Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 47 Unnur Thorodd- sen - Kveðjuorð Kveðja frá Lyfjafræðingafé- lagi Islands Unnur Thoroddsen lauk aðstoð- arlyfjafraíðingaprófi haustið 1944. Stríði sem þá stóð sem hæst, kom í veg fyrir að hún sigldi til Dan- merkur til að ljúka kandídatsprófi eins og hugur hennar þó stóð til. A námstímanum starfaði hún í Ingólfs apóteki. Þar starfaði hún einnig að námi loknu, sem og í Lyfjaverslun ríkisins, Austurbæjar apóteki og Laugavegs apóteki. Þegar Mogens Mogensen stofnaði Garðs apótek 1956 réðst Unnur til starfa hjá honum og í því starfi lauk hún starfsævinni. Eg átti þess kost að vinna með Unni þar í nokkur ár. Þau kynni urðu mér eins og öðru samstarfsfólki hennar mjög eftir- minnileg. Minnisstætt er mér hversu gott var að byija að vinna í Garðs apóteki fyrir tólf árum. Andi þeirra Mogens og Unnar var þar yfir öllu. Stéttaskipting var með öllu óþekkt fyrirbæri, samband yfir- manna og undirmanna byggðist á hlýju viðmóti vináttu. Unni var í blóð borin umhyggja fyrir öllu fólki og mátti hún aldrei neitt aumt sjá. Fyrir hjálpsemi sína og alúð öðlað- ist hún vináttu og virðingu jafnt samstarfsfólks sem og viðskipta- vina apóteksins. Unnur var alla sína ævi einlægur sósíalisti. Þjóðrækin var hún einnig mjög svo, sem kom ekki síst fram í óbilandi áhuga hennar á því að rétt íslenska væri töluð og skrifuð í kringum hana og leiðrétti hún hiklaust þágufallssýki og útlendar slettur sem og aðrar ambögur sem hún heyrði hjá sam- verkafólki sínu. Við sem unnum með henni búum tvímælalaust alla tíð að þessU málhreinsunarstarfi hennar. Snyrtimennska og ná- kvæmni, eiginleikar sem eru lyfja- fræðingum svo mikilvægir, voru ríkir þættir í skapferli Unnar og báru störf hennar þess glöggt vitni í hvívetna. Eg sendi börnum Unnar, Rögnu og Guðmundi, tengdabörnum henn- ar og bamabörnum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur sem og fyrir hönd Lyfjafræðingafélags íslands. Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur. «Fjallhress í hlýrri ) og þægilegri angóruull Nærfatnaður úr 100% angóruull heldur á þér hita í köldum vetrarferðum. Angóruull gefur meiri einangrun en aðrar ullartegundir en þrátt fyrir það andar húðin óhindrað í gegnum angóruullina. Angóruullin hrindir vel frá sér vatni, hún er fínni og léttari en aðrar ullar- tegundir og orsakar ekki kláða eða óþægindi. Það jafnast ekkert á við nær- fatnað úr 100% angóruull þegar farið er til fjalla í kalsaveðri. ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Apótek Austurbœjar Alafossbúðin Árbœjarapótek Borgarapótek Breiðboltsapótek Ellingsen Garðsapótek Háaleitisapótek Holtsapótek Ingólfsapótek Laugavegsapótek Lyfjabúðin Iðunn Rammagerðin Reykjavikurapótek Skátabúðin Sportval Ull og gjafavörur Útilíf Veiðihúsið SELTJARNARNES: Sportlif KÓPAVOGUR: Kópavogsapólek GARÐARÆR: Apótek Garðabœjar HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Norðurbcejar Hafnarfjarðarapótek KEFLAVÍK: Samkaup KFFLAVIKURFLUG- VÖLLUR: íslenskur markaður MOSFFLLSBÆR: Mosfellsapótek Verslunin Fell Verksmiðjuútsala Álafoss AKRANES: Bjarg Sjúkrahúsbúðin BORGARNES: Kf. Borgfirðinga OLAFSVÍK: Sölusk. Einars Kr. S'I'YKKISHÓLMUR: Hólmkjör GRUNDARFJÖRÐUR: Hvönn HFLLISSANDUR: Virkið BÚÐARDALUR: Dalakjör PATREKSFJÖRÐUR: Versl. Ara Jónssonar TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjamabúð BILDUDALUR: Versl. Edinborg FLATEYRI: Brauðgerðin ÞINGEYRI: Kaupf. Dýrfttðinga SÚGANDAFJÖRÐUR: Suðurver BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson ÍSAFJÖRÐUR: Spörthlaðan HÓLMAVÍK: Kf. Sieingrímsjjarðar HVAMMSTANGI: Vöruh. Hvammst. BLÖNDUÓS: Apótek Blönduóss SAUÐÁRKRÓKUR: Skagftrðingabúð VARMAHLŒ): Kf. Skagfirðinga SIGLUFJÖRÐUR: Versl. Sig. Fanndal ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberp DAI.VIK: Dalvíkurapótek Versl. Kotra AKUREYRI: Versl. París Eyfjörð HUSAVÍK: Bókav. Þóraríns St. REYKJAHLÍÐ: Verslunin Sel RAUFARHÖFN: Snariið VOPNAFJÖRÐUR: Kaupf. Vopnafjarðar SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. E.J. Waage NESKAUPSTAÐUR: S. Ú. N. EGILSSTAÐLR: Kf. Héraðsbúa ESKIFJ ÖRÐUR: Sportv. Hákons Sófuss. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Kf. Fáskrúðsjjarðar STÖÐVARFJÓRÐUR: Kf. Stöðvarjjarðar BREIÐDALSVÍK; Kf Stöðvarjjarðar HÖFN: Kf. A-Skajifellinga VESTMANNAEYJAR: Apótek Vestm.eyjd Sandfell HELLA: Rangárapótek SELFOSS: Vöruhús KÁ. HVERAGERÐI: Ölfusapótek LJÓS... FYRIR ÍSLENSK HEIMILI CO . ... .. _ I . _____ vq Þekking á samspili Ijóss, skugga, forms Z? og efnis er kúnstin að baki hönnunar Z á góbum Ijósabúnaði. Ljósin okkar eru hvert fyrir sig sköpunarverk þekktra hönnuba sem kunna sitt fag —Ijós sem standast vel tímans tönn bæði í efni og formi. FAXAFENI 7 • SÍMI 68 77 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.