegt er að missa ekki sjón- ar af meginmarkmiði hennar í því moldviðri sem deilur um landbúnað- inn hafa þyrlað upp að undanförnu. Úrúgvæ-lotunni er beint gegn „göt- um“ í GATT-samkomulaginu sem hafa birst í líki óeðlilegra undirboða á heimsmarkaði, vafasamra tvíhliða viðskiptasamninga og viðskipta- hindrana. Þessi „göt“ hafa holað samkomulagið að innan og gert til- gang þess, að tryggja jafnrétti að- ildarríkja í viðskiptum, að nær engu. Við íslendingar höfum orðið fyrir barðinu á „götunum" þegar Norðmenn hafa undirboðið fiskaf- urðir okkar, en sjávarútvegur nýtur verulegs stuðnings stjórnvalda í Noregi. Japanar hafa mátt sætta ' sig við innflutningskvóta Banda- ríkjamanna á bifreiðum og svo mætti lengi telja. Þá var ennfremur ákveðið í upphafi samningalotunnar HITACHI BORVÉLAR DH 22VB • 22 mm Lofthögg • • Stiglaus hraðastilling • • Tveggja hraða • • Hægri - vinstri snúningur • • 0-1.000 og 0-4.200 snún. mín.« • Þyngd 2,3 kg. f • Verð 23.655,-• * VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 að það væri löngu orðið tímabært að koma fastri skipan á viðskipti sem GATT-samkomulagið hefur hingað til ekki náð til og eru talin mynda „grátt svæði“ í alþjóðavið- skiptum. Þetta eru aðallega þjón- ustugreinar á borð við bankavið- skipti, fjarskipti, flutninga og er- lendar fjárfestingar. Sérstaða landbúnaðar Aðildarríki GATT-samkomulags- ins ákváðu m.ö.o. að leggja til at- lögu við þann opinberan stuðning einstakra aðildarríkja við atvinnu- lífið sem hefði truflandi áhrif á al- þjóðamarkað með það fyrir augum að tryggja jafnrétti í viðskiptum. Það var til þess að viðræðurnar náðu einnig til landbúnaðarafurða. Það er athyglisvert að alþjóðastofn- un á borð við GATT hefur aldrei fyrr en í Úrúgvæ-lotunni fjallað um landbúnaðarafurðir á sama hátt og aðra vöruflokka._ Fyrir því liggja ýmsar ástæður. í fyrsta lagi hefur landbúnaðarframleiðsla víða verið talin þjóna mikilvægum öryggis- sjónarmiðum. í öðru lagi fellur þessi framleiðsla afar illa að lögmálum markaðarins. Fáar atvinnugreinar eni jafn háðar duttlungum náttúr- unnar eða jafn viðkvæmar fyrir öfgakenndum verðsveiflum. Enn fremur er framleiðslu- og vinnslu- ferill landbúnaðarafurða oft og tíðum langur og áhrif ákvarðana eru lengi að koma fram. Rangar ráðstafanir geta haft langvarandi skaðleg áhrif fyrir framleiðendur og neytendur umfram það sem tíðkast í öðrum framleiðslugreinum. Það hefur t.d. valdið miklum deilum innan GATT hvernig eigi að fjár- magna nauðsynlegar öryggisbirgðir sem gætu komið í veg fyrir matar- eða hráefnisskort eða jafnað út verulegar verðsveiflur á milli ára. Við þetta bætist að stjórnvöld hafa víða fléttað annars vegar byggða- mál saman við landbúnað og hins vegar hollustu- og neytendavemd með ströngu eftirliti með innlendri framleiðslu og innflutningstak-" mörkunum. Að lokum má nefna að umhverfisverndarsjónarmið hafa rutt sér æ meira til rúms innan landbúnaðarumræðunnar. Nægir í þessu sambandi að benda á áburð- ar- og eiturefnanotkun og ofnýt- ingu á auðlindum náttúrunnar. Hvað er deilt um? Það ríkir samkomulag innan GATT um að þættir á borð við uÝTf SÍMANÚMK fffiNTMYNDAGERÐAR. Viðtalstimi borgarfulltrua Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 8. desember verða til viðtals Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórnar, í borgar- ráði, formaður heilbrigðisnefndar og í umhverfismálaráði, og Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg- inganefndar, formaður húsnæðisnefndar og í íþrótta- og tómstundaráði. Helga Guðrún Jónasdóttir „Það er því spurning hvort landbúnaðarmál- in séu að verða eins konar skiptimynt í við- skiptastríði deiluaðila.