Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 29 Reuter SAS tapar stórfé á hótelkaupum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, SAS-flugfélagið mun tapa tals- verðum fjármunum á hótelkaup- um sínum víða um heim, að sögn danska blaðsins Politiken. Að sögn blaðsins hafa sérfræð- ingar Den Danske Bank og UNI- BANK reiknað út að hóteldeild SAS fréttaritara Morgunblaðsins. verði rekin með a.m.k. 400 milljóna danskra króna tapi á næstu tveimur árum, jafnvirði 3,8 milljarða ÍSK. Tapið er einkum til komið vegna kaupa SAS á Intercontinental-hót- elkeðjunni en 46 af hótelunum 106 eru fjarri áfangastöðum flugfélags- ins. Kaupverðið var 3,5 milljarðar danskra króna, jafnvirði 33 millj- arða ÍSK. Ib Jensen, fulltrúi starfsmanna í stjórn SAS, segir í samtali við Pol- itiken að kaupin á Intercontinental- keðjunni sé heimskulegasta fjár- festing SAS frá upphafi. Engisprettnasveimur í Ástralíu Starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins í Ástralíu veiðir engisprettur er sveima' til Perth eftir að hafa farið yfir hveitiakra í vesturhluta landsins og valdið þar miklum skaða. Þýskaland: Teltschik segir af sér Bonn. Reuter. HORST Teltschik, helsti ráðgjafi Helmuts Kohls Þýskalandskansl- ara í utanríkismálum, sagði af. sér á miðvikudag og er litið á afsögn hans sem áfall fyrir kansl- arann. Teltschik er 50 ára og hefur ver- ið náinn samstarfsmaður Kohls frá 1972. Hann hverfur úr opinberri þjónustu til starfa hjá Bertelsmann- stofnuninni, sem er einkafyrirtæki er fæst við rannsóknastörf. Kohl sagði á miðvikudag að Teltschik hefði tjáð sér í október að hann hygðist láta áf starfi deild- arstjóra í ráðuneyti sínu og hverfa til starfa í einkageiranum. Hefði hann strax lýst hryggð sinni með þá ákvörðun Teltschiks. Hann er þriðji háttsetti embættismaðurinn sem segir skilið við stjórn Kohls í þessari viku. Áður höfðu Helmut Haussmann efnahagsmálaráðherra og Ursula Lehr, heilbrigðis- og kvennamálaráðherra, sagt af sér. NATO reiðubúið að útrýma skammdrægum flaugum Brussel. Reuter. GERHARD Stoltenberg, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði á miðvikudag að Atlantshafsbandalagið (NATO) væri reiðubúið að útrýma skammdrægum kjarnorkueldflaugum sinum í Evrópu. ^ lÍÖKflFORlHGSBŒKöi'. Eldflaugarnar eru aðallega í Þýskalandi. Búist er við að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn hefji við- ræður um fækkun þeirra á kom- andi ári. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn tjáð sig um hvort hún vilji útrýma þeim algjörlega. Varnarmálaráðherrann sagði einnig að aðildarríkin í Evrópu litu svo á að ekkert vit væri í því að halda í stórskotaliðsvopn búin kjarnahleðslum á sama tíma og Sovétmenn væru að flytja hersveit- ir sínar í álfunni heim. Einn af að- stoðarmönnum hans sagði við fréttaritara Reuters að samkomu- lag væri í sjónmáli innan NATO um að útrýma stórskotaliðsvopnun- um einnig. ARTIH'R JÓDYNUR GUNNAR HyARNASON “RÁDUNALTnJH CTO ''b öaga cÍSISENZKAcHESTSINS<'Á 20. ÖLCD Islenska óperan ___iiiu a Frumsýning r% 26. desember • Miöapantanirí síma 621077 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.