Morgunblaðið - 12.12.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.12.1990, Qupperneq 2
120 milljóna kröfur í fjög- ur þrotabú Skiptum er nýlega lokið í þrota- búi Sjónvarpsbúðarinnar hf. Lágmúla 7, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í ágúst 1988. Ekkert greiddist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum 49,6 milljónum króna, auk vaxta og kostnaðar. Skiptum í þrotabúi Pólarpijóns hf. á Blönduósi, sem varð gjaldþrota í janúar 1988 er lokið. Lýstar kröfur námu rúmum 42,7 milljónum króna og greiddust rúmlega 11,7 milljónir upp í hluta veð- og forgangskrafna. Þá er lokið skiptum í þrotabúi Veitingahússins Torfunnar í Reykjavík, sem varð gjaldþrota 28. mars á þessu ári. Kröfur námu alls um 13,4 milljónum króna, og upp í þær greiddust rúmar 1,2 milljónir króna. Bú Stúdíóhússins í Reykjavík var tekið til skipta í mars á þessu ári. Ekkert greiddist upp í lýstar kröfur sem námu 6,8 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Þorláksmessuskatan undirbúin Morgunblaðið/Árni Sæberg Þeir Þórður Tómasson, Birgir Guðmundsson og Jakob Júlíusson hjá fiskbúðinni Sæbjörgu hafa verið að undirbúa Þorláksmessuskötuna. Þeir reikna með að á þriðja tonn verði verkað hjá þeim að þessu sinni og eru hér að skera hana niður áður en hún er sett í útvötnun. Bráðabirgðalögin til umræðu á Alþingi í gær: Gaf ráðherrum ekki ráð- stöfunarrétt á atkvæði mínu - sagði Geir Gunnarsson Happdrætti HI: 35 millj. kr. gengu ekki út 25 miUjóna kr. trompvinning- ur í Happdrætti Háskóla íslands gekk ekki út þegar dregið var í happdrættinu í gær. Fimm milljónir kr. féllu á tvo einfalda miða en tveir aðrir fimm milljóna kr. vinningar gengu ekki út. Alls gengu því ekki 35 milljónir kr. út að þessu sinni. Vinningsmiðarnir voru frá um- boði happdrættisins í Sandgerði og í Reykjavík., GEIR Gunnarsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, gerði við um- ræður á þingi í gær grein fyrir ‘afstöðu sinni til setningar bráða- birgðalaga vegna kjaradeilu ríkis- ins og BHMR og sagði að aldrei hefði komið annað til greina en að greiða atkvæði gegn staðfest- ingu þeirra á Alþingi. Enda þótt afstaða sín hefði Iegið fyrir hefðu ráðherrar ekki innt hann eftir afstöðu sinni fyrr en menntamála- ráðherra gerði það 27. nóvember síðastíiðinn. Geir sagði að þegar Alþýðubanda- lagið varð aðili að ríkisstjóm ríflega ári eftir síðustu alþingiskosningar hefði hann greitt atkvæði í miðstjóm flokksins gegn þátttöku Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn, vegna þess að um það var samið að láta viðgang- ast að svo mánuðum skipti skyldu gilda í landinu lög sem sviptu verka- lýðsfélög þeim grundvallarmannrétt- indum sem samningsrétturinn er. Síðan segir: „Ég taldi ákvörðun flokksins hættulegan undanslátt í mannréttinda- og verkalýðsmálum og hélt því fram að sú afstaða gæti orðið upphafið að frekara fráhvarfí flokksins frá_ grundvallarstefnu í þeim efnum. Ég lýsti því jafnframt yfir áður en aðild Alþýðubandalags- ins að ríkisstjóm var samþykkt að ég myndi hlíta meirihlutaákvörðun miðstjórnar um þátttöku flokksins í ríkisstjórn ef sú yrði niðurstaðan og veija ríkisstjómina vantrausti með atkvæði mínu. Þessi afstaða þýddi að sjálfsögðu ekki að ég myndi sjálf- krafa fylgja hveiju einasta frumvarpi sem ríkisstjómin kynni að flytja í stjórnartíð sinni. Ég gaf að sjálf- sögðu ekki ráðhermm flokksins, hvað þá heldur hæstvirtum forsætis- ráðherra, ráðstöfunarrétt á atkvæði mínu til hverrar þeirra lagasetningar sem þeim kynni að hugkvæmast að reyna að knýja fram eftir að and- staða mín væri komin fram í þing- flokki Alþýðubandalagsins, þannig að mitt atkvæði væri til ráðstöfunar jafnvel til gerræðisverka eins og þeirra sem felast í því frumvarpi sem hér er til umræðu.