Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 PÉTUR Guðmundsson kúlu- varpari og Þórdís Gísladóttir eru þau einu sem náð hafa lágmörkum fyrir heimsmeist- aramótið innanhúss ífrjáls- um íþróttum, sem fram fer í Sevilla 8. til 10. mars á næsta ári. Að sögn Ásbjörns Egilssonar, framkvæmdastjóra FRÍ, er ekki fyrirsjánlegt að aðrir íslensk- ir frjálsíþróttamenn ná lágmörk- um fyrir HM. FRÍ hefur þó heim- ild til að senda einn keppanda í hverja grein, en Ásbjörn reiknaði ekki með að sú heimild yrði not- uð. Það verða því að öllum líkind- um aðeins Pétur og Þót'dís sem fara til Sevilla. Lágmarkið fyrir kúluvarp karla er 19,40 metrar ef kastað er utan- dyra en 19,60 metrar innandyra. Pétur náði þessum lágmörkum í síðasta mánuði og gott betur er hann varpaði 21,26 metra og bætti Islandsmet Hreins Halldórs- sonar um 17 sentímetra. Áður hafði' hann bætt metið innanhúss um 7 sm, er hann kastaði 20,66 metra í Reiðhöllinni. Lágmarkið í hástökki kvenna fyrir HM er 1,87 metrar. Þórdís stökk 1,88 metra á móti í Grims- by 19. ágúst í sumar og bætti þar íslandsmet sitt frá því 1983 um einn sentímeter. Pétur Guðmundsson. FRJALSARIÞROTTIR Pétur og Þórdís á HM SUND Ragnar nálægt íslands- metinu í800 m skriðsundi Ragnar Guðmundsson var aðeins einum hundraðshluta úr sekúndu frá íslandsmeti sínu í 800 m skriðsundi á móti í Köln. RAGNAR Guðmundsson sund- maður, sem æfir í Köln í Þýska- landi þar sem hann stundar nám í íþróttaskóla, var aðeins einum hundraðshluta úr sek- úndu frá íslandsmeti sínu í 800 m skriðsundi á móti í Köln ■ agnar hefur æft mjög vel frá því í byijun þessa árs með það í huga að ná lágmarki fyrir heims- meistaramótið í Ástralíu, sem fram fer í janúar. Sundsamband Islands fór fram á það við þýska sundsambandið að Ragnar fengi að keppa á þýska meistaramótinu, sem fram fór fyrir mánuði, til að reyna við HM-iág- markið, en því var hafnað án þess að nokkrar ástæður væru tilgreind- ar. Það varð því úr að Ragnar ák- vað að stefna á sundmót sem hald- ið var í Köln um síðustu helgi. Fyr- ir þremur vikum veiktist Ragnar og gat því ekki æft í tvær vikur. Þrátt fyrir það ákvað Ragnar að keppa í 1.500 m skriðsundi á mót- inu í Köln. Til að ná HM-lágmark- inu þurfti hann að bæta íslandsmet sitt, sem hann setti á Ólympíuleik- unum í Seoul 1988, um 10 sekúnd- ur. Ragnar hóf sundið á hraða sem hefði geta fært hann nálægt þeim tíma og millitími hans eftir 800 metra var 8.28,29 mín., en íslands- met er 8.28,28 mín. og var hann því aðeins 1/100 hluta úr sekúndu frá því. Fljótlega eftir 800 metrana fór að draga mjög úr hraðanum og lauk hann sundinu á 17.01,23 mín og var langt frá sínu besta. Ragnar sigraði í sundinu. ÍÞ/émR FOLK ■ ÍSLENSKIR glímumenn eru nú staddir á Kanaríeyjum þar sem þeir keppa við heimamenn í glímu og þjóðlégum fangbrögðum. ís- lenska liðið er skipa eftirtöldum: Olafur Haukur Olafsson, Jóhann- es Sveinbjörnsson, Orri Björns- son, Ásgeir Víglundsson, Hilmar Ágústsson og Arngeir Friðriks- son. ■ SEINDÓR Elíson og Valdimar Hilmarsson úr ÍK hafa ákveðið að leika með Breiðabliki í 1. deild knattspyrnunnar næsta sumar. ■ BÖGDANKowalczyk, fyrrver- andi landsliðsþjálfari íslands í handknattleik, hefur- verið ráðinn þjálfari Yanca frá Varsjá í Pólt- andi. Yanca leikur í pólsku 2. deild- inni. Frá þessu var skýrt í DVí gær. ■ HJALTI „Úrsus“ Árnason og Magnús Ver Magnússon tóku þátt í kraftamóti sem fram fór í Montre- al í Kanada fyrir skömmu. Hjalti varð í 5. sæti, en hann sigraði á þessu móti í fyrra. Magnús Ver stóð