Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 48 Minning: Sigríður Sigurðardótt- ir, Syðrí-Gegnishólum Fædd 14. janúar 1911 Dáin 27. nóvember 1990 Hún amma, Sigríður Sigurðar- dóttir, er dáin. Hún skildi eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt. En minningin um hana lifir og yljar manni um hjartaræturnar. Það fyrsta sem ég man af ömmu var litli eldhúskrókurinn hennar þar ^sern hún sat og kenndi mér reikn- ing. Ég man líka þegar ég hafði verið hrædd við einhvern krakkann í hverfinu og kom inn, skreið undir sófa og vildi mig hvergi hreyfa. Þá hafði amma lag á því að dreifa huganum og reka óttann á flótta. Amma var höfðingi heim að sækja og hafði gaman af því að stinga einhveiju uppí litla munna. Rétt áður en hún fór í endurhæf- ingu í Heilsuhælið í Hveragerði heimsótti ég ömmu, ekki grunaði mig þá að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur, þar sem hún virtist vera á góðum batavegi eftir veik- indin í sumar. Ég vil þakka fyrir allar stundirn- ar sem ég átti með ömmu og bið algóðan Guð að blessa þig pabbi og ykkur öll. Hún amma þín dó í nótt, sagði mamma þegar hún kom til mín þennan þriðjudagsmorgun. Mér brá óneitanlega mikið, átti alls ekki von á þessu, enda gerir dauðinn sjaldan boð á undan sér. Ég hafði frétt af henni kvöldið áður og þá var hún á Heilsuhælinu í Hveragerði og var bara hress og lét vel af sér. En hún amma hafði veikst í sumar en virt- ist þó vera öll að koma til þegar kallið kom. Ég fæddist daginn sem hún varð 49 ára og átti þann heiður að verða fyrsta barnabarnið hennar. Ég var alltaf sem bam montin af því að . eiga sama afmælisdag og hún og fannst að ég ætti meira í henni en systkini mín. Amma var kennari og kenndi okkur að lesa. Mér eru minnisstæðar þessar kennslustund- ir, kannski mest af því að ef við vorum dugleg fengum við á eftir heimsins besta heimatilbúinn ís sem til var. Eins var mjög gaman að heimsækja ömmu í Álfheimana, hún átti dót handa okkur og stóra kenn- aratöflu sem við máttum nota eins og við vildum. Eitt sumar er ég var unglingur bjó ég hjá henni og afa í Kópavogi því það var auðvelt að fara í vinnu frá þeim. Þá hugsaði hún mjög vel um mig. Eftir að ég gifti mig og flutti frá Reykjavík fækkaði samverustundum okkar, en ég reyndi þó alltaf að koma í jólaboðin hennar sem voru fastur liður í jólahaldinu og þeim sið hélt hún ein áfram eftir að afi dó. Þar var alltaf mikið fjör enda ættin stór. Svo þegar ég flutti í nágrenni við hana fóru dætur mínar stundum til hennar og tóku gjarnan skólafélaga og frændfólk með sér því það var svo gaman hjá langömmu. Hún spjallaði við þau, gaf þeim mjólk og kleinur og sendi þau svo heim á skikkanlegum tíma. Hún amma var góð, dugleg og vel greind kona sem ég er þakklát fyrir að hafa átt. Nú er hún komin til afa og líður vel. Við systkinin frá Sunnuhlíð biðjum góðan Guð að blessa og styrkja börnin hennar og tengda- börn. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Erla Það var þriðjudagsmorgunn og ég fékk skilaboð um að hringja í mömmu eins fljótt og ég gæti. „Hún amma þín dó í nótt.“ Mér brá en varð þó ekki hissa, hún amma hafði verið heilsulítil undanfarið. í huga mínum eru minningamar margar. Þær ná aftur til bemskuár- anna. Ég man sem smástrákur hvernig það var að koma til hennar ömmu í Álfheimana og seinna í Tunguheiðina. Við fómm oftast saman bræðurnir og hittum þá gjarnan aðra krakka, því oft var fjör þar á bæ. Afi og amma virtust njóta þess að dekra við okkur, hjá afa fengum við reyktan rauðmaga, en í eldhúsinu hjá henni ömmu feng- um við oft jarðarber með ijóma. Já, eldhúsið hjá henni ömmu var nú alveg heimur út af fyrir sig. Þar voru kynstrin öll af ýmsu góðgæti framleidd. Amma hafði einstakt lag á að gleðja bamabömin sín. Til dæmis þegar maður ætlaði að fá sér mjólk, þá kom stundum kókó- mjólk úr fernunni hjá henni. Gladdi þetta ungan bamshugann og mag- ann. Það var fleira en matur sem amma gaf. Hún gaf okkur fyrir- mynd. Hún var dugleg, ósérhlífin og grandvör kona. í gegnum hin mismunandi áföll lífsins gekk hún bein í baki og bar höfuðið hátt. Kvartanir og sjálfsvorkunn áttu ekki upp á pallborðið hjá henni. Jafnvel þó að maður vissi að heilsan var ekki góð, þá fullyrti hún alltaf aðspurð að hún hefði það ,jú alveg stórkostlega gott“. Því næst skipti hún snögglega um umræðuefni og spurði tíðinda af langömmubömun- um sínum. En þannig var hún amma, hafði meiri áhuga á velferð annarra en eigin heilsu. Þegar ég sest niður með börnun- um mínum, þá er það svo ótal margt gott sem ég get sagt þeim af honum afa og henni ömmu. Fyr- ir allt það góða þakka ég í dag er ég kveð góða konu með söknuði. Ég bið Guð minn að blessa þig pabbi minn og styrkja í sorginni. Óðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. G. Theodór