Morgunblaðið - 08.12.1990, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
Beinskeytt en kím-
in baráttusaga
frá lífsbaráttu einstaklinga, verka-
lýðsbaráttu, þjóðmálabaráttu og
þeirri hatrömmu baráttu sem lengi
hefur verið háð á „mannskaðahóli"
Sósíalistaflokksins/Alþýðubanda-
lagsins.
Hér skal ekki staðhæft að Bar-
áttusaga geymi sannleikann allan
um þar tilgreinda atburði, né að
hún víki aldrei af hans vegum. Hún
sýnir hins vegar sögusviðið séð af
sjónarhóli frásegjandans og um
hans gleraugu. Hann segir eflaust
sögurnar (því hér er um sagna-
safn/þjóðlífsbrot að ræða) eins og
hann veit þær sannastar og réttast-
ar. Og þeir félagar eru frábærir
■ FYRIRHUGUÐ er fjölbreytt
dagskrá í Miðbænum um helgina á
vegum Félagsins í Miðbænum
(Miðbæjarfélagsins). Kl. 10.00
verður opnuð sýningin Miðbærinn
fyrr og nú laugardaginn 8. des. í
Geysissalnum, Vesturgötu 1, 2.
hæð. Þar verða til sýningar munir
og myndir er tengjast starfandi
fyrirtækjum og stofnunum á
millistríðsárunum. Borgarskipulag
verður með kynningu á hverfis-
skipulagi á Borgarhluta I, Miðbæ.
K). 11.00 koma jólasveinar á Mið-
bæjarsvæðið á hestakerru sem
hryssan Fífinella dregur. Lagt verð-
ur af stað frá Seðlabankanum og
farið út Lækjargötu og inn á Mið-
bæjarsvæðið (Kvosina). Kl. 12.00.
Gömlu íslensku fánarnir dregnir að
húni í Grófinni. Kl. 13.00 riíjar
Hjálpræðisherinn upp gamla tíð
með hljóðfæraslætti og söng og
verður með jólapottinn á Lækjar-
torgi. Kl. 14.00 sýnir Gamanleik-
húsið atriði úr Línu langsokk á
horni Aðalstrætis og Austurstrætis.
Kl. 15.00 flengir Grýla börnin í
Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Kl.
15.30 verður kveikt á stærsta jóla-
sveini landsins (5 metrar) við
Smíðagalleríið, Mjóstræti 2, Stefán
frá Möðrudal tendrar, en lúðrasveit-
in Lúðranasi og félagar blása. Kl.
16.00 fara jólasveinarnir og Fífin-
ella frá Aðalstræti og Kirkjustræti
um Miðbæjarsvæðið. Kl. 16.30 leik-
ur Megas og syngur og áritar plötu
sína á Plötumarkaðnum Hljómalind
í Hlaðvarpaportinu, Vesturgötu 3.
Kl. 16.00 til 17.00 leika Hanna
Margrét Sverrisdóttir og Asdís
Rúnólfsdóttir á fiðlu á Listamarkaði
Hlaðvarpans.
91^70 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
L I l3U"t I0/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteiqnasali
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
Á útsýnisstað í Grafarvogi
Nýtl steinhús um 120 fm m/4ra-5 herb. íb. næstum fullg. Góður bílsk.
37 fm. Ræktuð lóð. Húsnlán um kr. 1,9 millj. Skipti æskil. á nýrri eða
nýl. 3ja herb. íb.
Nýtt steinhús - eignaskipti
Steinhús á tveimur hæðum um 160 fm m/4ra-5 herb. íb. ekki fullgerð
Góður bílskúr. Ræktuð lóð. Húsnlán kr. 4,5 millj. Skipti æskileg á 3ja
herb. góðri íbúð.
Nýleg 2ja herb. íbúð - bflskúr
v/Nýbýlaveg, Kóp. á 2. hæð vefmeð farin. Sólsvalir. Góð sameign.
Bílsk. m/upphitun. Ný heimrein. Húsnlán kr. 1,0 millj. Vinsæll staður.
V/Stelkshóla á 2. hæð vel með farin suðuríb. Rúmg. sólsvalir. Ágæt
sameign. Góður bílsk. m/upphitun. Eignaskipti möguleg.