“ Geir kvaðst telja það hættulegan undanslátt í mannréttinda- og verka- lýðsmálum þegar Alþýðubandaiagið lét af þeirri kröfu við síðustu stjórn- armyndun að afnumin yrðu lög fyrri ríkisstjórnar sem sviptu verkalýðsfé- lögin samnings- og verkfallsrétti. Hann sagðist líta enn alvarlegri aug- um þá ákvörðun flokksins sl. sumar að styðja og hafa jafnvel fmmkvæði að því innan ríkisstjómarinnar að setja lög um réttindasviptingu af sama toga. Geir sagði að setning bráðabirgða- laga þvert ofan í dóm Félagsdóms væri með slíkum ólíkindum að hann hefði ekki trúað því að óreyndu að hann ætti eftir að sjá slíkri vald- níðslu beitt gegn stéttarfélagi og dómstólum landsins af nokkrum stjórnmálaflokki og þá síst sínum eigin. „Hér er ekki einungis ráðist á samningsréttinn heldur er dómsvald- ið bælt niður í einni og sömu aðgerð- inni,“ sagði Geir. Hann sagði að þessi lagasetning bryti gegn öllum lág- markskröfum um samningsrétt verkalýðsfélaga og gegn pólitísku siðgæði. Sjá einnig þingsíðu, bls. 37. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf.: Ræðst í þessari viku hvort samið verður við Sovétmenn Deilur um starfslok fjármálastjóra Stöðvar 2: Yfhiýsingiim Hreins Loftssonar mótmælt Hreinn ítrekar að rangt var staðið að verki JÓN Ólafsson varaformaður stjórnar íslcnska útvarpsfélagsins, sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna, segir að á stjórnarfundi í gær hafi það verið einróma niðurstaða stjórnarmanna, að yfirlýsing Hreins Loftsson- ar um ástæður starfsloka Kristjáns B. Ólafssonar fjármálastjóra Stöðv- ar 2 hafi ekki átt'við rök að styðjast. Olís býr sig undir markaðsviðskipti „EINS og þetta stendur núna, biðum við eftir því fram eftir þessari viku að sjá hvað gerist hjá þeim Sovétmönnum og þegar sá tími er liðinn, ef það fer þannig að ekki verður samið við þá, þá auðvitað fáum við bensín annars staðar, það er ekkert vandamál að fá bensín," sagði Vihjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf. í samtali við Morgun- blaðið í gær. Eins og fram hefur komið náðist ekki samkomuiag milli íslendinga og Sovétmanna um verð á bensíni og var viðræðum hætt í síðustu viku. Óli Kr. Sigurðsson forstjóri Olís sagði að félagið hafi um nokkurt skeið búið sig undir að kaupa eldsneyti á alþjóðlegum markaði. Vilhjálmur Jónsson sagði ekkert vandamál vera að fá keypt bensín, hvort sem væri um fastan samning að ræða eða að kaupa það eftir því sem kaupin gerast á eyrinni. „Ég fullyrði það, að það er ekkert vanda- mál fyrir okkur til dæmis, í þessu félagi, að kaupa bensín," sagði Vil- hjálmur. ÓIi Kr. Sigurðsson sagði ekki tíðkast í dag að einhver sjái öðrum fyrir bensíni eða olíu, þegar hann var spurður hvort samningar við er- lend olíufélög tryggðu að hingað væri hægt að fá eldsneyti. „Þetta er bara ákveðinn markaður. Menn geta bæði keypt á svokölluðum spott- markaði og svo geta menn gert langtímasamninga,“ sagði hann. „Þegar okkur vantar olíu, sem oftast nær er, þá höfum við samband við fimm, sex aðila og þeir gera okkur tilboð. Við erum í tölvusambandi við verðlagningu og hún getur breyst yfír allan ,daginn.“ Óli sagði að menn frá Olís væru nýkomnir úr námsferð erlendis, þar sem þeir kynntu sér hvernig markað- urinn vinnur. „Við höfum unnið að því í langan tíma að læra á þetta kerfi.