Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
Leið vitsnnina
Bókmenntir
Ævar R. Kvaran
Yogi Ramacharaka: Gnaniyoga.
Leið vitsmuna. Anna María Þóris-
dóttir þýddi. Fjölvi 1990.
Víða um vesturlönd og Ameríku
hefur undanfarin ár komið fram
sterkur áhugi á nýjum leiðuin til
andlegs þroska og hafa margir í því
sambandi tekið að kynna sér hinar
indversku kenningar um yoga í slíkri
leit. Þess vegna hafa ýmsir útgefend-
ur gefið út ýmsar bækur af þessum
toga. Hér kemur ein slík á íslensku
fyrir okkur íslendinga um þetta efni.
Hún fjallar um leið vitsmuna \ þess-
ari endalausu leit að þroska. í henni
er okkur kennt hvernig við eigum
að nota í þessu skyni rökvísi og skyn-
semi til þess að vísa okkur ieiðina.
Yogaheimspeki segir, að allt
mannkyn stefni til æðri þroska. Til
að ná því markmiði megi fara ólíkar
leiðir eftir áhuga og skapferli.
Þessi bók Gnaniyoga fjallar um
leið vitsmunanna, sem sé ein slíkra
leiða. En hún er í því fólgin, að gera
í fyrsta tölublaði, sem er 32
blaðsíður í A5 broti, er kynning á
leikhúsmanninum og leikritaskáld-
inu Heiner Múller. Birt er viðtal við
hann og verk hans Hamletmaskínan
er birt í heild sinni í þýðingu Ant-
ons Helga Jónssonar. Viðtal er við
sér grein fyrir heimsmynd og tilveru
með þeirri aðferð.
Höfundur þessarar bókar, Ramac-
haraka, er indverskur spekingur, sem
rekur hér hinar austrænu hugmyndir
um tilveruna uf hárskarpri rökvísi.
Heimurinn hefur ekki orðið til í
kraftaverki úr engu, heldur streymt
út frá hinu Algjöra og Eilífa. Það
er sköpun úr hugarorku.
Við mennirnir og allt í. heiminum
er komið af hinu Algjöra og við stefn-
um að fullkomnun. með því að renna
saman við upphaf okkar. En sú leið
liggur í gegnum margar endurholdg-
anir, en leiðréttar eru ranghugmynd-
ir um endurholdgun í dýrslíki, eða
að hún gerist gegn vilja nokkurs
manns. Gnaniyoga er leið vitsmun-
anna og skynsemi með hæfilegri
gagnrýni til að gera grein fyrir hinum
„Raunverulega Raunveruleika“.
Ég get ekki stillt mig um að rekja
hér kafla úr þessari ágætu bók, svo
lesendur megi aðeins kynnast því
hvernig höfundur heldur á málum.
Hann segir þetta t.d. í eínum kafla
sínum:
„Þið hafið sjálfsagt oft heyrt fólk
segja, að guðspekin og hin austræna
Sigurð A. Magnússon, birt eru þijú
ljóð eftir Björgu Orvars og breski
rithöfundurinn Kazuo Ishiguro er
kynntur.
Ábyrgðarmaður er Snæbjörn
Argrímsson.
speki haldi því fram, að allt hverfi í
tómið eða slokkni í Algleymi (Nirv-
ana).“
Því til andsvara skal ég vitna hér
í orð hins innblásna höfundar guð-
spekirirsins „Leyndarkenningin“,
sem segir: „Er þetta útslokknun, eins
og margir halda? ... Ef menn sjá
útslokknun í nirvana, má líkja því
við, að segja um mann, sem fallið
hefur í draumlausan svefn, að hann
sé útslokknaður. En þótt hann muni
ekki neitt með líkamsheila sínum,
þá er æðra sjálf hans með fullri og
eðlilegri meðvitund. Þetta á aðeins
við meðvitund hans á efniskennda
sviðinu. En endurhleðsla er alls. ekki
draumlaus svefn, heldur þvert á
móti algild tilvera eða ástand, sém
ekki er á færi mannlegrar tungu að
lýsa.“
Né heldur glatast einstaklingseðlið
eða kjarni persónuleikans, þótt hann
endurhlaðist. Eða eins og J. William
Lloyd segir í sambandi við þessa til-
vitnun: „Og þetta sannar áþreifan-
lega að guðspeki lítur ekki á nirvana
guðspekinnar sem útslokknun, held-
ur einnig meðvitundina um Einingu
lífsins — Alheimslífið." Hún er heldur
ekki útslokknun einstaklingsvitund-
arinnar, heldur „óendanleg stækkun
hennar", eins og þessi vestræni rit-
höfundur kemst svo vel að orði.
