Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
Gísli Sigurðsson í Bagdad:
Fararleyfi líklega í
dag eða á morgun
GÍSLI Sig-urðsson læknir fær að öllum líkindum fararleyfi frá
Bagdad í dag eða á morgun að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar,
starfsmanns utanríkisráðuneytisins. „Það er búið að segja Gísla
að þetta gangi eftir, að hann fái að fara. Það hefur hins vegar
ekki verið nefndur neinn tími. Hann fékk að vita að hann ætti að
fá að fara áður en tilkynnt var um að allir erlendir gíslar í írak
og Kúvæt fengju frelsi. Gísli á því von á að hann fái að fara á
undan þeim þannig að hann bjóst við að fá stimpilinn á morgun
eða sunnudag. Þá myndi hann verða samferða Jóhönnu Kristjóns-
dóttur [blaðamanni MorgunblaðsinsJ til Amman í Jórdaníu,“ sagði
Finnbogi Rútur.
„Þegar til Amman er komið tek-
ur Gísli að öllum líkindum vél til
London og svo til íslands," sagði
Finnbogi Rútur. Flugleiðir hafa
GATT-viðræðum lokið:
Islendingar
vildu halda
viðræðun-
um áfram
GATT-viðræðunum var slitið í
Brussel í gær án þess að sam-
komulag næðist um landbúnað-
armál. íslenska sendinefndin
lýsti því yfir í fyn-inótt að hún
væri, eins og hinar Norður-
landaþjóðirnar, tilbúin til að
ræða málin áfram á grundvelli
málamiðlunartillögu þrátt fyrir
að tvö atriði væru erfið fyrir
Islendinga, að sögn Kjartans
Jóhannssonar sendiherra og
formanns sendinefndarinnar.
Kjartan sagði að tillaga Hell-
ströms, formanns landbúnaðar-
nefndar Gatt-fundarins, hefði verið
sannkölluð málamiðlunartillaga.
Flestir hefðu verið óánægðir með
eitthvað í henni. Atriðin sem
íslenska sendinefndin gat ekki
fyllilega sætt sig við voru tvö.
Orðalag um hvaða stuðningsað-
gerðir sem ekki væru markaðstruf-
landi mætti veita landbúnaði þótti
of óljóst. Þá gerði tillagan ráð fyr-
ir meiri aðgangi að innlendum
markaði en Islendingar höfðu gert
ráð fyrir í sínu tilboði.
Sjá bls. 30: „Þráðurinn tek-
ákveðið að bjóða Gísla far heim frá
London og eins verður eiginkonu
hans Birnu Hjaltadóttur boðið að
fara til London að taka á móti eig-
inmanni sínum.
Að sögn Finnboga Rúts hefur
sænska sendiráðið í Bagdad lagt
út fyrir þeim kostnaði sem Gísli
hefur orðið fyrir í Irak svo sem
eins og vegna hótelgistingar og
mun íslenska utanríkisráðuneytið
ábyrgjast greiðslur á honum. Enn-
fremur hefur Stefanía Reinharðs-
dóttir, ræðismaður íslands í Amm-
an, heimild f,il að sjá um fjárhags-
hliðina fyrir Gísla eftir að hann
kemur þangað.
„Það virðist hafa borið árangur
sem við höfum verið að gera og
við vonum að þessu máli ljúki sem
fyrst," sagði Finnbogi Rútur. Hann
var spurður hvort ráðuneytið gæti
nú skýrt frá því sem það hefði
gert undanfama daga til þess að
fá Gísla lausan. „Það síðasta sem
við gerðum í þessu máli var þegar
sendiherra Jórdaníu var hér á mið-
vikudag í ^síðustu viku til að af-
henda trúnaðarbréf. Hann hitti
ráðherra og ráðuneytisstjóra og
fleiri og lofaði að ganga sjálfur í
málið og beita sér af fyllsta mætti
strax og hann kæmi til London.
En strax og Gísli er kominn til
Amman verður væntanlega gefin
út fréttatilkynning þar sem þetta
verður skýrt nánar.“
Pétur Sveinsson, rannsóknar-
lögreglumaður, við hluta
bruggbúnaðarins. Á innfelldu
myndinni, sem tekin var í
mjólkurhúsinu, sjást tunnur,
sem geymdar voru í lokuðum
skáp.
