Morgunblaðið - 08.12.1990, Page 62
62
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990
ÍÞRÚfflR
FOLK
■ ARNLJÓTUR Davíðsson,
knattspyrnumaður úr Fram, hefur
ákveðið að leika með ÍBV í 1. deild
næsta sumar. Arnljótur er 22 ára
og hefur leikið 56 leiki með meist-
áraflokki Fram í 1. deild. Hann á
einnig þijá A-landsleiki að baki, 3
með U-21 árs liðinu, 4 U-18 ára
liðinu og 11 leiki með U-16 ára
landsliðinu.
■ GREG Norman og Nick
Faldo, tveir af bestu kylfingum
heims, sluppu naumlega þegar
keppendum var fækkað eftir 36
holur á stórmótí \ golfi em fram fer
í Melbourne í Ástralíu. Þeir voru
báðir yfir pari á öðrum hring og
eftir tvo hringi var Norman tvö
högg yfir pari og Faldo fjögur.
Greg Turner er efstur, fimm högg
undir pari og Svíinn Gabriel
Hjertstedt er í 2. sæti.
■ NESTOR Lorenzo, landsliðs-
maður Argentínu í knattspyrnu,
fékk ekki atvinnuleyfi í Englandi.
Hann er samningsbundinn hjá Bari
á Italíu en félagið hafði lánað hann
til Swindon til vors. Hann fékk
ekki leyfi þar sem ekki var búið að
ganga frá kaupum en óheimilt er
að gefa lánsmönnum atvinnuleyfi í
Englandi. „Það eina sem við getum
gert er að fara til Ítalíu og reyna
að kaupa hann,“ sagði talsmaður
Swindon.
■ ANDREAS Brehme, þýski
varnarmaðurinn í liði Inter Mílanó,
leikur ekki meira með á þessu ári
vegna meiðsla. Það er mikið áfail
fyrir félagið enda hefur Brehme
verið einn besti maður Iiðsins í vet-
ur.
■ MÓNAKÓ hefur boðið Bayer
Leverkusen sex milljónir marka í
Brasilíumanninn Jorginho. Hann
er samningsbundinn til 1992 og
Leverkusen segir að hann skuli
gjöra svo vel að klára samninginn.
KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Albert valinn
í landsliðið
Valur og Guðmundur ekkl með til Wales
Albert Óskarsson er kominn í
landsliðið í körfuknattleik í fyrsta sinn
og er fjórði nýliðinn í hópnum.
TORFI Magnússon hefur valið
Albert Óskarsson, framherja
úr ÍBK, til að fara með landslið-
inu á Smáþjóðamótið í Wales
í næstu viku. Hann kemur í
stað Vals Ingimundarsonar,
sem kemst ekki vegna veik-
inda. Þá er Ijóst að Guðmundur
Bragason kemst ekki með lið-
inu vegna prófa íTækniskólan-
um.
Landsliðið verður því án nokk-
urra lykilmanna. Páll Kol-
beinsson gaf ekki kost á sér og
Falur Harðarson er meiddur. Þá
er Guðjón Skúlason ekki í liðinu
en hann leikur í Bandaríkjunum.
Torfi segir þó að þessir leikmenn
verði með er liðið leikur í undan-
riðli Evrópukeppninnar hér á landi
í vor.
Nýliðarnir í landsliðinu eru ijór-
ir: Jóhannes Sveinsson, IR, Jón
Arnar Ingarsson, Haukum og Frið-
rik Ragnarsson, Njarðvík, auk Al-
berts.
íslendingar leika í riðli með
Wales, Kýpur og Möltu en í hinum
riðlinum er írland, Luxemburg,
Gíbraltar og San Marínó.
Næsta verkefni landsliðsins er
þrír leikir gegn Dönum á íslandi
28.-30. desember. Fyrsti leikurinn
verður jafnframt fyrsti iandsleik-
urinn í nýja íþróttahúsinu í Stykk-
ishólmi.
