Morgunblaðið - 08.12.1990, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gtinnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmunds'son,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
V erðbólgnþróun
og bráðabirgða-
lögin á BHMR
áthyglisvert er að líta á verð-
bólguspár er fylgja nefndar-
n í fjárhags- og viðskiptanefnd
neðri deildar Alþingis á frumvarpinu
til staðfestingar á bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar vegna deilunnar við
BHMR. Álitsgerðir þessar eru báðar
unnar að ósk forsætisráðherra, önnur
af Þjóðhagsstofnun en hin af hag-
fræðideild Seðlabankans. Mismun-
andi mat þessara stofnana á áhrifum
þess eða afleiðingum, að kauphækk-
un til BHMR næði fram að ganga
er forvitnilegt í ljósi þess, að það var
meginástæðan fyrir setningu bráða-
birgðalaganna í sumar, að samnings-
bundin hækkun á launum til félags-
manna í BHMR mundi leiða til svo
mikillar verðbólgu, að þjóðarsátt að-
ila vinnumarkaðarins yrði eyðilögð.
Meirihluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar, sem skipaður er stjórnar-
sinnum í neðri deild, birtir álit Þjóð-
hagsstofnunar á bráðabirgðalögun-
um og verðþróun næstu mánaða sem
fylgiskjal með áliti sinu. Álit stofnun-
arinnar er dagsett 3. desember 1990.
Þjóðhagsstofnun reiknar með full-
kominni sjálfvirkni milli verðlags
annars vegar og launa og gengis hins
vegar og segir, að á nokkrum mánuð-
um yrði þriggja mánaða hraði verð-
bólgunnar miðað við heilt ár kominn
í tugi prósenta. I þeim þremur dæm-'
um sem stofnunin reiknaði var verð-
bólga á þennan mælikvarða í fyrsta
dæminu komin í 22% í júlí 1991, 27%
í öðru dæminu og í tæplega 40% í
því þriðja. Stofnunin leggur áherslu
á, að þetta séu ekki ótvíræðar niður-
stöður því óvissuatriðin séu mörg í
þessum dæmum.
Friðrik Sophusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, birtir sem fylgi-
skjal með nefndaráliti sínu greinar-
gerð frá hagfræðideild Seðlabankans
um hugsanleg verðbólguáhrif afnáms
bráðabirgðalaganna. Er greinargerð-
in dagsett 30. nóvember. Þar eru
einnig reiknuð þrjú dæmi og byggt
á mismunandi forsendum en niður-
staðan úr þeim öllum er sú, að verð-
bólga myndi aukast mun minna en í
spá Þjóðhagsstofnunar og raunar
breytast lítið til hækkunar miðað -við
fyrri spár hagdeildar Seðlabankans
um verðbólguþróun á næsta ári. Þá
segir í greinargerð hagdeildar Seðla-
bankans:
„Það er vissulega hægt að hugsa
sér mörg önnur tilbrigði, misjafnlega
háskaleg, við þá atburðarás sem hér
er dregin fram. Til þess að hækkun
verðlags nái 20% yfír árið, þyrfti til
dæmis víxlhækkun launa um 4,5%
annan hvern mánuð fram yfir mitt
ár að viðbættu mánaðarlegu gengis-
sigi_ uppá u.þ.b. 1,5% á mánuði. Að
VSÍ myndi gangast inná slíkt er að
mati hagfræðideildar algerlega
óhugsandi, þar sem engin afdráttar-
laus ákvæði eru um það í kjarasamn-
ingum VSÍ/ASÍ að svo þurfi að vera.
Gildi þess að halda í þjóðarsáttina
væri þá að engu orðið, og allt til
þess vinnandi, að láta hana springa.
Svo algjört fyrirstöðuleysi af hálfu
VSÍ samræmist því tæpast þeirri
grundvallarforsendu allra hagvísinda,
að efnahagseiningarnar stjórnist af
skynsamlegri ákvarðanatöku. Það er
því mat hagfræðideildar, að skyn-
samleg _ túlkun kjarasamninga
ASÍ/VSÍ feli ekki í sér vá óðaverð-
bólgu."
I þessum orðum kemur fram mun-
urinn á niðurstöðum Þjóðhagsstofn-
unarinnar annars vegar og hagfræði-
deildar Seðlabankans hins vegar.
Hann byggist á ólíkum forsendum.
