Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.12.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MfTQM\ nin/jM/'Dsiot/ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. DESEMBEE 1990 59, ÍHémR FOLK HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND Tekur Jóhann Ingi við Dankersen? Jóhann Ingi Gunnarsson hefur fengið tilboð frá Dankersen. H HINN gamalkunni þjálfari Pétur Bjarnason hefur tekið við liði Ármanns í handknattleik af Theodóri Jónssyni sem að sagði upp störfum. Pétur þekkir vel til hjá Ármanni en hann hefur áður séð um þjálfun þess. Ármenning- um hefur ekki gengið vel í 2. deild- inni í vetur og munar þar miklu um meiðsli lykilmanna. Einar Nábye sleit liðbönd í ökkla og Haukur Haraldsson handarbrotn- aði. ■ ENSKA knattspymublaðið World Soccer valdi Lothar Matt- haus knattspyrnumann ársins 1990. Þýska landsliðið var valið það besta og Franz Beckenbauer, þjálfari ársins. I JOSEF Hickersberger, fyrr- um þjálfari Austurríkis, hefur ver- ið ráðinn þjálfari Dusseldorf fyrir næsta keppnistímabil. Hickersber- ger sagði af sér sem landsliðsþjálf- ari eftir tap fyrir Færeyjum. ÞÝSKAfélagið Dankersen hef- ur farið þess að leit við Jóhann Inga Gunnarsson að hann taki við þjálfun liðsins næsta keppnistímabil. Liðið er nú í 3. sæti í norður-riðli 2. deildar og á þokkalega möguleika að komast í úrvalsdeildia. Jóhann Ingi segist ekki hafa tekið neina ákvörðun, enda ekki fengið tóm til að hugsa málið. Tilboðið gæti þó verið freist- andi enda liðið eitt þeirra elstu og virtustu í Þýskalandi. Dankersen hafði mikinn hug á að fá Alfreð Gíslason en hann hafnaði boði félagsins. „Tilboðið áhugavert og það vill svo skemmti- lega til að Dankersen var fyrsta liðið sem gerði mér tilboð. Þá tók ég Kiel framyfir en vissulega væri spennandi að fara aftur út. Það er hinsvegar of snemmt að segja hvort af því verður,“ sagði Jóhann Ingi. Hann hætti sem þjálfari hjá KR en hefur aðstoðað Fram að undan- förnu. „Ég hef hjálpað þeim aðeins en það er ekki hægt að segja að ég sé þjálfari liðsins,“ sagði Jóhann Ingi. HANDKNATTLEIKUR || KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND KR - ÍR 29:19 Laugardalshöllin, 1. deild karia í handknattieik, — VÍS keppnin, fímmtudaginn 6. desemb- er 1990. Gangur leiksins: 2:1, 5:1, 8:5, 11:5, 14:6, 22:9, 22:12, 26:14, 29:19. Mörk KR: Konráð Olavson 10, Páll Ólafsson (eldri) 8/1, Guðmundur Pálmason og Páll Ólafsson (yngri) 3, Willum Þórsson 2, Leifur Dagfinnsson, Sigurður Sveinsson og Magnús Magnússon 1. Varin skot: Leifur Dagfinnsson 19/3. Utan vallar: 6 mfnútur. Mörk ÍR: Matthías Matthíasson og Magnús Ólafsson 5, Frosti Guðlaugsson 4, Ólafur Gylfason og Þorsteinn Guðmundsson 2, Guðmundur Þórðarson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 7. Guðjón Hauksson 1. Utan valiar: 0. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson dæmdu vel. Áhorfendur: 20 greiddu aðgangseyri. Tíu marka sigur síst of stór Máttlausir ÍR-ingar voru KR-ingum auðveld bráð. Strax í byijun var ljóst að hverju stefndi, átta mörk skildu liðin að í hálfleik en mest- ur varð munurinn þrettán mörk. Sóknarleikur beggja liða var mjög bitlaus í upphafi og fyrsta markið kom eftir rúmar sjö mínútur. ÍR var öllu leng- ur að taka við sér> skoruðu fyrst á tólftu mínútu og annað FrostiB. markið eftir átján mínútur. Það eina sem gladdi augað var Eiðsson markvarsla Leifs sem varði fimmtán skot í fyrri hálfleikn- skrifar um 0g skoraði eitt mark. Þá var Páll eldri ÍR erfiður og það virtist sama hvað hann reyndi í sókninni, allt gekk upp. Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri en í lokin kom smá vottur af baráttu upp hjá ÍR-liðinu. í kvöld KA og ÍBV leika í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik á Akureyri kl. 20.30 í kvöld. ÍBV og Víkingur leika í 1. deild kvenna í Eyjum kl. 20.00. Á Húsavík leika Völsungur og HK í 2. deild karla kl. 20.00. Loks leika Fjölnir og Ögri í 3. deild karla í íþróttahúsi Fjölnis kl. 20.00. „Sóknarásinn Sverrisson“ í IMÝJASTA hefti þýska íþrótta- blaðsins Kickererfjallað um Eyjólf Sverrisson í heilsíðu- grein. Hann er sagður nýjasta stjarnan hjá Stuttgart og liðið geti að miklu leyti þakkað hon- um tvo síðustu sigra. Fyrir- sögnin er „Sturm As Sverris- son“ eða Sóknarásinn Sverris- son. Honum er m.a. Ifkt við tvo þekktustu framherja Kölnar, Fleming Povlsen og