Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.12.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBKAÐIÐ FÖSTUÐAGUR' 73 DESEMBER 1’990 James Baker um málefni Mið-Austurlanda: Bandaríkjastjóm styður ekki ályktun um friðarráðstefnu Washington, Túnisborg. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bng fréttum um að Bandaríkjastjórn hygðist styðja ályktunartillögu hjá Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að efnt yrði til alþjóðlegrar friðarráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda. „Við mælum ekki með því nú að efnt verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um deilur araba og Israela og við styðjum ekki heldur ályktun um slíkt hjá öryggisráðinu," sagði Bak- er er hann ávarpaði útanríkismála- nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja- þings. Hann sagði að slík ályktun væri í ósamræmi við þá afstöðu Bandaríkjastjórnar að ekki mætti tengja Persaflóamálið við deilu araba og ísraela. „Það er því vita- skuld ekki tímabært að efna til slíkrar ráðstefnu,“ bætti hann við. Bandarískir fjölmiðlar höfðu haft eftir stjómarerindrekum að Banda- ríkjastjórn hefði lagt fram tillögu hjá öryggisráðinu um að efnt yrði til alþjóðlegrar friðarráðstefnu „á viðeigandi tíma“ og „með tilhlýði- legu fýrirkomulagi" til að greiða fyrir friðarsamningi milli ísraela og araba. Stjórnarerindrekarnir sögðu að þetta væri í fyrsta sinn sem Bandaríkjastjórn styddi slíka tillögu í slóð Leifs heppna til Ameríku Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKI ævintýramaðurinn Ragnar Thorseth hefur nú gert allt klárt fyrir næsta siglingaleið- angur sinn en að þessu sinni hyggst hann feta í fótspor Leifs Eiríkssonar og sigla á víkingaskipi til Ameríku. í leiðangri Thorseths verða þijú víkingaskip og verður lagt upp á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, frá Bergen. Tilgangurinn með ferðalaginu er m.a. sá að minnást Vínlandsfarar Leifs Eiríkssonar. Að baki leiðangursins standa ríkisstjóm- ir Noregs og íslands, norska sjón- varpið og dótturfyrirtæki Kloster- samsteypunnar, World City Disco- very. Aætlaður kostnaður við leið- angurinn er 20 milljónir norskra króna, jafnvirði 190 milljóna ISK, og er fjármögnun lokið. Einnig hefur verið gengið frá fyrirhugaðri ferðaá- ætlun. Um borð í skipunum verða 26 menn, þar af fjögurra manna sveit breskra kvikmyndatökumanna. Víkingaskipin eru Gauksstaðaskipið, sem er í eigu Kloster, Ósebergsskip- ið sem er í eigu Bergesen útgerðar- innar og Sigiar Saga sem er eign fylkissafnsins á Sunnmæri. Verður þeim reynslusiglt 1. mars nk. frá Bergen til Þrándheims. Fyrsti viðkomustaður leiðangurs- ins verður í gamla víkingabænum Kirkwall á Orkneyjum. Þaðan verður haldið til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum en þar telja menn sig það tengda Noregi að norski þjóðhátíðardagur- inn- er þar haldinn hátíðlegur. Frá Leirvík liggur leiðin út á Atlantshaf og stefna tekin á Færeyjar. Hleypt verður á land bæði í Þórshöfn og Kirkjubæ en síðan siglt til íslands og áætlað er að þangað verði skipin komin um Jónsmessu. Þaðan verður haldið til Grænlands, síðan til Ný- fundnalands en leiðangrinum á að ljúka í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna um haustið. Norska ríkissjónvarpið mun í sam- vinnu við nokkrar sjónvarpsstöðvar gera þætti um leiðangurinn og er talið að þeir verði góð auglýsing fyr- ir íslendinga og Norðmenn. Nortre og Norges Eksportrúd