Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Baráttufundur mót- framboðs í Dagsbrún Fyrsti baráttufundurinn í rúmlega 40 ár Gestir á sýningn mynda eftir Erró I Gallerí Borg. Sölusýning á verkum eftir Erró; Dýrasta myndin seld á 1,4 milljónir Tuttugu myndir eftir Erró voru seldar á sýningu sem hald- in var í Gallerí Borg við Austur- völl um síðustu helgi. Verðið á myndunum var á bilinu 345 þúsund upp í 1,4 milljónir króna. Fjórar af myndunum á sýningunni eru enn óseldar og eru þær til sýnis og sölu í Gall- erí Borg. Flestar myndanna á sýningunni voru 50 x 37 sm að stærð en tvær þeirra voru 100 x 70 sm. Myndirn- ar voru úr einkasafni og höfðu aldrei verið sýndar hérlendis áð- ur.Flestar myndirnar voru unnar á árinu 1983. Að sögn Péturs Þórs Gunnars- sonar hjá Gallerí Borg var mjög góð aðsókn á sýninguna. „Að vísu var opnunin ekki fjöl- menn, eins og alltaf er þegar lista- maðurinn er ekki sjálfur til- stað- ar, en síðan var stöðugur straum- ur fólks alla helgina, “ sagði Pét- ur Þór í samtali við Morgunblaðið. Sama verð var á öllum smærri myndunum eða 345 þúsund en stærri myndirnar tvær voru seldar á 1,2 milljónir og 1,4 milljónir króna. MÓTFRAMBOÐ til stjórnar- kjörs í Verkamannafélaginu Neskirkja. Jólaglögg og laufa- brauðsgerð í Neskirkju Á SAMVERUSTUNDINNI kl. 2-5 laugardaginn 8. des- ember er ætlunin að halda i heiðri þann gamla norð- lenska sið að skera út laufa- brauð en það er nú almennt orðinn fastur liður í undir- búningi jóla á mörgum heimilum. Dagsbrún hefur boðað til kynningar- og baráttufundar á Hótel Borg á sunnudag. Að sögn Þóris Karls Jónassonar, framkvæmdastjóra listans, mun fundurinn valda nokkrum þáttaskilum því ekki hafi verið haldinn opinn baráttufundur verkamanna í Reykjavík, utan hinna eiginlegu Dagsbrúnar- funda, í rúmlega fjörutíu ár. Þórir Karl sagði, að enn væri unnið að því að safna félögum á framboðslistann en til að hann sé löglegur þarf undirskriftir 120 félagsmanna. Það hafi hins vegar valdið mótframboðinu erfiðleikum að þeir sem að því standa hafi ekki fengið aðgang að félaga- skrám Dagsbrúnar. Meðal efnis á fundinum á sunnudag er útdráttur úr sögu 1. maí sem Pétur Pétursson út- varpsmaður flytur. Baldvin Hall- dórsson leikari flytur ljóð, Bubbi og Megas flytja fundarmönnum nokkur laga sinna auk þess sem frambjóðendur verða kynntir. Hefst fundurinn kl. 15. Kosningar til stjórnar Dags- brúnar fara fram í lok janúar. Greinargerð Ríkisendurskoðunar um endurbætur Þjóðleikhússins: Heildarkostnaður við 1. áfanga 40% fram úr áæthin Formaður byggingarnefndar segir það ekki sanngjarna niðurstöðu og að byggingarnefnd áætli 7,6% hækkun Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu um endurbætur á Þjóðleikhús- inu að áætlaður kostnaður við 1. lotu 1. áfanga endurbyggingarinn- ar nemi 491,2 milljónum króna. Framreiknuð kostnaðaráætlun frá desember á siðasta ári hafi hins vegar gert ráð fyrir að þessi fyrsti verkhluti myndi.kosta 315 milljónir. „Þannig er áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar 176,2 milljónum króna hærri en upphaflega var gert ráð fyrir eða sem nemur 56%,“ segir í greinargerð Ríkisend- urskoðunar. Stofnunin bendir jafnframt á að ætla megi að