Hagdeild Seðlanbankans byggir ekki
á sjálfvirkni eins og Þjóðhagsstofnun
gerir. Raunar segir í greinargerð
hagdeildar Seðlabankans, að túika
megi yfírlýsingar Vinnuveitendasam-
bandsins um almennar launahækkan-
ir til jafns við BHMR sem svo „að
þær séu fyrst og fremst til þess ætlað-
ar, að beita stjórnvöld þrýstingi til
að halda bráðabirgðalögunum áfram
í gildi“. Er óvenjulegt, svo að ekki
sé meira sagt, að þannig sé kveðið
að orði í skýrslu opinberrar stofnun-
ar, enda brást framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins illa við
greinargerð hagdeildar Seðlabank-
ans, en lokaorð hennar eru þau, að
tæknilega séð séu því lítil takmörk
sett hversu hátt verðbólgustigið gæti
orðið ef gefið væri eftir á öllum
vígstöðvum í nægilega langan tíma.
Síðan segir orðrétt: „Slíkir loftfim-
leikar í útreikningum hafá hinsvegar
ekkert hagnýtt gildi.“
Nú bregður svo við, að þriðja álits-
gerðin er komin fram um þetta efni,
þar sem bankastjórn Seðlabankans
andmælir niðurstöðum hagfræði-
deildar bankans og telur verðbólgu-
hættuna mun meiri en hagfræðideild
bankans taldi. Ber fréttatilkynningin
þess óneitanlega merki, að hún sé til
orðin vegna þrýstings á bankastjórn
frá ríkisstjórn og er það umhugsunar-
efni út af fyrir sig.
Deilurnar vegna bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar hafa annars vegar
snúist um ólíkt mat á lögfræðilegri
hlið málsins og starfsháttum stjórn-
valda en hins vegar um efnahagsleg-
ar afleiðingar þess, að kjarasamning-
ar BHMR hefðu haldið fullu gildi.
Það er gagnlegt fyrir þessar um-
ræður, að fá fram svo ólíkt mat Þjóð-
hagsstofnunar og hagdeildar Seðla-
bankans (að ekki sé talað um banka-
stjómar Seðlabankans!) á verðbólgu-
áhrifum þess, að bráðabirgðalögin
ná ekki fram að ganga. Hitt er alveg
Ijóst, að fyrir afkomu atvinnufyrir-
tækjanna í landinu skiptir sköpum,
hvort þau þurfa að borga 4,5% kaup-
hækkun eða ekki. Mismunandi reikn-
ingsaðferðir breyta engu um afleið-
ingar þess fyrir atvinnureksturinn.
Vinnuveitendur kæmust með engu
móti hjá því að greiða starfsmönnum
sínum hærri laun/ ef BHMR fengi
umrædda launahækkun og vanga-
veltur hagfræðinga Seðlabankans um
annað ekki raunhæfar. Slíkur kostn-
aðarauki fyrir fyrirtækin mundi að
sjálfsögðu kalla á verðhækkanir. Við
erum vonandi komin út úr þeim far-
vegi, að verðbólgan nemi nokkrum
tugum prósenta. Nú stendur baráttan
um það hvort hún er eins eða tveggja
stafa tala og það getur ráðið úrslitum
fyrir atvinnulífið.
Misheppnuð atlaga
að stjómskipaninni
eftir Þorstein Pálsson
Óhætt er að fullyrða að síðustu
dagar hafa verið stormasamari í
íslenskum stjórnmálum en um lang-
an tíma. í veðrahamnum gerðist sá
einstæði atburður að forsætisráð-
herra lýsti því yfir að hann hefði í
hyggju að ijúfa Alþingi og fella
með því sjálfur eigin bráðabirgða-
lög. Jafnframt hótaði hann að gefa
þau lög út að nýju sem bráðabirgða-
lög eftir að Alþingi hefði verið svipt
umboði sínu.
Hér er um að ræða einhveija
alvarlegustu hótun sem sögur fara
af um að fótum troða stjórnskipun
lýðveldisins. Ef ríkisstjórn sem
missir þingmeirihluta fyrir máli
kæmist upp með það að ijúfa þing-
ið og setja bráðabirgðalög sem ekki
fást samþykkt á Alþingi væri búið
að traðka á þingræðisreglunni sem
er eitt af grundvallaratriðum stjórn-
arskrárinnar.
Brot á stjórnarskrá
Leikfléttur af þessu tagi mætti
þá jafnvel framkvæma án þingrofs
með venjulegum þingslitum. Bráða-
birgðalög yrðu þá endurtekin í þing-
hléum, jafnvel hvað eftir annað, án
tillits til meirihlutavilja Alþingis.
