Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 Hvolsvöllur: Nýtt félag stofnað Hyolsvelli. Á fullveldisdaginn var stofnað á Hvolsvelli nýtt félag sem feng- ið hefur nafnið Oddafélagið. Fé- lagi þessu er ætlað að hefja hið forna frægðarsetur Odda á Rangárvöllum aftur til vegs og virðingar með því að efla þar smám saman miðstöð fræða og fræðslu á sviði náttúruvísinda og sögu. Héraðsnefnd Rangárvallasýslu ákvað í sumar að stuðla að þessu jíf alefli og í því skyni er félagið stofnað. Það er gert í samvinnu við marga áhugamenn um endurreisn i Odda. Áhugi er fyrir því að valin verði ýerkefni sem ekki er sinnt sem skyldi annars staðar á landinu. Þannig yrði Oddi ekki aðeins lyfti- ^töng Rangárvallasýslu heldur einnig öllu landinu, eins og staður- / inn var til forna. Á fullveldisdaginn söfnuðust stofnendur Oddafélagsins saman í Oddi. Odda og gengu til kirkju. Þar hlýddu þeir á hugleiðingu séra Sváfnis Sveinbjörnssonar. Þá var ekið á Hvolsvöll þar sem hinn eigin- legi stofnfundur félagsins fór fram. Á fundinum kom fram áhugi fyrir því að umhverfismálaráðstefna gæti orðið eitt af fyrstu verkefnum félagsins. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fyrsta stjórn félagsins var kjörin, hana skipa: Þór Jakobsson formað- ur en hann er helsti áhuga- og hvatamaður að stofnun félagsins, Friðrik Friðriksson, Árni Bjömsson, Jón Þorgilsson, Friðjón Guðröðar- son, Sváfnir Sveinbjarnarson og Drífa Hjartardóttir. - S.Ó.K. ATHYGLISVERÐAR íseft SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLÍVERS STEINS SF MYNDIR ÚR LÍFI PÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem lítill drengur í Tjarnargötunni f Reykjavík, þegar samfélagið .var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum íjölda fólks, sem hann segir frá í þessari bók. KENNARI Á FAR ALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGI SVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sfnu f öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðjnn og var langt á undan sinni samtfð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðíll; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Ermótlætiílífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? BÍLDUDALSKÓNGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji í atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nftjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öílugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalffinu. Skáldsaga eftir Birg- ittu H. HaUdórsdóttur SKJALDBORG hefur gefið út skáldsöguna Myrkraverk í mið- bænum eftir Birgittu H. Hall- dórsdóttur. Á bókarkápu segir m.a. um sögu- efnið: „Ég er hrædd og ég veit ekki mitt ijúkandi ráð. Það hafa verið framin tvö morð með stuttu millibili, hér í Reykjavík. Morð sem allir telja að séu skýranleg dauðs- föll. Hið fyrra var haldið sjálfsvíg en það síðara slys. Ég er hrædd því ég veit að morðinginn gengur laus og hefur næsta fórnarlamb í sigtinu. Ég óttast að áður en yfir lýkur komi röðin að mér. Ég vil ekki deyja ...“ Þetta er áttunda bók Birgittu H. Halldórsdóttur. Áður eru komnar út: Inga, Háski á Hveravöllum, Gættu þín Helga, í greipum elds og ótta, Áttunda fórnarlambið, Birgitta H. Halldórsdóttir Dagar hefndarinnar og Sekur flýr þó enginn elti. Ný bók eftir Gunn- hildi Hrólfsdóttur ÍSAFOLD hefur gefið út bókina Þegar stórt er spurt ... eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, en áður hafa komið út eftir hana fjórar barna- og unglingabækur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin segir frá ævintýrum þeirra félaganna Tomma og Árna er þeir dvelja sumarlangt í sveit. Á bókarkápu má meðal annars lesa: Þegar stór er spurt verður oft lítið um svör, segir máltækið, og víst er að hjá tveimur 11 ára strákum vakna ýmsar spurningar um lífið og tilveruna sem ekki er alltaf auðvelt að svara. Afi og amma í sveitinni eiga svör við flestum lífsins gátum og vinirnir Tommi og Árni koma þroskaðri heim eftir viðburðaríkt sumar.“ Þegar stór er spurt ... er sjálf- stætt framhald bókarinnar Þið hefðuð átt að trúa mér! sem kom út í fyrra. Bókin er myndskreytt Gunnhildur Hrólfsdóttir af Elínu Jóhannsdóttur og unnin í ísafoldarprentsmiðju hf. Ný bók eftir Jean M. Auel KOMIN er út hjá Vöku-Helgafell fjórða skáldsaga Jean Auel úr bókaflokknum um Börn jarðar. Þessi bók nefnist Seiður sléttunn- ar og í lienni heldur áfram sagan um stúlkuna Aylu og flakkarann Jondalar. _ í kynningu útgefanda segir m.a.: „í Seiði sléttunnar segir frá er Áyla og Jondalar ferðast um ókunn- ar sléttur Evrópu. í veiðimanna- og safnarasamfélagi ísaldar eru þau framandi og ógnvekjandi. Leyndar- dómur umvefur ungu konuna, hún talar við dýrin með þeirra eigin hljóðum og hefur yfirnáttúrulegt vald yfir stórum og kraftmiklum úlfi sem fylgir henni eins og skugg- inn. Jondalar vekur ótta en jafn- framt lotningu vegna útlits síns og hins stórfenglega fola sem hann situr. Saman kynnast þau veröld sem færir þeim bæði sársauka og ánægju. Þau færast nær sínu íjar- læga takmarki, að finna sér heim- ili. Þetta er hrífandi saga sem lætur engan ósnortinn." Seiður sléttunnar er 741 blað- ■ BAR/ÍTTAN við heimdrottna myrkursins heitir bók eftir Frank E. Peretti sem Fíladelfía-Forlag gefur út. í kynningu útgefanda seg- ir m.a.: „Sagan fjallar um átök í háskólabænum Ashton. Dularfull samtök ráðgera að leggja bæinn undir sig. Þau hafa ítök í lögregl- unni, bæjarstjórninni, viðskiptalíf- inu, bókstaflega hvarvetna í bæjar- félaginu. Lokatakmarkið er heims- yfirráð undir merkjum nýrrar aldar. Ritstjóri bæjarblaðsins og prestur lítillar kirkju verða fyrir barðinu á Jean M. Auel síða. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina, en henni til aðstoðar var María Guðjónsdóttir. Prentvinnslu annaðist G. Ben. prentstofa hf., en bókin var bundin í Arnarfelli hf. samtökunum og snúast til varnar, hvor með sínum hætti.“ ■ BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar hefur gefið út bókina Depill gistir eina nótt eftir Eric Hill. Ný barnabók um Depil, sem nú fær að gista eina nótt hjá Stebba vini sínum. Eins og fyrri bækurnar um Depil, er þessi bók tilvalin fyrir börn sem byijuð eru að lesa og ekki síður fyrir foreldra til að lesa fyrir börnin segir í tilkynningu frá útgefanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.