Morgunblaðið - 08.12.1990, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
Morgunblaðið/KGA
Skrifað undir samninga um kaup Sæbergs á hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Olafsfjarðar hf., f.v.:
Lárus Jónsson og Ólafur Nilsson fulltrúar kaupenda og Guðmundur Malmquist og Friðþjófur Karls-
son fulltrúar Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar.
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar:
Gengið frá kaupum Sæbergs á
hlutabréfum Hlutafjársjóðs
GENGIÐ hefur verið frá kaup-
um Sæbergs hf. á Ólafsfirði á
hlutabréfum Hlutafjársjóðs
Byggðastofnunar í Hraðfrysti-
húsi Ólafsfjarðar hf. Skrifað
var undir samningana í gær.
Kaupverðið var 29 milljónir
króna og hefur það verið greitt,
segir í fréttatilkynningn frá
Hlutafjársjóðnum.
Nafnverð hlutabréfanna var 96
milljónir kr., sem er 49% af hlut-
afé félagsins. Jafnframt kaupun-
um var gert samkomulag um að
Sæberg hf. auki hlutafé í Hrað-
frystihúsi Ólafsfjarðar um 50
milljónir kr. á næstu tveimur
árum.
Sæberg hf. gerir út togarana
Mánaberg og Sólberg. Hraðfrysti-
húsið er aðaleigandi Útgerðarfé-
lags Ólafsfjarðar hf. sem gerir
út togarann Ólaf Bekk. Ennfrem-
ur á HÓ frystihús, rækjuverk-
smiðju og mjölverksmiðju. Með
þessari sölu telur stjórn Hlutafjár-
sjóðs að lagður sé grundvöllur að
aukinni hagræðingu í sjávarút-
vegi á Ólafsfirði.
Trésmiðafélag Akureyrar:
SS-Byggir fær viður-
kenningu fyrir góða að-
stöðu fyrir starfsmenn
TRESMIÐAFÉ-
lag Akureyrar
hefur veitt
byggingafyrir-
tækinu SS-
Byggi viður-
kenningu fyrir
góða aðstöðu
fyrir starfs-
menn. Fyrir-
tækið hefur
síðustu mánuði
byggt átta hæða
fjölbýlishús við
Tröllagil, en
starfsmenn þess
hafa aðstöðu í
stóru og vist-
legu eininga-
húsi skammt
frá.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Tré-
smiðafélags Akureyrar afhenti þeim Sigurði Sig-
urðssyni og Heimi Jóhannssyni frá SS-Byggi viður-
kenningu félagsins fyrir góða vinnuaðstöðu á
byggingastað við Tröllagil í fyrradag. Þetta er í
fyrsta sinn sem félagið veitir slíka viðurkenningu.
Viðurkenningin sem SS-Byggi var
veitt er sú fyrsta sem félagið afhend-
ir og sagði Guðmundur Omar Guð-
mundsson formaður Trésmiðafélags
Akureyrar að hún markaði ákveðin
tímamót í sögu félagsins. Er hann
veitti viðurkenninguna ræddi hann
nokkuð um vinnuumhverfi og nefndi
m.a. að ef litið væri 25 ár aftur í
tímann hafi salerni, kaffistofur,
handlaugar og aðstaða til að þurrka
blaut föt ekki tíðkast á bygginga-
vinnustöðum. Ymislegt hefði verið
Umboðsmaður Alþingis skrifar samgönguráðherra:
Oskar upplýsinga uin heimild
skiptaráðanda til að opna póst
gert á liðnum árum til að bæta
ástandið, m.a. með fræðslu og áróðri.
„Hver sættir sig við það í dag að
fara út undir vegg^iil að pissa eins
og menn gerðú fyrr á öldum, eða
aka í annan bæjarhluta til að kom-
ast á á salemi. Þetta er því miður
það sem margir byggingamenn búa
við í dag,“ sagði Guðmundur Ómar.