ENGLAND
Sheff. United:
Metið í
hættu?
Sheffield United, sem enn hef-
ur ekki unnið leik í ensku
1. deildinni það sem af er, mætir
Derby í dag. Sheffield Utd. hefur
aðeins hlotið 4 stig í fyi-stu 15
leikjum sínum og er það næst
versta byijun hjá liði í ensku 1.
deildinni frá upphafi.
Sheffield liðið er aðeins tveimur
leikjum frá því að jafna metið,
ef met skyldi kalla. Ef liðið tapar
fyrir Derby í dag og fyrir Liver-
pool í næstu viku þá er það versta
byrjun liðs frá upphafi, en Hull
og Burnley geta státað að því
sama.
Ef Lþiited heldur áfram að leika
án sigurs getur það slegið met
Loughborough frá 1890, en þá
vann liðið aðeins einn leik á
keppnistímabilinu. Um síðustu
helgi tapaði Sheffield Utd fyrir
Aston Villa, 2:1, og gerði Vinny
Jones markið og var það fyrsta
mark liðsins í 669 mínútur!
GETRAUNIR / 1X2
Staðan á ýmsum tímum Hálfleikur Úrslit Mín spá 1 x 2 12 réttir 49. leikv.
—/’AW'—
Aston Villa : Manchester City
Chelsea : Crystal Palace
Everton : Coventry City
Luton Town : Arsenal
Manchester Utd. : Leeds United
Norwich City : Suthampton
Notth. Forest : Liverpool
Sheffield Utd. : Derby County *
Tottenham : Sunderland
Wimbledon : Q.P.R.
Bristol City : Sheffield Wed.
Leicester City : Oldham
Viðtalstími borgarfulltrúa
’% Sjálfstædisflokksins í Reykjavík '%
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum í vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum.
Allir borgarbúar velkomnir.
Laugardaginn 8. desember verða til viðtals Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórnar, í borgar-
ráði, formaður heilbrigðisnefndar og í umhverfismálaráði, og Hilmar Guðlaugsson, formaður bygg-
inganefndar, formaður húsnæðisnefndar og í íþrótta- og tómstundaráði.
t
r Y
V,
REYKJAVIKURMOT HKRR 1990
ÚRSLrlT YNGRI FLOKKA
„Bolti er besta vörn geg'n vímu“
Úrslit yngri flokkana fer fram sunnudaginn 9. desember í Laugardalshöllinni. Ágóði
samkomunnar rennur til styrktar reksturs heimilis fyrir unglinga í vímuefnavanda,
sem rekinn er á vegum samtakanna Krossgötur - „Vörn gegn vírnu"
Kynnir á dagskránni verður sterkasti maður heims, Jón Páll Sigmarsson
Oagskró
Kl. 12.00 Dagskráin sett: Form. HKRR
Kl. 12.05 1. leikur, 6. fl. karla: KR - Víkingur
Kl. 12.35 Verðlaunaafhending
Kl. 12.50 2. leikur, 5. fl. kvenna: ÍR - KR
Kl. 13.15 Verðlaunaafhending
Ki. 13.30 Skemmtiatriði - Rokklingarnir
Kl. 14.00 3. leikur, 5 fl. karla: Fylkir — Víkingur
Kl. 14.35 Verðlaunaafhending
Kl. 14.45 Skemmtiatriði - ValgeirGuðjónsson
Kl. 14.55 4. leikur, 4fl. kvenna: Valur - Víkingur
Kl. 15.30 Verðlaunaafhending
Kl. 15.45 5. leikur, 4 fl. karla: KR - Fram
Kl. 16.35 Verðlaunaa'fhending
Kl. 16.50 6. leikur, 3. ft. kvenna: Víkingur - KR
Kl 17.40 Verðlaunaafhending
Kl. 17.55 7. leikur, 3. fl. karla: Valur - KR
Kl. 18.45 Verðlaunaafhending
Aðrir leikir:
Kl. 19.00 8. leikur, 2. fl. karla. ÍR - KR
Kl. 20.00 9. leikur, 2 fl. karla: Víkingur - Fram
Kl. 21.00 10. leikur, 1. fl. karla:
Leiftri - Víkingur (úrslit)
Stjórn og mótanefnd HKRR
BLAK
Spennan
eykstí
í deildinni
Þróttur Reykjavík, KA og ÍS
beijast nú um toppsætið í 1.