í því tilviki sem hér um ræðir
eiga í hlut bráðabirgðalög sem vafa-
samt er að gefin hafi verið út sam-
kvæmt skilyrðum stjórnarskrárinn-
ar. Fæstir draga í efa að útgáfa
þeirra bijóti í bága við almennar
siðferðisreglur. En nú liggur fyrir
að ríkisstjórnin ætlaði að endurút-
gefa þessi lög með því að þver-
bijóta ákvæði stjórnarskrárinnar.
Bráðabirgðalög eru gefin út af
forseta íslands fyrir atbeina ráð-
herra. Þó að pólitískt hlutverk for-
seta íslands sé almennt ekki talið
mikið, er þó augljóst að hann gegn-
ir samkvæmt stjórnarskrá nokkru
öryggishlutverki og getur því hindr-
að að grundvallaratriði stjórnskip-
unarinnar séu brotin á bak_ aftur.
Ég trúi því ekki að forseti íslands
hefði lagt nafn sitt við það stjórnar-
skrárbrot sem forsætisráðherra
hótaði að framkvæma. En í hótun
forsætisráðherrans felst í raun og
veru sú aðdróttun að forseti Islands
hafi verið reiðubúinn að taka þátt
í þeim gjörningi. Eðlilegt væri að
forsætisráðherra upplýsti Alþingi
um hvort hann hafi fyrirfram verið
búinn að leita eftir þvi að forseti
íslands gæfi út slík bráðabirgðalög.
Það var ætlun stjórnarflokkanna
að efna til mikils áróðursstríðs
vegna þeirrar afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins að greiða atkvæði gegn
bráðabirgðalögunum frá því í fyrra-
haust. Því var ranglega haldið fram
að sú afstaða fæli í sér að ný verð-
bólguskriða færi af stað. Þá fullyrð-
ingu átti síðan að nota til þess að
koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn í
kosningum.
Vildu glundroða til að klekkja
á Sjálfstæðisflokknum
Nú er ljóst að þessi leikflétta
hefði ekki gengið upp nema með
skýru broti á stjórnarskrá. Áform
ríkisstjórnarinnar hefðu því leitt til
stjórnskipulegs glundroða. Afleið-
ingarnar af honum hefðu eðlilega
orðið efnahagsleg ringulreið.
Það var ekki afstaða Sjálfstæðis-
flokksins sem ógnaði sáttum í þjóð-
félaginu, það voru hótanir ríkis-
stjórnarinnar um endurtekin stjórn-
arskrárbrot.
Stjórnarflokkarnir þrír héldu að
þeir gætu með áróðursbrögðum af
þessu tagi og stjórnarskrárbrotum
tryggt sér meirihluta í kosningum
til áframhaldandi setu á nýju
kjörtímabili. Ætlunin var svo að
láta nýtt þing staðfesta endurútgef-
in bráðabirgðalög.
Svo heppilega vildi til að DV
gerði skoðanakönnun einmitt á
þeim tímapunkti þegar áróðurs-
Þorsteinn Pálsson
„Hér er um að ræða
einhverja alvarlegustu
hótun sem sögur fara
af um að fótum troða
stjórnskipun lýðveldis-
ins.“
maskína ríkisstjórnarflokkanna
gekk á sem mestum hraða og við
sjálfstæðismenn höfðum varla feng-
ið ráðrúm til þess að gera skilmerki-
lega grein fyrir máli okkar. Skoð-
anakönnunin sýndi hins vegar ekki
meiri sveiflu en algengt er og ef
úrslit hennar hefðu gengið eftir í
kosningum hefði Sjálfstæðisflokk-
urinn unnið mikinn kosningasigur.
Það sem er þó allra athygliverð-
ast er það að stjórnarflokkarnir
hefðu samkvæmt þessari skoðana-
könnun ekki fengið meirihluta á
nýju Alþingi. Samkvæmt henni
hefði þeim því ekki tekist að ná
þeirri stöðu að nýtt þing staðfesti
bráðabirgðalög sem gefin hefðu
verið út með þeim hætti sem aug-
ljóslega hefði brotið gegn stjórnar-
skránni. Að svo miklu leyti sem
skoðanakannanir segja nokkurn
skapaðan hlut, sýndi þessi könnun
að leikflétta stjórnarflokkanna
hefði ekki gengið upp.
Abyrg afstaða
sjálfstæðismanna
I afstöðu Sjálfstæðisflokksins
i’ólst ekki krafa um þingrof og kosn-
ingar þegar í stað. Þvert á móti.
Okkar krafa var sú að Alþingi yrði
gefinn kostur á að fjalla um þetta
mál á þingræðislegan hátt. Og við
lýstum því yfir að við værum reiðu-
búnir til þess að taka á því með
ábyrgum hætti að uppfylltum
tveimur skilyrðum. I fyrsta lagi að
ólögmætum aðgerðum ríkisstjórn-
arinnar yrði hafnað. I örðu lagi að
tryggt yrði að verðbólgumarkmið-
um yrði ekki raskað.