Umfangsmikil framleiðsla
o g sala á bruggi upplýst
Framleiðslan var í mjólkurhúsi í Rangárvallasýslu
LÖGREGLAN hefur upplýst
umfangsmikla framleiðslu og
sölu á bruggi. Framleiðslan fór
fram í mjólkurhúsi á bæ í
Vestur-Landeyjum en brugg-
inu var aðallega dreift á höfuð-
borgarsvæðinu. Þrír menn á
þrítugsaldri hafa játað að hafa
staðið að framleiðslu og sölu
bruggsins og er málið upplýst.
Hörður Jóhannesson, lögreglu-
fulltrúi í rannsóknadeild Lögregl-
unnar í Reykjavík, segir að málið
hafi verið upplýst í góðri sam-
vinnu lögreglunnar í Reykjavík,
Hafnarfírði og sýslumannsem-
bættis og Iögreglu í Rangárvalla-
sýslu. Hann segir að lögreglan í
Reykjavík hafí í nokkuð langan
tíma haft grun um sölu á bruggi.
Meðal annars hefðu henni borist
ábendingar frá foreldrum sem
orðið hefðu vör við að börn þeirra
væru með heimabrugg. Lögreglan
hefði því gefíð þessum málum
góðar gætur. Á miðvikudag hand-
tók lögreglan í Reykjavík mann
sem hafði landa undir höndum.
Það leiddi síðan til þess að á
fimmtudag fannst bruggverk-
smiðjan í mjólkurhúsi fjóss á
sveitabæ í Vestur-Landeyjum í
Rangárvallasýslu.
Lögreglan lagði hald á 200 lítra
af eimuðu heimabrugguðu áfengi
og á framleiðslustað var hellt nið-
ur 600 lítrum af óeimuðu bruggi,
svokölluðum gambra. Þá hafa
þremenningarnir sem að þessu
stóðu viðurkennt sölu á nokkur
hundruð lítrum af landa á höfuð-
borgarsvæðinu. Viðurkennt er að
framleiðsla og sala hefur staðið
yfir í marga mánuði. Heildsölu-
verð landans frá framleiðanda var
1.000 krónur lítrinn af 40-45%
áfengi. Smásalarnir Iögðu 500
krónur á vöruna, þannig að út-
söluverð lítrans til neytenda var
1.500 krónur. Söluverð þess landa
sem viðurkennt er að hafi verið
seldur undanfarna mánuði er því
hátt í ein milljón kr.
Bankaslj órn Seðlabanka biðst af-
sökunar á orðalagj hagfræðideildar
BANKASTJORN Seðlabankans
baðst í- gær opinberlega afsökunar
á orðalagi í áliti hagfræðideildar
bankans um verðbólguáhrif af-
Ásthildur Thorsteinsson
Ágústa Brynjólfsdóttir
Létust af slysförum
Mæðgurnar, sem létust í um-
ferðarslysi í. Ártúnsbrekku á
miðvikudagskvöld, hétu Ást-
hildur Thorsteinsson, 44 ára og
Ágústa Brynjólfsdóttir, 18 ára.
Ásthildur var fædd 1. desember
1946. Hún lætur eftir sig eina
dóttur, sem er 12 ára, og tvo syni,
15 og 26 ára. Ágústa var fædd
10. september 1972. Hún lætur
eftir sig 8 mánaða gamalt bam.
Mæðgumar vom búsettar að Ála-
kvísl 76 í Reykjavík.
náms bráðabirgðalaganna. Bjarni
Bragi Jónsson, forstöðumaður
hagdeildar Seðlabankans og að-
stoðarbankastjóri, segir þó að út-
reikningar deildarinnar standist
miðað við þær forsendur, sem
gefnar voru.
Yfirlýsing bankastjórnarinnar er
svohljóðandi: „Vegna umræðna, sem
orðið hafa um álit hagfræðideildar
Seðlabankans um verðbólguáhrif af-
náms bráðabirgðalaga, sem nú em
fyrir Alþingi, vill bankastjóm Seðla-
bankans taka fram eftirfarandi:
1. Álit þetta var samið af hag-.
fræðideild bankans og sent efna-
hagsráðunaut forsætisráðherra.
