Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 SÖLUMAÐUR - HÚS Á SPÁII// Svensk-Norsk-Finsk Quesada óskar eftir sölumanni til að selja hús og íbúðir í hverfi sínu á Costa Blanca ströndinni. Söluumboðið nær yfir allt (sland. Traustur fjárhagur nauðsynlegur. Góð umbóðslaun í boði. Svens-Norsk-finsk Quesada, Roger Márs Gamlapostv. 30, S-794 00 Orsa. Símar 9046-250-42666/10-523489. Stærðir: 40-46 Verð kr. 6.960,- Skóverslun Þórðar, -skór Teg. 4754 Svart eða brúnt vatnsvarið leður Loðfóðrað m/gúmmísóla. Laugavegi 41, sími 13570 Kirkjustræti 8, sími 14181 Guðrún úritar í DÝRARÍKINU Guðrún Petersen áritar nýju bókina sína, HUNDALÍF, í versluninni DÝRARÍKINU, Hreyfilshúsinu v/Grensásveg, laugardaginn 8. des. - / 'Bókffforfaqid Lífqgsaga DISKAR OG DRIF TIL SÖLU Til sölu eru notuð diskdrif. Gerðir: CDC, BK7XX, SMD 300 MB. Á sama stað eru til sölu 300MB hreyfanlegir diskar fyrir ofangreind drif. Nónari upplýsingar eru veittar í síma 691144. Sj álfræðiss vipt- ing í sjúkrahúsum eftir Hilmar Biering Stjórnarnefnd ríkisspítala hefur tilkynnt með auglýsingu að frá næstu áramótum verði sjúklingum, starfsfólki og reyndar öllum öðrum bannaðar tóbaksreykingar í ríkis- spítölum. í lögum um farsóttir er heimilað að einangra sjúklinga en þar stend- ur þó að einangrun verði ekki beitt ef farsóttir séu svo útbreiddar orðn- ar að ekki teljist svara tilgangi. Læknar hafa líkt reykingum við farsótt vegna hættu af óbeinum reykingum og hyggst nú stjórnar- nefnd ríkisspítalanna beita sjúkl- inga einangrun frá reykingum án þess að tekið sé tillit til að reyking- ar eru svo útbreiddar að það getur ekki talist svara tilgangi. í skoðanakönnun meðal starfs- fólks ríkisspítalanna kom fram að helmingur starfsfólksins vildi leyfa reykingar á afmörkuðum stöðum. Þessi málamiðlun var ekki tekin til greina heldur var ákveðið að svipta sjúklinga sjálfræði enda þótt það „Þá sem ekki reykja, og finnst af reykinga- fólki illur daunn, má vernda með góðri loft- ræstingu.“ sé brot' á lögum um frjálsræði manna. Sjúklingar á almennum sjúkra- húsum eiga sér fáa málsvara en það sama má segja um alla þá sem tóbak nota. Notkun tóbaks er vana- bindandi og fráhvarfseinkenni þeirra sém tóbaksnotkun hætta svo sterk að mörgu fullfrísku fólki er það um megn hvað þá sjúkum sem nóga eiga erfiðleikana samt. Þá sem ekki reykja, og fínnst af reykinga- fólki illur daunn, má vernda með góðri loftræstingu. Hér skal ekki um það deilt hversu óhollar reykingar kunna að vera enda er það ekki kjami þessa máls heldur hitt að varnarleysi sjúklinga skuli með ofbeldi notað til þess að Ofugmælavísur Olafs Ragnars eftir Ólaf Hauksson Ólafur Ragnar Grímsson er slyngasti' stjómmálamaður íslend- inga. Samþingsmenn hans; Hjör- leifur Guttormsson og Geir Gunn- arsson, eru ekki fyrr búnir að stinga pólitískum rýtingi í bak hans en hann snýr sér við, bendir á Sjálf- stæðisflokkinn og segir: „Þú gerðir það.“ Og öll þjóðin trúir Ólafi Ragnari. Slík pólitísk kænska er einstök. Ólafi Ragnari hefur fekist að gera Sjálfstæðisflokkinn að sökudólg í umræðunni um samþykkt bráða- „Fáir virðast ætla að trúa því að Ólafur Ragnar og ríkisstjórn hans hafi logið bráða- birgðalögunum í gegn ásínum tíma.“ birgðalaga á BHMR. Fjölmiðlar og almenningur gleypa öfugmælavísur fjármálaráðherrans hráar og kyngja með góðri lyst. Fáir virðast ætla að trúa því að Ólafur Ragnar og ríkisstjórn hans SIEMENS hrœrivél! Fjölhœf MK 4450 Blandari, grænmetiskvöm og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • ísl. leiðarvísir og uppskriftahefti. • Einstakt verð: 13.960 kr. SMm & NORLANO NÓATÚNI4 - SÍMI28300 Hilmar Biering breyta þeim lífsmáta sem þeir hafa sjálfir kosið sér. Nokkuð hefur verið vitnað til laga í þessum línum og er þá ef til vill rétt að ljúka þeim með því að minna stjórnarnefnd ríkisspítala á að hér er um að ræða sjúklinga á sjúkra- húsum en ekki hluti sem geymdir eru á kirkjuloftum. Um kirkjuloft segir í lögum frá 29. maí 1744: „Þar má geyma hreinlega hluti sem ekki gefa illan daun af sér.“ Höfundur er borgarstarfsmaður. Ólafur Hauksson hafi logið bráðabirgðalögunum í gegn á sínum tíma. Fáir virðast hafa áttað sig á þeim einfalda sann- leika að það var samflokksmaður Ólafs Ragnars, Hjörleifur Gutt- ormsson, sem ætlaði að greiða at- kvæði á móti samþykkt bráða- birgðalaganna. Þau voru á engan hátt undir atkvæðum sjálfstæðis- manna komin. Aðeins pólitískur snillingur getur snúið sannleikanum svona rækilega við. Meira að segja voru ýmsir þing- menn Sjálfstæðisflokksins farnir að trúa þessu. Það er toppurinn. Eða kannski botninn. Ólafur Ragnar Grímsson er áhrifamesti stjórnmálamaður ís- lands. Hann sannfærir fólk um að sannleikurinn sé lygi og að lygin sé sannleikur. Höfundur er blaðamaður og starfar við almannatengsl og fjölmiðlaráðgjöf. ■ FEÐGIN Sigrún Steinþórs- dóttir og Steinþór Marinó Gunn- arsson sýna í Hafnarborg, menn- ingar- og iistastofnun Hafnfjarð- ar. Sigrún sýnir listvefnað og Steinþór olíumálverk. Sýningin er opin frá kl. 14-19 til 9. des. nk. og er þetta síðasta sýningarhelgi. MVTT5\NAANÚ^R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.