Það eru mikil öfugmæli að halda
því fram að sjálfstæðismenn hafi
viljað nota kjarasamninga BHMR
til þess að ýta verðbólguskriðunni
af stað á nýjan leik. Sannleikurinn
er sá að Sjálfstæðisflokkurinn var
eini stjórnmálaflokkurinn í landinu
sem benti á það um leið og kjara-
samningarnir voru gerðir í maí
1989 að þeir stæðust ekki. Við vör-
uðum við röngum aðferðum og
hvöttum til þess frá upphafi að farn-
ar yrðu aðrar leiðir. Þær eru allar
tiltækar enn.
„Loftfimleikar" í hagspá
Ríkisstjórnin lét Þjóðhagsstofnun
búa til verðbólguspá um afleiðingar
þess að bráðabirgðalögin yrðu felld.
Niðurstöður hennar voru 20-40%
verðbóiga. Forsendur hennar eru
þær að ekkert verði gert af hálfu
stjórnvalda og aðila vinnumarkað-
arins annað en að ýta undir
víxlhækkanir kaupgjalds og verð-
lags á næstu mánuðum. Ef hér var
ekki um að ræða hreint áróðurs-
plagg fela forsendurnar í sér mjög
alvarlegan áfellisdóm yfir ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar.
Ríkisstjórnin bað Seðlabanka ís-
lands einnig að meta verðbólgu-
áhrif þess að bráðabirgðalögin féllu
úr gildi. Þær forsendur sem Seðla-
bankinn gefur sér byggja á því að
stjómvöld, launþegar og vinnuveit-
endur sýndu ekki fullkomið ábyrgð-
arleysi. Niðurstaða hagfræðideildar
Seðlabankans er sú að vá óðaverð-
bólgu blasi ekki við.
Seðlabankinn fjallar um forsend-
ur af því tagi sem Þjóðhagsstofnun
virðist hafa, gefið sér við útreikn-
inga sína. Bankinn segir að tækni-
lega séð séu því lítil takmörk sett
hversu hátt verðbólgustigið gæti
orðið ef gefið væri eftir á öllum
vígstöðvum í nægjanlega langan
tíma. Og orðrétt segir í áliti Seðla-
bankans: „Slíkir loftfimleikar í út-
reikningum hafa hins vegar ekkert
hagnýtt gildi."
Ríkisstjórnin brást
Launastefna sú sem fólst í kjara-
samningunum frá því í febrúar gaf
stjórnvöldum umþóttunartíma til
þess að slíta upp rætur verðbólgu-
arfans. Smám saman hefur verið
að koma í ljós að ríkisstjórnin hefur
með öllu brugðist því hlutverki að
nýta þennan tíma. Launþegar
ákváðu að taka á sig 15% kjara-
skerðingu í von um að ríkisstjórnin
myndi fylgja launastefnunni eftir
með almennum efnahagslegum að-
gerðum, en svo hefur ekki verið.
Þrátt fyrir verulegar skatta-
hækkanir hefur margra milljarða
ríkissjóðshalli aukið eftirspurn sem
fyrr en síðar leiðir til aukinnar verð-
bólgn.
Dr. Guðmundur Magnússon pró-
fessor hefur bent á að peningamagn
í umferð hefur aukist verulega
umfram almennar verðlagshækk-
anir. Slík þróun leiðir fyrr en síðar
til nýrrar verðbólgu.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
leggja rúmlega tvo milljarða króna
í nýjum sköttum á atvinnulífíð.
Hætt er við að þeir Ieiði til verðlags-
hækkana og gengisbreytinga og
síðan víxlhækkunar launa og verð-
lags. Þessi áform eru því ávísun á
vaxandi verðbólgu.
Niðurstaðan er því sú að ríkis-
stjómin hefur brugðist því hlutverki
sem henni var ætlað að nota um-
þóttunartímann til. Ef til vill eru
það þær staðreyndir sem ríkis-
stjórnin ætlaði að freista þess að
flýja með þingrofí og nýjum stjórn-
arskrárbrotum. Hafi einþver svikið
þá sátt sem launafólkið í landinu
var tilbúið að gera til þess að ná
niður verðbólgu er það núverandi
ríkisstjórn.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Greinargerð Seðlabanka um peninga- gjaldeyris- og gengismál:
Utgáfa nýrra hlutabréfa
meir en tvöfaldaðist á árinu
Skýrslan lýsir hagstæðri þróun, segir
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
í nýrri skýrslu Seðlabankans tm horfur í peningamálum, gjaldeyris-
málum og gengismálum, kemur fram að útgáfa nýrra hlutabréfa hef-
ur rúmlega tvöfaldast á þessu ári miðað við síðasta ár. Þá sé útlit
fyrir að raunvexiir óverðtryggrða skuldabréfa banka og sparisjóða
verði um 5% að rneðaltali á síðasta ársfjórðungi þessa árs miðað við
tæp 13% á sama tíma í fyrra/Talið er að raungengi hækki um 2% á
mælikvarða verðlags og um 4% á mælikvarða launa á næsta ári.