Álitsgerðin var ekki send í nafni
bankastjómarinnar, enda ekki ætlazt
til þess að hún færi lengra. Því mið-
ur bámst upplýsingar um þetta efni
út úr bankanum og var það gert án
fyrirfram vitundar bankastjóra.
2. Af þessu tilefni vill bankastjóm
Seðlabankans sérstaklega afsaka
ógætilegt orðalag í þessu áliti hag-
fræðideildar, sem túlka má sem
ásakanir á hendur Þjóðhagsstofnun
og aðilum vinnumarkaðarins.
3. Þótt vissulega sé hægt að hafa
mismunandi skoðanir á framvindu
verðlagsmála, ef bráðabirgðalögin
em felld, telur bankastjórnin miklu
meiri hættur framundan en álit hag-
fræðideildar Seðlabankans virðist
gefa í skyn. Er bankastjórnin ein-
dregið þeirrar skoðunar, að umtals-
verð almerin kauphækkun nú mundi
hafa í för með sér alvarlega röskun
í verðlagsþróun á næstu mánuðum,
sem mundi stefna langtímamarkmið-
um um lækkun verðbólgu hér á landi
í verulega hættu.“
Bjarni Bragi Jónsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann hefði
samþykkt yfírlýsingu bankastjórnar-
innar. Það væri rétt, að orðalagið á
áliti deildarinnar hefði verið óheppi-
legt. „Upphaflega samningin var
ekki miðuð við að fara í fjölmiðla.
Það var eins konar kunningjabragur
á málfarinu," sagði Bjarni. Hann
sagði þó að miðað við þær forsend-
ur, sem hagfræðideildin hefði gefið
sér við samningu álitsins, stæðust
þeir tæknilégu útreikningar, sem þar
kæmu fram.
„Það skemmdi mikið fyrir okkur
þegar ég neyddist til að láta þetta
álit í hendur þingmannsins, sem
krafðist þess,“ sagði Bjami Bragi.
Hann sagði að þingnefndir ættu rétt
á svörum Seðlabankamanna og áliti,
þegar verið væri að fjalla um þing-
mál.
Bjami Bragi sagði að það sem
borið hefði á milli hagfræðideíldar-
innar og Þjóðhagsstofnunar væri að
Þjóðhagsstofnun setti upp getgátu-
verk um hvað gæti komið út úr samn-
ingarunu, og jafnvel að báðir aðilar
að kjarasamningum vildu halda stíft
í að hækka kaup sífellt til samræmis
við hækkanir BHMR. Hagfræðideild-
in hefði hins vegar aðeins reiknað
með einni samningalotu á almennum
vinnumarkaði, en ekki kauphækkun-
um á víxl. „Auðvitað var hægt að
fara lengra og reyna að sjá hvað
kæmi út úr samningaumferð, þar
sem þessa væri krafizt mjög ákveð-
ið. Það er bara svo fast í manni sem
Seðlabankamanni að það eigi ekki
að láta undan óraunhæfum kröfum
og gengið og peningamálin eigi að
standa þar á móti,“ sagði Bjarni
Bragi.
„Þetta álit hagfræðideildar Seðla-
bankans um verðbólguáhrif afnáms
bráðabirgðalaganna lýsir alls ekki
opinberu áliti bankastjómar Seðla-
bankans og ég óskaði eftir því að
bankastjórnin gerði grein fyrir skoð-
unum sínurn í málinu," sagði Jón
Sigurðsson bankaráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Landsbanki
selur Skaga-
útibú Sam-
vinnubanka
Búnaðarbankinn hefur keypt
útibú Samvinnubankans á Akra-
nesi af Landsbankanum og var
kaupsamningur undirritaður af
bankastjórnunum í gær. Sam-
kvæmt Heimildum Morgunblaðs-
ins er kaupverðið 220 milljónir.
Landsbankinn keypti Samvinnu-
bankann í fyrra. Hann hafði sjálfur
útibú á Akranesi fyrir, en það hefur
Búnaðarbankinn ekki haft. Að sögn
Sólons Sigurðssonar bankastjóra
Búnaðarbankans var Skagaútibúið
stærsta útibú Samvinnubankans ut-
an Reykjavíkur. Sólon sagði að ekk-
ert væri ákveðið um hugsanlegar
skipulags- eða mannabreytingar í
útibúinu.
Búnaðarbankinn tekur útibúið yfír
þann 17. desember.