Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 29 Reuter SAS tapar stórfé á hótelkaupum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, SAS-flugfélagið mun tapa tals- verðum fjármunum á hótelkaup- um sínum víða um heim, að sögn danska blaðsins Politiken. Að sögn blaðsins hafa sérfræð- ingar Den Danske Bank og UNI- BANK reiknað út að hóteldeild SAS fréttaritara Morgunblaðsins. verði rekin með a.m.k. 400 milljóna danskra króna tapi á næstu tveimur árum, jafnvirði 3,8 milljarða ÍSK. Tapið er einkum til komið vegna kaupa SAS á Intercontinental-hót- elkeðjunni en 46 af hótelunum 106 eru fjarri áfangastöðum flugfélags- ins. Kaupverðið var 3,5 milljarðar danskra króna, jafnvirði 33 millj- arða ÍSK. Ib Jensen, fulltrúi starfsmanna í stjórn SAS, segir í samtali við Pol- itiken að kaupin á Intercontinental- keðjunni sé heimskulegasta fjár- festing SAS frá upphafi. Engisprettnasveimur í Ástralíu Starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins í Ástralíu veiðir engisprettur er sveima' til Perth eftir að hafa farið yfir hveitiakra í vesturhluta landsins og valdið þar miklum skaða. Þýskaland: Teltschik segir af sér Bonn. Reuter. HORST Teltschik, helsti ráðgjafi Helmuts Kohls Þýskalandskansl- ara í utanríkismálum, sagði af. sér á miðvikudag og er litið á afsögn hans sem áfall fyrir kansl- arann. Teltschik er 50 ára og hefur ver- ið náinn samstarfsmaður Kohls frá 1972. Hann hverfur úr opinberri þjónustu til starfa hjá Bertelsmann- stofnuninni, sem er einkafyrirtæki er fæst við rannsóknastörf. Kohl sagði á miðvikudag að Teltschik hefði tjáð sér í október að hann hygðist láta áf starfi deild- arstjóra í ráðuneyti sínu og hverfa til starfa í einkageiranum. Hefði hann strax lýst hryggð sinni með þá ákvörðun Teltschiks. Hann er þriðji háttsetti embættismaðurinn sem segir skilið við stjórn Kohls í þessari viku. Áður höfðu Helmut Haussmann efnahagsmálaráðherra og Ursula Lehr, heilbrigðis- og kvennamálaráðherra, sagt af sér. NATO reiðubúið að útrýma skammdrægum flaugum Brussel. Reuter. GERHARD Stoltenberg, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði á miðvikudag að Atlantshafsbandalagið (NATO) væri reiðubúið að útrýma skammdrægum kjarnorkueldflaugum sinum í Evrópu. ^ lÍÖKflFORlHGSBŒKöi'. Eldflaugarnar eru aðallega í Þýskalandi. Búist er við að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn hefji við- ræður um fækkun þeirra á kom- andi ári. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn tjáð sig um hvort hún vilji útrýma þeim algjörlega. Varnarmálaráðherrann sagði einnig að aðildarríkin í Evrópu litu svo á að ekkert vit væri í því að halda í stórskotaliðsvopn búin kjarnahleðslum á sama tíma og Sovétmenn væru að flytja hersveit- ir sínar í álfunni heim. Einn af að- stoðarmönnum hans sagði við fréttaritara Reuters að samkomu- lag væri í sjónmáli innan NATO um að útrýma stórskotaliðsvopnun- um einnig. ARTIH'R JÓDYNUR GUNNAR HyARNASON “RÁDUNALTnJH CTO ''b öaga cÍSISENZKAcHESTSINS<'Á 20. ÖLCD Islenska óperan ___iiiu a Frumsýning r% 26. desember • Miöapantanirí síma 621077 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.