Seðlabankinn skilar tvisvar á ári
greinargerð um þessi mál, og kynnti
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
þá síðustu á ríkisstjórnarfundi í
gær. Hann sagði við Morgunblaðið
að hann teldi skýrsluna í heild lýsa
all hagstæðri þróun, og að hag-
stjórnin hefði tekist betur á þessu
ári en ákaflega mörg undanfarin
ár. Það væri enda í samræmi við
álit OECD og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðs, sem nýlega hefði kynnt sér
ríkisíjármál hér á landi.
Viðskiptaráðherra sagði að í
skýrslunni bendi Seðlabankinn á,
að með víðtæku sátt náðst hafi í
kjaramálum og aðgerðum ríkis-
valdsins til að standa við hana,
hafi náðst miklu betri tök á verð-
lagsmálum en áður. Hraði verðbólg-
unnar sé kominn í 7-8% og leggi
bankinn áherslu á að þetta verði
upphafið að varanlegri aðhalds-
stefnu í efnahagsmálum. Til þess
verði að beita peningamálum og
ríkisijármálum saman til að hemja
eftirspurnina í hagkerfinu.
Þá bendi bankinn á að afnám
hafta í ijármagnsflutningum muni
hafa í för með sér nýjar aðstæður
fyrir hagstjórnina og kalli á betra
samræmi milli innlendra og er-
lendra aðstæðna. Stöðugleiki í
gengi krónunnar eigi að vera ein
megin forstendan við stjórn pen-
ingamála eins og aukin áhersla á
þetta markmið komi nú fram í
Vestur-Evrópu.
Lánamarkaður tekur
stakkaskiptum
Jón sagði skýrsluna sýna glöggt,
að lánamarkaðurinn hafi tekið mikl-
um stakkaskiptum á undanförnum
árum. Verðbréfaviðskipti og fijáls
ákvörðun vaxta skipti nú meira
máli. Ríkissjóði hafí tekist að ijár-
magna hallarekstur innanlands að
mestu leyti, án þess að útlána-
þenslu og peningamyndunar gæti.
Að vísu sé þess að geta, að dregið
hafi úr lánsfjáreftirspurn atvinnu-
veganna á árinu, og samkeppni
ríkissjóðs og fyrirtækja um lánsfé
yrði meira áhyggjuefni, þegar efna-
hagsbatinn hefjist fyrir alvöru, og
því sé mikilvægt að ríkisljármálun-
um sé beitt til þess að tryggja
framtíðaij afn vægi.
I skýrslunni kemur fram, að sögn
Jóns, að útgáfa nýrra hlutafélaga
í skráðum hlutafélögum, verði vel
á fjórða milljarð króna á þessu ári,
samanborið við um 1,36 milljarða
á síðasta ári. „Þetta þýðir að útveg-
un eigin ljár með sölu hlutabréfa
kemur í vaxandi mæli í stað lána.
Þetta er að þakka skipulagsbreyt-
ingum og skattabreytingum sem
orðið hafa í tíð þessarar stjórnar,“
sagði Jón.
Raunvextir spariskírteina ríkis-
sjóð hafa hækkað úr 6% í 7% á
árinu, en á sama tíma hafa raun-
vextir verðtryggrða útlána banka
og sparisjóða hækkað úr 7,8% í
8,2%. Nafnvextir hafa hins vegar
lækkað úr um 32% í 13,2% á al-
mennum óverðtryggðum skulda-
bréfum. „Raunvextirnir á þessum
bréfum stefna í um 5% á síðasta
fjórðungi þessa árs, samanborið við
tæplega 13% á sama ijórðungi í
fyrra. Það er einmitt þessi munur
á raunvöxtum sem menn verða að
hugleiða þegar menn líta á vaxta-
ákvörðun banka þessar vikurnar,"
sagði Jón.