Þessari bók, sem hér um ræðir og
er leið vitsmunanna, er skipt í tólf
fræðastundir, sem er mjög heppilegt
fyrir þá sem hyggjast eitthvað af
henni læra. Hver einasti maður sem
les þessa bók fordómalaust og beitir
almennri skynsemi sinni, getur lært
feiknamikið um sjálfan sig, ekki síst
hve lítið hann hefur í raun vitað um
eigin tilveru sína. En þessa bók þarf
að lesa hægt og vandlega og íhuga
hvérn kafla fyrir sig í ró og næði
eftir lestur, þá kemur hún að veru-
legu gagni. Eg ráðlegg hiklaust öll-
um skynsömum lesendum að lesa
þessa merku bók sér til fróðleiks og
skernmtunar.
Ég tel á"stæðu til þess að lýsa því
yfir, fyrir minn smekk, að þýðing
þessarar bókar hafi mjög vel tekist,
en þýðing bóka af þessu tagi er
vandasamt verk.
Nýtt tímarít um bók-
menntir o g leikhús
BÓKAÚTGÁFAN Bjartur og leikhúsið Frú Emilía hafa gefið út
nýtt tímarit um listir. Tímaritið heitir Bjartur og Frú Emilia og á
að koma út fjórum sinnum á ári.
Platafmælið
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Illugi Jökulsson.
Myndir: Gunnar Karlsson.
Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
Útgefandi: Iðunn.
Þökk sé þeim Gísla og Ellu Stínu,
sem báðu Illuga að segja sér þessa
sögu aftur, björguðu henni þannig
frá gleymsku. Þetta er bráðsnjöll
rökkursaga, eins og kynslóðirnar
hafa ljóðað við eyru barna, öld af
öld, þegar þau hafa nennu til að
setjast niður, munar í að heyra
ævintý.r sem þau skilja, geta tengt
eigin reynsluheimi. Sagan eins og
líður fram, áreynslulaust, í ofnu
skarti hins snjalla sögumanns. Já,
Illugi kann að segja frá, svo að
fólk verður allt að eyrum. Mynd-
rænt mál hans, gleði hans yfir að
fá að vera til og lúmskt gaman
hans af tilburðum okkar við að sýn-
ast menn, gera hversdagslega hluti
athyglisverða í fylgd hans.
Svo er um þetta sögukorn. Tóm-
as og Alexandrína eru systkin. Þau
éiga erfitt með að skilja lífið, gátur
þess eru þungar. Af hverju er
mamma alltaf veik? Af hverju er
pabbi alltaf í vinnunni, en arður
hans samt svo agnarsmár? Af
hverju eru til börn sem rúmast vart
í herbergjum sínum innan um gull-
in sín, en þau eiga svo sára, sára
lítið? Af hverju halda mæður krökk-
um sínum frá þeim, svo dæmalaust
þægum sem þau eru? Kannske er
það þeirra eigið mat, mæður hræð-
ist ærsl þeirra á vinnupöllum, þyki
uppátæki þeirra illskiljanleg. En
þau eru, systkinin, bráðgreind, og
staðráðin í að fanga ljósgeisla dag-
anna. Þau bjóða til fagnaðar, Tóm-
as skal eignast afmæli, svona í
Illugi Jökulsson
þykjustunni. Slíkum gleðskap fylgja
gjafir og gleði, og því mjög órétt-
látt, að fólk skuli aðeins eiga af-
mæli einu sinni á ári. Mikið leggja
þau í undirbúning, ekki allt að
hætti góðra barna, bjóða síðan
mörgum til þess að njóta með sér.
Aðeins einn mætir, Jóhann blessað-
ur, nýkominn í hverfið og því alls-
ófróður um „hrekkjalómana". Mæt-
ir því með gjöf. Bakkabræðrum
tókst ekki að bera birtu í bæinn í
húfum sínum, veizla þeirra systkina
olli þeim heldur ekki það, er þau
væntu.
Bráðfyndin, skemmtileg saga,
það hefi ég reynt á litlum snáða.
Myndir mjög góðar og falla afarvel
að efni bókar. Frágangur allur
vandaður'.
yy\.
[4 KAUPSTAMJR
jm
%w /HIKL1G4RDUR
MARKAÐUR VIÐ SUND