Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
FYRIR KARLMENNI
ACT1VE BODIES
ERTU Á L E I -Ð UTAN?
VETRARTILBOÐ
Gisting, 3 réttaður kvöldverður,
morgunverður og akstur upp á flugvöll.
Geymsla á bílnum í upphitaðri
og vaktaðri bílageymslu.
Allt þetta fyrir 4.500,- kr. á mann
(m.v. 2ja manna herb.).
Hjá okkur fá ferðamenn
fyrsta flokks þjónustu - alltaf.
Flug hótel í Keflavík er „hótelið" við flugvöllinn.
Vel búin herbergi og svítur, veitingasalur,
bar og ráðstefnusalur. Bílageymsla í kjallara
og akstur til og frá flugstöðínni.
HAFNARCATA 57
SÍMI: 92-15222
KEFLAVÍK
230 KEFLAVÍK
FAX: 92-15223
HÓTELIÐ VIÐ FLUGVÖLLIN. N
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Á AÐVENTU
eftir Njörð P.
Njarðvík
Orðið aðventa er dregið af latn-
esku sögninni advenio sem merkir
að nálgast, koma, gera, gerast.
íslenskt orð yfir þetta tímabil sem
nær yfir fjórar vikur fyrir jól,
gæti verið aðdragandi, undanfari,
viðbúnaður. Við köllum það líka
jólaföstu eftir siðvenju fyrri tíðar
fólks, en nú fasta víst fáir fyrir
trúarhátíðir, hvort heldur um er
að ræða jól eða páska. Fasta er
ævaforn hreinsunaraðferð til að
búa líkama og huga undir að geta
tekið á móti helgi siðrænnar at-
hafnar, og trúarhátíð er í eðli sínu
siðræn athöfn. Aðventan er þess
vegna tími andlegs viðbúnaðar,
til þess fallin að skapa þá hljóðu
eftirvæntingu sem er óhjákvæmi-
leg forsenda raunverulegrar við-
töku.
Inn í dýpsta myrkur
Hér á landi hefur tími aðven-
tunnar tvöfalda merkingu með
augljósari hætti en víða annars
staðar. Hann stefnir okkur inn í
dýpsta myrkur ársins, að vetrar-
sólhvörfum 22. desember, er sól
snýr vagni sínum og ekur aftur
til norðurs. Hverful birtan er varla
meira en skímurönd á himni og
dagurinn tæpast annað en
skuggabrigði. Mörgum er þetta
tími þunglyndis og angurs, líkt
og myrkrið sjálft smjúgi með ein-
hveijum hætti inn í hug og hjarta.
Þeir sem þekkja myrkraveggi
fjallanna á Vestfjörðum ættu ekki
að taka sunnlenskt skammdegi
tiltakanlega nærri sér. En víst er
þó að margir verða að harka af
sér til að þreyja myrkrið, einkum
eldra fólk sem er hætt við von-
leysi í þverrandi birtu.
Það er einkennilegur tími og
býr yfir margs konar þversögnum.
Það bregst til að mynda ekki að
einhver hneykslismál skjóti upp
kollinum á aðventu, mismunandi
alvarleg. í þetta sinn eru það
fregnir af frjálslegri umgengni
sumra ráðherra við almannafé á
ferðum sínum erlendis. Það er
eins og þeim gangi illa að skilja,
að munaður afskræmist í óhófi.
Það er að segja: það sem er fínt,
hættir að vera fínt, þegar það
verður of fínt. Þá verður það ekki
bara ófínt, heldur beinlínis smekk-
laust og stundum átakanlega
skoplegt, líkt og þegar krakkar
eru að leika hefðarfólk.