í tvíbýlishúsi við Akrasel
stór og góð 2ja herb. íb. 76,1 fm á jarðh./kj. Stór stofa. Sérinng.
Ræktuð lóð. Laus eftir samkomulagi.
3ja herb. góðar kjallaraíbúðir við:
Rauðalæk 84,5 fm. Sérinng. Sérhiti. Nýtt gler. Endurbætt.
Karfavog 78,6 fm lítið niðurgr. Rúmg. herb. Tvíb. Gott verð.
Miklubraut 89,9 fm. Sérinng. Sérhiti. Nýl. gler og gluggar. Gott verð.
Nokkarar eignir með húsnæðislánum
Höfum á skrá nokkrar eignir m/miklúm húsnlánum m.a. 3ja herb. litla
efri hæð v/Skeggjagötu m/nýju eldhúsi og nýju sturtubaði. Vinsamleg-
ast leitið nánari upplýsinga.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
að 2ja-5 herb. íbúðum, sérhæðum, raðh- og parhúsum og einbhúsum
eínkum á einni hæð. Margs konar eignaskipti.
• • •
Góð 3ja-4ra herb. fb.
og sérhæð
óskast í vesturborginni. ___________________________
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AIMENNA
FASTEIGNASALAW
_________Bækur______________
Stefán Friðbjarnarson
Guðmundur J. Guðmundsson og
Omar Valdimarsson: Baráttu-
saga (framhald bókarinnar
Jakinn í blíðu og stríðu). 221 bls.
með nafnaskrá. Vaka-Helgafell
1990.
Baráttusaga Guðmundar J. Guð-
mundssonar — annað hefti — skráð
af Omari Valdimarssyni, er komin
í bókabúðir. Baráttusagan er
barmafull af skemmtilegum texta
og forvitnilegum sögum. Þar segir
Ný seiding
Leðurklæddur hvíldarstóll
með skemli.
Verö aðeins
kr. 30.000,- stgr.
Mikið úrval •
at hvíldarstúlum.
vallnisgögn
Ármúla 8, símar: 8-22’75 og 68-53'75
Guðmundur J. Guðmundsson og Ómar Valdimarsson.
sagnamenn. En þetta sögusvið lítur
trúlega öðruvísi út séð af öðrum
sjónarhóli — og um annarra gler-
augu. En það er önnur baráttusaga.
Guðmundur og Ómar eru góðir
sagnaþulir — kunna þá gamalgrónu
og þjóðlegu list að segja sögur.
Guðmundur hefur og yfírsýn yfir
þjóðmálasviðið (allt frá stofnun lýð-
veldisins) sem virkur þátttakandi í
önn hvunndagsins á mörgum víg-
stöðvum í áratugi: borgarfulltrúi,
alþingismaður, verkalýðsleiðtogi og
einn af hundraðshöfðingjum Al-
þýðubandalagsins og forvera þess
Sósíalistaflokksins. Ekki sakar að
þulurinn hefur gott skopskyn og
býr að ríkri kímnigáfu. Þessvegna
nær frásögnin af stormasömum
ferli hans og ágjöfum í lífsins ólgu-
sjó, sem bókin tíundar, athygli og
áhuga lesandans.
Guðmundur talar jafnan vel um
náungan í Baráttusögu og lætur
pólitíska andstæðinga oftar en ekki
njóta sannmælis. Það er einn af
kostum bókarinnar. Kaflinn um
,júnísamkomulagið“ 1964 og
„samningana um Breiðholtið" 1965,
sem Guðmundpr þakkar einkum
Bjarna Benediktssyni, þá forsætis-
ráðherra, og Eðvarði Sigurðssyni,
þá formanni Dagsbrúnar, sýnir
þetta glöggt: „Það þurfti mikil-
menni til að gera 'svona hluti. Ég
efast um að þetta væri hægt nú á
tímum.“
En það er einnig skotið föstum
skotum í Baráttusögu. Þau tengjast
ekki sízt frásögnum af aðdraganda
viðskilnaðar Guðmundar J. Guð-
mundssonar við Alþýðubandalagið.