munu i tengsl- um við siglinguna efna til kynning- ar-og markaðsátaks þar sem Noreg- ur verður kynntur sem ferðamanna- land og einnig norskar útflutnings- með fyrirvörum hjá öiyggisráðinu þótt hún hefði áður samþykkt álykt- un þar sem minnst er á siíka ráð- stefnu á varfærnislegan hátt. Þeir sögðu að Thomas Pickering, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, væri að ræða málið við Ismail Bazal, sendiherra Mala- ysíu, sem hefur ásamt þremur öðr- um óháðum ríkjum lagt fram álykt- unartillögu um hernumin svæði ísraela. Stjómarerindrekar sögðu að Bandaríkjastjórn væri að reyna að komast hjá því að beita neitunar- valdi gegn tillögu óháðu ríkjanna þar sem hún óttaðist að slíkt gæti orðið til að ijúfa samstöðu ríkjanna sem sameinast hafa gegn Saddam Hussein íraksforseta í Persaflóa- deilunni; Því hefði hún meðal ann- ars léð máls á því að minnst yrði á ráðstefnu „á viðeigandi tíma og með tilhlýðilegu fyrirkomulagi“. Baker sagði að Bandaríkjastjórn hefði margoft notað þetta orðalag í þessu sambandi og því hefði eng- in breyting orðið á stefnu hennar. ■ Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að senda fleiri hermenn og vopn til Persaflóa á tveggja daga fundi varnarmálaráðherra bandalagsins sem hófst í Brussel í gær. „Allir tóku vel í þetta en eng- inn hefur enn gefið loforð,“ sagði einn embættismanna NATO. James Baker Salman Rushdie birtist óvænt og fyrirvaralaust í bókaverslun í bók sína. « Reuter London í gær og áritaði nýútkomna Rushdie úr felum London. Daily Telegraph. RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie kom úr felum í gær og áritaði nýútkomna bók sína, Har- ún og sagnahafið (Haroun and- the Sea of Stories), í bókaverslun í London. Rushdie hefur verið í felum í tæp tvö ár eða frá því erkiklerkurinn Ayatollah Khomeini í íran lýsti hann réttdræpan fyrir bókina Söngvar Satans. Klerkurinn sagði að umfjöllun bókarinnar um trúar- siði múhameðstrúarmanna helgispjöll. Koma Rushdie vakti undrun fjölda fólks sem var statt í búðinni. Gaf hann sig á tal við viðstadda sem sögðu að hann hefði leikið á alls oddi og verið afslappaður í þær 20 mínútur sefn hann hafði viðdvöl í búðinni -en á þeim tíma áritaði hann um 100 bækur fyrir viðskiptavini verslunarinnar. væri Forsetaframbjóðandi veldur heilabrotum hjá pólskum kjósendum: Tyminski nærðist á ormum og lirfum í myrkviðum indíána Eiginkonan greinir líkamskvilla með því að rannsaka augu sjúklinganna Varsjá, London. Reuter, Daily Telegraph. BARÁTTAN fyrir síðari umferð forsetakosninganna í Póllandi á sunnudag hefur einkennst af gagnkvæmum svívirðingum frambjóð- endanna tveggja, þeirra Lech Walesa og Stanislaws Tyminskis. Walesa sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sakaði andstæð- ing sinn um að gera Pólverja að aðhlátursefni heimsbyggðarinnar með framboði sínu. Að sögn Walesa mætti Tyminski ekki á settum tíma í sjónvarpskappræðu á sunnudag og mun hinn fyrrnefndi því ekki semja um fleiri kappræður. Walesa nýtur mikilla yfirburða í skoðanakönnunum en stuðningsmenn hans óttast að vissa kjósenda um að úrslitin séu þegar ráðin geti valdið óvæntum atburðum; marg- ir muni ekki nenna á kjörstað. Tyminski segist vera harður fijálshyggjumaður, boðar skatta- lækkanir og heitir því að vera búinn að bæta lífskjörin eftir aðeins mán- aðar setu í embætti en forðast að öðru Ieyti að útskýra stefnu sína. Fólk, sem sagt er vera frá Kanada, þar sem Tyminski hefur að mestu búið