Hækkandi raungengi
í skýrslu Seðlabankans er Tjallað
um greiðslustöðu ríkissjóðs, sem
Jón taldi vera viðunandi á þessu
ár, þótt útkoma á vöruskiptum
væri nokkru lakari fyrstu 9 mánuð-
ina en í fyrra, Þá yrði viðskiptajöfn-
uður væntanlega óhagstæður um
6,5 milljarða króna á árinu. „Þetta
er þó ekki verra en svo, að skulda-
staða þjóðarinnar, og greiðslubyrði
af erlendum lánum helst nokkurn
veginn óbreytt, skuldastaða um
48% af landsframleiðslu og
greiðslubyrði um 19% af útflutn-
ingstekjum," sagði Jón.
Hann sagði að meðalgengi krón-
unnar hefði haldist nokkuð stöðugt
á árinu, en það lækkaði um 23,5%
á síðasta ári. Seðlabankinn teldi
allgóðar líkur á að halda mætti
þessum stöðugleika næstu misseri
þótt breyting hafi orðið á gengi
helstu mynta á gjaldeyrismarkaði.
Þá sé raungengi krónunnar um
þessar mundir nálægt meðaltali
síðasta áratugs. Hins vegar bendi
spár seðlabankans til þess að nokk-
ur raungengishækkun verði á
næsta ári eða um 1,5-2% á mæli-
kvarða verðlags en rúmlega 4% á
mælikvarða launa.
„Þetta eru auðvitað vandasamar
horfur, bæði hvað varðar sam-
keppnisstöðu atvinnuvega og
greiðslujöfnuð, en það sem er lang-
mikilvægast er að halda þessum
sögulega árangri í baráttunni við
verðbólguna, sem hefur náðst á
þessu ári og koma henni varanlega
á sama lága stig og í öllum helstu
viðskiptalöndum okkar,“ sagði Jón
Sigurðsson.
Hjálparsveit skáta í Eyjum 25 ára:
Samstarf við höfnina
um notkun nýs báts
Vestmannaeyjum.
HJÁLPARSVEIT skáta í yestmannaeyjum hélt fyrir skömmu upp á
25 ára afmæli sveitarinnar. í tilefni afmælisins var efnt til kaffisamsæt-
is í skátaheimilinu auk þess sem húsnæði og búnaður sveitarinnar voru
almenningi til sýnis. í afmælishófinu voru sveitinni færðar margar
góðar gjáfir og hamingjuóskir auk þess sem einn félagi sveitarinnar
vár sérstaklega heiðraður af Landssambandi hjálparsveita skáta.
Jónssyni veitt sérstök viðurkenning
frá Landssambandi hjálparsveita
skáta. Sigurður hefur setið í stjórn
HSV frá stofnun og mun það vera
Stjórn Hjálparsveitar skáta í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
einsdæmi innan hjálparsveitanna að I inu og var honum færður forkunnar-
sami maður sitji í stjórn svo lengi. fagur gripur fyrir vel unnin störf í
Landssamband hjálparsveita skáta aldarljórðung.
ákvað því að heiðra Sigurð á afmæl- | Grímur
Fiskseljendur hafna viðbót-
artakmörkunum á ísfisksölur
„FULLTRÚAR fiskseljenda, sjómanna og útgerðarmanna, í Verðlagsr-
áði sjávarútvegsins eru sainmála um að hafna því alfarið að sam-
þykkja einhveijar viðbótartakmarkanir á ísfiskútflutningi. Aflamiðlun,
sem sér um þessi mál, starfar samkvæmt ákveðnum lögum og reglum
og við ætlum ekki að breyta hennar störfum," sagði Helgi Laxdal,
formaður Vélstjórafélags íslands og fulltrúi sjómanna í Verðlagsráði,
í gær.
ar og sagði að hún hefði ávallt no-
tið mikils velvilja bæjarbúa, enda
væri hún ekki jafn öflug og vel tækj-
um búin nema til hefði komið góður
stuðningur margra velunnara í
gegnum árin. Bjarni greindi frá að
Hjálparsveitin hefði nú ákveðið að
hafa samstarf við hafnarstarfsmenn
um notkun nýs báts sveitarinnar
þannig að í neyðartilfellum gætu
þeir nýtt sér bátinn. Bjarni afhenti
síðan Ágústi Bergssyni, skipstjóra
Lóðsins, lykla að bátnum,
Sveitinni bárust margar gjafír.
Páll Zophóníasson skátaforingi
færði sveitinni gjöf frá Landssam-
bandi skáta. Þá bárust peningagjafir
frá Óskari Þórarinssyni, útgerðar-
manni á Frá, og Ingu konu hans,
Ólafi Pétri Sveinssyni, Björgunarfé-
lagi Vestmannaeyja og Slysavarna-
deildinni Eykyndli en auk þess gaf
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, vil-
yrði fyrir gjöf frá Vestmannaeyjabæ.
