Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. DESEMBER 199D „Sjúkrahúsvist á útsölu“? eftir Sigrúnu Knútsdóttur Málefni sjúkrahúsa hafa verið töluvert til umijöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Það virðist vera orðið svo til ár- visst að þegar líður að jóiaföstu og flesta langar að fara að huga að jólaundirbuningi fara raddir um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og leiðir til spamaðar í sjúkrahúsrekstri að gerast hávær- ar. Samstarfsráð sjúkrahúsa í febrúar 1989 skipaði heilbrigð- isráðherra nefnd sem átti að kanna alla möguleika á auknu samstarfi sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæð- inu og/eða sameiningu þeirra. Nefndin skilaði áliti fyrir nokkru og lagði til að stofnað yrði sam- starfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík sem hefði það hlutverk að gera tillögur að mótun fram- tíðarstefnu sjúkrahúsanna, gera þróunar- og íjárhagsáætlanir og stuðla að sem hagkvæmastri verka- skiptingu milli þeirra. Nú þegar er um verulega verkaskiptingu að ræða milli sjúkrahúsanna í Reykjavík eins og reyndar kom fram í grein Gunnars Sigurðssonar yfirlæknis í Morgunblaðinu þann 28._ septe'mber s.l. Ég fagna þó framkomnu nefnd- aráliti um samstarfsráð sjúkrahús- anna, ef það yrði til þess að vei'ka- skipting þeirra og framtíðaráætlan- ir í heilbrigismálum yrðu markviss- ari, en legg þó áherslu á mikilvægi þess að Borgarspítalinn haldi sjálf- stæði sínu með óbreyttu stjórn- skipulagi. . • A undanförnum árum hefur starfsfólk Borgarspítaians mótmælt áformum um sameiningu sjúkra- húsanna í Reykjavík. Flestir telja að með slikri samein- ingu sjúkrahúsanna eða sameigin- iegri yfirstjórn þeirra yrði stigið stórt skref í átt til miðstýringar á heilbrigðiskerfmu. Engin rök hafa komið fram sem benda til hagræðingat' eða sparnað- ar við slíka sameiningu eða að þjón- usta við sjúklinga verði betri. Þó hefur verið bent á að vegna smæð- ar þjóðar okkar höfum við ekki efni á að reka tvo hátæknispítala með þeim tækjabúnaði sem til þarf. Ég er þó sannfærð um að ekki -hafi verið um óþarfa tækjakaup að ræða á spítölunum þvi ég tel að Landspítalinn hefði alls ekki bol- magn atil að sinna öllum þeim rann- sóknum sem t.d. er nú sinnt á Borg- arspítalanum. Lítið þyrfti út af að bera til að nauðsynlegur tækjabún- aður yrði óstarfhæfur í lengri eða skemmri tíma og þyrfti ekki annað en lítilsháttar bilun að koma til. Væri þá alls ófært að hvergi á landinu væri til búnaður til að sinna brýnustu rannsóknum. Það er því mikilvægt öryggisat- riði að á íslandi sé til nauðsynlegur tækjabúnaður á tveimur stöðum. Ef til vill má segja að um há- tæknispítala á mismunandi sviðum sé að ræða. Ég vil taka undir orð Davíðs Á. Gunnarssonar í Morgunblaðinu þann 25. nóvember sl., „að þekking og hugvit sé í raun áratug á undan aðstöðunni" og eiga þessi orð hans ekki síður við um Borgarspítalann en Landspítalann. Sparnaður í rekstri Því miður hefur umræðan um sjúkrahúsin að mestu snúist um sparnað og allar vangaveltur um sameiningu þeirra hafa snúist um hvort um hagræðingu og sparnað ■verði að ræða. Minna hefur borið á vangaveltum um gæði starfseminn- ar og þjónustu við sjúklinga. Eru lokanir sparnaður? Til að draga úr rekstrarkostnaði hafa spítalarnir gripið