sig betur og hafnaði í 3. sæti. Einnig var keppt í liðakeppni og þar varð Island í 2. sæti á eftir Bandaríkjunum. Sigurvegari í ein- staklingskeppninni var Mark Higg- ins frá Bretlandi. M BRYAN Robson, fyrrum fyrir- liði enska landsliðsins, verður í liði Manchester United, í byijunarlið- inu eða á bekknum, í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili er liðið mætir Leeds í deildarkeppninni á Old Trafford á laugardag. Robson hefur átt við þrálát meiðsli að stríða er nú að ná sér að fullu. Hann hef- ur leikið tvo heila leiki með varaliði félagsins og ekkert fundið til. ■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barc- elona, verður að fylgjast með liði sínu frá áhorfendastúkunni í næsta leik ljðsins í deildinni, sem er gegn Real Zaragoza á sunnudag. Cruyff fékk rauða spjaldið fyrir nöldur við dómarann í síðasta leik liðsins, sem var gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í meistarakeppn- inni spönsku á miðvikudag. Real Madrid vann leikinn, 1:0. Barcel- ona hefur ekki unnið Real Zaragoza í fjögur ár. Það veikir einnig lið Barcelona að Michael Laudrup og Aitor Beguiristan eru báðir meiddir. ■ JOZEF Chovanec, tékknseki landsliðsmaðurinn hjá PSV Eind- hoven er til sölu'. Hann hefur ekki náð að festa sig í byijunarliði fé- lagsins þar sem aðeins má nota tvo útlendinga hjá hveiju félagi í hollensku knattspyrnunni. FRJALSAR IÞROTTIR BÆKUR Frjáls- íþróttamenn á Selfossi fá viður- kenningu Fijálsíþróttalið Selfoss fékk ný- lega afhenta 150 þúsund króna viðurkenningu frá íþrótta- og tóm- stundaráði Selfoss vegna góðs ár- ■■■■■■ angurs á liðnu Sigurður keppnistímabili. Jónsson _ Fijálsíþrótta- skrifar menn Selfoss áttu stóran þátt í sigri Héraðssambandsins Skarphéðins í bikarkeppni fijálsíþróttasambands- ins. Ennfremur í stærsta fijáls- íþróttasigri sem unnist hefur á landsmóti ungmennafélaganna í Mosfellsbæ. Það var Ólafur Guðmundsson fyr- irliði liðsins í bikarkeppninni sem tók við viðurkenningunni úr höndum Siguijóns Bergssonar varaformanns íþrótta- og tómstundaráðs. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hlaupararnir sem hlupu áheita hlaupið. Þann 1. desember hlupu félagar frjálsíþróttadeildar Selfoss boðhlaup í eina klukkustund til fjáröflunar fyrir starfið. Tókst þeinr að komast 20,1 kílómetra, en áður höfðu yngri félagar safnað áheitum. Hjá deild- inni starfa tveir þjálfarar, Kári Jóns- Son og Guðrún Erla Gísladóttir. Ólafur Guðmundsson fyrirliði fijálsíþróttanianna á Selfossi tekur við viðurkenningu Selfossbæjar úr höndum Sigutjóns Bergssonar vara- formanns íþrótta- og. tómstundaráðs Selfoss. íslensk knattspyrna komin út í 10. sinn Tíunda bindið í bókaflokknum íslensk knattspyrna er komin út, en um er að ræða árbók knatt- spyrnunnar í máli og myndum. Meðal efnis má nefna frásagnir frá öllum Ieikjum í 1. deild karla, úrslit og markaskorarar í öllum leikjum 2. og 3. deildar karla og 1. deildar kvenna og öll önnur úrslit á íslands- mótinu. Þá er greint frá ieikjafjölda og mörkum allra leikmanna í öllum deildum karla og kvenna, bikar- keppninni, landsleikjum, Evrópu- leikjum félagsliða, íslenskum at- vinnumönnum og sögu íslenskrar knattspyrnu 1967 til 1969 eru gerð sérstök skil. Sérstaklega er fjallað um Ásgeir Siguivinsson, Sævar Jónsson, Steinar Guðgeirsson og Eyjamenn. Víðir Sigurðsson, íþróttafrétta- maður á DV, er höfundur bókarinn- ar, en hann hefur skrifað bóka- flokkinn óslitið frá 1983. Útgefandi er Skjaldborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.