í afmælishófinu var Sigurði Þóri
„Það er verið að ræða ýmsa mögu-
leika í stöðunni núna og ég er ekk-
ert viss um annað en að fulltrúar
fiskseljenda og -kaupenda nái sam-
komulagi um fijálst fiskverð,“ segir
Helgi. „Við höfum verið þeirrar
skoðunar, og erum það enn, að
tengja eigi fijálst fiskverð því verði
sem er á fiskmörkuðunum en erum
alls ekki að halda því fram að fylgja
eigi því nákvæmlega.“
Helgi segir að ekki sé verið að
tala um að fijálsa fiskverðið eigi að
fylgja einhveijum toppum á fisk-
mörkuðunum. „Við viljum hins vegar
að fiskmarkaðirnir ráði þessu verði.
Það er eina leiðin, sem við sjáum til
að losna við svona uppákomur, eins
og austur á Neskaupstað. Við vorum
einhvern tíma að tala um eitthvað
víðtækara en þetta en viljum einfald-
lega að frjálst fiskverð hafi ein-
hveija fylgni við verð á fiskmörkuð-
unum innanlands."
Úflutningur á ísuðum þorski, ýsu
og kola til Bretlands, svo og karfa
og ufsa til Þýskalands, var um
69.800 tonn fyrstu tíu mánuðina í
ár, sem er um 2.600 tonnum, eða
3,9%, meira en á sama tíma í fyrra.
Hér voru aftur á móti veidd samtals
tæp 485 þúsund tonn af þessum
fimm tegundum fyrstu tíu mánuðina
í ár, sem er um 3.400 tonnum, eða
0,7%, meira en á sama tíma í fyrra.
Fjölmenni var í skátaheimilinu í
afmælisveislunni. Bjarni Sighvats-
son, sveitarforingi HSV, flutti ávarp
þar sem hann rakti sögu sveitarinn-
ar og sagði að hún hefði ávallt no-
tið mikils velvilja bæjarbúa, enda
væri hún ekki jafn öflug og vel tækj-
um búin nema til hefði komið góður
stuðningur margra velunnara í
gegnum árin. Bjarni greindi frá að
Hjálparsveitin hefði nú ákveðið að
hafa samstarf við hafnarstarfsmenn
um notkun nýs báts sveitarinnar
þannig að í neyðartilfellum gætu
þeir nýtt sér bátinn. Bjarni afhenti
síðan Ágústi Bergssyni, skipstjóra
Lóðsins, lykla að bátnum,
Sveitinni bárust margar gjafír.
Páll Zophóníasson skátaforingi
færði sveitinni gjöf frá Landssam-
bandi skáta. Þá bárust peningagjafir
frá Óskari Þórarinssyni, útgerðar-
manni á Frá, og Ingu konu hans,
Ólafi Pétri Sveinssyni, Björgunarfé-
lagi Vestmannaeyja og Slysavarna-
deildinni Eykyndli en auk þess gaf
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, vil-
yrði fyrir gjöf frá Vestmannaeyjabæ.
í afmælishófinu var Sigurði Þóri
Formaður bæjarráðs Kópavogs um íþróttahöll HM ’95:
Fallið frá hugmyndum um sam-
byggingu skóla og íþróttahúss
Ríkið plataði Kópavog við samningagerð um kostnaðar-
skiptingu, segir Gunnar Torfason verkfræðingur
FALLIÐ hefur verið frá hugmyndum um að íþróttahöliin í Kópavogi,
sem hýsa á úrslitaleik HM í handknattleik 1995, verði sambyggð skóla-
byggingu. Hún verður sjálfstætt hús og er gert ráð fyrir að skólabygg-
ingin rísi í næsta nágrenni við hana. Með þessu móti eiga mannvirkin
að verða ódýrari i byggingu og hagkvæmari I rekstri. Þetta kom fram
í máli Gunnars Birgissonar formanns bæjarráðs Kópavogs á fundi fé-
lagsins Verkefnasljórnunar síðastliðinn miðvikudag, þar sem fjallað
var um undirbúning heimsmeistarakeppninnar. Gunnar Torfason verk-
fræðingur ræddi þar um nákvæmni kostnaðaráætlana og sagði að gerð
hefðu verið mistök þegar frumáætlun um kostnað var notuð við samn-
ingagerð ríkisins og Kópavogsbæjar um kostnaðarskiptingu við íþrótta-
höllina og ríkið hafi „platað Kópavog upp úr skónuin" við þá samninga-
gerð.