Við sökkvum dýpra og dýpra í
myrkrið uns þeim hvörfum er náð
er ás jarðar réttir úr sér til að
snúa birtuhlið norðurhvelsins að
okkur á ný. Sá staður í tíma og
rúmi er feginsdagur okkur sem
byggjum norðurslóðir og færir
okkur sönnur þess að ljósið býr
einnig í hinu dýpsta myrkri. Þvi
eru vetrarsólhvörf ævaforn hát-
íðisdagur norðursins og jafnþýð-
ingarmikill og sumarsólstöður, því
að sérhver tími ársins geymir í
sér andstöðu sína. an hins þung-
bæra myrkurs vetrar rynni aldrei
upp sú nóttlausa voraldarveröld
sem er þrá allra íslendinga.
- þar sem ljósið býr
„Hvað er það ljós, sem lýsir
fyrir mér / þá leið, hvar sjón mín
enga birtu sér?“ spyr Matthías
Jochumsson í sálminum Forsjón.
Fyrir okkur er ekkert eðlilegra
en fæðingarhátíð Frelsarans sé
fundinn tími þegar ljósið sigrar
myrkrið. Einmitt í svartasta
myrkri birtist ljós hjálpræðis og
líknar. Það hygg ég að margir
hafi reynt í eigin lífi. í þvi birtist
hin tvöfalda merking aðvent-
unnar. Hún er undanfari ljóssins
í tvennum skilningi, í ytri skiln-
ingi sem og í andlegum skilningi.
Aðventan býður okkur að búa
okkur undir að mæta þessu
tvíþætta ljósi. Og það gerum við
með írafári, gassagangi og kaup-
æði. Það er ein af þversögnum
aðventunnar. Okkur er sagt að
Kristur hafí fæðst um nótt í auð-
mýkt fátæklegs umhverfis húsdý-
ranna og að sá atburður hafi ein-
ungis verið kunngjörður fáeinum
fjárhirðum, þeim sem önnuðust
húsdýrin — allt til að undirstrika
hina andlegu merkingu þeirrar
stundar er hið andlega ljós heims-
ins er fært mönnum. Að fagna
þessari stundu á ári hveiju er sið-
ræn athöfn, og það gerum við
með munaði sem ærið oft af-
skræmist í óhófi, líkt og allt sé
gert til að undirstrika veraldlegan
vanskilning okkar. Erum við að
reyna að sanna fyrir sjálfum okk-
ur, að við höfum glatað hæfileik-
anum til að skynja andlegt tákn
fæðingarhátíðarinnar? Erum við
að sýna, að við höfum glatað feg-
urð hins hljóða einfaldleika? Eru
umbúðirnar sem við fleygjum
orðnar að innihaldi?
Trúlega þurfum við að kafa í
okkar eigið skammdegi, finna þar
tíma aðventunnar og búa okkur
undir að skynja okkar eigið ljós,
svo að um okkur leiki nægileg
birta til að rata „þá leið, hvar sjón
mín enga birtu sér“. Ef til vill
skiptir tími undirbúnings ennþá
meira máli en sú hátíð sem undir-
búin er. Því að hvernig er hátíð
sem ekki er undirbúin?
Með þessum orðum sendi ég
lesanda sömu boð og Halldór Lax-
ness var vanur að senda Eggert
Stefánssyni um vetrarsólhvörf:
Ég áma þér góðrar endurkomu
sólar.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.
Öllum vinum, kunningjum og œttmennum
mínum, sem heiÖruÖu mig d 70 ára afmœli
mínu, sendi ég mínar bestu þakkir og óskir
um gleÖileg jól og farsœlt nýtt ár.
GarÖar Þormar.
•lÝTT SÍNAANÚNAER
BIAÐAAFGRBÐSIU
Jólamarkáður Miðbæjarfus
Austurstræti 10a (áður Penninn)
ttérfærd þú alltjólaskrautið
og allar jólagjajHrnar
á gjafaverði
OPIÐ ALLA
VIRKA DAGA 12 -18
Laugardag frá kl. 10 - 20
Sunnudag frá kl. 12 - 18
Bætum viö okkur söluplássuni
NÚNA
Upplýsingar í síma
2 5 200
Jólamarkaður Miðbæjarius