Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 47 Unnur Thorodd- sen - Kveðjuorð Kveðja frá Lyfjafræðingafé- lagi Islands Unnur Thoroddsen lauk aðstoð- arlyfjafraíðingaprófi haustið 1944. Stríði sem þá stóð sem hæst, kom í veg fyrir að hún sigldi til Dan- merkur til að ljúka kandídatsprófi eins og hugur hennar þó stóð til. A námstímanum starfaði hún í Ingólfs apóteki. Þar starfaði hún einnig að námi loknu, sem og í Lyfjaverslun ríkisins, Austurbæjar apóteki og Laugavegs apóteki. Þegar Mogens Mogensen stofnaði Garðs apótek 1956 réðst Unnur til starfa hjá honum og í því starfi lauk hún starfsævinni. Eg átti þess kost að vinna með Unni þar í nokkur ár. Þau kynni urðu mér eins og öðru samstarfsfólki hennar mjög eftir- minnileg. Minnisstætt er mér hversu gott var að byija að vinna í Garðs apóteki fyrir tólf árum. Andi þeirra Mogens og Unnar var þar yfir öllu. Stéttaskipting var með öllu óþekkt fyrirbæri, samband yfir- manna og undirmanna byggðist á hlýju viðmóti vináttu. Unni var í blóð borin umhyggja fyrir öllu fólki og mátti hún aldrei neitt aumt sjá. Fyrir hjálpsemi sína og alúð öðlað- ist hún vináttu og virðingu jafnt samstarfsfólks sem og viðskipta- vina apóteksins. Unnur var alla sína ævi einlægur sósíalisti. Þjóðrækin var hún einnig mjög svo, sem kom ekki síst fram í óbilandi áhuga hennar á því að rétt íslenska væri töluð og skrifuð í kringum hana og leiðrétti hún hiklaust þágufallssýki og útlendar slettur sem og aðrar ambögur sem hún heyrði hjá sam- verkafólki sínu. Við sem unnum með henni búum tvímælalaust alla tíð að þessU málhreinsunarstarfi hennar. Snyrtimennska og ná- kvæmni, eiginleikar sem eru lyfja- fræðingum svo mikilvægir, voru ríkir þættir í skapferli Unnar og báru störf hennar þess glöggt vitni í hvívetna. Eg sendi börnum Unnar, Rögnu og Guðmundi, tengdabörnum henn- ar og bamabörnum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur sem og fyrir hönd Lyfjafræðingafélags íslands. Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur. «Fjallhress í hlýrri ) og þægilegri angóruull Nærfatnaður úr 100% angóruull heldur á þér hita í köldum vetrarferðum. Angóruull gefur meiri einangrun en aðrar ullartegundir en þrátt fyrir það andar húðin óhindrað í gegnum angóruullina. Angóruullin hrindir vel frá sér vatni, hún er fínni og léttari en aðrar ullar- tegundir og orsakar ekki kláða eða óþægindi. Það jafnast ekkert á við nær- fatnað úr 100% angóruull þegar farið er til fjalla í kalsaveðri. ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Apótek Austurbœjar Alafossbúðin Árbœjarapótek Borgarapótek Breiðboltsapótek Ellingsen Garðsapótek Háaleitisapótek Holtsapótek Ingólfsapótek Laugavegsapótek Lyfjabúðin Iðunn Rammagerðin Reykjavikurapótek Skátabúðin Sportval Ull og gjafavörur Útilíf Veiðihúsið SELTJARNARNES: Sportlif KÓPAVOGUR: Kópavogsapólek GARÐARÆR: Apótek Garðabœjar HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Norðurbcejar Hafnarfjarðarapótek KEFLAVÍK: Samkaup KFFLAVIKURFLUG- VÖLLUR: íslenskur markaður MOSFFLLSBÆR: Mosfellsapótek Verslunin Fell Verksmiðjuútsala Álafoss AKRANES: Bjarg Sjúkrahúsbúðin BORGARNES: Kf. Borgfirðinga OLAFSVÍK: Sölusk. Einars Kr. S'I'YKKISHÓLMUR: Hólmkjör GRUNDARFJÖRÐUR: Hvönn HFLLISSANDUR: Virkið BÚÐARDALUR: Dalakjör PATREKSFJÖRÐUR: Versl. Ara Jónssonar TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjamabúð BILDUDALUR: Versl. Edinborg FLATEYRI: Brauðgerðin ÞINGEYRI: Kaupf. Dýrfttðinga SÚGANDAFJÖRÐUR: Suðurver BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson ÍSAFJÖRÐUR: Spörthlaðan HÓLMAVÍK: Kf. Sieingrímsjjarðar HVAMMSTANGI: Vöruh. Hvammst. BLÖNDUÓS: Apótek Blönduóss SAUÐÁRKRÓKUR: Skagftrðingabúð VARMAHLŒ): Kf. Skagfirðinga SIGLUFJÖRÐUR: Versl. Sig. Fanndal ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberp DAI.VIK: Dalvíkurapótek Versl. Kotra AKUREYRI: Versl. París Eyfjörð HUSAVÍK: Bókav. Þóraríns St. REYKJAHLÍÐ: Verslunin Sel RAUFARHÖFN: Snariið VOPNAFJÖRÐUR: Kaupf. Vopnafjarðar SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. E.J. Waage NESKAUPSTAÐUR: S. Ú. N. EGILSSTAÐLR: Kf. Héraðsbúa ESKIFJ ÖRÐUR: Sportv. Hákons Sófuss. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kf. Fáskrúðsjjarðar STÖÐVARFJÓRÐUR: Kf. Stöðvarjjarðar BREIÐDALSVÍK; Kf Stöðvarjjarðar HÖFN: Kf. A-Skajifellinga VESTMANNAEYJAR: Apótek Vestm.eyjd Sandfell HELLA: Rangárapótek SELFOSS: Vöruhús KÁ. HVERAGERÐI: Ölfusapótek LJÓS... FYRIR ÍSLENSK HEIMILI CO . ... .. _ I . _____ vq Þekking á samspili Ijóss, skugga, forms Z? og efnis er kúnstin að baki hönnunar Z á góbum Ijósabúnaði. Ljósin okkar eru hvert fyrir sig sköpunarverk þekktra hönnuba sem kunna sitt fag —Ijós sem standast vel tímans tönn bæði í efni og formi. FAXAFENI 7 • SÍMI 68 77 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.