til þess ráðs að loka deildum eða hluta þeirra. En er um spamað að ræða? Ég tel fjarri lagi að svo sé. Vissulega verða útgjöld á við- komandi deild minni, en einungis er um tilfærslu ijármuna að ræða. Fólk hættir ekkert að verða veikt eða áð lenda í slysum þótt einhveij- ar deildir sjúkrahúsanna séu lokað- ar. Sjúklingarnir eru þá fluttir á aðrar deildir, jafnvel á gangana, þar sem deildirnar eru yfirfullar eða á aðra spítala. Á sama tíma og samdráttur hef- ur verið á öðrum spítölum í sparnað- arskyni hefur legudögum á Borg- arspítalanum fjölgað um 6% sem jafngildir u.þ.b. 7.700 legudögum. Ef fjöldí legudaga á B-4 sem er ný deild er dreginn frá er legudaga- aukning milli ára u.þ.b. 4.600. Að hluta til hlýtur að mega rekja þessa fjölgun legudaga til lokana annars staðar. Og hvar er þá sparnaðurinn? Samkvæmt daggjaldakerfinu sem Borgarspítalinn var á þar til fyrir 3 árum, þegar hann fór á föst fjárlög, kostaði hver legudagur u.þ.b. 11.000 kr. Hallinn á rekstri spítalans í daggjaldakerfinu var þó að jafnaði u.þ.b. 20% þannig að raunkostnaður á hvern legudag var u.þ.b. 13.000 kr. Kostnaður samkvæmt dag- gjaldakerfinu væri því u.þ.b. 100 milljónir vegna þessarar fjölgunar legudaga miðað við framreiknaðar tölur til núgildandi verðlags. Sigrún Knútsdóttir „Það er löngu tímabært að yfirvöld geri sér grein fyrir því hvað heilbrigðisþj ónustan kostar og hvort þjóðfé- lagið sé tilbúið að greiða þann kostnað.“ Það er því ótrúlegt að hallinn á Borgarspítalanum sé ekki áætlaður meiri en u.þ.b. 50 milljónir kr. á þessu ári. Miðað við rekstrarkostn- að sem nemur 2,9 milljörðum er Stoltur eftir Þorvnrð Júlíusson Mörgura óar óstjóm löng, er þó nóg af iögum. Sundrung þróast fækka föng, íjölgar gróusöpm. Það var 4. nóv. sem Steingrímur Hermannsson mætti í Sjónvarpi, líklega í þúsundasta sinn, stoltur yfir afrekum sínum í núverandi ríkisstjórn. Ekki veitir honum af því, hann er einn um það stolt. Hann og hans félagar í niðurrifs- og eyðingarflokki sem nú eru sam- fleytt búnir að stjórna, í 20 ár, hafa gert krónuna að 5 aurum, frá 1971-1980 og frá 1981-1990. Mjög stoltur með 555 þús. at- vinnuleysisdaga á ári 1988-1989. hér aðeins um 1,8% af heildarkostn- aði að ræða. Borgarspítalinn er nefnilega vel rekinn og rekstur hans hefur verið í góðu jafnvægi undanfarin ár. Frá því að spítalinn fór á föst fjárlög fyrir 3 árum hefur tekist að halda rekstrarkostnaði innan ramma íjár- laga þar til á þessu ári. Þetta hefur tekist með miklu aðhaldi, hagræðingu og minni yfir- vinnu starfsfólks. Hins vegar hefur þurft að halda öllum kostnaði í lágmarki. Fjárveit- ingar til spítalans á undanförnum árum hafa verið með þeim hætti að ekkert svigrúm hefur verið til eðlilegs viðhalds, né endurnýjunar á tækjabúnaði eða á húsnæði. Fjárveitingar til tækjakaupa hafa verið u.