Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 25 Könnun Ungmennahreyfingar Rauða krossins: Ótti við eyðnismit minni en í fyrra ÍSLENDINGAR óttast síður að smitast af eyðni nú en fyrir ári, skv. könnun Ungmennahreyfingar Rauða kross Islands sem gerð var um síðustu helgi. Nú taldi 51,5% aðspurðra að það ætti á hættu að smitast, en 65,1% í fyrra. Ungt fólk, 21 árs og yngra, var hræddast við smit. Þeir sem höfðu hugsað sér að fara í mótefna- mælingu voru einnig færri nú en í fyrra; 42,3% nú en 49,9% fyrir ári. I bæði skiptin töldu flestir sig lifa ábyrgu kynlífi (um 80%) en aðeins 39% þeirra sem ekki voru í sambúð sögðust alltaf nota smokkinn. Gild svör fengust frá 642 af báð- um kynjum, 367 í ár en 275 í fyrra. Meðlimur Ungmennahreyfingar- innar spurði þátttakendur eftir spurningalista en viðmælandi fékk hann ekki í hendur. Var það með ráði gert til að skapa umræðu. Könnun þessi, um viðhorf til eyðni, fór fram á Háskólaballi föstudaginn 30. nóvember og 1. desember á Hótel íslandi. í fyrra var könnunin einnig gerð 1. des- ember, og er hún miðuð við alþjóða- lega Alnæmisdaginn, sem er þann dag. Upphaflega var könnunin unn- in í samráði við Landlæknisembætt- ið en í ár fór hún fram á vegum Ungmennahreyfingar RKÍ. í allt tóku 23 ungmenni frá URKÍ þátt í vinnslu könnunarinnar en níu fóru út og framkvæmdu hana hvort kvöld. Spurningalistinn var hér- umbil eins í bæði skiptin, en meiri áhersla lögð á afstöðu til áróðurs í JOUEUSE DE FLUTE fyrra. Um áróðurinn var fólk almennt ánægt og taldi 79% viðmælenda hann hafa haft áhrif á sig. Þó kvart- aði fólk yfir því í fyrra að um hræðslufræðslu væri að ræða og nefndu flestir að þeim þætti áróður- inn hafa dalað töluvert í ár og væri það miður. Flestir töldu fjöl- miðla hafa frætt þá mest um al- næmi. Aðeins 13% aðspurðra sögðust hafa smokk meðferðis, „en við von- um að við höfum ráðið bót á því þar sem öllum aðspurðum var boð- inn smokkur í lok könnunárinnar og þáðu flestir,“ segir í fréttatil- kynningu frá Ungmennahreyfingu RKÍ. Bók með teikning- um Sigmunds ÚT ER komin hjá Prenthúsinu 9. Sigmund-bókin, sem kallast því lýsandi nafni Sigmund og þjóðarsáttin. Hér er um að ræða úrval Sigmunds úr Morgunblað- inu siðastliðin 5 ár. I kynningu útgefanda segir m.a.: „I fyrsta hluta bókarinnar ber mest á stjórnmálamönnum, til dæmis Borgaraflokknum og Albertsmálum hinum mörgu. Kynlífsumræða og smokkaáróður fá þó sínar ábend- ingar, auk þess sem vestfirsk menn- ing og taktar eru teknir fyrir. Vin- átta Steingríms og Arafats gleym- ist ekki, né heldur 16. sætið í söngvakeppni Evrópu ár eftir ár.“ Síðan segir að þegar á bókina líði gerist Alþýðubandalagsmenn æ meira áberandi og undir lokin taka völdin þjóðarsáttin og þjóðarsætt- endur. Sigmund Jóhannsson Ný bók eftir Guð- rúnu Helgadóttur Geisladiskurinn Joueuse de flute. Geisladiskur með flaiituleik Ashildar Har- aldsdóttur ÚT ER kominn geisladiskur með leik þeirra Áshildar Haraldsdótt- ur flautuleikara og Love Derwin- ger píanóleikara. Ber diskurinn nafnið „Joueuse de flute“ (flautu- mærin). Á geisladisknum er frönsk flaututónlist eftir tónskáldin