Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 4
4-
MORáUNBLÁRlÖ LAÚGARDÁGUR18. :DÉ5ÉMB'ER 1990
Gísli Runólfsson yHpstjórí á loðnuskipínu Bjama Ólafssyni AK:
Hótað veiðibanni ef við
færum ekki strax í land
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fer í loðnuleit í dag
„Sjávarútvegsráðuneytið hótaði okkur loðnuveiðibanni ef við færum
ekki strax í iand,“ segir Gísli Runólfsson á loðnuskipinu Bjarna Ólafs-
syni AK en hann og Helga II RE fóru á loðnuveiðar á fimmtudags-
kvöld. Gísli segir að skipin hafi ekki verið komin á loðnumiðin við
Kolbeinsey fyrr en í gærmorgun og því enga loðnu veitt en þar hafi
fengist stór loðna undanfarið. Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær að
rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi nú þegar í loðnuleit en ákveðið
hafði verið að rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Arni Friðriks-
son færu bæði í loðnuleiðangur 2. janúar nk.
Loðnuskipaflotinn sigldi i land á
miðvikudag, samkvæmt tilmælum
sjávarútvegsráðherra, þar sem
loðnuveiðistofninn er nú einungis
370 þúsund tonn en talið er að 400
þúsund tonn af hrygningárloðnu
þurfi til að viðhalda eðlilegum loðnu-
veiðistofni.
Bæjarstjómir Akureyrar og
Siglufjarðar, bæjarstjórinn í Bolung-
arvík og hreppsnefndir Raufarhafnar
sendu í gær sameiginlega ályktun
til sjávarútvegsráðherra, þar sem
segir meðal ánnars: „Við viljum vekja
athygli sjávarútvegsráðherra á því
að það veldur mikilli röskun í at-
vinnumálum þessara byggðarlaga og
verulegum rekstrarerfiðleikum hjá
loðnuverksmiðjum þessara staða að
loðnuveiðum skuli nú vera hætt.
Bræðsla Ioðnu, ásamt ýmsri þjónustu
við loðnuflotann, er mikilvægur þátt-
ur í atvinnulífi þessara staða. Bæjar-
félög eru því í hópi hagsmunaaðila,
eins og útgerðarmenn og sjómenn.
Ofanritaðir eru sammála því að
ekki megi ganga of nærri loðnustofn-
inum með ofveiði eða smáloðnuveið-
um og telja því heimildir um skyndi-
lokanir góðan kost í þessum efnum,
ásamt því að stöðva veiðar fyrr á
vorin, þegar komið er að hrygningu
loðnunnar.
Nú er upplýst að ekki verður fylgst
með loðnugöngum fyrir Norðurlandi
fram yfir áramót en áður hefur það
sýnt sig að skjótt skipast veður í
lofti í þessum efnum. Þess vegna
skora ofanritaðir á þig sem sjávarút-
vegsráðherra að þú beitir þér fyrir
því að nú þegar verði rannsóknaskip-
um haldið úti og jafnframt verði þrjú
til fjögur loðnuveiðiskip styrkt til
áframhaldandi leitar á miðunum fyr-
ir Norðurlandi það sem eftir lifir til
áramóta."
Gísli Runólfsson segir að greini-
legt sé að sjávarútvegsráðuneytið
vilji ekki að loðnuskipin leiti að loðnu
VEÐUR
Heimild: VeOurslofa islands
(Byggt á voöurspá Kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 8. DESEMBER
YFIRLIT í GÆR: Yfir sunnanverðu Grænlandshafi er víðáttumikii
1.044 mb. hæð sem þokast suðaustur. Við austurströnd Græn-
lands er að myndast lægðardrag sem mun hreyfast austur eða
norð-austur og dýpka.
SPÁ: Vestankaldi eða stinníngskaldi. Súld eða slydduél vestan-
lands. Él við norðurströndina en annars þurrt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestlæg átt og hlýnandi veður, súld
eða rigning um vestanvert landið en annars þurrt.
HORFUR Á MÁNUDAG: Vestan- og norðvestanátt og kólnandi
veður, úrkomulítið suðaustanlands, en él í öðrum landshlutum, eink-
um þó fyrir norðan.
TÁKN:
Heiðskírt
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■\ 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
= Þoka
= Þokumóða
5, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hltl +8 +7 veður skýjað hálfskýjað
Björgvin 0 snjóél
Helsinki S rignlng
Kaupmannahöfn 4 rigning
Narssarssuaq S alskýjað
Nuuk 8 alskýjað
Ósló 4 skýjað
Stokkhólmur 7 rigning
Þórshöfn +4 snjóél
Algarve 17 léttskýjað
Amsterdam 4 léttskýjað
Barcelona 11 mistur
Berlih 0 þokumóða
Chicago r6 heiðskírt
Feneyjar vantar
Frankfurt 1 heiöskirt
Glasgow 2 slydda
Hamborg 3 skýjað
Las Palmas 22 skýjað
London 7 léttskýjað
Los Angefes 16 heiðskírt
Lúxemborg +1 léttskýjað
Madrid 3 lágþokublettir
Malaga 16 skýjað
Mallorca 13 skýjað
Montreal +2 léttskýjað
NewVork 3 hálfskýjað
Orlando 13 lóttskýjað
Paris vantar
Róm 7 skýjað
V/n 4-3 alskýjað
Washington 3 alskýjað
Winnipeg +3 helðskírt
Bjarni Ólafsson AK 70 fór til loðnuveiða á finimtudagskvöld, en er
nú kominn aftur til hafnar.
fyrr en eftir áramótin. „Við höfðum
áhuga á að fylgjast með loðnunni
við Kolbeinsey en menn hafa ekki
séð loðnu þar fyrr en núna. Ráðu-
neytið lofaði okkur hins vegar að við
mættum fara á loðnuveiðar strax 2.
janúar næstkomandi. Það hafa ein-
ungis um 20 íslensk skip verið á
loðnuveiðum í haust en eftir áramót-
in fer væntanlega allur íslenski
loðnuflotinn, um fimmtíu skip, á
loðnuveiðar.