“ fæðuöryggi, umhverfis- og holl- ustuvernd og byggðamál heyri und- ir stjórnvöld hvers aðildarríkis og styrkir til þeirra eða afnám þeirra er ekki á dagskrá. Öðru máli gegn- ir um opinberan stuðning sem hefur óæskileg áhrif á heimsviðskiptin. í ljós hefur komið að aðildarríkin eru misviljug til að draga úr opinberum verndaraðgerðum hvort heldur landbúnaður á hlut, iðnaður eða þjónustugreinar. Það er því ekki tekist á um landbúnaðinn sem slíkan heldur möguleika aðild- arríkja til að standa vörð um hags- muni sína, umfram það sem eðlilegt telst. Oftar en ekki er um að ræða stuðning við atvinnugreinar sem standa höllum fæti gagnvart ódýru vinnuafli í Suðaustur-Asíu eða efnahagsundri Japana. Þá er hver höndin upp á móti annarri þegar kemur að „gráa svæðinu“ svo- nefnda enda miklir hagsmunir í húfi. Nefndar hafa verið tölur sem nema þúsundum milljarða banda- ríkjadala í þessu sambandi. Þetta eru hinir eiginlegu átakapunktar GATT-viðræðnanna. Deilur EB og Bandaríkjanna Margar ástæður geta verið fyrir því að átökin innan GATT hafa aðallega blossað upp í landbúnaðar- málunum. Má þar helst nefna að stærstu deiluaðilamir, Bandaríkin og Evrópubandalagið, hafa um langt skeið eldað saman grátt silf- ur, en þetta eru voldugustu aðilar GATT-samkomulagsins og á meðan þeir deila situr annað á hakanum. EB hefur að mati Bandaríkjamanna smám saman verið að þrengja að viðskiptahagsmunum þeirra og þeim líst væntanlega illa á einangr- unarstefnu bandalagsins sem nær hámarki með sameiginlegum mark- aði þess árið 1992. Vemdarstefna EB í landbúnaði er Bandaríkja- mönnum sérstakur þymir í augum en bandalagið hefur þar mikilla hagsmuna að gæta. Vínframleiðsla Frakka er t.a.m. í húfi og ekki má gleyma því að suðlæg EB-lönd lifa aðallega á landbúnaði, t.d. Grikk- land. Með nokkurri einföldun má segja að landbúnaðurinn sé eins konar prófsteinn á það hversu langt Evrópubandalagið er reiðubúið að koma til móts við Bandaríkjamenn þegar sameiginlega markaðnum hefur verið komið á fót. Það er því spurning hvort landbúnaðarmálin séu að verða eins konar skiptimynt í viðskiptastríði deiluaðila. Verðgildi hennar mun þá skera úr um hvort tekst að binda enda á það með frið- sömum hætti. Höfundur er forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Aginn er ekki óvinur áhugans eftir Hallgrím Sveinsson Umræða sú um skóla og uppeld- ismál sem farið hefur fram manna á meðal og í fjölmiðlum að undan- fomu, er lýsandi vottur um að við íslendingar erum staddir í öng- stræti að ýmsu leyti hvað þau mál varðar. Það eru til dæmis of margir nem- endur í allt of mörgum skólum í landinu sem láta ekki að stjóm og vilja ekki fara að fyrirmælum kenn- ara sinna, sem þó eiga að heita verkstjórar. Þessir nemendur vilja fara sínu fram, hvað sem tautar og raular og komast því miður upp með það af ýmsum ástæðum. Svo er þetta unga fólk oft vansælt og áhugalaust og lífsorkan fer í rangan farveg. Mjög er í tísku nú um stundir að tala um að leyfa bömunum að njóta sín. Það er auðvitað gott og . gilt að vissu marki. En ef stefnan er sú að láta þau njóta sín á kostn- að hlýðni, aga og reglusemi, þá er það röng stefna sem hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða til ófarnaðar. Hitt er allt annað mál að hver og einn fái að njóta sín innan vissra takmarka. En þau mörk verða að vera skýr og skorinorð ef vel á að fara. Ungur kennari við Grunnskólann á Þingeyri lagði til í umræðunni setningu þá sem hér er höfð að leið- Hallgrímur Sveinsson arljósi: Aginn er ekki óvinur áhug- ans. Það er lífsnauðsyn hverri þjóð að sem flestir þjóðfélagsþegnar læri að hlýða á unga aldri til þess að geta haft stjórn á sjálfum sér þegar fram í sækir. Þetta hafa ótal menningarþjóðir viðurkennt í tímans rás. Erum við íslendingar ekki menn- ingarþjóð? Höfundur er skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.