Morgunblaðið - 12.12.1990, Síða 26
2jS
MOKGUNBIAÐIU MlPyiKUDAGL[R,12. DESEMgER 19^0,
4
Gagnrýnandi lýsti ekki
bók, heldur sjálfum sér
eftir Þorstein
Thorarensen
í síðustu viku var einskonar
dauðadómur kveðinn upp yfir Þor-
varði Helgasyni, rithöfundi, og mér
undirrituðum, sem útgefanda hans,
af herrétti sem hirti hvoki um lög
og rétt og skipaði hann ein herská
kona, Súsanna Svavarsdóttir. Hún
kvað upp dóm án viðeigandi for-
senda, sem jafngilti því, að banna
hefði átt útgáfu bókarinnar Bleik-
fjörublús, þar sem hún væri klám-
fengin og kúr og „föst í sköpunum
á sögupersónunum". Að svo búnu
var dómnum framfylgt (með birt-
ingu í víðlesnasta fjölmiðli landsins)
og við tveir, rithöfundur og útgef-
andi, teknir af lífi.
En hvað, ef við hefðum verið
saklausir?
Kannski lifum við þó enn hinum
megin, annars gæti ég víst ekki
komið fram þessum andmælum úr
gröf minni.
Ég mótmæli þessum dómi harka-
lega og áfrýja honum til alls al-
mennings og bið hann um að veita
okkur Þorvarði uppreisn með því
að kynna sér málavexti.
Það er firra að bókin Bleikfjöru-
blús sé klámfengin eða klúr. Hún
hefði kannski verið sett undir borð-
ið á 19. öld, en ekki nú, guð hjálpi
mér.
Bleikfjörublús er'þvert á móti að
mínu einlæga áliti sem útgefanda
gott bókmenntaverk, sem lýsir sam-
skiptum kynjanna á nýstárlegan og
harkalegan hátt. Nýstárlegan af því
að bókin lepur ekki upp farsa
SIEMENS
kvennabókmenntanna, sem eru að
byrja að verða æði einhæfar, og
harkalegan, af því að hún lýsir
m.a. hvað kynlíf getur verið inni-
haldslaust, tilgangslaust og ógeðs-
legt, þegar það hefur ekki inni að
halda nein gildi manneskjulegrar
ástar. Þessi harka getur einmitt nú
á tímum firringar og sífelldra
skyndikynna komið illa við kaunin
á fólki, sem býr kannski með fimm
til tíu manns til skiptanna með til-
viljanabörnin á skotspónum, en hún
á líka að gera það.
Má ég taka smá dæmi: Síðdegis
sama dag og þessi dómur hafði birst
í blaðinu, skrapp ég á rakarastofuna
á Laugavegi 178 og settist í stólinn
hjá ungri og föngulegri konu, sem
fór svo mjúkum höndum um hár
mér og höfuð, að mér varð það á
að dotta, hef sjálfsagt líka verið
þreyttur, eftir að hafa yerið tekinn
af lífi fyrr um daginn. Ég veit ekki,
hvað lengi ég blundaði, en allt í
einu hrökk ég upp og þótti þetta
svo leiðinlegt að mér duttu ósjálf-
rátt af vörum í afsökunartóni svo-
. látandi orð: „Æ! Fyrirgefðu, er ég
nú farinn að sofa hjá þér?“ Jafn-
skjótt blygðaðist ég mín, því að
mér varð ljóst, að orðin höfðu
tvíræða merkingu. Persónulega
fannst mér þetta leiðinlegt af því
að ég met konur svo mikils, að mér
finnst kynferðislegt áreiti í orðum
eða káfi ógeðfellt. Þannig voru mín
viðhorf, en sjálfsagt hefði ég getað
verið önnur persóna, klámfenginn,
kynóður graðfoli og þessi orð mín
hefðu strax fengið allt aðra merk-
ingu.
En ekki nóg með það, því að það
Fjölhœf hrœrivél!
MK 4450
Blandari, grænmetiskvöm og hakka-
vél fylgja með.
• Allt á einum armi.
• Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar,
brytjar, rífur, hakkar og sker.
• ísl. leiðarvísir og uppskriftahefti.
• Einstakt verð: 13,?$Q kr.
SMmH & NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI28300
var líka mikið undir því komið, hver
viðbrögð stúlkunnar yrðu, skyldi
hún móðgast, skyldi hún roðna, eða
skyldi hún nota tækifærið og bjóða
mér til Ijúfra skyndikynna?
Takið nú eftir því, kæru lesend-
ur, hvernig viðbrögð stúlkunnar
hefðu getað breytt innihaldi og
merkingu orða minna. Ég meinti
ekkert með þeim, en hún hefði með
viðbrögðum sínum getað gert þau
klúr og skyndilega gert úr mér
dóna. En viðbrögð hennar voru ekki
þannig. Rakarastúlkan svaraði bara
ósköp blíð og umburðarlynd: „Allt
í lagi, sofðu bara hjá mér!“ Og
auðvitað meinti hún heldur ekkert
með því, nema örlítinn keim af
gamansamri glettni. I stað þess að
snúa öllu á verri veg, þá urðum við
einhvem veginn vinir út úr þessu,
saklausir vinir, sem er það besta
af öllu. Milli okkar ríkti góðvild,
umburðarlyndi, þakklæti og læt ég
hana ábyggilega líka klippa mig
næst.