heildar- kostnaður við 1. áfanga allan verði 40% hærri en ráð hafi verið fyrir gert. Kostnaðaráætlun frá síðasta ári hafi gert ráð fyrir að heildarkostnaður yrði 632 milljónir kr., framreiknað til verðlags í október sl. Rikisendurskoðun áætlar að hann verði nálægt 900 millj- ónum. kr. Þeir sem taka þátt í skurðin- um þurfa aðeins af hafa með sér hníf og bretti. Ingibjörg Þórarinsdóttir skólastjóri Hús- stjómarskóla Reykjavíkur leið- beinir og sér um steikingu. Kökumar verða seldar við vægu verði. Jólalögin verða leikin og Viggó Nathanaelsson mun sýna kvikmynd sem ekki hefur verið sýnd opinberlega áður m.a. frá fyrstu innsetningu Asgeirs Ásgeirssonar í emb- ætti forseta íslands og eftir- minnilegri för í Landmanna- laugar. Boðið verður upp á óáfenga jólaglögg og pipar- kökur ásamt kaffisopa. Þann 15. desember er jóla- fundurinn. Gengið verður í kringum jólatréð og Frank M. Halldórsson sýnir litskyggnur frá margbreytilegum jólaund- irbúningi í Houston Texas. Þá verður framreiddur jólamatur. Þeir sem ætla að taka þátt í laufabrauðsgerðinni þurfa að skrá sig hjá kirkjuverði, það þurfa einnig þeir að gera sem ætla að vera með á jólafundin- um. ■ VEITINGAHÚSIÐ Casa- blanca heldur í dag, laugardag, upp á þriggja ára starfsafmæli sitt. í tilefni af því hafa Magnús Schev- ing og félagar frá World Class samið sérstakt afmælisatriði sem frumflutt verður þetta kvöld. Ýmis- legt annað verður að gerast s.s. pizzukynning frá Horninu einnig verður boðið upp á Coke og Pripps frá Vífilfelli. Heiðursgestir kvölds- ins verða félagar úr Grandklúbbn- Listmálarafélagið hefur tekið upp þá nýbreytni að efna til sérstakrar aðventusýningar, se er sölusýning myndverka og hefst hún í Listhúsi, Vesturgötu 17 í dag. Þessir listamenn eiga myndverk á aðventusýningunni: Bjöm Birnir, Ámi Johnsen, formaður bygging- amefndar, segir að ekki sé sama hvar borið sé niður í þeim áætlunum sem gerðar hafi verið? „Áætlun Ríkisendurskoðunar um heildar- kostnað við fyrsta áfanga er ekki sanngjörn miðað við framgang verksins," sagði hann. „Stjómvöld ákváðu að hafa lokun Þjóðleikhúss- ins sem stysta svo reksturinn stöðv- aðist ekki of lengi í húsinu sjálfu.“ Ekki óeðlilegt Benti Árni á að frumáætlunin sem gerð hafí verið á síðasta ári hafi tekið breytingum þar sem hönnunarvinnu hafi ekki verið lok- ið. Þegar byggingamefndin hafi Bragi Ásgeirsson, Einar G. Bald- vinsson, Elías B. Halldórsson, Guð- munda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Geir, Kjartan Guðjóns- son, Kristján Davíðsson, Pétur Már, Helga Magnúsdóttir og Kristín Geirsdóttir. hins vegar gengið frá samningum við verktaka í sumar hafi verið gerð lokakostnaðaráætlun sem hafi farið um 7,6% fram úr fyrri áætl- un. „Það er ekkert óeðiilegt," sagði hann. Nýverið hafi byggingar- nefndin skilað skýrslu um verkið þar sem fram kemur að kostnaður- inn við 1. áfanga geti orðið 790 milljónir. Þar muni talsvert á áætl- un nefndarinnar og mati Ríkisend- urskoðunar upp á 900 milljónir. „Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir 20 - 25% fráviki, sem við teljum ástæðulaust, þar sem við emm nú komnir fyrir vind í skipulagningu og framgangi verksins," sagði Árni. Ónógur undirbúningur Ríkisendurskoðun