Morgunblaðið - 07.12.1990, Side 50

Morgunblaðið - 07.12.1990, Side 50
1<1 50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990 félk í fréttum VESTMANNAEYJAR Dúndur stemmning á Lundaballinu Vestmannaeyjum. Bjargveiðimenn í Vestmanna- eyjum héldu fyrir skömmu árs hátíð sína. Árshátíðin, sem venjulega gengur undir nafninu Lundaballið, var að þessu sinni í umsjá Álseyinga, en veiðifélögin í úteyjunum skiptast á um að sjá um framkvæmd hátíðarinnar. Lundaballið hefur verið árviss atburður í skemmtanalífi Eyja- manna um áratuga skeið. Þykir skemmtun þessi eitt af betri böll- um ársins og bíða bjargveiðimenn ballsins yfirleitt með eftirvænt- ingu. Undanfarin ár hefur mat- seðill hátíðarinnnar orðið fjöl- breyttari með ári hveiju. Að þessu sinni var gestum boðið upp á for- drykk við innganginn og með honum voru borin fram söl og harðfiskbitar. Blandaður sjávar- réttadiskur með rækjum, humri, smokkfiski og hörpuskel var í for- rétt en aðalréttir voru á hlað- borði. Þar mátti finna reyktan og steiktan lunda, lundabringur í villikryddsósu og piparsósu, hangikjöt og blandaða sjávarrétti ásamt öllu hugsanlegu meðlæti. Mátulegur rígur, sem ávallt er þó á léttu nótunum, er milli útey- inganna og ganga skotin á víxl milli manna. Álsey er ein af suðu- reyjunum og til að minna á það skreyttu Álseyingar salinn í suð- rænum stíl. Pálmatré og sólir voru á víð og dreif um salinn til að minna á sólina og suðræna veður- farið hjá þeim. Til að minna enn frekar á suðrænu stemmninguna báru Álseyingar forréttinn fram á stuttbuxum með stráhatta og sólgleraugu. Að borðhaldi loknu var telpð til við skemmtidagskrá og þá flugpi allföst skot á milli manna og veiðifélaga. Álséyingar færðu Bjarnareyjaijarlinum, Árna Johnsen, uppstoppaðan „lunda“, sem var um það bil helmingi minni en venjulegur lundi. Fylgdu gjöf- inni þau orð að þessi litli fugl væri Bjarnareyjarlundi \ fullri stærð, en lundarnir þar væru mun rýrari en í öðrum úteyjum. Þannig leið skemmtidagskráin með gálgahúmor, myndasýningu, söng og fleira sprelli. Dans var síðan stiginn við undirleik hljóm- sveitarinnar 7-undar en laust eftir miðnætti var borin fram kraftmik- il humarsúpa sem gestir gerðu góð skil. Lundakarlar og gestir þeirra dönsuðu síðan fram á morgun og höfðu fæstir fengið nóg þegar dansleiknum iauk í morgunsárið. Grímur Kalli Birgis og Jón Þór skenkja veislugestum miðnætursúpu. Bjarnareyjarjarlinn með smálundann sem honum var færður. Álseyingar bera forréttinn inn klæddir á suðræna vísu. SIEMENS Litlu roftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! kaffivélar ^ hrærivélar 1 brauðristar vöfflujárn gj strokjárn handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvarnir ,yaclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduö tœki. Munið umboðsmenn okkar víös vegar um landið! ■ K

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.