Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
... undirföt sem vinna með þér
Þau eru að sjálfsögðu mjög hlý.
Þau stinga ekki og eru fislétt.
Þau eru níðsterk og það sem gerir þau svona sérstök
er að þau hrinda frá sérraka,
þannig að þau og þú eruð alltaf þurr.
Fyrir vikið setur ekki að þér hroll
þegar þú slappar af á milli afreka.
Þetta eru íslandsmeistorarnir okkar á skíðum
... þau þekkja benger
Valdimar Valdimarsson
benger... ekkert annað kemur til greina
Guórún H. Kristjánsdóttir
benger... það besta sem ég hef prófað
benger -bú&in
Kringlan 4, II hæ& Sími: 91-33222
Lettneskur sendi-
ráðsmaður hvarf
Kristján Pétursson segir frá njósnum og gagnnjósnum í bók sinni
KRISTJÁN Pétursson, fyrrver-
andi yfirmaður tollgæzlunnar og
útlendingaeftirlitsins á Kefla-
víkurflugvelli, fjallar m.a. um
njósnir í bók sinni „Margir vildu
hann feigan“. I einum kafla, sem
nefnist „Sendiráðið", segir hann
m.a. að tugir rússneskra sendi-
ráðsmanna hafi virzt tengjast
leyniþjónustu KGB.
Kristján skýrir m.a. frá grun-
semdum um, að rússneska sendi-
ráðið hafi flutt inn ólöglegar vöru-
sendingar í svonefndum „dipló-
matapósti", oft ótrúlegt magn.
I þeirri frásögn kemur fram, að
Kristján hafi vingazt við einn
starfsmann sendiráðsins, sem oft
þurfti að fara suður á flugvöll til
að taka á móti sendiboðum, sem
komu með sendiráðspóstinum. í
frásögn Kristjáns segir m.a.:
Nafnlaust lík
„Einn starfsmaður sendiráðsins, -
ættaður frá Lettlandi, var þó opin-
skár og vingjarnlegur og tefldum
við stundum nokkrar skákir. Fyrir
kom' að hann heimsótti mig í
Reykjavík og hafði þá gjarnan með
sér vodkaflösku sem við drukkum
saman. Ég veitti því fljótlega at-
hygli að í hvert sinn sem hann kom
sá ég bifreið frá rússneska sendi-
ráðinu í húsasundi skammt frá.
Ég vakti athygli Lettans á þessu
en hann lét sér fátt um finnast,
hafði þó á orði að þeim væri annt
um velferð sína.
Eftir því sem kynni okkar urðu
meiri varð hann opinskárri um
einkahagi sína og smám saman
varð mér ljóst að hann hafði í
hyggju að flýja héðan og reyna að
komast til Bandaríkjanna, þótt
Kristján Pétursson
hann segði ekki svo berum orðum.
Liðu svo nokkrar vikur, Lettinn var
hættur að heimsækja mig. Ég
spurðist fyrir um hann í sendiráð-
inu og fékk þau svör að hann væri
farinn til Moskvu vegna veikinda
fjölskyldu sinnar. Ekki voru þessar
upplýsingar sannfærandi þar sem
hann hafði greint mér frá því að
hann væri ókvæntur og ætti aðeins
móður á lífi. Satt best að segja kom
þetta mér ekki á óvart því síðast
þegar hann heimsótti mig lét hann
þess getið að KBG-mennirnir í
sendiráðinu væru sísnuðrandi
kringum sig, þeir treystu engum
nema félögum sínum í Moskvu-
klíkunni.
Ég saknaði þessa manns af
ástæðum sem ekki verða tilgreind-
ar hér en það sem síðar vakti óhug
minn og efasemdir um afdrif hans
var að um svipað leyti var á vegum
sendiráðsins sent lík með flugi til
Moskvu. Hiim látni var ekki nafn-
greindur. Ég kannaði brottfarir
rússneskra sendiráðsmanna á
þessu tímabili en þar var nafn Lett-
ans hvergi að finna. Itrekað spurði
ég blaðafulltrúa sendiráðsins hvert
hann hefði farið þar sem ég vildi
gjarnan skrifa honum en svarið var
ætíð hið sama. „Hann.fór heim til
sín.“ Ég spurði sama aðila af hveiju
hann hefði ekki verið bókaður úr
landi og skilað tilskildu korti til
vegabréfaskoðunar við brottför.
Svarið var stutt og einfalt. „Það
hljóta að hafa orðið einhver mistök
í þeim efnurn."
Þetta er miskunnarlaus heimur
þar sem mörg myrkraverkin eru
unnin í leynum.“
Gagnnjósnir
í kaflanum um „Sendiráðið" seg-
ir Kristján frá ýmsum öðrum atvik-
um, m.a. þegar hann í samráði við
bandarísku leyniþjónustuna reyndi
fyrir sér sem gagnnjósnari.
Kristján átti fund með Rússa
nokkrum, sem hér var gestkomandi
og reyndist síðar einn af æðstu
mönnum KGB á Norðurlöndum.
Að sögn Kristjáns vildi Rússinn
fá hann til starfa fyrir sig og virt-
ist megintilgangur hans að njóta
aðstoðar Kristjáns við að koma
mönnum á vegum KGB inn og út
úr landinu, framhjá útlendingaeft-
irlitinu, án þess að þeir væru nokk-
urs staðar á skrá. Að sögn KGB-
foringjans var það auðleyst mál,
að láta nöfn viðkomandi manna
hverfa úr bókunarkerfi og farþega-
skrám flugfélaganna, ef nöfn
þeirra hyrfu úr gögnum útlend-
ingaeftirlitsins.
MARTROÐ
Á MIÐNÆTTI
eftir Sidney Sheldon
Sidney Sheldon, sem er mest lesni
skáldsagnahöfundur í Bandaríkjun-
um, sendir nú frá sér nýja skáld-
sögu og tekur upp þráðinn um
BOKflFORLflGSBOKJ
lc*Bn<tenum
rtri 00
tti
Kirkjudagnr Seljakirkju
ÁRLEGUR kirkjudagur Selja-
kirkju verður haldinn sunnudag-
inn 9. desember. Þá er einnig
aðventukvöld safnaðarins. Dag-
skrá kirkjudagsins hefst með
barnaguðsþjónustu kl. 11.00 og
kl. 14.00 er guðsþjónusta í kirkj-
unni.
Aðventukvöldið hefst kl. 20.30.
Þá verður fjölbreytt dagskrá til
þess' ætluð að þátttakendur geti
undirbúið jólahátíðina eins og ber.
Kirkjukór Seljakirkju mun flytja
aðventulög undir stjórn organista
kirkjunnar, Kjartans Sigurjónsson-
ar. Einnig mun kór Ölduselsskólans
syngja aðventulög undir stjórn
Margrétar Danheim. Félagar úr
Æskulýðsfélagi kirkjunnar flytja
helgileik í umsjá sr. Irmu Sjafnar
Óskarsdóttur, sem einnig flytur
hugvekju. Jón S. Gunnarsson les’
sögu og aðventuljósin verða tendruð
af kirkjugestum öllum.
Að loknu aðventukvöldinu bera
konur úr Kvenfélagi Seljakirkju
fram veitingar í safnaðarsalnum.
íbúar Seljahverfis og aðrir eru
hvattir til að koma til þátttöku í
kirkjudeginum.
(Fréttatilkynning)