telur að of skammur tími hafi verið ætlaður til undirbúnings og hönnunar fyrir endurbygginguna. Framkvæmdir hafi hafist þrátt fyrir að nýtingará- ætlun og verkhönnun hafi hvergi nærri verið lokið. „Gjalda verður varhug við því að láta fara fram útboð þegar fyrir liggur að verklýsing, hönnun og teikningar eru jafn skammt á veg komnar og raunin var,“ segir í greinargerðinni og telur Ríkisend- urskoðun óeðlilegt af samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir skyldi samþykkja að framkvæmdir hæfust þrátt fyrir ónógan undirbún- ing. Telur stofnunin jafnframt að meðferð málsins sýnist ekki sam- ræmast lögum um skipan opinberra framkvæmda. Þá gagnrýnir Ríkisendurskoðun ágreining sem upp hafi komið á milli byggingarnefndar og verkefn- isstjóra annars vegar og Húsam- eistara ríkisins hins vegar um vald- svið, ábyrgð og hlutverkaskipti, og telur að sá ágreiningur hafí tafið framgang verksins og aukið kostn- að. Hár hönnunarkostnaður Ríkisendurskoðun segir að hönn- unarkostnaður og umsjón nemi nú 178 milljónum króna. Megi rekja það að hluta . til endurhönnunar vegna breyttra forsendna, ónógs undirbúnings og tímaskorts. Árni tók undir þá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar að hönnunar- kostnaður væri hár. „Þetta hús er all flókið að innri gerð og þjóðfélag- BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur gefið út bókina í afskektinni eftir Guðmund Halldórsson frá Bergs- stöðum. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Þessi nýja skáldsaga Guðmundar Halldórssonar frá Bergsstöðum ger- ist á heiðarbýli í byrjun fyrra stríðs. Aðalpersónur sögunnar eru hjón sem strita hörðum höndum fyrir lífsbjörg ið gerir miklar kröfur til slíkra bygginga. Það er dýrt að sinna slíkunp kröfum á lágmarkstíma," sagði Árni og benti jafnframt á að þetta væri umfangsmesta endur- bygging sem átt hefði sér stað á einu mannvirki á íslandi. Sagði hann ennfremur að skýrsla Ríkis- endurskoðunar væri vönduð og í henni margar góðar ábendingar. Rétt að ljúka fullnaðarhönnun í skýrslunni segir einnig að í ljósi reynslunnar við 1. áfanga endur- byggingarinnar sé óráðlegt að ráð- ast í framkvæmdir við 2. lotu fyrr en fullnaðarhönnun áfangans liggi fyrir. Árni sagði að byggingarnefnd hefði tekið af skarið í sumar um að ljúka hönnun arkitekta við 2. lotu áður en ráðist yrði í samræmda hönnun annarra aðila. „Þetta er éðlileg ráðlegging Ríkisendurskoð- unar en hún segir líka að það sé grundvallaratriði að ekki verði farið út í framkvæmdir á einstökum verkþáttum fyrr en hönnun liggur fyrir. Það höfum við gert og höfum m.a. lagt til að síðari hluti verksins verði ekki allur unninn næsta sum- ar heldur skipt á milli næsta og þamæsta sumars," sagði Ámi. sinni og barna sinna, en hrekkur þó ekki til. Ómegð vex og skuldir hlað- ast upp. Hreppsnefndin er sem á nálum um að fá þau á sveitina með alla ómegðina. Talið er að svipaðir atburðir og lýst er í þessari nýju skáldsögu Guðmundar frá Bergs- stöðum hafi gerst vítt og breitt um landið í tíð þeirra sem nú eru á efstu árum.“ Bókin er 208 blaðsíður. um. Aðventusýning List- málarafélagsins Skáldsaga eftir Guð- mund Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.