Morgunblaðið - 12.12.1990, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIE) MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
w
Hafrannsóknir
__________Bækur_______________
Haraldur Sigurðsson
Jón Jónsson: Hafrannsóknir við
ísland II. Eftir 1937. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs 1990. 447 bls.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef-
ur nýlega sent frá sér síðara bindi
þessarar bókar. Höfundurinn er Jon
Jónsson fiskifræðingur, en hann
veitti íslenskum hafrannsóknum
forystu á árunum 1954-1984, eða
meiri' hluta þess tíma sem bókin
Ijallar um og er þeim málum gjör-
kunnugur.
Fyrra bindi bókarinnar kom út
fyrir tveimur árum. Það hafði að
geyma yfirlit um athuganir og
rannsóknir á hafsvæði landsins og
lífríki þess. Hefst umfjöllunin á
Konungs skuggsjá, einhvern tíma
um miðja þrettándu öld, en þar er
vikið að mörgu er snertir landið og
umhverfi þess, og átti sumt af því
langa ævi í hugmyndum þjóðarinn-
ar, hjátrú og þjóðsögum. Nær frá-
sögnin fram til ársins 1937. En þá
verða þáttaskipti í rannsóknasögu
þessari, og verkefnið færist að
mestu leyti í hendur íslendinga.
Fram að þeim tíma hafði það eink-
um verið í höndum Dana, þó að
fleiri þjóðir komi þar við sögu og
Bjarni Sæmundsson ætti þar merki-
legan þátt, eftir að hann kom til
sögunnar um síðustu aldamót.
Eins og áður segir hefst frásögn
Jóns á Konungs skuggsjá og henni
svo haldið fram og greint frá reikul-
um hugmyndum Odds biskups Ein-
arssonar, Gísla biskups Oddssonar
og Jóns lærða Guðmundssonar á
17. öld, auk nokkurra annarra sem
þar koma við sögu. Síðan er vikið
að rannsóknum 'a traustari undir-
stöðum, er hófust um miðja 18. öld
eftir stofnun Vísindafélagsins
danska og annarra fræðifélaga, eðá
að ráðum danskra stjórnvalda.
Meginhluti bókarinnar fjallar að
vonum um rannsóknir 19. áldar og
á fyrsta þriðjungi hinnar 20., þegar
bindinu lýkur.
Nú hefur Jón lokið verki sínu og
sent frá sér síðara bindi bókarinn-
ar, sem hefst með stofnun og starf-
semi Atvinnudeildar háskólans, en
henni var skipt í nokkrar deildir,
þar á meðal Fiskideild, og var Áma
Friðrikssyni falin forsjá hennar.
Hægt var haldið úr hlaði, starfs-
menn aðeins tveir og tækjabúnaður
af skornum skammti. En stofnunin
átti eftir að vaxa, og 1950 unnu
þar fjórir sérfræðingar að rann-
sóknum. Síðar var nafni fiskideildar
breytt í Hafrannsóknastofnun og
verkefnin hlóðust upp. Nú vinna
þar fjörutíu sérfræðingar, auk
fjölda tæknilegra aðstoðarmanna
og skipveija á þremur rannsóknar-
skipum, sem stofnunin hefur til
umráða.
Þegar lokið er stuttum inngangi
um þróun íslenskra hafrannsókna
slðustu fimmtíu árin, snýr höfundur
sér að fyrstu skrefum að friðun
fískistofna, sem hann rekur fram
til ársins 1867. Þá sendi sýslufund-
ur Borgfirðinga háyfírvöldum
bænaskrá um friðun Faxaflóa frá
Garðskagatá að Snæfellsjökli fyrir
erlendum fiskiveiðiskipum. Munu
það aðallega hafa verið Frakkar og
síðar Englendingar sem þar voru á
ferðinni og þóttu nokkuð harðleikn-
ir við árabáta Akurnesinga, sem
töldu sig hljóta „meiðsli eða töf á
fiskidrætti sínum, með því að þeir
neyddust til að flýja og forða sér“.