Hann sagði félagið nú vera að reyna
nýjar leiðir með því að veita viður-
kenningu og vonast væri til að það
mætti vekja þá sem enn svæfu þyrni-
rósarsvefni.
Sigurður Sigurðsson einn eigenda
SS-Byggis sagði er hann tók við við-
urkenningarskjalinu að fyrirtækið
kappkostaði að búa vel að starfs-
mönnum sínum. Fólk sem ynni úti
þyrfti ekki síður en aðrir að hafa
góða aðstöðu á vinnustað. „Þetta er
kærkomin viðurkenning, við erum
stoltir af því að taka við henni og
munum kappkosta að bæta úr starfs-
mannaaðstöðu okkar eftir föngum,"
sagði Sigurður.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur ritaði samgönguráðherra, Steingrími
J. Sigfússyni, bréf þar sem hann óskar eftir því að ráðuneyti hans
skýri afstöðu sína varðandi það, við hvaða heimild í póstlögum reglu-
gerð um póstþjónustu sem sett var í mars á þessu ári, styðjist. Þá
hefur hann einnig óskað eftir að ráðuneyti láti í té upplýsingar um
hvernig háttað hefur verið framkvæmd þessa reglugerðarákvæðis af
hálfu póstafgreiðslna. Forsaga málsins er sú, að Asvaldur Friðriksson
á Akureyri kvartaði við umboðsmann yfir því að Póst- og símamála-
stofnunin á Akureyri hafi að beiðni skiptaráðandans á Akureyri, í
tilefni af gjaldþrotaskiptameðferð á búi Ásvaldar, afhent sjciptaráð-
anda bréf og annan póst merktan honum.
Ásvaldur F'riðriksson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að hann hefði
gefið ítarlega skýrslu um fjárhag
sinn hjá bæjarfógetanum á Akur-
eyri, eftir að fyrirtæki hans varð
gjaldþrota snemma á þessu ári,
„taldi meira að segja upp 18 króna
TISSOT
GÆÐIOG
GLÆSILEIKI
inneign í sparisjqði," sagði Asvaldur
„samt sem áður er gramsað í póstin-
um mínum, þó svo ég teldi mig hafa
gert grein fyrir því að ég ætti ekk-
S. 96-25400
Þar sem
jólagjafirnar fást
Lesum og bros-
um í Sam-
komuhúsinu
SVAVAR Gestsson, mennta-
málráðherra, flytur ávarp
við upphaf bókmenntadag-
skrárinnar Lesum og bros-
um sem hefst í Samkomu-
húsinu á Akureyri kl. 10 í
dag, laugardag. Efnt er til
þessarar dagskrár i tilefni
af ári læsis.
Fyrir hádegi verðá fluttir
fyrirlestrar um ýmislegt er lýt-
ur að efninu, m.a. málþroska
og undirbúning lestrarkennslu,
en eftir hádegi stilla börn úr
leik- og grunnskólum bæjarins
og leikarar saman strengi sína
og lesa upp, en á milli verður
boðið upp á tónlistaratriði. Þá
sýna nemendur Myndlistar-
skólans verk sín í húsinu, en
dagskráin stendur yíir fram til
kl. 16.
ert útistandandi og því ekki eftir
neinu að slægjast.“
Ásvaldur telur að öll bréf er hon-
um bárust á sex mánaða tímabili
hafi borist embætti bæjarfógeta á
Akureyri og verið opnuð þar. Bréf
sem send voru út frá bæjarfógeta-
embættinu voru endursend því aftur
og segir Ásvaldur að til að bréf fóg-
eta kæmust til skila hafi þau verið
sett í stórt umslag og merkt föður
hans. Hann hafi hins vegar á þessum
tíma starfað í Reykjavík og verið á
sjó þannig að langur tími hafi á
stundum liðið þar til honum barst
póstur sinn.