Þá hafa erlendu skipin, sem stund-
að hafa loðnuveiðar í okkar lögsögu,
alveg gleymst í þessari umræðu um
lélega loðnuveiði. Hvers vegna í
ósköpunum erum við að útvega út-
lendingum físk þegar við erum í
vandræðum sjálfir? Erlendu skipin
hafa enga loðnu veitt fyrir utan okk-
ar landhelgi undanfarið og þeim
verður væntanlega leyft að veiða hér
loðnu eftir áramótin, því þau eru á
sömu kjörum og við,“ segir Gísli
Runólfsson.
Loðnukvótinn á þessari vertíð er
600 þúsund tonn og þar af mega
íslensk skip veiða 475 þúsund tonn.
Endanlegur loðnukvóti á vertíðinni
verður hins vegar áð öllum líkindum
ákveðinn í janúar næstkomandi. ís-
lensk skip hafa veitt um 80 þúsund
tonn af loðnu í haust en erlend
27.590 tonn, þar af veiddu færeysk
skip 4.530 tonn og norsk 23.060
tonn. Samkomulag íslendinga,
Grænlendinga og Norðmanna um
nýtingu loðnustofnsins gildir til
þriggja ára frá og með 1. júlí 1989
en samkvæmt því fá íslendingar 78%
af loðnukvótanum, Grænlendingar
11% og Norðmenn 11%.
Hitaveita Reykjavíkur:
Jarðhýsi byggt
við útsýnishúsið
FULLTRÚAR minnihlutaflokkanna gagnrýndu harðlega fram-
kvæmdir við byggingu jarðhýsis i tengslum við útsýnishús Hita-
veitunnar á Öskjuhlíð á fundi borgarsljórnar á fimmtudaginn.
Fram kom, að ekki hefði verið fjallað um jarðhýsið í stjórn
veitustofnana borgarinnar og lét borgarstjóri stöðva fram-
kvæmdir þar til hún hefði fjallað um málið. Á fundi stjórnarinn-
ar í gær var bygging jarðhýsisins samþykkt og hefjast fram-
kvæmdir að nýju eftir að borgarráð og byggingarnefnd hafa
fjallað um málið í næstu viku. Fyrirhugað er að í jarðhýsinu
verði aðstaða fyrir starfsfólk útsýnishússins auk geymslurýmis.
Á fundi borgárstjórnar á
fimmtudag vöktu borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna, þær Guð-
rún Ágústsdóttir, Ólína Þorvarð-
ardóttir og Sigrún Magnúsdóttir,
athygli á framkvæmdum við
byggingu jarðhýsis í tengslum
við útsýnishús Hitaveitu
Reykjavíkur á Öskjuhlíð. Búið
væri að grafa fyrir byggingunni
án þess að fyrir lægi samþykkt
byggingarnefndar og um málið
hefði ekki verið fjallað í stjóm
veitustofnana. Gagnrýndu full-
trúar minnihlutans þessa máls-
meðferð harðlega.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
benti á að mjög algengt væri að
verktökum væri leyft að hefja
byijunarframkvæmdir þótt
byggingarleyfi hefði ekki verið
afgreitt, ■ þannig að ekki væri
ástæða til að gera mikið úr þessu.
Hins vegar væri eðlilegt að fjall-
að yrði um málið í stjóm veitu-
stofnana og yrðu framkvæmdir
stöðvaðar þar til samþykki hefði
fengist þar fyrir framkvæmdinni.
Framkvæmdir við byggingu
jarðhýsisins vom stöðvaðar á
fimmtudagskvöld. Stjórn veitu-
stofnana samþykkti fram-
kvæmdirnar á föstudag og verð-
ur þeim haldið áfram eftir um-
fjöllun í borgarráði og bygging-
arnefnd. Borgarráð fjallar um
málið á þriðjudaginn og bygging-
amefnd á fimmtudaginn.
Tryg’ging-abætur í upphafi mánaðar:
Hefur strandað hjá
fjármálaráðuneytinu
- segir forstjóri Tryggingastofnunar
EGGERT G. Þorsteinsson, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins,
segir að staðið hafi á fjármálaráðuneytinu að greiðslur til bótaþega
séu inntar af hendi fyrsta dag hvers mánaðar.
Eggert sagði að einhver hlykkur
væri á greiðslum frá Seðlabanka inn
á hlaupareikning Tryggingastofn-
unar, sem ylli því að ekki væri unnt
að greiða út bætur fyrr en 10. hvers
mánaðar. Hann sagði það gamalt
baráttumál ellilífeyrisþega að fá
sínar greiðslur í upphafí mánaðar,
en að öðru leyti vísaði hann á fjár-
málaráðuneytið til frekari skýringar
á þessu máli.
Þau svör bárust frá fjámálaráðu-
neytinu að svona hefði fyrirkomu-
lagið verið til langs tíma en ekki
fengust viðhlítandi svör á ástæðum
þessa fyrirkomulags.