Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 JÓDYNUR .... KHFORLBGSBŒKUR/ Depill gistir eina nótt Enc HiJJ REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinga- nefnd Alþingis, verður á Kaffi- Hress í Austurstræti í dag, föstu- daginn 7. des., kl. 12.00-14.00. Komió og spjallið við þingmann Reykvíkinga. HITAMÆLASTÖÐVAR Fáanlegarfyrir 1 til 26 mælistaði, með eða án aðvörunar. Mælisvið: -200+850, 0+1200 og +400 +176° C. Hitanemar af mismunandi lengdum og með mismunandi gengjur. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur, hægt er að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda íkælum, lest- um, sjóogfleira. ±lL SöMuíjEígjyir <J<!í)(rD®®(Q)[ra Vesturgotu 16 - símar 91-14680 - 13280 - Teleíax 26331 Kúbönskum stj órnar erindrek- um vísað úr landi í Panama Panamaborg. Reuter. PANAMASTJÓRN ákvað á mið- vikudag að reka tvo kúbanska stjórnarerindreka úr landi og veitti þeim frest fram að helgi til að koma sér burt. Sögðu stjórnvöld að samskipti kúb- anska sendiráðsins við Manuel Noriega, fyrrum einræðisherra, sem nú situr í fangelsi á Florída í Bandaríkjunum brytu í bága við venjur og reglur sem giltu um starfsemi sendiráða. í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis- ins í Panamaborg sagði að í kúb- anska sendiráðinu hefði stjórn Guiliermo Endara, núverandi for- seta, verið brugguð launráð. For- sprakki þess hefði verið Luis Ant- onio Gomez Perez,panamískur und- irróðursmaður sem hefði leitað skjóls í sendiráðinu eftir innrás Bandaríkjamanna sl. desember. Hefði hann farið í smiðju til Nor- iega og hringt nokkrum sinnum þeirra erinda í hann í fangelsið en upp komst um áformin þegar bandaríska sjónvarpsstöðin CNN komst fyrir nokkru yfir segulbands- upptökur af símtölum Noriega. Stjórnarerindrekarnir sem vísað var úr landi eru Guillermo Mendez Perez hagfræðiráðgjafi og Oscar Braulio Gutierrez viðskiptafulltrúi. Að þeim burtreknum eru aðeins eftir í kúbanska sendiráðinu ræðis- maður og sendiráðsritari en sendi- Reuter Bandarískir hermenn handtaka lögreglumann sem gekk til liðs við Eduardo Herrera Hassan ofursta, fyrrum lögregluforingja, við töku aðalstöðva lögreglunnar í Panamaborg. herranum og öðru sendiráðsfólki hafði áður verið vísað úr landi. Þá gerðist það á miðvikudag í Panamaborg að bandarískar her- sveitir umkringdu aðalstöðvar lög- reglu landsins eftir að Edúardo Herrera Hassan ofursti, fyrrum yfirmaður lögreglunnar, hafði náð þeim á sitt vald. Hann var sakaður um að hafa skipulagt byltingu og fangelsaður í október en slapp í fyrradag. Hópur lögreglumanna sem er honum hliðhollur réðst inn í aðalstöðvarnar með honum. Eftir nokkurra stunda umsátur um bygg- inguna gafst Herrera upp. Endara forseti sagði að framganga banda- rísku sveitanna og uppgjöf Herrera væri sigur fyrir lýðræðisþróunina í Panama. Ítalía: Mikið manntjón er logandi herflugvél flýgur á skóla Bologna. Reuter. ÍTÖLSK herflugvel flaug á skóla á Norður-Italíu í gær, með þeim afleiðingum að tólf manns hið minnsta týndu lífi og meira en hundrað slösuðust. Eldur hafði komið upp í vélinni áður en hún skall á skólann. Flugvélin lenti á annarri skólans, sem er skammt frá Bologna. Um 200 nemendur á' aldrinum 15-18 ára voru í skólanum. Sjónarvottar sögðu að maisgir nemendanna hefðu stokkið út um glugga á annarri hæðinni til að sleppa undan eldinum og reyknum sem lagði af vélinni. Hún var smíðuð á Ítalíu og af gerðinni Macchi 326. Talsmaður lögreglunnar sagði að tólf manns hið minnsta hefðu farist í slysinu en ekki var vitað hversu margir þeirra voru nemendur. Að minnsta kosti þrír krömdust þegar vélin gerði gat á múrsteinsvegg skólans. Gatið var um fimm metrar að þvermáli. Meira en hundrað manns, aðal- lega nemendur, voru fluttir á sjúkrabílum á tvö sjúkrahús í Bol- ogna. 1 öðru þeirra voru að minnsta kosti fjórir alvarlega slasaðir á gjör- gæsludeild. Nokkrir sjónarvottar sögðu að eldur hefði kviknað í flugvélinni áður en hún hrapaði. Talsmaður ítalska flughersins sagði að flug- maðurinn hefði tilkynnt í talstöð skömmu fyrir slysið að hann hefði misst stjórn á þenni og ætlaði að skjóta sér út. Hann hafði farið í æfingarflug frá Verona, um 100 km frá Bologna. Flugmaðurinn og var fluttur á sjúkrahús, slasaðist lítilsháttar á baki. „Vélin var logandi áður en hún flaug á skólann. Hún sveif niður, snerist allt í einu til vinstri og skall á byggingunni,“ sagði sjónarvottur við skólann. Skólastúlka, sem var á annarri hæðinni, sagði að þegar vélin skall á skólanum hefði kenn- ari sinn hrópað: „Farið út! Farið út!“ „Við stukkum út um gluggana og það var mikill troðningur. Nem- endurnir svifu út eins og fiskar, dauðir fiskar,“ bætti hún við. VERÐBREYTINGAR- STljÐULL FYRIRARIÐ 1990 Samkvœmt ákvœðum 26. gr. laga nr. 75 frá 14.september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1990 og nemur hann 1,1916 miðað við 1,0000 áárinu 1989. Reykjavík30. nóvember 1990 RSK RlKISSKATTSTJÓRI >aga ■lsiíhNZKAcHr.srsiNS‘l 2a öL‘n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.