Rækilega er skýrt frá baráttunni
fyrir þessu nýmæli, sem ekki hafð-
ist þó fram fyrr en með landgrunns-
lögunum 1948. Síðar í bókinni víkur
höfundur aftur að megindráttunum
í baráttunni fyrir stækkun fiskveiði-
iögsögunnar og verndun fiskistofna
eftir 1948. Öll er þessi frásögn
stuttaralegri og gloppóttari en ég
hefði vænst, úr því farið var að
rekja landhelgismálin á annað borð.
Eins og vænta mátti fjallar meg-
inhluti bókarinnar um rannsóknir
Atvinnudeildar og Hafrannsókna-
stofnunar á því dýralífi sem hafið
byggir. Rækilegust verður frásögn-
in, þegar fjallað er um helstu teg-
Jón Jónsson
undir nytjafiska. Sama gegnir um
aðrar tegundir sjávarvera, eins og
skeldýra og annarra hryggleys-
ingja, svif og þörunga, og þá heist
vikið að þeim tegundum, sem eru
til beinna nytja og fremur greint
frá fundarstöðum og útbreiðslu en
könnuð líffræði einstakra tegunda.
Bendir höfundur á, að um hrygg-
leysingja sé fáu að tjalda öðru en
allgömlum rannsóknum Dana frá
árunum kring um síðustu aldamót.
Þetta bendir til þess, að enn sé
margt ókannað, og að Hafrann-
sóknarstofnunin muni síst skorta
verkefni í framtíðinni. Það mun
raunar sannast mála, að hjá okkur
eru flestar rannsóknir enn á frum-
stigi, og þótt róðurinn hafi vérið
sóttur nokkuð fast hin síðari árin
og sumstaðar tekið rösklega til
hendi.
Sérstakur kafli er um rannsóknir
hvalastofnanna við landið, líffræði-
legar athuganir þeirra og talningu
hinna ýmsu tegunda. í öðrum kafla
greinir frá selum, áætluðum fjölda
þeirra, útbreiðslu og átu. Hér sakn-
aði ég þess, að ekkert er sagt frá
bjargfuglum, sem eru litlu síður
íbúar hafsins en selurinn og eiga
Einar skáld Benediktsson
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Gils Guðmundsson:
Væringinn mikli.
Ævi og örlög Einars Benedikts-
sonar.
Iðunn, Reykjavík, 1990, 419 bls.
Gils Guðmundsson hefur tekið
hér saman merkilega bók og firna-
mikla lesingu. Hann fylgir æviferli
Einars Benediktssonar frá upphafi
til enda með því að raða í tímaröð
tilvitnunum í verk hans í bundnu
og lausu og „allfjölbreyttu úrvali
þess sem samtíðarmenn sögðu um
athafnir hans, skoðanir og skáld-
skap“. Og það hefur svo sannarlega
margt verið um Einar skrifað, bæði
af samheijum og óvildarmönnum.
Þetta efni hefur svo höfundur tengt
saman „með það I huga að úr yrði
lifandi safn svipmynda af Einari,
æviferli hans og starfi“. Því má við
bæta að margt mynda er í bókinni
sem gera hana enn líflegri.
Höfundur minnir á að enn hefur
ekki verið samið „um Einar Bene-
diktsson það undirstöðurit sem
þjóðin þarf að eignast“. Hveiju orði
er það sannara og mætti bókaþjóð-
in mikla sem svo dátt lætur sér um
ævisagnaritun, um ieið minnast
þess að margir liðnir merkismenn
hennar liggja enn óbættir hjá garði.
Eins og ég sagði í upphafi er
þessi bók firnamikil lesning. Hún
skiptist í hvorki meira né minna en
fjörutíu kafla eða smáþætti. Hún
leynir mjög á sér og er seinlesin,
því að letur er fremur smátt og
pakkað á hveija síðu.