Fauré, Poulenc, Roussel, Dutilleux, Gaub- ert og Sancan sem öll störfuðu í Parísarborg á fyrri hluta aldarinn- ar. Sænska hljómplötufyrirtækið Intim Musik gefur geisladiskinn út en Hekla hf., Kaupþing hf., Sjóvá- Almennar tryggingar hf., Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis og Vátryggingafélag íslands hf. styrktu útgáfuna. Japis hf., Brautarholti 22, Rvk. sér um dreifingu geisladisksins hér- lendis og verður hann fáanlegur í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins. Einnig verður honum dreift um Norðurlönd, England, Holland og Frakkland. Áshildur Haraldsdóttir er ungur flautuleikari, ættuð af Skólavörðu- stíg í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í og sigrað í tónlistarkeppni hér heima og erlendis. Áshildur býr nú og starfar í París. (Fréttatilkynning) IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir Guðrúnu Helgadóttur. Und- an illgresinu nefnist hún og er fyrir börn og unglinga. í kynningu útgefanda á efni bók- arinnar segir: „Enginn gat vitað yfir hvaða leyndarmáli gamla gráa húsið bak við stóru gömlu tijákrón- urnar bjó. Marta María hafði ekki átt heima lengi í þessu dulúðuga húsi þegar forvitni hennar vaknaði. Skrýtnu íbúarnir á efri hæðinni valda henni heilabrotum og ýmsir furðulegir hlutir eiga sér stað. Það er heldur ekki einleikið hvað hana svimar oft í kollinum. Hvað er á seyði? Enginn segir neitt, enginn veit neitt fyrr en einn góðan veður- dag þegar minnst varir ...“ Gunnar Karlsson gerði myndirn- ar. Bókin er prenuð í Odda hf. Guðrún Helgadóttir Ný barna og unglingabók eftir Andrés Indriðason MUNDU mig, ég man þig, heitir ný bók eftir Andrés Indriðason sem Mál og menning hefur gefið út. Bókin er ætluð fyrir börn og unglinga. Bókin inniheldur sex smásögur sem allar fjalla um 12 ára krakka, viðfangsefni þeirra og áhugamál. Flestar söguhetjurnar lenda í ein- hvers konar erfiðleikum en finna lausnir og læra eitthvað nýtt um tilveruna. Þetta er bók sem tekur á gamansaman hátt á málum sem koma öllum við og er ætluð jafnt fyrir stelpur og stráka, segir m.a. í kynningu útgefanda. Andrés Indriðason NÝ KARLMANNAFÖT OG BUXUR allarstærðir, verð kr. 9.900-12.900. Terelynbuxur, mittismál 76-136 cm, verð kr. 1.000-4.400. Gallabuxur, allar stærðir, verð kr. 1.650-3.300. Flauelsbuxur, allar stærðir, verð kr. 1.580-4.250. Peysur, skyrtur, nærföt, gott verð. Sendum gegn póstkörfu. ANDRÉS, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Opið mánudag til föstudags kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-16. ANDRÉS, FATAVAL, Höfðabakka 9c, sími 673740. Opið mánudag til föstudags kl. 12-18 — Næg bílastæði. Ekki bara fyrir augað. Skemmtileg og stílhrein nýj- ungíloft- ogveggklæðning- um. Hönnuð með mýkt og þægindi í huga. Varanleg lausn, sem gefur umhverf- inu hlýtt og notalegt yfir- bragð. Gefðu sjálfum þér undir fótinn með ^\#* Frábær hönnun. Örugggæði. Mikil ending. Gott að velja. Einfalt að leggja. Þú átt það sannarlega skilið undir þína fætur. BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 AMó ómu(Juíg& R.UNDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.