Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 45
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 45 ■ SKJALDBORG hefur gefið út bókina Konu hjarta eftir Mayu Angelou sem er fjórða bindi sjálfs- ævisögu hennar. I bókinni segir frá þegar að Maya flytur frá Kaliforníu °g byijar nýtt líf I New York, þar sem hún tengist samtökum svartra rithöfunda og listamanna í Harlem. Hún tekur sífellt virkari þátt í rétt- indabaráttu blökkumanna og star- far um hríð sem skipulagsstjóri fyr- ir baráttu Martins Luther King í New York og umhverfis. Einkalíf hennar er jafn litskrúðugt og við- burðaríkt og áður; hún giftist Vus- umzi Make, suðurafrískum frelsis- baráttumanni, eftir næsta æsilegt tilhugalíf, þau flytjast til Egypta- lands þar sem sambúðin fer út um þúfur en starf hennar þlómstrar, því hún gerist aðstoðarritstjóri viku- ritsins Arab Observer og gegnir því starfi þangað til hún hrökklast burt úr Eygptalandi vegna þjóðernis síns og verður þar Kúbudeilan milli Kennedys forseta Bandaríkjanna og Krúséffs Sovétleiðtoga að nokkru orsök. Þaðan liggur leið Mayu til Vestur-Afríku og bókin endar þar sem sonur hennar, Guy, hefur innritast í Ghanaháskóla en hún sjálf hefur fengið starf sem háskólaritari. ■ ÚT ER komin bókin Útlend orð í ensku og nokkur viðheiti sem Haraldur Jóhannsson hefur tekið saman. Þorri orða í bókinni hefur verið sóttur í A Dictionary of Foreign Words and PhráseS in Current English eftir A.J. Bliss sem út kom í London 1968. í inngangi bókarinnar er vikið að uppruna og aldri tökuorða í enskri tungu og segir þar meðal annars um ástæður þess að útlend orð hafi fest rætur í ensku: „Vöntun þykir á enskum orðum sem til fulls koma í þeirra stað; vel fer á útlendum orðum og orðasamböndum við ýmis tækifæri; breskir hermenn hafa borið útlend orð heim með sér; fyrir siðsemi sakir eru útlend orð stundum höfð sem hálfkveðnar vísur; málhefð varir í guðfræði, lögfræði og mál- fræði; nýmæli í félagsmálum, bók- menntum og listum bera með sér ný orð svo og tæknilegar og vísinda- legar nýjungar; hljóman og rithátt- ur útlendra orða bregður upp svip- móti framandi staða og liðinna tíma og loks stílbrögð.“ Orðakveri þessu er ætlað að vera handbók nemenda og uppsláttarbók fyrir almenning. Kverið er 90 blaðsíður og unnið í Isafoldarprentsmiðju hif. ísafold annast dreifíngu bókarinnar. ■ SKJALDBORG hefur gefið út bókina Sögur úr sveitinni. Þetta eru smásögur skrifaðar sérstaklega fyrir byijendur í lestri. Teikningar eru eftir Stephen Cartwright. Sögurnar heita: Grísinn sem fest- ist, Oþekkta kindin, Hlöðubruni og Traktorinn sem stakk af. ■ SKJALDBORG hefur gefíð út bókina Ófrísk - af hans völdum. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þessi bók fjallar um Gumma sext- án ára strák með hljómsveitardellu á háu stigi. Þegar svarnættið eitt er framundan kynnist hann Eddu, ljóshærðri fegurðardís, og kemst að sem gítarleikari í alvöru hljóm- sveit. Og upp frá. því fara hlutirnir að gerast.“ Bókin er fyrsta ungl- ingabók hins þrítuga Bjarna Dags- sonar en það er dulnefni höfundar. ■ SKJALDBORG hefur gefið út tvær matreiðslubækur í flokknum Bókasafn eldhússins. Bækurnar eru eftir Mary Reynolds og heita Itölsk matargerð og Kínversk matargerð. í kynningu útgefanda segir: „Mary Reynolds er þaulreynd í því að skrifa martreiðslubækur. Hún er matreiðslukennari að mennt og hefur lokið námi frá Coraon Bleu skólanum í París. Mary vinnur nú við það að skrifa greinar um matreiðslu í ýmis blöð og tímarit. Hún er sérfræðingur í ítalskri mat- argerð og hefur skrifað eigi minna er fjórar bækur um hana. CBÓKflFORLflGSBÓK DEPILL GISTIR EINA NÓTT eftir Eric Hill Ný barnabók um Depil, sem nú fær að gista eina nótt hjá Stebba vini sínum. Eins og fyrri bækurnar um Depil, er þessi bók tilvalin fyrir börn sem byrjuð eru að lesa og ekki síður fyr- ir foreldra til að lesa fyrir börnin. Hvar er Depill? > 4. Depill fer á - flakk Kric Hill Eric llill Litla systir j Depils \ Eric ifill I i .vl Umboösmenn um land allt. ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 Ger&u matseldina fjölbreyttari! Eldunartœkin frá Tefal bjóða upp á skemmtilega tilbreytingu í matseld. Þú tilreiðir fínustu krásir á borðgrilli, í mínútugrilli eða djúpsteikingarpotti, með lítilli fyrirhöfn. Tefal eldunartækin eru líkaþeim kostum gædd að vera örugg og auðveld í þrifum. Taktu á þig rögg í eldamennskunni, það verður einfalt með tækjunum frá Tefal! rK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.