Mér þótti þessi bók afar
skemmtileg aflestrar. Vitaskuid hef
ég eins og flestir jafnaldrar mínir
lesið eitthvað um Einar Benedikts-
Einar Benediktsson
son og kannaðist því við margt af
því sem hér er fram dregið. En
þessi sérstaka samröðun heimilda
og tengingar höfundar verða til
þess að Einar Benediktsson verður
manni svo undarlega nálægur, líkt
og tíminn hverfi. Og Einar Bene-
diktsson var svo sannarlega sér-
stæður maður. Hann var vitaskuld
hið mikla skáld en jafnframt harður
pólitíkus, einn af fyrstu boðberum
jafnaðarmennsku á Islandi, en um
leið mikill gróðahyggjumaður, efni
í harðsvíraðan kapítalista (hver tal-
ar meira um gull í kvæðum sínum),
. kræfur landsölumaður (hvar værum
við staddir nú ef honum hefði tek-
ist að selja útlendingum allt sem
hann ætlaði sér?), eldheitur föður-
landsvinur, náttúruverndarsinni og
sjálfsagt eitthvað fleira. Maður
hlýtur að spyija sig hvernig í ósköp-
Gils Guðmundsson
unum hafi vérið mögulegt að sam-
eina allt þetta, allar þessar and-
stæður í einum og sama manninum.
Einar Benediktsson hefur ávallt
verið og mun verða um sinn mikil
ráðgáta og nánast þjóðsaga. Hann
er maður hinna ótrúlegustu and-
stæðna.
Gils Guðmundsson hefur fært
þessa ráðgátu eins hins mesta
skálds íslands mun nær okkur en
áður. Hann á þakkir skildar fyrir
að leggja okkur þennan einkenni-
lega efnivið í hendur. Og svo er
eftirleikurinn: Hver tekur að sér
úrvinnsluna og skilar því „undir-
stöðuriti sem þjóðin þarf að eign-
ast“. Hver veit nema við skiljum
hinn undarlega íslenska veruleika
eilítið betur ef okkur tekst að skilja
Einar Benediktsson?
sér mikla sögu í atvinnubjástri þjóð-
arinnar, og um þá liggja fyrir all-
miklar rannsóknir síðustu ára.
Einnig er vikið að jarðfræðirann-
sóknum á landgrunninu. Þar er
ugglaust mikið verk fyrir höndum
og margt handtak eftir að vinna.
Til þess benda nýlegar fréttir um
málmfund á Reykjaneshryggnum,
og eitthvað eru menn farnir að láta
sig dreyma um olíu við norðaustur-
ströndina.
Forvitnilegastur fannst mér 12.
kafli bókarinnar, en hann fjallar um
sjórannsóknir. Þar koma margir til
sögu og margir hafa lagt fram sinn
skerf áður en þeim árangri var
náð, sem bókin greinir frá. Þar sem
mældur er og kannaður sjávarhiti,
sjógerðir og hafstraumar, árstíma-
breytingar á ástandi sjávar,
langtímaskipti og önnur þau atriði,
sem búa þegnum hans tilveruskil-
yrði, takmarka þau eða rýmkva.
Hér hefur aðeins verið greint frá
fáu, sem hin stóra bók hefur að
geyma (og á ég þá við bæði bind-
in). Þó vil ég geta þess að lokum,
að báðum bindunum fylgir rækileg-
ur útdráttur á enskri tungu og
ágætar heimildaskrár, skrár um
atriðaorð, mannanöfn og staða auk
267 mynda og uppdrátta til skýr-
ingar. Eins og bókarskráin ber með
sér hefur höfundur leitað fanga víða
við samantekt sína. Hér er margan
fróðleik að finna, sem annars yrði
að gera leit að í fjölda lítt tilgengi-
legra rita, opinberum umræðum og
skýrslum. Þess er líka vert að minn-
ast, að höfundurinn sjálfur stóð
fremst í flokki þeirra manna, sem
sköpuðu þessa sögu.
■ KOMNAR eru út hjá Máli og
menningu tvær nýjar bækur um
söguhetjuna Karlólínu. Karólína
og litlu jólin segir frá jólaundirbún-
ingi Karólínu með fjölskyldu og vin-
um og síðan litlu jólunum í leikskól-
anum. í Karólína og rigningin
lærir Karólína hins vegar að rign-
ingin er nauðsynleg og það er hægt
að gera ýmislegt skemmtilegt þó
að rigni. Bækurnar um Karólínu
eru finnskar myndabækur, ætlaðar
fyrir 2-6 ára börn. Hildur Her-
móðsdóttir þýddi.
■ ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gef-
ið út söguna Róbinson Krúsó eftir
Daniel Defoe. í kynningu útgef-
anda segir m.a.: „í þessari útgáfu
hefur textinn verið styttur en á
móti hefur verið bætt við nokkrum
köflum úr framhaldi Defoes, Síðari
ævintýri Róbinson Krúsó. Þótt saga
Defoes sé skáldsaga þá byggðist
hún á atviki sem raunverulega átti
sér stað er skipbrotsmaður nokkur,
Alexander Selkirk, dvaldist í nær
fimm ár á eyðiey í Suður-Kyrra-
hafi.“
Stakfell
Pasteignasaia Suóu'iandsbraut 6 J”11'
687633 if Sigurbiorn borbetgsson
ASPARFELL
Falleg 2ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuhúsi
53,9 fm. Glæsil. útsýni. Laus strax.
Verð 4,4 millj.
VINDÁS
Falleg 57 fm íb. á 3. hæö. Sérþvottah.
og geymsla á hæðinni. Áhv. 2.040 þús.
Verð 4,6 millj.
3ja herb.
DÚFNAHÓLAR - LAUS
Góð 3ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuh.
Parket á flestum gólfum. Laus strax.
Verö 5,7 millj.
RAUÐÁS
Gullfalleg 3ja herb. íb. á 3. hæð. Tvenn-
ar svalir. Mjög góð sameign. Séríb. í
eigu hússjóös. Góð lán áhv. um 2,4
millj. Fallegt útsýni. Verð 6,7 millj.
KAMBASEL
Mjög falleg íb. á jarðhæð. Sérgaröur.
Sérþvottah. Getur losnað fljótl. Verð
6,7 millj.
Hæðir
KIRKJUTEIGUR
Falleg og vel staðsett efri sérhæö
ásamt stóru óinnr. risi. Góður bilsk.
Laus fljótl. Ákv. sala. Verð 10,5 millj.
VANTAR ALLAR STÆRÐIR
EIGNA Á SKRÁ
Jón Jónsson veitti íslenskum haf-
rannsóknum forystu í þrjátíu-ár á
miklum umbrotatímum, þorska-
stríðum og hafréttarþvargi. Hann
hefur ugglaust mátt líta með nokk-
urri ánægju til árangursins, þégar
hann kaus að draga sig í hlé nokkru
fyrr en harðasta lagaskylda bauð.
Hann kaus ekki makindi lárviðar-
sveigsins, en valdi fremur að rita
sögu þeirrar vísindagreinar, sem
hann lagði ungur hug á og starfaði
að alla ævi. Nú er verkinu lokið og
lagður dijúgur skerfur til íslenskrar
vísinda- og landfræðisögu. Þetta
ber okkur að þakka.
^11540
Einbýlis- og raðhús
Snorrabraut: 180 fm einbhús
kj. og tvær hæðir. Ýmsir mögul. á nýt-
ingu. 12 fm geymsluskúr.
Digranesvegur: Mjög gott 150
fm tvíl. parhús. Saml. stofur, 4 svefn-
herb. Tvennar svalir. 40 fm bílsk. Verð
9,5 millj.
Smáraflöt: Mjög fallegt 180 fm
einl. einbhús. 2-3 saml. stofur, arinn, 4
svefnherb., gott skáparými. Fallegur
garður. 32 fm bílskúr.
Vesturberg: Mjög gott 190 fm
einbhús. Rúmg. stofa, 5 svefnherb.
Gott útsýni. 30 fm bílsk.
Logafold: Fallegt 245 fm tvíl.
timbureinbh. Saml. stofur. Húsbóndah.
3-4 svefnh. Bílsk. Áhv. 4,1 millj. hagst.
langtlán.
Hlyngerði: Glæsil. 350 fm tvíl.
einbhús saml. stofur, 5 svefnherb. 2ja
herb. íb. m/sérinng. á neðri hæð. Falleg
ræktuð lóð, heitur pottur. Bílskúr.
Óðinsgata: Gott 170 fm steinh.,
kj., 2 hæðir og ris. Mögul. á fleiri íb. í
húsinu.