Birgisson „Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka — það er æðsta dyggðin." (Lao- Tse.) Svona var hún amma. Hún var hetja; ósérhlífin og fórnfús kona sem kunni ekki að kvarta. Já, hún var hetja, en nú er hún dáin. Frétt- in kom óvænt, líkt og fyrstu vetrar- élin á fallegu hausti; svolítið sem maður gat átt von á hvenær sem er, þó að maður búist aldrei tíman- lega við slíku. Amma var fædd 14. janúar 1911 að Bergstöðum í Biskupstungum. Hún var næstelst í stórum systkina- hópi, ein af átta bömum Sigurðar ísleifssonar bónda og Sigríðar Jóns- dóttur Ijósmóður. Ung fluttist hún með foreldrum sínum að Syðri- Gegnishólum í Gaulveijabæjar- hreppi. Hennar skólaganga hófst í kvölddeild Gagnfræðaskóla Austur- bæjar árið 1933 og lauk með kenn- araprófi vorið 1937. Eftir það gerð- ist hún farkennari, bæði 1 Fells- strandarskólahverfi og einnig í Skorradalsskólahverfi. En einmitt þar kynntist hún Ólafí Benónýssyni frá Háafelli. Honum giftist hún 14. október 1941. Vorið 1944 flytja þau svo suður í Mosfellssveit, þangað sem síðar urðu æskustöðvar mínar, að Sunnuhlíð við Geitháls. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Reykjavíkur, og seinna í Kópavog- inn. Ég man að mér fannst það alltaf svolítið merkilegt að amma mín skyldi vera kennari. Sem krakka fannst mér það bæði sérstakt og skrýtið að amma, þessi hógværa látlausa kona, skyldi vita nóg til að vera kennari. Tveimur af eldri systkinum mínum kenndi hún að lesa, og mér fannst óralangt þar til röðin kæmi að mér að fá að fara til hennar í Álfheimana til að læra að lesa. Einhvernveginn man ég samt minna eftir lestrarnáminu, en öllu hinu sem gerðist. Það virðist á þessari sturidu vera ofar í huga mínum hversu óþreytandi hún var að hafa ofan af fyrir mér á ýmsan hátt. I undraheimi ömmu, kynntist ég byggingarlistinni sem blómstraði með kynstrunum öllum af Lego- kubbum. Blekiðnaðurinn eða skrif- finnskan náði einnig tökum á manni þar sem maður hamaðist við að þekja kennaratöfluna hennar ömmu með krítum í öllum mögulegum lit- um. Já, ég fór til hennar ömmu með háleit markmið í farteskinu. Ég ætlaði að taka forskot á sæluna og læra að lesa áður en skólinn byijaði. Með nesti og nýja skó, flutti ég svo til hennar, áhugasamur í byijun. Ég held að þetta hefði nú samt aldrei gengið, nema vegna ótrúlegrar þolinmæði hennar og lagni við að halda manni við efnið. En það var meira en bara bókstaf- urinn sem lærðist í dvölinni hjá henni ömmu. Hjá henni og honum afa kynntist ég af eigin raun hvað það er að sjúga öll beinin, eða hvort t Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUNMAR ÁRMANN BJÖRNSSON húsasmíðameistari, Giisbakka, Blesugróf, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala 5. desember. Björn Gunnarsson, María Gunnarsson, Jakob Jakobsen, Þórunn Lárusdóttir, Kristjana Jakobsen, Björgvin Björgvinsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ODDUR GUÐBJÖRNSSON bóndi, Rauðsgili, Hálsasveit, sem lést á Landspítalanum 1. desember, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Ferð verður frá BSI kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Jónsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR BÖÐVARSSON frá Bólstað, Bakkabraut 1, Vík í Mýrdal, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, þann 27. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Þóra Þorbergsdóttir, Þorbergur Þorsteinn Reynisson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Sigurður Karl Hjálmarsson, Áslaug Einarsdóttir, Vilborg Hjálmarsdóttir, Kristján Benediktsson, Anna Matthildur Hjálmarsdóttir, Einar Hjörleifur Ólafsson, Jón Hjálmarsson, Sigrún Guðmundsdóttir og barnabörn. + Eigirikona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY BÖÐVARSDÓTTIR, Urðarholti 7, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 5. desember. Guðmundur Björnsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ella Gitta. + MATTHÍAS DAÐI GUÐBJARTSSON frá Baulhúsum í Arnarfirði, síðast til heimilis á Bauganesi 33, lést 28. rióvember sl. á Borgarspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólöf Huld Matthiasdóttir og aðstandendur. + GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hringbraut 102, lést 5. desember. Óskar Lárusson, Þórhalla Guðnadóttir, ---Lárus Ýmir Óskarsson, Helga Guðrún Óskarsdóttir. + Eiginmaður minn og sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN ÁRNASON, Teigi, Grindavík, andaðist 5. desember á Borgarspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Heilshugar þökkum beinum við til þeirra fjölmörau, sem auð- sýndu okkur vinarhug og samúð við fráfall og greftrun VIGFÚSAR GUÐMUNDSSONAR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Jóhanna Stefánsdóttir og börn hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.