Öll ber sú frásögn svipmót kvæðis
Gríms Thomsen um Goðmund á
Glæsivöllum: kalinn á hjarta þaðan
slapp ég. Orðrétt segir Guðmundur:
„Stefnumið flokksins hafa dofn-
að og vdrða æ óljósari. Pólitíkin í
Alþýðubandalaginu virðist mér öðru
fremur vera persónuleg átök, heift
og sundurlyndi þar sem meira er
lagt upp úr að vega pólitíska sam-
heija en að mynda sterka pólitíska
fylkingu.“
Baráttusaga spannar feril þjóð-
kunns verkalýðsforingja nokkra
áratugi. Hún geymir ýmsar forvitni-
legar frásagnir — svipmyndir. úr
veruleikanum — sem erindi eiga til
allra áhugasamra um þjóðmál. Þar
má lesa um „uppákomur" ýmis
konar, eins og Hafskipsmálin og
„bræðravígin" í Alþýðubandalag-
inu. Þar er og rakinn verðbólguað-
dragandinn að margfrægri þjóðar-
sátt og sviðsljósi varpað á höfunda
hennar. En máske er mergurinn
málsins sá, að það leiðist engum
lesturinn.
fillmsOsl œdIíI
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 567. þáttur
Af fagur kemur fegurð, og
af magur kemur megurð. Þessi
orð eru gömul bæði, enda beggja
getið í ritgerð dr. Alexanders
Jóhannessonar um viðskeyti í
íslensku (Die Suffixe, Árbók
Háskóla íslands skólaárið
1926-27). Þar er hins vegar
hvorki að finna hegurð né dep-
urð. Hyggjum fyrr að hegurð-
inni. Steindór Steindórsson frá
Hlöðum heldur að Stefán Stef-
ánsson kennari og síðar skóla-
meistari hafi búið þetta orð til
(eða tekið það upp að minnsta
kosti), enda staðfesta skóla-
skýrslur þetta frá meistaradög-
um hans (1908-1921). Fyrr var
talað um handavinnu og síðar
smíðar.
Orðið hegurð er bersýnilega
nýyrði fyrir dönsku slojd sem í
dansk-íslenskri orðabók eftir
Freystein Gunnarsson, Ágúst
Sigurðsson og Ole Widding er
þýtt: „handavinna, skólasmíði.“
Það er einnig merkt nýyrði í
Blöndal, en hefur átt erfitt upp-
dráttar síðustu áratugi og sést
lítt í orðabókum öðrum en
Blöndal. Þó eru í seðlasafni
Orðabókar Háskólans fjögur
dæmi, en ekki er víst að orðið
rnerki nákvæmlega það sama í
öll skiptin.
í Skírni 1911 skrifar próf.
Finnur Jónsson um vísindastörf
Jóns Sigurðssonar forseta og
segir meðal annars: „Það er
auðséð á þessu, að Jón hefði
ekki haft mikið á móti því, sem
nú er „hámóðins“, „hegurðar-
“kennslunni í skólum vorum“.
í Ársriti Hins íslenska
fræðafélags 1920 skrifar Þor-
valdur Thoroddsen: „Hegurð
Kananíta sjálfra gat ekki jafnast
við listasmíði þessara gömlu
menningarþjóða.“
Þórólfur Sigurðsson gerir í
Rétti 1922 grein fyrir tillögum
um námsefni hugsanlegs al-
þýðuskóla í Þingeyjarsýslu og
segir: „Heimilisiðnaður er svo
fjölþættur — ýmis handavinna,
hegurð, vefnaður, saumar, út-
skurður — að allir nemendur
geta tekið þátt í einhverri grein
hans.“
Þá gagnrýnir Ólafur Davíðs-
son í Tímariti Verkfræðinga-
félagsins 1930 eitt og annað í
máli og bókmenntum okkar og
segir meðal annars: ,,„Andríki“,
segja þeir, „fegurð“!. Ætli það
sé ekki nóg að kalla það „heg-
urð“, það er orð, sem þeir á
Akureyri hafa búið til. „Megurð“
er aftur á móti klassískt.“
Þá er það depurð. í bréfi frá
sr. Birni Halldórssyni í Laufási
28. nóv. 1872 til sr. Daníels
Halldórssonar á Hrafnagili segir
prestur við sinn „elskulega bróð-
ur“:
„Jeg skal og lífga þig í dep-
urð (öldungis nýsmíðað orð —
þú ræður hvort þú vilt taka það
upp) skammdegisins með fleir-
um kviðlingum."