undanfarna tvo ára- tugi, hefur komið fram • í pólsku sjönvarpi og haldið því fram að frambjóðandinn beiji konuna sína og tími ekki að kaupa mat handa börnunum. Einnig er hann sagður bijóta húsgögnin í reiðiköstum og því hefur verið haldið á lofti að hann hafí ekki verið talinn hæfur til herþjónustu í Póllandi sakir geð- rærtna kvilla og flogaveiki. Jozef Glemp, kardínáli og æðsti maður kirkjunnar í Póllandi, segir að Tym- inski,sé „sögulegur brandari" og hefur ítrekað stuðning kirkjunnar við Walesa. Sjálfur segist Tyminski hafa í fórum sínum upplýsingar um Walesa sem geti skaðað mjög orðstír hans en hafnar beiðni Sam- stöðuleiðtogans um að birta þessar upplýsingar. Walesa segir ljóst að gamlir kommúnistar og fyrrverandi öryggislögreglumenn styðji við bak- ið á Tyminski í von um að auka glundroða í landinu en gífurlegir efnahagsörðugleikar hijá þjóðina vegna gjaldþrots kommúnismans. Athygli hefur vakið að Tyminski hefur að sögn stjórnvalda oftar en einu sinni komið við í Líbýu á ferð- um til Póllands en sjálfur segir hann þetta eintómar gróusögur. Meðal indíána í Perú Tyminski fór frá Póllandi 1969 til Kanada með viðkomu í Svíþjóð. Hann er 42 ára gamall, fæddur í smáborg í grennd við Varsjá. Hann lærði tölvufræði í Kanada, segist vera orðinn milljónamæringur í Bandaríkjadollurum og vitað er að hann rekur nú rafeindatækjafyrir- tækið Transduction í Toronto, hefur þar tíu manns í vinnu. Árið 1981 fór í hann í sumarleyfi til Perú en þar hafði hann um hríð veitt fjórum börnum fjárstuðning. í ferðinni kom hann til afskekkts smábæjar ind- íána, Iquitos, sem er við Amazon- fljótið. Af einhveijum ástæðum féll Tyminski fyrir staðnum og þar kynntist hann núverandi eiginkonu sinni, Gracielu sem sjaldan víkur frá honum enda telur frambjóðand- inn að hún búi yfir dularfullum mætti. Graciela stundar náttúru- lækningar og greinir sjúkdóma fólks með því að rannsaka ljósop augnanna. Opinberun í bókinni „Heilagir hundar“ sem Tyminski fékk kunningja sinn til að færa í letur kemur fram að foy- setaframbjóðandinn hafi orðið fyrir andlegri opinberun hjá indíánunum á frumskógasvæðinu en þeir hafa haft lítil kynni af siðmenningu hvítra manna. Þar lifði Tyminski undir handaijaðri þeirra og nærðist um' skeið á ormum og lirfum. Alls dvaldi hann í fjögur ár í Perú og kom á fót kapalsjónvarpi í Iquitos. Efnið fékk hann frá mex- íkóskum, bandarískum og sovésk- um stöðvum en var sakaður um að greiða ekkert fyrir það. Hann stundaði einnig viðskipti á fleiri sviðum í Perú, rekur veitingastað og selur m.a. farsíma, lét einnig smíða olíuskip en hélt 1985 aftur til Kanada. 1989 varð hann formað- ur smáflokks ákafra hægrisinna í Kanada. Tyminski virðist ekki hafa sýnt málefnum Póllands verulegan áhuga þar til allra síðustu árin og háðfuglar gera sér mat úr því að hann talar móðurmálið með sterk- um hreim. Athygli hefur vakið að hann segist ekki hafa heyrt um herlögin sem kommúnistar settu 1981 og neitar að fordæma þær aðgerðir. Snemma í október á þessu ári fór hann á heimaslóðir til að auglýsa bók sína en segir að vinir og aðdáendur hafi hvatt sig til að fara í forsetaframboð. Fáir tóku baráttu hans alvarlega í fyrstu og það var reiðarslag fyrir marga Sam- stöðuleiðtoga. að hann skyldi fá fleiri atkvæði en Tadeusz Mazowi- ecki forsætisráðherra sem varð þriðji í fyrri umferðinni. Stjórnmálaskýrendur segja að fylgið hafi Tyminski einkum sótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.