Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Með morgimkaffinu Ef þér leiðist að ég lesi úr blaðinu fyrir þig, lætur þú mig vita, vina ... Hæpinn inn- flutningnr Til Velvakanda. Nú er mikið talað um hugsanlega aðild íslendinga að Evrópubanda- laginu og í tengslum við þá umræðu hefur áhugi orðið almennari á fijálsum innflutningi landbúnaðar- vara. Slíkur innflutningur myndi að sjálfsögðu lækka verð á landbún- aðarvörum hér á landi en er ekki líka hætta á að hann myndi valda stórfeldu atvinnuleysi? Eins og ástatt er búum við íslend- ingar óneitanlega við nokkuð at- vinnuleysi ogjafnvel þó af byggingu nýs álvers yrði myndi slíkt verkefni aðeins draga úr atvinnuleysi tíma- bundið. Yrði stór hluti landbúnaðr- vara fluttur inn myndu ekki aðeins bændur flosna upp heldur yrði fólk- ið sem vinnur að úrvinnslu landbún- aðarvara einnig atvinnulaust. Þeir sem reka áróður fyrir slíkum inn- flutningi ættu að benda á hvernig útvega ætti þessu fólki og að sjálf- sögðu þeim sem nú eru bændur ný störf. Hræddur er ég um að þessi innflutningur myndi reynast þjóð- inni dýr þegar dæmið væri reiknað til enda. Gunnar Ódrengileg- ar sparnaðar- aðgerðir Þetta er opið bréf til heilbrigðis- málaráðherra, herra Guðmundar Bjarnasonar. í pésa, sem gefinn er út af Tryggingastofnun ríkisins í september 1988, segir að ellilífeyrir sé óháður öðrum tekjum. Nú hef ég verið sjúklingur í hálft ár, hef aðeins 12.000 króna lífeyri frá Reykjavíkur- borg en hef verið svift ellilífeyri mín- um. Hvernig getur staðið á því? Þú virðist ætla að spara fyrir ríkið og spamaður er virðingarverður ef ekki er kastað krónunni en hirtur er einseyringurinn. Hvar byrjið þið á að spara? Einfaldasta leiðin var að spara á því að ráðast á aumingjana á elliheimilunum og alla þá er þurfa á læknisþjónustu að halda. Ekki nóg með það heldur skulu allir þeir er á meðulum þurfa að halda aðeins nota þau ódýrustu og um leið lélegustu. Svona menn eins og þú og aðstoðar- maður þinn hefðuð ekki verið hátt skrifaðir í minni sveit. Eitt er víst, að ekki mun ég kjósa svona menn á þing- HOGNI HREKKVISI . . .NOK-KOP H/ANDLAGlWkl." Víkveiji skrifar Alþýðublaðið er hætt að vera dagblað í hverfi Víkveija. A virkum dögum er Morgunblaðið ævinlega komið til hans stund- víslega klukkan sjö, Þjóðviljinn og Tíminn um svipað leyti - en Alþýðu- blaðið kemur með póstinum klukk- an eitt, um það leyti sem Víkvetji er að fara til vinnu sinnar eftir hádegismatinn. Virkir dagar eru þó hátíð, af því að á laugardögum kemur ekkert Alþýðublað. Laugar- dagsblaðið kemur með póstinum á mánudögum! Það fæst greinilega enginn blaðberi fyrir Alþýðublaðið í þessu borgarhverfi lengur. Víkveiji hélt að það hlyti að vera auðveldara að fá fólk til að bera út Alþýðublaðið en önnur blöð - taskan er svo miklu léttari. XXX Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarin ár um umhverfis- vernd (eða vistvernd, eins og Víkveiji sá það nýlega nefnt). Áróð- urinn fyrir betra umhverfi virðist vera farinn að bera árangur, eins og til dæmis má sjá á því að eftir- spurn eftir umhverfishollum vörum hefur aukizt verulega. Víkveiji er þó þeirrar skoðunár að íslendingar eigi margt ólært í umgengni um land sitt, til dæmis það að fleygja ekki rusli um bæ og sveit. Það er oft engu líkara en að vera kominn til Harlem í New York eða einhvers annars subbuhverfís í útlendri stór- borg, þegar gengið er um Austur- stræti og Lækjartorg á laugardags- eða sunnudagsmorgni. xxx Lítið dæmi um hið gagnstæða blasti þó við Víkveija þegar hann stóð upp frá tölvunni sinni einn daginn og leit út um stofu- gluggann. Á götunni fyrir utan gengu tvær litlar stúlkur, önnur líkast til fimm eða sex ára, hin ári eða tveimur eldri ef marka mátti af stærðarmuninum. Yngri hnátan hafði keypt sér súkkulaði og fleygði bréfinu kæruleysislega á götuna á göngu sinni. Sú eldri stanzaði og kallaði á eftir hinni: Heyrðu, svona gerir maður ekki! Hin svaraði því engu. Eldri stúlkan kallaði aftur: Hefurðu ekki heyrt að við eigum að ganga vel um landið okkar? Sú styttri lét sér enn fátt um finnast. Þú kemst sko ekki upp með þetta, argaði sú eldri og fyrr en varði var hún farin að lúskra ærlega á stöllu sinni, sem hrein eins og stunginn grís, þar til hún lét undan og hirti upp sælgætisbréfið. Áróðurinn virð- ist hafa komizt til skila hjá þeirri eldri, og vonandi Iærði hin sína lexíu og þarf næst ekki barsmíðar til að hún gæti að því hvar hún fleygir frá sér rusli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.