Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 PÉTUR Guðmundsson kúlu- varpari og Þórdís Gísladóttir eru þau einu sem náð hafa lágmörkum fyrir heimsmeist- aramótið innanhúss ífrjáls- um íþróttum, sem fram fer í Sevilla 8. til 10. mars á næsta ári. Að sögn Ásbjörns Egilssonar, framkvæmdastjóra FRÍ, er ekki fyrirsjánlegt að aðrir íslensk- ir frjálsíþróttamenn ná lágmörk- um fyrir HM. FRÍ hefur þó heim- ild til að senda einn keppanda í hverja grein, en Ásbjörn reiknaði ekki með að sú heimild yrði not- uð. Það verða því að öllum líkind- um aðeins Pétur og Þót'dís sem fara til Sevilla. Lágmarkið fyrir kúluvarp karla er 19,40 metrar ef kastað er utan- dyra en 19,60 metrar innandyra. Pétur náði þessum lágmörkum í síðasta mánuði og gott betur er hann varpaði 21,26 metra og bætti Islandsmet Hreins Halldórs- sonar um 17 sentímetra. Áður hafði' hann bætt metið innanhúss um 7 sm, er hann kastaði 20,66 metra í Reiðhöllinni. Lágmarkið í hástökki kvenna fyrir HM er 1,87 metrar. Þórdís stökk 1,88 metra á móti í Grims- by 19. ágúst í sumar og bætti þar íslandsmet sitt frá því 1983 um einn sentímeter. Pétur Guðmundsson. FRJALSARIÞROTTIR Pétur og Þórdís á HM SUND Ragnar nálægt íslands- metinu í800 m skriðsundi Ragnar Guðmundsson var aðeins einum hundraðshluta úr sekúndu frá íslandsmeti sínu í 800 m skriðsundi á móti í Köln. RAGNAR Guðmundsson sund- maður, sem æfir í Köln í Þýska- landi þar sem hann stundar nám í íþróttaskóla, var aðeins einum hundraðshluta úr sek- úndu frá íslandsmeti sínu í 800 m skriðsundi á móti í Köln ■ agnar hefur æft mjög vel frá því í byijun þessa árs með það í huga að ná lágmarki fyrir heims- meistaramótið í Ástralíu, sem fram fer í janúar. Sundsamband Islands fór fram á það við þýska sundsambandið að Ragnar fengi að keppa á þýska meistaramótinu, sem fram fór fyrir mánuði, til að reyna við HM-iág- markið, en því var hafnað án þess að nokkrar ástæður væru tilgreind- ar. Það varð því úr að Ragnar ák- vað að stefna á sundmót sem hald- ið var í Köln um síðustu helgi. Fyr- ir þremur vikum veiktist Ragnar og gat því ekki æft í tvær vikur. Þrátt fyrir það ákvað Ragnar að keppa í 1.500 m skriðsundi á mót- inu í Köln. Til að ná HM-lágmark- inu þurfti hann að bæta íslandsmet sitt, sem hann setti á Ólympíuleik- unum í Seoul 1988, um 10 sekúnd- ur. Ragnar hóf sundið á hraða sem hefði geta fært hann nálægt þeim tíma og millitími hans eftir 800 metra var 8.28,29 mín., en íslands- met er 8.28,28 mín. og var hann því aðeins 1/100 hluta úr sekúndu frá því. Fljótlega eftir 800 metrana fór að draga mjög úr hraðanum og lauk hann sundinu á 17.01,23 mín og var langt frá sínu besta. Ragnar sigraði í sundinu. ÍÞ/émR FOLK ■ ÍSLENSKIR glímumenn eru nú staddir á Kanaríeyjum þar sem þeir keppa við heimamenn í glímu og þjóðlégum fangbrögðum. ís- lenska liðið er skipa eftirtöldum: Olafur Haukur Olafsson, Jóhann- es Sveinbjörnsson, Orri Björns- son, Ásgeir Víglundsson, Hilmar Ágústsson og Arngeir Friðriks- son. ■ SEINDÓR Elíson og Valdimar Hilmarsson úr ÍK hafa ákveðið að leika með Breiðabliki í 1. deild knattspyrnunnar næsta sumar. ■ BÖGDANKowalczyk, fyrrver- andi landsliðsþjálfari íslands í handknattleik, hefur- verið ráðinn þjálfari Yanca frá Varsjá í Pólt- andi. Yanca leikur í pólsku 2. deild- inni. Frá þessu var skýrt í DVí gær. ■ HJALTI „Úrsus“ Árnason og Magnús Ver Magnússon tóku þátt í kraftamóti sem fram fór í Montre- al í Kanada fyrir skömmu. Hjalti varð í 5. sæti, en hann sigraði á þessu móti í fyrra. Magnús Ver stóð