Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 3
[SLENSKA AUCLÝSINCASTOFAN HF.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
3
GARÐAR SVERRISSON
Kristján
Ótrúlega grípandi og skemmtileg frásögn af járnsmiðnum frá Akureyri
sem fómaði öllu fyrir óvissa framtíð í hörðum heimi óperunnar. Heillandi saga af
æsku og uppvexti, af vonbrigðum og glæstum sigrum, ást og sorgum.
Bók sem snerti alla djúpt og segir sögu sem fáir þekkja í raun.
Höfundurinn,
Garðar Sverrisson, sýndi
(metsölubók sinni
Býr lslendingur hér? að
fáum er betur gefið að
glæða frásögn lífi og
snerta djúpa stengi í
brjósci lesandans.
IÐUNN
„ . . . Það er nefnilega alveg ljóst að undir þessari skel býr hlýr maður með viðkvæma
sál og tilfinningaríkt hjarta. Þetta kemur glöggt fram í bókinni þegar hann segir frá
ýmsum erfiðleikum sínum. Dæmi um það er skilnaðurinn við fyrstu eiginkonuna og
það sálarstríð sem hann átti þá í. Líka þegar hann segir frá ástum þeirra Dorriet
Kavanna, sem varð önnur eiginkona hans. Veikindum hennar og fráfalli. Og loks þegar
hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Sigurjónu Sverrisdóttur, hversu ástfanginn
hann varð og hvernig honum fannst þá lífið brosa við sér aftur. ... Bókin er mjög
skemmtileg aflestrar. Garðar Sverrisson er góður skrásetjari og hefur, eins og áður segir,
tekist það sem öðrum hefur ekki tekist, að sýna hið rétta andlit
Kristjáns Jóhannssonar “
Sigurdór Sigurdórsson
íritdómi í .D.V.
VANDAOAR BÆKUR
♦ í 45-ÁR •