Ralf Sturm, sem hefur gert flest mörk í deildinni. „En eina fyrirmyndin er Van Basten." MT Igreininni segir að Jolli, eins og hann er kallaður, sé hjá Stutt- gart vegna ábendingar frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann Arie Haan, þáverandi þjálfara FráJóni liðsins á Eyjólf, er H. Garðarssyni hann hafði gert sex i Þýskalandi mörk í leikjum U-21 árs landsliðsins. Hann sagði að Eyjólfur væri fljótur og sterkur skallamaður og baráttu- jaxl sem gæfist aldrei upp. í kjölfar- ið fylgir svo hin hefðbundna lýsing á heimalandi Ásgeirs og Eyjólfs; landi elds og ísa. I greininni segir að Eyjólfur hafi komið til Stuttgarts sem áhuga- maður með samningog fengið tæki- færi er Mannie Kastl og Fritz Walt- er méiddust. „Guido Buchwald, fyr- irliði Stuttgart, benti Daum á hve sterkur Jolli væri og sagðist oft vera lengi að jafna sig eftir æfingar gegn honum.“ Cristoph Daum, þjálfari Stuttg- art, segist sjá margt sameiginlegt með Eyjólfi og þeim Povlsen og Sturm. „Hann hefur hæfileika en þarf að fínpússa þá,“ segir Daum Eyjólfur segir í viðtali við blaðið að hann eigi margt ólært en hann hafi nógan tíma, enda aðeins 22 ára. Eina fyrirmyndin sé Marco Van Basten. í lokin er hann spurður að því hvort hann fái aldrei heimþrá: „Það KNATTSPYRNA Halldór hætlir hjá Val Hatldór Áskelsson, sem leik- ið hefur með Val tvö síðustu keppnistímabil, hefur óskað eftir opnum félagaskipt- um. Hann segist vera á förum frá Val en hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég kveð Val með vissum söknuði og á margan hátt líkaði mér vel hjá félaginu, einkum þegar Ingi Björn Al- bertsson var þjálfari. Hann er einn besti þjálfari sem ég hef kynnst og ég ber mikla virðingu fyrir honum,“ sagði Halldór. „Ástæðan fyrir brottför minni er fyrst og fremst framkoma stjórnannanna í minn garð vegna meiðsla minna,“ sagði Halldór. Halldór stundar nám í Ha- skólanum á Akureyri og Þór og KA hafa rætt við hann en hann sagðist ekki hafa tekið ákvörð- un. Eyjólfur Sverrisson gerir það gott hjá Stuttgart. er sjaldan en þó annað slagið. En ég fer heim um jólin og þá fá for- eldrar mínir að sjá nýja fjölskyidu- meðliminn. Son minn, Hólmar, sem er fjögurra mánaða." 1. DEILD KARLA Fj. leikja U J T Mörk Stig VÍKINGUR 14 14 0 0 350: 290 28 VALUR 14 11 1 2 341: 299 23 STJARNAN 14 10 0 4 347: 329 20 FH 14 8 2 4 340: 325 18 KR 14 4 6 4 328: 326 14 HAUKAR 12 7 0 5 281: 289 14 IBV 12 4 3 5 291: 284 11 KA 13 .4 1 8 302: 291 9 GRÓTTA 14 3 1 10 304: 328 7 SELFOSS 14 2 3 9 279: 321 7 FRAM 13 1 4 8 264: 300 6 ÍR 14 2 1 11 298: 343 5 IMBA-deildin Boston Celtics — Denver Nuggets ...148:140 Indiana Paeers — Phoenix Suns...126:121 Portland — Orlando Magic........119:110 Atlanta — San Antonio Spurs.....110:108 Milwaukee — Cleveland...........113:109 (Eftir framlengdan leik) Utah Jazz — Detroit Pistons.....106: 85 Washington — Golden State.......104: 98 LA Clippers — Dallas Mavericks...93: 89 FELAGSMAL Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verður haldinn föstudaginn 14. desember kl. 20.30 í Framheim- ilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. ISI / IÞROTTAMENN ARSINS , , , , Morgunblaðið/Sverrir íþróttasamband Islands heiðraði í gær þá íþróttamenn sem sérsamböndin innan ÍSÍ töldu hafa skarað fram úr á árinu: Efri röð frá vinstri: Ólafur Eiríks- son (íþróttir fatlaðra), Bjarni Friðriksson (júdó), Broddi Kristjánsson (badminton), Pétur Guðmundsson (frjálsar íþróttir), Bjarni Sigurðsson (knattspyrna), Ágúst Húbertsson sem tók við verðlaunum Úlfars Jónssonar (golf), Ólafur Frímannsson, tók við verðlaunum sonar síns Ólafs H. Ólafssonar (glíma), Ólafur Viðar Birgisson (skotfimi), Þorvarður Sigfússon (blak) og Ómar ívarsson (karate). Neðri röð frá vinstri: Steinar Sigurbjörnsson, sem tók við verðlaunum föður síns, Sigurbjörns Bárðarsonar (hestaíþróttir), Páll Kolbeinsson (körfuknattleikur), Guðmundur Helgason (lyftingar), Sigríður Ólafsdóttir (siglingar), Guðmundur Hrafn- kelsson (handknattleikur) og Linda Steinunn Pétursdóttir (fimleikar). Fjarverandi voru Valdemar Valdemarsson (skiði), Kjartan Briem (borðtennis), Ragnheiður Runólfsdóttir (sund) og Einar Siggeirsson (tennis). Bjarni Friðriksson var valinn júdómaður ársins í tólfta sinn og hefur enginn íþróttamaður svo oft orðið fyrir valinu hjá sérsambandi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.