Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 35
MOftPUNBLABIg FÖSyUDAGUR 7, PKpKMBER 199,0 35 Tónlistarskóli Eyjafjarðar: Fernir tónleikar haldn- ir í desembermánuði Á VEGUM Tónlistarskóla Eyja- fjarðar verða haldnir fernir jólatónleikar í desember. Fyrstu tónleikarnir verða í Prey- vangi sunnudaginn 9. desember kL 14. Aðrir tónleikarnir verða í Samkomuhúsinu á Grenivík laug- ardaginn 15. desember kl. 15, en þeir þriðju í Laugarborg sunnu- daginn 16. desember kl. 14. Fjórðu og síðustu tónleikarnir, sem eru sérstakir tónleikar söngnemenda, verða í Svalbarðseyrarkirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 20.30. Auk þessa verða nemendur með tónlistarflutning á aðventukvöld- um víðsvegar á starfssvæði skól- ans, svo og á litlu jólunum í sum- um grunnskólanna. Vill skólinn á þennan hátt leggja sitt af mörkum til að auka hátíðleika aðventunnar. (Fréttatilkynning) Krossanes: •• Súlan og Om lönduðu 700 tonnum af loðnu Tólf hundruð tonnum landað til bræðslu í verksmiðjunnar í haust SÚLAN EA og Örn KE lönduðu loðnu hjá Krossanesi í gær, sam- tals 700 tonnum. Vinnslan tekur tæpa þrjá sólarhringa, en eftir að henni lýkur verða brædd bein og unnið úr úrgangi hjá verk- smiðjunni. verður úr úrgangi hjá verksmiðj- unni og þar brædd bein. Fjögur skip hafa landað hjá verk- smiðjunni frá því hún komst í gang að nýju eftir endurbyggingu í síðasta mánuði, en áður höfðu Guð- mundur Ólafur ÓF og Þórður Jónas- son EA landað þar. Samtals hefur um 1.200 tonnum af loðnu verið . landað hjá verksmiðjunni í haust. „Við bjuggumst við meiri afla, en við höfðum að sjálfsögðu einnig búið okkur undir að Ieikar gætu farið svona. Við vonum að úr ræt- ist eftir áramótin og erum tilbúnir að hefja hér bræðslu þá,“ sagði Jóhann Pétur. Súlan EA kom inn í gærmorgun með 300 tonn og Örn KE kom að landi skömmu síðar með 400 tonn. Jóhann Pétur Andersson fram- kvæmdastjóri Krossaness sagði að tvo til þijá sólarhringa tæki að vinna úr aflanum. Hann sagði að loðnan væru sú besta sem borist hefði til verksmiðjunnar í haust. „Þetta var stór og falleg loðna,“ sagði hann. Jóhann sagði engar uppsagnir fyrirhugaðar hjá verksmiðjunni þó svo að útlit sé fyrir að ekki berist meiri loðna að landi fram yfir ára- mót. „Við fáum ekki meira af þess- um fiski, en munum snúa okkur að öðru,“ sagði Jóhann, en unnið Morgunblaðið/Rúnar Þór Ljós kveikt á Randers-jólatrénu á laugardag LJÓS verða tendruð á jólatrénu frá Randers á laugar- dag, 8. desember. Dagkráin hefst kl. 14,45. Randers, sem er vinabær Akureyrar í Danmörku, hefur síðustu ár sent Akureyringum veglegt jólatré að gjöf, en starfsmenn bæjarins komu trénu fyrir í gær. Að venju verður kveikt á trénu með viðhöfn á Ráðhústorgi og hefst dagskráin kl. 15.45 er Lúðrasveit Akureyrar leikur nokkur lög. Þá verða flutt ávörp, en fyrstur talar ræðismaður Dana á Akureyri, Sigurður Jóhann- esson, þá Hreinn Pálsson formaður Norræna félagsins og loks Halldór Jónsson bæjai-stjóri. Kveikt verður á jólatrénu kl. 16.15 og hefja þá félagar í Lúðrksveit- inni leik sinn að nýju. Jólasveinar koma í heimsókn og að lokum verður sungið og gengið í kringum tréð. Fiskmarkaður Norðurlands, Dalvík: Fiskverð hefur farið hækk- andi frá því starfsemin hófst FISKVERÐ hefur farið hækk- andi á gólfmarkaði Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík frá því markaðurinn hóf starfsemi í vor og var meðalverð fyrir þorsk þar Signý Pálsdóttir ráðin leikhússtjóri