Þetta vil ég gera að líkingu um
það hvernig gagnrýnandi bláðsins
hefur lesið bók Þorvarðar. Vegna
eigin viðhorfa snýr hún öllu við.
Það því fremur sem dómur hennar
er lítt rökstuddur, aðallega tilfinn-
ingabundinn. Því leyfi ég mér með
fullum rökum að mótmæla staðhæf-
ingu hennar um að Bleikfjörublús
sé klúr. Það eru að vísu í henni
margar samfaralýsingar, en ef
menn skoða þær nánar, sést að þær
eru einmitt ekki klúrar, af því að
þær miða ekki að því að vekja upp
losta eða kynóra, heldur gegna þær
þvert á móti æðra hlutverki og
æðri merkingu og fela í sér að mínu
áliti góða uppbyggingu bæði skáld-
sögunnar í heild og persónusköpun-
arinnar.
Það sem er svo óvenjulegt við
þessa sögu Þorvarðar er, að hann
gerir þar athyglisverða tilraun til
að skapa persónurnar í mögnuðum
dráttum upp úr röð samfaralýsinga
(sem þó eru ekki eiginlegar sam-
faralýsingar, heldur miklu frekar
skáldlegar blæmyndir). Þetta er
kjarni skáldsögu hans. En hann,
horfir ekki lostafullur á þessi atvik,
SliíWsajja eítir PORVARD HKLGASON
„Mér virðist það aug-
ljóst, því meira sem ég
velti þessu fyrir mér,
að það er ekkiskáld-
saga Þorvarðar Helga-
sonar sem er klúr, held-
ur er það viðhorf og
hugmyndir gagnrýn-
andans, sem snýr öllu
við.“
heldur skoðar þau í ljósi manngildis
og þroska til lífs eða dauða. Því
oftar sem ég skoða framvinduna,
verður mér þetta ljósara. Og mér
finnst hreinlega furðulegt að lærður
bókmenntafræðingur skuli ekki sjá
þetta og það vekur upp grunsemdir
um hroðvirknisleg vinnubrögð. Mér
fínnst ég vera í heldur hjákátlegri
aðstöðu að þurfa að skrifa sjálfur
einskonar bókmenntalega gagnrýni
um bók sem ég gef út, af því að
gagnrýnandi blaðsins er bersýni-
lega ekki fær um það.
Á kápusíðu Bleikfjörublús segir
þó: „Tvennskonar örlög eða tilvist-
argátur, sem stefna sitt í hvora
áttina, önnur til sælu í innilegri ást
og virðingu fyrir manneskjunni, hin
til hnignunar og tortímingar í fram-
hjáhaldi, virðingarleysi og siðleysi."
Hér er einmitt, án öfga eða of-
mælgi, gefin vísbending um það,
hvernig rökræða mætti þessa
óvenjulegu bók, en gagnrýnandinn
Ábyrg afstaða
Sjálfstæðisflokksins
eftir ViktorJens
Vigfússon
Ber að taka Stjórnarskrána al-
varlega? Er ekki baráttan gegn
verðbólgunni og tímabundinn vilji
meirihluta þjóðarinnar rétthærri en
Stjórnarskráin?
Töluverðar umræður hafa átt sér
stað eftir samþykkt þingflokks
Sjálfstæðisflokksins um að greiða
atkvæði gegn setningu margum-
ræddra bráðabirgðalaga. Þessi
samþykkt er vissulega eftirtektar-
verð, en sýnu eftirtektarverðari eru
neikvæð viðbrögð ýmissa frammá-
manna og raunar stórs hluta þjóðar-
innar. Flestir virðast telja að málið
snúist um hvort svokölluð þjóðar-
sátt nái fram að ganga eður ei.
Þetta er að mínum dómi alröng
ályktun. Málið snýst um hvort við
virðum Stjórnarskrá lýðveldisins
íslands og þar með þrískiptingu
Jtafamynd
Gleðjið yngri börnin
með oöðum og gagnlepum bökum á ári læsis.
Gefið þeim
Stafabók barnannaog
Stafa- og myndabókina.
Stafabók barnanna
ríkisvaldsins í löggjafar-, fram-
kvæmda-, og dómsvaldið.
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar gerði kjarasamning við
BHMR vorið 1989. í júní 1990
ákvað hún að sum ákvæði samn-
ingsins kæmu ekki til framkvæmda.
Félagsdómur dæmdi þá aðgerð
stjórnarinnar ógilda. Þvert ofan í
þennan dóm gaf forseti Islands út
bráðabirgðalög, fyrir tilstilli ríkis-
stjórnarinnar, , sem afnámu þær
kauphækkanir félagsmanna BHMR
sem Félagsdómur hafði dæmt ríkis-
stjórnina til að greiða.
