Morgunblaðið - 12.12.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1990
35
Gatnamálastj óri:
Strætisvagnaleið-
ir verða saltaðar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að salta á ný strætisvag'naleiðir í tilraunareit
á vegum gatnamálastjóra, í Fossvogs-, Smáíbúðar-, Háleitis- og Kringlu-
mýrarhverfi, ef ástæða þykir. Vagnstjórar hjá SVR hafa í tvígang lagt
niður ferðir um hverfin vegna hálku síðustu sólarhringa. Telja þeir
að sandurinn, sem borinn var á göturnar í staðinn fyrir salt, komi ekki
að sama gagni.
Að sögn Inga Ú. Magnússonar
gatnamálastjóra átti hann fund með
fulltrúum vagnstjóranna í gærmorg-
un og óskuðu þeir eftir að salt yrði
borið á allar strætisvagnaleiðir á ný.
„Osk þeirra kom ekki á óvart,“ sagði
hann. „Þetta er sama reynsla og
menn hafa orðið fyrir erlendis. Það
verður að salta þar sem strætisvagn-
ar aka um því sandur dugar ekki
til. Ég sagði þeim að ekki væri hægt
að bijóta í bága við ákvörðun borgar-
ráðs og taka upp söltun á ný án
samþykkis en að höfðu samráði við
borgarverkfræðing þá hefur verið
ákveðið að taka upp söltun næstu
daga ef þörf þykir, þar sem borgar-
ráð kemur ekki saman fyrr en á
föstudag.“
Síðdegis í gær var svo tekin
ákvörðun um að salta leiðina að
Borgarspítalanum en aðrar strætis-
vagnaleiðir í hverfinu verða saltaðar
í dag ef þurfa þykir.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
11. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 118,00 98,00 106,86 1,748 186.784
Þorskur(ósL)- 86,00 86,00 86,00 0,205 17.630
Ýsa 115,00 104,00 111,78 0,707 79.028
Ýsa (ósl.) 87,00 81,00 82,62 1,453 120.048
Smáýsa 49,00 49,00 49,00 0,009 441
Saltflök 75,00 75,00 75,00 0,050 3.750
Langa 65,00 65,00 65,00 0,036 2.340
Tindab. 5,00 5,00 5,00 0,017 85
Koli 49,00 49,00 49,00 0,008 392
Karfi 25,00 25,00 25,00 0,006 150
Hlýri 30,00 30,00 30,00 0,005 150
Lýsa (ósl.) 49,00 49,00 49,00 0,052 2.548
Skata 5,00 5,00 5,00 0,006 30
Samtals 96,09 4,302 413.376
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(st) 113,00 90,00 105,37 18,245 1.940,742
Þorskur(ósL) 99,00 78,00 92,88 8,913 827,799
Ýsa (sl.) 114,00 58,00 101,51 11,998 1.217,984
Ýsa (ósl.) 99,00 45,00 91,36 8,189 748,183
Blandað 80,00 20,00 25,68 0,752 19.312
B landað 58,00 20,00 32,39 0,158 5.117
Grálúða 67,00 67,00 67,00 0,135 9.045
Karfi 50,00 50,00 50,00 0,141 7.050
Keila 45,00 43,00 43,84 0,553 24.245
Langa 74,00 74,00 74,00 0,361 26.714
Lúða 400,00 300,00 363,22 0,266 96.350
Lýsa . 57,00 20,00 52,77 0,967 51.028
Saltf.flök 215,00 200,00 206,02 0,295 60.775
Steinbítur 67,00 • 20,00 65,21 0,683 44.539
Ufsi 49,00 49,00 49,00 0,822 40.284
Undirmál 85,00 50,00 79,74 1,666 132.848
Samtals 97,00 54,145 5.252,016
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 116,00 83,00 94,57 10,171 961.866
Ýsa 107,00 76,00 99,91 12,073 1.206.268
Blandað 49,00 49,00 49,00 0,048 2.352
Skata 90,00 90,00 80,00 0,030 2.400
Karfi 70,00 70,00 70,00 3,500 245.000
Keila 47,00 42,00 46,54 1,564 72.788
Skarkoli 60,00 60,00 60,00 0,006 0.360
Ufsi 45,00 24,00 44,67 0,508 22.692
Lúða 295,00 295,00 295.,00 0,164 48.380
Langa 69,00 63,00 66,60 1,388 92.444
Steinbítur 81,00 63,00 80,00 0,416 33.282
Lýsa 39,00 39,00 39,00 0,084 3.276
Samtals 89,85 29,952 2.691,108
Selt var úr dagróðrabátum og Þuríði Halldórsdóttur. Á morgun verður selt
I úr dagróðrabátum og Skarfi GK.
Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur,
1. okt. -10. des., dollarar hvert tonn
Morgunbladið/Sturla Páll Sturluson
Rúnar H. Vilbergsson og Margrét Gunnarsdóttir.
Suðureyri:
Tónleikar Rúnars H. Vilbergsson-
ar og Margrétar Gunnarsdóttur
Suðureyri.
ÞRIÐJUDAGINN 4. desember voru Súgfirðingar sóttir heim af þeim
Rúnari H. Vilbergssyni fagottleikara og Margréti Gunnarsdóttur
píanóleikara. Héldu þau eina tónleika í Bjarnarborg, liúsi Verka-
lýðs- og sjómannafélags Súganda.
Á efnisskrá voru verk eftir er-
lenda og innlenda höfunda. Góður
rómur var gerður að tónlistarflutn-
ingi þeirra af þeim sem á hlýddu,
enda farið faglegum fingrum um
hljóðfærin.
Rúnar og Margrét eru bæði Is-
firðingar. Rúnar starfar nú við Sin-
Vonskuveður
á Vesturlandi
Borg í Miklaholtshreppi.
HÉR gerði mikið vonskuveður í
gærkvöldi, hvessti með norðaust-
anátt. Nokkur snjóföl var á jörðu,
urðu því aksturskilyrði bifreiða
mjög slæm.
Fólk sem var að koma með Baldri
til Stykkishólms vestan af Barða-
strönd lenti í slæmu veðri á Kerling-
arskarði, varð að ganga á undan
bílunum vegna þess að blindan var
svo mikii að ekkert sást. Fólkið, sem
var tíu manns í fjórum bílum, komst
áð Lynghaga í fyrrakvöldi óg gisti
þar í fyrrinótt.
KK-Blús-
kvartettnn
á Púlsinum
BLÚSÁHUGAMENN fá glaðning
í kvöld því þá verður haldið blús-
kvöld á Púlsinum þar sem frain
kemur KK-blúskvartettinn.
Þeir sem skipa KK-blúskvartettinn
eru; Kristján Kristjánsson, söngur,
gítar og munnharpa, Ásgeir
Oskarsson, trommur, Þorleifur
Gíslason, bassa og Björgvin Gísla-
son á gítar. Tónleikarnir hcTjast upp
úr kl. 21.30.
Leiðrétting
í grein Herdísar Sveinsdóttur í
blaðinu í gær féllu niður stafir í
tveimur skammstöfunum, sem
breyta merkingu viðkomandi setn-
inga. Þar átti að standa: „Af þeim
sökum er eðlilegt að áhugi sé á því'
að hálfu hjúkrunarfræðinga, að
þeir sem lokið hafa prófi frá HSÍ
(Hjúkrunarskóla Islands) eigi kost
á að auka við nám sitt til að ljúka
BS-prófi.“ (í blaðinu stóð HÍ). Og
á öðrum stað átti að standa: „ ...
námsbraut í hjúkrunarfræði hefur
tekið að sér að fylgja stefnu um
sérskipulagt nám til BS-prófs fyrir
hjúkrunarfræðinga, sem mörkuð
hefur verið annars staðar og að til-
stuðlan HFÍ (Hjúkrunarfélags ís-
lands).“ Þar stóð einnig HI, sem
er rangt. Blaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
fóníuhljómsveit íslands, en áður
hefur hann leikið með ýmsum aðil-
um svo sem Kammersveit Reykja-
víkur, Hljómsveit íslensku óperunn-
ar, Þursaflokknum óg Islensku
hljómsveitinni svo eitthvað sé nefnt.