þ.b. 1% af fjárveitingum til spítalans og næst því aldrei að halda í við eðlilega endurnýjun. Mikil hús- næðisþrengsli há starfsemi spítal- ans eins og öðrum spítölum, en fjár- veitingar til byggingarfram- kvæmda hafa verið í algjöru lág- marki. Á þessu ári námu ijárveit- ingar til byggingarframkvæmda B-álmunnar 10 milljónum króna! En hvað er sparnaður? Er það ekki sparnaður að koma óvinnufærum manni aftur út í lífið, og ef til vill til starfa að nýju í stað þess að hann sé bundinn heima, háður heirpilishjálp, heimahjúkrun og verkjalyfjum? Það ætti t.d. að teljast sparnaður að skipta um mjaðmarlið í manni þó svo að um dýra aðgerð sé að ræða. Mjög stoltur yfir því að fólk hefir flúið land í þúsunda tali. Ákaflega stoltur með öll gjald- þrot sem yfir hafa dunið, um 1.300 á tveimur árum. Stoltur með það, að húskarl hans ræni kirkjuna einum milljarði á ári. Stoltur yfir því að annar húskarl hans fær umboð hans til þess að opna upp á gátt fyrir innflutning á erlendum landbúnaðarvörum, með aflatoxíni, krabbameinsvaldandi efni. Stoltur yfir því, að húskarl hans geri ítrekað tilraun til eignaráns á silunga- og netlögnum sjávaijarða. Má vera að hann eigi ekki von á mörgum atkvæðum frá sjávaijarð- arbændum, á þeim jörðum þrífast ekki kommúnistar. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER G ALDURINN Hver slík aðgerð kostar umtals- vert fé og með auknum fjölda slíkra- aðgerða eykst hættan á að farið sé fram úr fjárlögum. Aukinn kostnaður á rekstrarvör- um vegna fjölgunar gerviliðaað- gerða á Borgarspítalanum á þessu ári er t.d. áætlaður um 6 milljónir króna. Ég tel samt að um sparnað fyrir þjóðfélagið sé að ræða. Aukin afköst Vegria mikíls álags á spítalanum á undanförnum árum hefur legutími sjúklinga styst ár frá ári og afköst spítalans hafa aukist jafnt og þétt. Þetta hefur leitt til þess að þeir sjúklingar sem liggja á spítalanum eru veikari og þurfa meiri þjónustu og dýrari lyf en áður. Við erum því ekkert að bruðla, það kostar svona mikið að reka þá heilbrigðisþjónustu sem við viljum veita og hún er síst dýrari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Það er löngu tímabært að yfir- völd geri sér grein fyrir því hvað heilbrigðisþjónustan kostar og hvort þjóðfélagið sé tilbúið að greiða þann kostnað. Á nýafstöðnu umferðarþingi kom fram í erindi Láru Margrétar Ragn- arsdóttur hagfræðings að umferð- arslysin á árinu 1989 kostuðu yfir 5 milljarða eða það sama og heildar- kostnaður við rekstur Ríkisspítal- anna var sama ár. Sjúkrahúskostnaður vegna þess- ara umferðarslysa var þó aðeins reiknaður 174 milljónir kr., eða eins og landlæknir orðaði það „sjúkra- húsvist er á útsöluprís“. Höfundur er formaður starfsmannaráðs Borgarspítalans ogfulltrúi starfsmanna ístjórn spítalans. Þorvarður Júlíusson „Stoltur yfir að hafa komið hundruðum bænda á vonarvöl, þeim sem tókst að fá til að kaupa refa-, minka- og fiskeldi.“ Stoltur yfir að hafa komið hundruðum bænda á vonarvöl, þeim sem tókst að fá til að kaupa refa-, minka- og fiskeldi, og kreppa svo að þeim með eymdarkvóta í hefð- bundnum búgreinum. Stoltur með það, að nú á þessu ári fóc síðasti togari í Keflavík á nauðungaruppboð, svo nú er þar eins og víðar, hvar hann hefir stig- ið niður fæti, sviðin jörð. Stoltur, þá hann sagði, að Þor- steinn Pálsson hefði ekki neitt í það að taka við svo góðu búi. Ég er Steingrími sammála, þetta að koma öllu á botninn, það getur enginn nema hann, með sínum kommúnist- um. Stoltur, það eru enn tvær þjóðir í Evrópu, sem er stjórnap af komm- únistum, Albanir og íslendingar. Það þarf ekki að undrast þó þessi manneskja sé ákaflega stolt. Ilöfundur er bóndi að Söndum í Ytri-Torfustaðahreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.