í 2. grein Stjórnarskrárinnar seg-
ir: „Dómendur fara með dómsvald-
ið.“ Auk þess segir í 60. grein:
„Dómendur skera úr öllum ágrein-
ingi um embættistakmörk yfír-
valda". Hér er skýrt kveðið á um
vald dómstóla. Auk þess held ég
að lögfræðingar séu almennt sam-
mála um, og viðurkenndar réttar-
reglur kveði á um, að niðurstaða
dómenda er endanleg í hveiju ein-
stöku máli. Af þessu leiðir að henni
verður ekki breytt með lögum eftir
á.
Vissulega breytir setning bráða-
birgðalaganna ekki dómsniðurstöð-
unni. Hún stendur eftir sem áður
óhögguð. Hins vegar koma bráða-
birgðalögin í veg fyrir að fram-
kvæmd dómsins nái fram að ganga.
Það hlýtur að vera ljóst hversu al-
varlegar afleiðingar það hefur ef
hirðir ekkert um það, hún rökræðir
hana ekkert. Mér finnst dapurlegt
að þurfa að benda lærðum bók-
menntafræðingi á svona einföld
undirstöðuatriði.
Kynferðisleg uppbygging per-
sónanna í Bleikfjörublús kemur
auðvitað skýrast fram í dofnum til-
finningum aðalpersónanna Bjarka
og Dagnýjar. Með þeim er byggð
upp kennd vonleysis, hins lokaða
sunds, þar sem kynferðislegir
draumórar eru jafnvel farnir að
spila meiri rullu en sjálfar samfar-
irnar. (Bjarki í búðinni og Dagný á
baðströndinni.)
En athylisverðast er að gera bók-
menntalegan samanburð á framhjá-
höldum Bjarka og hinsvegar til-
hugalífi Einars og Jórunnar.
Lýsingin á framhjáhöldum
Bjarka er að mínu áliti ekki klúr,
heldur vekur hún lesandanum aðal-
lega andstyggð á spillingu og hruni
persónuleika Bjarka. Skyndikynní
hans við hina sænsk-fínnsku stúlku,
eiga að heita fijáls, en verða í raun-
inni ögeðsleg í sníkjuferli og ímynd-
uðu lágkúrulegu örlæti. Og ekki
batnar það í framhjáhaldinu heima
á íslandi, þar sem Bjarki lofar skrif-
stofustúlkunni kauphækkun, en
svíkur það auðvitað allt. Þessi ferill
endar með dauðanum, og það er
engin tilviijun.
I samanburðinum verður ástalíf
Einars og Jórunnar gjörólíkt, án
þess að verða nokkuð væmið, fullt
af fyrirheitum til framtíðar og finn-
ur sér samhljóm í yndislegri ást,
það sameinar og byggir upp per-
sónuleika, þar sem karlmaðurinn
og konan eru jafningjar. Jafnvel
síðasta samfarasenan á eldhús-
stólnum, svo stuttorð sem hún er,
fær á sig fegurðarblæ í loforði jafn-
ræðis og fórnfúsrar ástar til fram-
tíðar. Þar með verður karlmaðurinn
ekki aðeins lostafullur friðill, heldur
raunverulegur unnusti og konan
verður raunveruleg kona en ekki
mella.
Mér er það hreint ekki skiljan-
legt, hvernig gagnrýnandinn Sús-
anna Svavarsdóttir getur fundið
það út, að þessi unaður sé klúr.
Og þá er ég kominn aftur að atvik-
inu á rakarastofunni. Mér virðist
það augljóst, því meira sem ég velti
þessu fyrir mér, að það er ekki
skáldsaga Þorvarðar Helgasonar
sem er klúr, heldur er það viðhorf
og hugmyndir gagnrýnandans, sem
snýr öllu við.
Það kom mér á óvart að fá þessi
viðbrögð gagnvart Bleikfjörublús
Viktor Jens Vig-fússon
þessi vinnubrögð hljóta samþykki
löggjafarvaldsins, Alþingis. Þetta
er ekki einungis spuming um sið-
leysi heldur hitt, sem er sýnu mikil-
vægara, hvort alþingismenn beri
virðingu fyrir stjómskipun Islands.
Hætta er á að það aðhald sem dóm-
stólar veita öðrum stjórnvöldum
yrði að engu.
I ljósi þessa er hin ábyrga af-
staða forystumanna stærsta stjórn-
málaflokks landsins mikið fagnað-
arefni. Ég tel að það yrði mikill
álitshnekkir fyrir flokkinn, til lengri
tíma litið, ef afstaðan væri önnur.
Ýmsir hafa haldið því fram að betra
væri fyrir flokkinn að sitja hjá við
atkvæðagreiðslu um bráðabirgða-
lögin og varpa ábyrgðinni af þeim