Margrét er núna starfandi píanó-
kennari á ísafirði. Hún hóf píanón-
ám sitt í Tónlistarskóla ísafjarðar
átta ára gömul hjá Ragnari H.
Ragnar. Síðan hefur hún stundað
nám bæði hér heima og erlendis.
Að loknum tónleikunum voru
tónlistarfólkinu færð blóm í þakkar-
skyni. Þá var tónlistargestum boðið
upp á kaffi að lokinni dagskrá.
Sturla
Stekkjarstaur
íheimsókn
í DAG klukkan 11 kemur fyrsti
jólasveinnin í heimsókn á Þjóð-
minjasafnið, en þeir munu líta
þar við daglega fram að jólum.
Það eru gömlu góðu jólasvein-
arnir sem ætla að láta sjá sig
þar og fyrstur er Stekkjarstaur.
Sauðárkrókur:
Vogar:
Eldingu
laust niður
í jólatré
ELDINGU laust niður í jólatré
hreppsins í Kirkjuholti í Vogum
á mánudagskvöld í suðaustan-
roki og snjókomu. Ekki kveikn-
aði í trénu en ljós voru tendruð
á því síðastliðinn sunnudag.
Þá kom mikill blár blossi frá raf-
mangslínunni á Vatnsleysuströnd
sem lýsti upp stórt svæði og stóð
bjarminn nokkra stund.
E.G.
Eitl atriði úr myndinni Prakkar-
inn.
Laugarásbíó
sýnir myndina
„Prakkarinn“
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til
sýningar myndina „Prakkarinn".
Með aðalhlutverk fara John Ritt-
er, Jaek Warden og Amy Yas-
beck. Leikstjóri er Dennis Dug-
an.
Ben og Flo Healy öfunda barna-
fólk í grennd við sig af barnaboðun-
um, sem efnt er til og þeim er ekki
boðið í vegna barnaleysis. Þau ætt-
leiða 7 ára dreng sem móðirin hafði
yfirgefið sem ungbarn. Þau hjón
eni ekki fyrstu fósturforeldrar
drengsins því Junior eða Lilli, eins
og hann er kallaður, hefur farið til
30 hjóna en þau öll skilað honum
þar eð hann er of ódæli. Uppeldið
gengur heldur brösulega hjá Ben
og Flo og málin taka óvænta stefnu,
en sumir verða a.m.k. ánægðir með
málalokin.
Lögreglan
leitar vitna
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar i Reykjavík óskar eftir að
hafa tal af manni sem varð sjón-
arvottur að árekstri við Skipholt
24 mánudaginn 10. þessa mánað-
ar.
Þá var jeppabifreið ekið á rauða
Toyota-sendibifre’ið og fór ökumað-
ur jeppans af vettvangi án þess að
' láta af sér vita. Vitað er að maður
nokkur varð vitni að árekstrinum
og skráði hjá sér skráningarnúmer
jeppans og biður lögreglan hann
að hafa við sig samband.
Fundur um sorgarviðbrögð
Saudárkróki.
HERRA Sigurbjörn Einarsson
biskup mun flytja erindi sem
hann nefnir Sorgin og Guð á
fundi hjá nýstofnuðu félagi um
Sorg og sorgarviðbrögð á Sauð-
árkróki. Fundurinn verður hald-
inn í safnaðarheimili Sauðár-
krókskirkju miðvikudagskvöldið
12. desember kl. 21 og að sögn
sr. Hjálmars Jónssonar mun
fundurinn verða fluttur í kirkj-
una ef húsrúm þrýtur.
Þetta er þriðji fundurinn á þessu
fyrsta starfsári félagsins þar sem
fengnir eru fyrirlesarar til að fjalla
um þetta viðkvæma efni, sorgina.
Áður hafa fjallað um sorg og sorg-
arviðbrögð á vegum félagsins þeir
sr. Bragi Skúlason og sr. Sigfinnur
Þorleifsson sjúkrahúsprestar í
Reykjavík. Formaður félagsins er
Pálmi Rögnvaldsson á Hofsósi og
félagssvæði Skagafjarðarprófasts-
dæmi. - BB