sig betur og hafnaði í 3. sæti. Einnig var keppt í liðakeppni og þar varð Island í 2. sæti á eftir Bandaríkjunum. Sigurvegari í ein- staklingskeppninni var Mark Higg- ins frá Bretlandi. M BRYAN Robson, fyrrum fyrir- liði enska landsliðsins, verður í liði Manchester United, í byijunarlið- inu eða á bekknum, í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili er liðið mætir Leeds í deildarkeppninni á Old Trafford á laugardag. Robson hefur átt við þrálát meiðsli að stríða er nú að ná sér að fullu. Hann hef- ur leikið tvo heila leiki með varaliði félagsins og ekkert fundið til. ■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barc- elona, verður að fylgjast með liði sínu frá áhorfendastúkunni í næsta leik ljðsins í deildinni, sem er gegn Real Zaragoza á sunnudag. Cruyff fékk rauða spjaldið fyrir nöldur við dómarann í síðasta leik liðsins, sem var gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í meistarakeppn- inni spönsku á miðvikudag. Real Madrid vann leikinn, 1:0. Barcel- ona hefur ekki unnið Real Zaragoza í fjögur ár. Það veikir einnig lið Barcelona að Michael Laudrup og Aitor Beguiristan eru báðir meiddir. ■ JOZEF Chovanec, tékknseki landsliðsmaðurinn hjá PSV Eind- hoven er til sölu'. Hann hefur ekki náð að festa sig í byijunarliði fé- lagsins þar sem aðeins má nota tvo útlendinga hjá hveiju félagi í hollensku knattspyrnunni. FRJALSAR IÞROTTIR BÆKUR Frjáls- íþróttamenn á Selfossi fá viður- kenningu Fijálsíþróttalið Selfoss fékk ný- lega afhenta 150 þúsund króna viðurkenningu frá íþrótta- og tóm- stundaráði Selfoss vegna góðs ár- ■■■■■■ angurs á liðnu Sigurður keppnistímabili. Jónsson _ Fijálsíþrótta- skrifar menn Selfoss áttu stóran þátt í sigri Héraðssambandsins Skarphéðins í bikarkeppni fijálsíþróttasambands- ins. Ennfremur í stærsta fijáls- íþróttasigri sem unnist hefur á landsmóti ungmennafélaganna í Mosfellsbæ. Það var Ólafur Guðmundsson fyr- irliði liðsins í bikarkeppninni sem tók við viðurkenningunni úr höndum Siguijóns Bergssonar varaformanns íþrótta- og tómstundaráðs. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hlaupararnir sem hlupu áheita hlaupið. Þann 1. desember hlupu félagar frjálsíþróttadeildar Selfoss boðhlaup í eina klukkustund til fjáröflunar fyrir starfið. Tókst þeinr að komast 20,1 kílómetra, en áður höfðu yngri félagar safnað áheitum. Hjá deild- inni starfa tveir þjálfarar, Kári Jóns- Son og Guðrún Erla Gísladóttir. Ólafur Guðmundsson fyrirliði fijálsíþróttanianna á Selfossi tekur við viðurkenningu Selfossbæjar úr höndum Sigutjóns Bergssonar vara- formanns íþrótta- og. tómstundaráðs Selfoss. íslensk knattspyrna komin út í 10. sinn Tíunda bindið í bókaflokknum íslensk knattspyrna er komin út, en um er að ræða árbók knatt- spyrnunnar í máli og myndum. Meðal efnis má nefna frásagnir frá öllum Ieikjum í 1. deild karla, úrslit og markaskorarar í öllum leikjum 2. og 3. deildar karla og 1. deildar kvenna og öll önnur úrslit á íslands- mótinu. Þá er greint frá ieikjafjölda og mörkum allra leikmanna í öllum deildum karla og kvenna, bikar- keppninni, landsleikjum, Evrópu- leikjum félagsliða, íslenskum at- vinnumönnum og sögu íslenskrar knattspyrnu 1967 til 1969 eru gerð sérstök skil. Sérstaklega er fjallað um Ásgeir Siguivinsson, Sævar Jónsson, Steinar Guðgeirsson og Eyjamenn. Víðir Sigurðsson, íþróttafrétta- maður á DV, er höfundur bókarinn- ar, en hann hefur skrifað bóka- flokkinn óslitið frá 1983. Útgefandi er Skjaldborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.