Hér er óvenjugóð heimild um
tilurð nýyrðis, enda þótt prestur
segi ekki berum orðum að hann
hafi búið orðið til sjálfur.
Það er svo næst af depurð-
inni að segja, að elsta bókfest
dæmi O.H. er á bls. 75 í bókinni
Úranía eftir Camille Flammar-
ion (1842-1925) í þýðingu
Björns Bjarnasonar frá Viðfirði:
„Þau ferðuðust einatt tvö ein
saman upp um fjöll og fírnindi,
vitjuðu vatnanna kyrru í skauti
dalanna, og lyngmóanna miklu,
er anda depurð og hryggð.“
Depurð hefur orðið lífvænna
orð en hegurð.
★
Oflast í ^ósinu finna má Guðný(ju) og
Balda,
framvegis munu þau bæði síns athæfis
gjalda;
flórinn sem hjól
fer hún á mórauðum kjól.
Því sem að til er skal tjalda.
(Lag: Lofíð vom Drottin, höf. ókunnur.)
★
Mér hefur verið sent nýlegt
dæmi um stofnanaíslensku, eða
hvað sem á að kalla eftirfarandi
hrognamál, enda skilji nú hver
sem betur getur:
„Hagtölugerð á íslandi er
sennilega fremur ábótavant í
áhugaverðri úrvinnslu en í söfn-
un frumheimilda sem er allvel á
veg komin. Mikið af þeirri þörf
er háð þeirri sérstöðu, sem verð-
bólgan hefur valdið með því að
brengla samhengi peningalegra
stærða gegnum tímann. Upplýsa
þarf betur um myndun og
streymi raunverulegs sparnaðar
eða fjármagns — og greína
skiptingu sparnaðar og fjárráð-
stöfunar, ásamt samhengi við
vettvang raunverulegra athafna:
framleiðslu, afkomu og nýmynd-
un þróunarfæra.“
Þá hefur umsjónarmanni ver-
ið bent á tvær fyrirsagnir í einu
dagblaðanna:
1) Umhverfismálin heltaka
nemendur. Illt er til þess að
vita, ef þessi vinsælu mál gerast
banvæn.
2) Með loftkastala á prjón-
unum. Hér er líkingamálið helst
til nykrað. Hvernig eru kastálar
pijónaðir, handpijónaðir eða vél-
pijónaðir?
★
Sævar er gamalt norrænt
nafn og merkir víkingur, sækon-
ungur eða kappi á sjó. Nafnið
var svo fátítt á íslandi, að E.H.
Lind hefur aðeins eitt dæmi. Það
úr íslensku fornbréfasafni (D1
III, 706). Þar er nefndur Jón
Sævarsson við árið 1405. Síðan
sést nafnið ekki mörgum öldum
saman. Ennþá er enginn í mann-
talinu 1910, en upp úr 1920
vaknar nafnið til nýs lífs, elsta
dæmi sem ég veit um nú, er frá
1923. Upp úr 1930 kemst nafn-
ið í tísku, svo skírðir 302 svein-
ar árin 1921-50. í þjóðskrá 1982
heita Sævar einu nafni eða fyrra
nafni alls 313. í skírnarár-
göngum síðustu áratuga er
nafnið þéttings algengt, jafnan
á bilinu 10-20.
★
Ef þú verður ekki
ástarhnossið tnitt,
ætla ég að hengja mig
á jólatréið þitt.
(Emest Hemingway (1899-1961),
ókunnur þýðandi.)
★
P.s. Mér voru sýnd „drög að
framkvæmdaáætlun mennta-
málaráðuneytisins í skólamálum
til ársins 2000“, þar er á bls.
16 eitt af „undirmarkmiðum“,
c-liður, svohljóðandi: „að konur,
reynsla þeirra og kvennamenn-
ing verði gerð sýnilegri en aður.“
P.p.s. I síðasta þætti laumað-
ist orðið „að“ inn í stað var á
undan umhverfishollur. Beðist
er velvirðingar á því.