deild karla í blaki. Þróttur og KA
hafa leikið níu leiki, en ÍS hefur
leikið einuin leik
Guðmundur H. minna. Öll liðin hafa
Þorsteinsson tapað tveimur leikj-
skrifar um> pr5ttarar eru í
toppsætinu með 14
stig ásamt KA, en IS er með 12 stig.
Ef ÍS vinnur Þrótt á sunnudag
þá verða öll þijú liðin jöfn að stig-
um. Spennan hefur ekki verið svona
mikil udnafarin ár. Sem dæmi má
nefna að IS hefur tvívégis unnið
KA, en tapað fyrir Þrótti og HK,
en KA hefur unnið Þrótt og HK.
Þróttarar eiga þó erfiða leiki fyrir
höndum, liðið leikur um helgina
gegn ÍS og um næstu helgi gegn
KA á Akureyri. íslands- og bikar-
meisturum Þróttar hefur gengið
afleitlega í íþróttahöllinni á Akur-
eyri og til marks um það þá hefur
liðið ekki unnið hrinu í höllinni síðan
KA hóf að leika heimaleiki sína
þar. En í Hagaskóla má búast við
löngum og ströngum leik eins og
títt er um leiki Þróttar og ÍS.
ÚRSLIT
NBA-deildin
Seattle SuperSonics — Miami Heat .105:103
IA Lakers — Minnesota...83:73
Houston — Charlotte Hornets.116:110
Sacramento — Washington Bullets....104:86
4 íþróttir
helgarinnar
Handknattleikur
Laugardagur
1. deild kai-la:
Höllin, Fram - Valur •kl. 16:30
Kaplakriki, FH - Víkingur •kl. 16:30
Selfossi, Selfoss - Stjaman •kl. 16:30
.kl. 16:30
Seltjamam., Grótta - KR •kl. 16:30
1. deild kveima:
Garðabær, Stjaman - Selfoss •kl. 15:00
Vestm., ÍBV - Víkingur .kl. 14:00
2. deild karla:
,kl. 14:00
Seljaskóli, ÍS - UBK .kl. 15:00
2. deild kvenna:
Höllin, Ármann - Haukar .kl. 12:45
3. deild karla:
Seljaskóii, Víkingur - Leiftri .kl. 13:30
Sunnudagur
1. deild kvenna:
Valsheimili, Valur - FH .kl. 14:20
Seltjamames, Grótta - Fram .M. 15:30
2. deild karla:
.kl. 15:15
Blak
Laugardagur
1. deild kvenna:
Digranesi. UBK - Völsungur ■kl. 16:30
Sunnudagur
1. deild karla:
Hagaskóli, Þróttur R. - ÍS .kl. 14:00
Hagaskóli, Fram - HK .kl. 15:15
1. deild kvenna:
Digranesi, HK - Volsungur .kl. 14:00
Digranesi, UBK - ÍS .kl. 15:15
Keila
Laugardagur:
.kl. 16:00
Öskjuhlíð, Öskjuhlíðarmót ,kl. 20:00
Sunnudagun
Öskjuhlíð, íjölmiðlamót .kl. 17:00
■Eftirtalin lið taka þátt; Bylgjan/Stjam-
an/Stöð 2 (þijú lið), I)V (2 lið), FM, Press-
an, RÚV, Morgunblaðið og Aðalstöðin.