Gunnar Birgisson sagði í samtali
við Morgunblaðið að ekki sé lengur
á borðinu að byggja sambyggt skóla-
og íþróttahús. Þess í stað miðist
undirbúningur nú við að reist verði
sérhæft íþróttahús og að skólabygg-
ingin verði í nágrenninu. Gert er ráð
fyrir að byggja bráðabirgðamann-
virki fyrir fréttamannaaðstöðu. „Það
sem er óhagkvæmt við að tengja
íþróttahúsið og skólann er í fyrsta
lagi að það passar ekki saman að
hafa húsin inni í hvort öðru, í öðru
lagi er það dýrt að vera með vannýtt-
an skóla í kannski tíu ár,“ sagði
Gunnar.
Hann sagði framkvæmdir við
íþróttahúsið hefjast 1992 og verkið
verði boðið út um áramót 1991/92.
Húsið á að verða tilbúið í október
1994. Hann sagði að miðað við þær
tillögur sem unnið er með nú, að
byggja íþróttahúsið eitt sér, verði
um mun ódýrari framkvæmd að
ræða heldur en þá útfærslu sem
upphaflega var. „Sem auðvitað er
ekki nema von, þá var bara komið
með einhveija hugmynd og hún
teiknuð. Nú höfum við greint þarfir
og síðan leitað að ódýrustum lausn-
um,“ sagði Gunnar Birgisson.
Gunnar Torfason sagði í samtali
við Morgunblaðið að mistök hefðu
verið gerð þegar frumáætlun um
kostnað var notuð við samningagerð
um kostnaðarskiptingu.
„Yið viljum skipta kostnaðar-
áætlunargerð í þijár gráður," sagði
Gunnar, „þar sem þriðju gráðu áætl-
un er byggð eingöngu á frumhönnun
þegar búið er að leggja útlínur húss-
ins og viljum gjarnan kalla bara
vísbendingu um kostnað, það er
varla hægt að kalla þetta kostnað-
aráætlun."
Á þessu sagðist Gunnar telja að
hefði verið hægt að byggja á þeim
tíma sem samið var um kostnaðar-
skiptinguna.
„Náesta stig, sem við köllum ann-
’arrar gráðu áætlun, er þegar for-
hönnun liggur fyrir, það er að segja
þegar búið er að ákveða helsta bún-
að og mannvirkið hefur verið ákveð-
ið í öllum aðalatriðum. Þá eru menn
farnir að nálgast þetta miklu meira,
geta farið að magntaka suma hluti
en ekki aðra. Þá erum við komnir
úr nákvæmni sem var 30% til 50%
niður í kannski 20% til 25%. Svo
þegar svokallaðri verkhönnun er lok-
ið, með því að lögð eru fram útboðs-
gögn, þá er búið að teikna allt sem
máli skiptir, magntaka alla hluti,
gefa út magntöluskrá og bjóðandi
getur boðið í eftir henni. Þá getum
við verið komnir niður í 10% til 15%
nákvæmni."
Gunnar sagði áætlun sem byggt
var á í samningum Kópavogs og
ríkisins hafa verið gerða á grund-
velli frumhönnunar. „Og þessi frum-
hönnun er lögð til grundvallar við
samningagerð við ríkið um kostnað-
arskiptingu og ríkið, að mínu mati,
ptatar Kópavog upp úr skónum.
Gerir við hann fastan samning um
að borga fast 300 milljónir til verks-
ins á fjórurn árum, óháð því hvoru
endurskoðuð kostnaðaráætlun, sem
mundi byggjast seinna meir á for-
hönnun og síðan á verkhönni! n,
hvort hún breytist eða ekki, þá ætia
þeir að halda sig við að borga 300
milljónir.“
Gunnar sagði afleitt að ekki skyldi
hafa verið samið um „að ríkið borg-
aði kannski 45% af byggingarkostn-
aði, frekar heldur en að segja 300
milljónir. Þá mundi upphæðin breyt-
ast.“ Hann sagði bæði alþekkt og
eðlilegt, hér sern erlendis, að kostn-
aðaráætlanir breytist, til dæmis
vegna þess að þegar líður á hönnun-
artímann skýrast kröfur um gerð
og búnað mannvirkisins.
Gunnar Torfason átti þátt í gerð
kostnaðaráætlunar í hluta hússins,
sem miðað var við þegar samningur
ríkisins og Kópavogs var gerður.
Hann var einnig áður ráðgefandi
varðandi heildaráætlun hjá ung-
mennafélaginu Breiðabliki um fram-
kvæmdir á svæði félagsins.