Fljótasel: Mjög skemmtil. 240 fm
raðh. á tveimur hæðum, auk kj. þar sem
er 2ja herb. íb. m. sérinng. 26 fm bílsk.
Skólastræti: Fallegt 245 fm eldra
steinh. sem sk. í 6 herb. íb. á miðhæð
og í risi, og 3ja herb. séríb. á jarðhæð.
Eignin selst í heilu lagi eða hlutum.
4ra og 5 herb.
Kjartansgata: Glæsil., nýstand-
sett 110 fm efri hæð í þríbhúsi. Saml.
stofur, 2 rúmg. svefnherb. Bílskúr.
Laufásvegur: 135 fm miðhæð í
steinhúsi. Verð 9,0 millj.
Eyjabakki: Mjög góð 4ra herb.
endaíb. á 3. hæð. 3 svefnherb. Parket.
Suöursvalir. Þvottah. og búr innaf eldh.
Verð 7,0 millj.
Furugerði: Mjög góð 100 fm íb.
á 3. hæð. 3 svefnherb. Laus 20/4 '91.
Kjarrhólmi: Góð 112 fm íb. á 3.
hæð. Saml. stofur, 3 svefnherb. og
þvottaherb. á svefngangi. Stórkostl.
útsýni. Verð 7,5 millj.
Engjasel: Góð 3ja-4ra herb. 100
fm íb. á 2. hæö. Stæöi í bílskýli. Laus.
Verð 6,8 millj.
Hofteigur: Mjög góð 120 fm efri
hæð í fjórb.húsi. 3-4 svefnherb., suður-
svalir. 36 fm bílsk. Verð 9,5 millj.
Háaleitisbraut: Falleg og björt
110 fm íb. á 4. hæð. Útsýni. 22 fm bílsk.
Góð eign. Verð 7,9 millj.
Ægisíða: Falleg 3ja-4ra herb. 95
fm risíb. á þessum eftirsótta stað. Út-
sýni. Suðursvalir.
3ja herb.
Mávahlíð: Mjög skemmtil. 3ja
herb. risíb. í fallegu steinh. Þak og
gluggar nýl. Verð 5,5 millj.
Álftamýri: Mjög góð 75 fm endaíb.
á 4. hæð. Suðursvalir. Góð sameign.
Safamýri: Falleg 80 fm íb. á jarð-
hæð m/sérinng. Rúmg. stofa þar sem
er gengið út á verönd. Sökklar komnir
að glerskála. 2 góð svefnh. V. 6,7 m.
Furugrund: Mjög góð 3ja herb.
íb. á 6. hæð í lyftuh. 2 svefnh. Parket.
Suðaustursv. Stæði í bílh. íb. nýtekin í
gegn að utan og innan.
Rauðarárstígur: Góð 3ja herb.
íb. á jarðh. Talsv. endurn. Laus strax.
Lyklar á skrifst.
Þverbrekka: Góö 90 fm íb. á 2.
hæð. 2 svefnh. Laus fijótl. V. 5,6 millj.
Hagamelur: Góð 90 fm íb. á 2.
hæð. Saml., skiptanl. stofur, 1 svefn-
herb. Aukaherb. í risi m/aðgangi að
snyrtingu. Verð 6,5 millj.
2ja herb.
Eskihlíð: Mjög góð 65 fm íb. á 1.
hæö ásamt aukaherb. í risi m/aðgangi
að snyrtingu. Áhv. 2,2 millj. byggsj.
Verð 5,2 millj.
Stórholt: Mjög góð 2ja-3ja herb.
íb. á jarðh. með sérinng. Verð 4,5 millj.
Stóragerði: Björt 65 fm íb. í kj.
sem snýr öll í suöur. Verð 4,7 millj.
Reynimelur: Mjög góö 60 fm íb.
í kj. m/sérinng. Laus. Verð 4,8 millj.
FASTEIGNA
JJLÍ1 MARKAÐURINN
Óðinsgötu 4
11540 - 21700
Jón Guðmundsson, sölustj
lögg. fast.- og skipasali,
Leó E. Löve, lögfr.
Ólafur Stefánsson, viðskiptafr
m