“ Óli sagði markaðinn vera mjög fjölbreyttan, til dæmis sé hægt að kaupa í dag olíu sem ekki kemur upp úr jörðinni fyrr en kannski eftir tvö ár. Hann sagði Olís ekki vera skuld- bundið til að kaupa af ákveðnu er- lendu olíufélagi. „Þetta er alltaf spuming hvort menn gera langtíma- eða skammtímasamninga og annað. Þessi markaður er allur svo hverfull í dag að ég hugsa að ekki sé ráðlegt að hlaupa út í samning í dag,“ sagði Óli Kr. Sigurðsson. Hreinn Loftsson lögfræðingur gekk úr stjóminni á mánudag vegna óánægju með brottvikningu Krist- jáns, og sagðist telja ástæðu brott- vikningarinnar þá, að Kristján hefði mótmælt því að Stöð 2 var látin greiða kostnað af persónulegum víxlum sem fjórir af stærstu hluthöf- um stöðvarinnar höfðu tekið vegna hlutafjárkaupa. Hreinn sagðist í gærkvöldi ítreka það mat sitt að rangt hefði verið staðið að verki gagnvart Kristjáni og því hefði í engu verið hnekkt. Hann sagðist ekki hafa lagt mat á viðskipti þess- ara tilteknu aðila gagnvart Stöð 2 en það sé eftir sem áður sín afstaða að ráðandi hópur innan félagsins hafi komið fram í málinu með þeim hætti að hann treysti sér ekki til að starfa með þeim innan stjórnarinnar og bera ábyrgð á verkum hennar. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Steingrímur Ellingsen, sem tók sæti Hreins í stjórninni, hafi einn- ig gert athugasemdir við þessi atriði á stjórnarfundum Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins samdi stjórn Stöðvar 2 við hluthafana fjóra um að gangast í persónulega ábyrgð fyrir ýmsum skammtímaskuldum stöðvarinnar. Fyrir þetta munu hluthafarnir hafa innheimt ábyrgðarþóknun sem nú nemur samtals um 7 milljónum króna, sem lögð var inn á viðskipta- reikning hjá stöðinni. Af þeim reikn- ingi munu jafnframt hafa verið greiddir vextir og kostnaður af víxlum hluthafanna, samtals rúm- lega 9 milljónir króna. Jóhann J. Ólafsson stjórnarfor- maður sagði að þessi viðskipti væru þess eðlis að staða reikningsins væri stundum jákvæð og stundum nei- kvæð. Hann sagði að staðan hefði verið athuguð í gær og þá hafi mun- að nokkur hundruð þúsundum sem yrði jafnað þegar í stað. Jóhann sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag að Kristján B. Ólafsson hefði aldrei gert athugasemdir vegna þessa við stjórn Stöðvar 2. En Kristj- án sagði við Morgunblaðið í gær, að hann hefði í haust gert athugasemd- ir við þáverandi framkvæmdastjórn félagsins, sem skipuð var Þorvarði Elíassyni sjónvarpsstjóra, Jóhanni J. Olafssyni og Jóni Ólafssyni. í 112. grein hlutafjárlaga segir: „Félagi er einungis heimilt gegn full- nægjandi tryggingu, og aðeins að því marki, sem eigið fé félagsins er hærra en bundið eigið fé, að veita hluthöfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjórum félagsins eða móðurfélags þess lán eða setja trygg- ingu fyrir þá.“ 2_________________________ Gísli og Birna koma heim í dag London. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. GÍSLI Sigurðsson læknir og eig- inkona hans, Birna Hjaltadóttir, koma heim frá London síðdegis í dag. Hjónin notuðu gærdaginn til að heilsa upp á vini sína frá Kúvæt sem búa í London og svo var litið í búðir. Gísli og Bima hafa ásamt blaðamanni Morgunblaðsins notið höfðinglegrar gestrisni Helga Ágústssonar sendiherra í London og eiginkonu hans. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÍJDAGUR 12. DESEMBER 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.