LA: Eg á mér þann draum að setja upp óperu á Akureyri SIGNÝ Pálsdóttir hefur verið ráðin leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar. Hún tekur við starfinu 1. apríl næstkomandi og er samningur- inn til þriggja ára. Signý var leikhússtjóri LA. í fjögur ár, frá 1982- 1986. Síðustu ár hefur hún starfað sem leikhúsritari i Þjóðleikhúsinu, að undanskildu einu ári, er hún var markaðssljóri hússins. „Það má kannski líta á dvölina í Reykjavík sem náms- og kynnis- dvöl, sú reynsla sem ég öðlaðist í Þjóðleikhúsinu var mjög góð fyrir mig og kemur eflaust að notum hér fyrir norðan," sagði Signý. „Mér líkaði vel að búa á Akureyri og leikhússtjórastarfið er spennandi, þetta er skapandi starf, bæði að fást við verkefnaval og eins mannar- áðningar. Ég hef lagt nokkrar hug- myndir fyrir leikhúsráð og það var vel tekið í þær og ég vona að ein- hveijar þeirra komist til fram- kvæmda. Sumar þessara hugmynda eru nokkuð stórtækar, ég á mér t.d. þann draum að hægt verði að setja upp óperu á Akureyri, ég vona að það geti einhvern tíma orðið,“ sagði Signý. Signý er fædd árið 1950, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og stundaði tungumálanám við HÍ einn vetur, en hélt síðan til Danmerkur og lauk EA-prófí í leikhúsfræðum frá Kaup- mannahafnarháskóla í janúar árið 1975. Hún var kennari í Stykkis- hólmi í 7 ár, þýddi og skrifaði leik- rit og vann með áhugaleikhópum um árabil, áður en hún réðist til Akureyrar sem leikhússtjóri 1982. Síðustu ár hefur hún einnig unnið að þáttagerð fyrir útvarp. Morgunblaðið/Rúnar Þór Signý Pálsdóttir, nýráðin leik- hússtjóri á Akureyri, en hún gegndi áður þeirri stöðu á árun- um 1982-1986. í síðasta mánuði rúmar 90 krón- ur. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fiski á markaðnum og næg- ir það magn sem markaðurinn hefur yfir að ráða engan veginn til að anna henni. Seld voru 236,6 tonn af fiski á gólfmarkaði Fisk- miðlunar Norðurlands í síðasta mánuði og var heildarverðmæti hans röskar 19,1 milljón króna. Hallsteinn Guðmundsson starfs maður Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík sagði að alltaf vantaði fisk á markaðinn, eftirspurnin væri mun meiri en framboðið. Haustið hefur ekki verið sérlega gjöfult, þannig að fisk hefur einnig vantað á mark- aðmn af þeim sökum. I síðasta mánuði voru seld á markaðnum tæp 237 tonn af fiski fyrir 19,1 milljón króna, en til sam- anburðar voru seld 410,3 tonn í júlí og var verðmæti aflans 27,1 milljón króna. Septembermánuður var slakastur, en þá voru einungis seld 144,7 tonn af fiski á gólfmark- aðnum fyrir 10,8 milljónir króna. Um tuttugu bátar frá Vopna- firði, Bakkafirði og Raufarhöfn eru í föstum viðskiptum á markaðnum og er aflanum ekið að austan. Eyja- fjarðarbátar hafa í litlum mæli selt afla sinn á markaðnum, en annað veifið leggja togbátar þar upp afla. Fiskurinn er að mestu seldur Norð- lendingum, en Hallsteinn sagði að töluvert væri um að Siglfirðingar og Sauðkrækingar keyptu físk á markaðnum og eins væri nokkuð um að fískur væri keyptur þar fyr- ir frystihús Kaldbaks á Grenivík. Meðalverð á þorski var rúmar 90 krónur í síðasta mánuði og sagði .Hallsteinn að frá því markaðnum var hleypt af stokkunum í lok apríl á þessu ári hefði verðið mjakast upp. „Við gætum selt mun meiri fisk, það vantar mikið magn upp á að við náum að anna eftirspurn- inni,“ sagði Hallsteinn. m sem iolanjafirnar fást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.