Ásvaldur fékk í gær bréf frá
umboðsmanni Alþingis þar.sem fram
kemur að kvörtun hans á hendur
skiptaráðanda á Akureyri lúti að
meðferð hans á gjaldþrotamáli, sem
hann fari með sem dómari, ákvarð-
anir hans teljist til dómsathafna og
falli því utan starfssviðs umboðs-
manns. Hins vegar hefur umboðs-
maður ritað samgönguráðherra bréf
og farið fram á að útskýrt verði við
hvaða lög reglugerð frá því í mars
á þessu ári styðjist, en skiptaráðandi
hafi vísað í umrædda reglugerð.
I umræddri reglugerð segir m.a.
að hafi maður orðið gjaldþrota og
bú hans tekið til skiptameðferðar,
megi afhenda skiptaráðendum, að
þeirra beiðni, allar lokaðar bréfa-
og bögglasendingar til hans, svo og
póst- og póstkröfuávísanir, nema
almenn bréf sem árituð eru „einka-
bréf“ eða á annan hátt bera það
með sér að vera einkabréf. Ásvaldur
segist líta svo á að öll bréf sem
honum berist séu einkabréf, ekki
tíðkist hér á landi að rita sérstaklega
utan á bréf að um sé að ræða einka-
bréf og því setji hann spurninga-
merki við þessa grein í reglugerðinni.
Á góðum bata-
vegi eftir
umferðarslys
BERGÞÓR Ásgrímsson, ungi mað-
urinn sem lenti í umferðarslys í
Eyjafjarðarsveit aðfaranótt
sunnudags, er á góðum batavegi.
Fram kom í frétt Morgunblaðsins
fyrr í vikunni að hann hefði lamast
vinstra megin eftir umferðarslysið,
en hann er nú óðum að endurheimta
máttinn að nýju og hefur sýnt ótrú-
legar framfarir, áð sögn lækna.
Hundur Bergþórs, Alex, þykir
hafa sýnt mikla greind er hann hljóp
heim að bæ í sveitinni eftir slysið
og sótti hjálp. Viðbrögð hundsins
telja menn að rekja megi til góðrar
þjálfunar hans.
Dalvík:
Útsvarsálagning verður 7,5%
Fulltrúar minnihlutans vildu 7,1% álagningu
Á SÍÐASTA fundi bæjarstjórnar DaJVíkur var samþykkt að útsvarsá-
lagning skyldi verðá 7,5% á næsta ári. Þetta var samþykkt með 4
atkvæðum meirihlutans, en fulltrúar minnihlutans greiddur atkvæði
á móti.
Með þessu móti helst útsvars-
álagning óbreytt á milli ára. Kom
fram hjá fulltrúum meirihlutans að
þeir töldu ekki forsendur fyrir lækk-
un útsvarstekna bæjarins að þessu
sinni, þar sem bærinn stæði í fjár-
frekum framkvæmdum sem þyrfti
að Ijúka á næstu árum. Fram kom
í máli bæjarfulltrúa óánægja með
eftiráinnheimtu útsvars. Sú regla
hefur verið viðhöfð við staðgreiðslu
útsvars hjá sveitarfélögum, en hún
nam á þessu ári 6,94%. Það hlut-
fall er notað í staðgreiðsluna en við
uppgjör er þá ógreiddur hluti út-
svars í þeim sveitarfélögum sem
hafa ákveðið álagningarstuðulinn
hærri. Mismunurinn kemur því til
greiðslu eftir á og hafa margir út-
svarsgreiðendur lýst yfir óánægju
sinni með þetta.
Til að draga út eftirálagningu
útsvars vildu fulltrúar minnihlutans
að útsvarsálagningin yrði 7,1% en
til að mæti tekjutapi tæki bærinn
upp holræsagjald og að endurskoð-
aðar yrðu reglur um álagningu að-
stöðugjalda á fyrirtæki. Holræsa-
gjald hefur ekki verið innheimt á
Dalvík en mörg sveitarfélög hafa
nýtt sér þann skattstofn.
Fréttaritari.