Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 08.12.1990, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 Morgunblaðið/Sverrir Félajgsheimili karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði var vígt 1. desemb- er. A myndinni er einn kórfélaga, Páll Þorleifsson, eiginkona háns, Olafía Einarsdóttir og Helgi Þórðarson, formaður kórsins. Elsti karlakór lands- ins í eigið húsnæði TONLIST Blindflug á Tveimur vinum * # . Súld á sviðinu í Tveimur vinum. Jasshljómsveitin Súld, sem einnig hefur verið kennd við „bræð- ing“, fönk, rokk og þjóðlega tón- list, sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu, sem heitir Blindflug á íslensku, en á ensku Flying on Instruments. Enska nafnið er til komið vegna þess að platan er ætl- uð fjölmörgun aðdáendum sveitar- innar ytra, þ. á m. í Kanada, en þar hefur hljómsveitin leikið á jass- hátíðum undanfarið, síðast fyrir 50.000 manns í Montreal. Súld hélt útgáfutónleika vegna Morgunblaðið/Sverrir plötunnar í Tveimur vinum sl. mið- vikudagskvöld, og Iék þar lög af plötunni fyrir fullu húsi. Komust færri að en vildu, en sveitin hyggst halda fleiri tónleika til að kynna plötuna og annast eftirspurn. Nýtt félagsheimili karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði var vígt laugardaginn 1. desember. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi elsti karla- kór landsins kemst í eigið húsnæði. Félagsheimili Þrastanna er á 2. hæð hússins að Flatahrauni 21 í Hafnarfirði, en húsnæði kórsins er 200 fermetrar að stærð. Kórinn festi kaup á húsnæðinu í september á síðasta ári og hefur verið unnið við það síðan, að mestu leyti í sjálf- boðavinnu kórfélaga. í húsinu verð- ur aðstaða til æfínga fyrir kórinn og til annarrar félagsstarfsemi hans. Karlakórinn Þrestir er elsti starf- andi karlakór landsins, stofnaður 19. febrúar árið 1912, af Friðrik Bjamasyni. Cassandra mætir í myndatöku. LJOSMYNDUN Þokkagyðjan Cassandra ekki öll þar sem hún er séð Þegar fóru að birtast töluvert erótískar myndir af fyrir sætu sem einungis var nefnd Cassandra í áströlskum blöðum urðu marg ir Ijósmyndarar þar í landi og víðar til þess að hafa upp á ljósmyndaran- um Wally Herzfeld og fá símanúm- er og heimilisfang Cassöndm. Hún þótti í meirá lagi leyndardómsfull, því á sama tíma og forkunnarfagur vöxtur hennar fór ekki á milli mála, sá aldrei almennilega í andlitið og því var ungfrúin frá upphafi sveipuð nokkrum ævintýraljóma. Wally sagði öllum sem satt var, að Cassandra gerði allt sem hann legði til og sæti og stæði eftir geð- þótta hans. Misstu þá sumir ljós- myndararnir áhugann, en aðrir vildu ólmir fá að mynda þokkagyðj- una. Wally tók þeim vel og fékk hver og einn bókaðan tíma. Þeir urðu skrýtnir á svipinn er þeir urðu þess vísari að Cassandra væri ekk- ert annað en „vel smíðuð“ gína! Wally hafði gaman af og selur nú fleiri myndir af Cassöndru en nokkru sinni fyrr. Jólasveinarnir eru á leiðinni í bæinn og verða komnir á Laugaveginn eftir hádegi í dag. Grýla og Leppalúði mæta með jólasveinana sína. Við höfum frétt að þeir muni vera með mikið glens og gaman og dreifa fyrstu jólapökkunum til góðu barnanna. Paddington og Pétur Pókus verða líka ífylgd jólasveinanna. Allar verslanir opnar frá kl. 10-18 ídag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.